Datasets:

document
dict
uuid
stringlengths
36
36
metadata
dict
{ "question": "Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum?", "answer": "Þegar við sjáum eldingu getum við tekið eftir því að við heyrum þrumuna nokkru eftir að við sjáum leiftrið. Ljós ferðast mjög hratt samkvæmt mælikvörðum okkar hér á jörðinni. Hraði þess í tómarúmi er 300.000 km/sek, en á þeim hraða má fara sjö og hálfan hring umhverfis hnöttinn á einni sekúndu. Við sjáum því leiftur eldingarinnar nánast um leið og henni slær niður. Hljóðbylgjur ferðast hins vegar mun hægar, eða um 340 metra á sekúndu (nákvæmt gildi fer eftir aðstæðum). Þegar við heyrum þrumuna erum við því í raun að hlusta á hljóð sem myndaðist nokkrum sekúndum áður. Við getum meira að segja sagt til um fjarlægð eldingarinnar með því að mæla tímann milli þess sem við sjáum ljósblossann og heyrum þrumuna.\n\nÞegar við horfum út í geiminn eru fjarlægðir svo miklar að hraði ljóssins skiptir máli. Þegar við horfum til dæmis á sólina við sólsetur eru átta mínútur liðnar síðan ljósið lagði af stað frá sólinni. Því má segja að við séum að horfa átta mínútur aftur í tímann. (Þetta gildir raunar alltaf um ljósið frá sólinni en er sérstaklega eftirtektarvert þegar um er að ræða skilgreindan atburð á sólinni eins og tiltekinn sólblossa til dæmis).\n\nÞegar horft er á fjarlægar stjörnur er í raun verið að horfa á ljós sem lagði af stað fyrir löngu síðan, jafnvel fyrir milljörðum ára.\n\nEngu að síður er hraði ljóss í tómarúmi mesti hraði sem efni eða orka getur náð. Þótt hljóð geti ekki borist um tómarúmið milli sólar og jarðar má nefna til samanburðar að hljóð frá sólinni yrði fjórtán ár á leiðinni til okkar ef það færi með sama hraða og það fer í lofti hér við yfirborð jarðar.\n\nEf við lítum út úr sólkerfi okkar og athugum nálægustu sólstjörnuna, Proxima í Mannfáknum, þá sjáum við hana eins og hún leit út fyrir rúmlega fjórum árum. Þannig getum við haldið áfram að rýna lengra og lengra út í geiminn og sjá um leið sífellt lengra aftur í tímann. Með berum augum má sjá vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð og með góðum sjónaukum er hægt að sjá milljarða ára aftur í tímann, það er að segja sjá vetrarbrautir í milljarða ljósára fjarlægð. Þannig er hægt að sjá aftur til þess tíma þegar sólkerfið okkar var að myndast, fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Með því að horfa enn lengra út í geiminn með ýmsum aðferðum vonast vísindamenn til að sjá aftur til þess tíma þegar heimurinn myndaðist í Miklahvelli.\n\nLesefni:\n\nEinar H. Guðmundsson, \"Heimsmynd stjarnvísindanna: Sannleikur eða skáldskapur?\", hjá Andra S. Björnssyni o.fl., Er vit í vísindum? Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, bls. 39-68.\n\nGunnlaugur Björnsson, \"Sólir og svarthol\", hjá Þorsteini Vilhjálmssyni, Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 43-62.\n\nStephen Hawking, Saga tímans. Guðmundur Arnlaugsson íslenskaði. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990.\n\nSteven Weinberg, Ár var alda. Guðmundur Arnlaugsson íslenskaði. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1998.\n\nVefsetur:\n\nGeimferðastofnun Bandaríkjanna\n\nVefsetur Hubble-sjónaukans\n\nStjarnvísindi við Háskóla Íslands og fjöldi tengla þar.\n\nMynd:Camp May Flather: 1931 to Present." }
06215b46-c9ea-445f-bd1c-eef10de61321
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_31", "publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=31", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 713 }, { "offset": 715, "length": 437 }, { "offset": 1154, "length": 134 }, { "offset": 1290, "length": 297 }, { "offset": 1589, "length": 738 }, { "offset": 2329, "length": 8 }, { "offset": 2339, "length": 175 }, { "offset": 2516, "length": 132 }, { "offset": 2650, "length": 109 }, { "offset": 2761, "length": 109 }, { "offset": 2872, "length": 9 }, { "offset": 2883, "length": 30 }, { "offset": 2915, "length": 26 }, { "offset": 2943, "length": 55 }, { "offset": 3000, "length": 39 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 107 }, { "offset": 108, "length": 66 }, { "offset": 175, "length": 120 }, { "offset": 296, "length": 71 }, { "offset": 368, "length": 105 }, { "offset": 474, "length": 99 }, { "offset": 574, "length": 139 }, { "offset": 715, "length": 87 }, { "offset": 803, "length": 112 }, { "offset": 916, "length": 62 }, { "offset": 979, "length": 173 }, { "offset": 1154, "length": 134 }, { "offset": 1290, "length": 80 }, { "offset": 1371, "length": 216 }, { "offset": 1589, "length": 155 }, { "offset": 1745, "length": 113 }, { "offset": 1859, "length": 196 }, { "offset": 2056, "length": 120 }, { "offset": 2177, "length": 150 }, { "offset": 2329, "length": 8 }, { "offset": 2339, "length": 79 }, { "offset": 2418, "length": 51 }, { "offset": 2470, "length": 44 }, { "offset": 2516, "length": 87 }, { "offset": 2604, "length": 44 }, { "offset": 2650, "length": 29 }, { "offset": 2680, "length": 33 }, { "offset": 2714, "length": 45 }, { "offset": 2761, "length": 29 }, { "offset": 2791, "length": 33 }, { "offset": 2825, "length": 45 }, { "offset": 2872, "length": 9 }, { "offset": 2883, "length": 30 }, { "offset": 2915, "length": 26 }, { "offset": 2943, "length": 55 }, { "offset": 3000, "length": 39 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 82 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 82 } ] } }
{ "question": "Hvað er yfirborðsspenna?", "answer": "Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður.\n\nOft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef hárin á penslinum eru skoðuð meðan hann er á kafi í vatni má hins vegar sjá að það er ekki fullnægjandi skýring. Þó að hárin séu sannarlega blaut loða þau ekki saman. Hár loða nefnilega ekki saman af því einu að vatn er kringum þau, heldur af því að yfirborð vatnsins er skammt undan.\n\nSamloðun háranna sýnir tilhneigingu vatnssameindanna til að dragast hver að annarri. Vatnssameind við yfirborð vatns, t.d. vatns á hárum málningarpensils, dregst inn á við á tiltekinn hátt, þangað sem flestar sameindirnar eru. Yfirborðsspennan er því ekki sérstakur, sjálfstæður kraftur heldur einföld afleiðing af aðdráttarkröftum milli vatnssameindanna. Ein afleiðing þessa samdráttar er að yfirborðsspenna myndast.\n\nYfirborðsspennan kemur í veg fyrir að bréfaklemman sökkvi.\n\nÞessi yfirborðsspenna er nægjanlega mikil til þess að vatnsyfirborðið geti haldið uppi léttum hlutum sem fljóta ekki, eins og ýmsum skordýrum. Það er líka yfirborðsspennan sem heldur vatni saman í dropum og veldur því að hægt er að fylla vatnsglas upp fyrir barma sína.\n\nÝmis efni geta dregið úr yfirborðsspennu vatns og er sápa þar á meðal. Eftirfarandi tilraun sýnir það á áhrifaríkan hátt.\n\nVið tilraunina þarf að nota hreinan disk, talkúm-duft og sápustykki. Gakktu úr skugga um að diskurinn sé tandurhreinn; á honum má ekki vera nein fita eða sápa. Fylltu diskinn af vatni og stráðu talkúm-duftinu á vatnsyfirborðið.\n\nSnertu nú vatnsyfirborðið með sápustykkinu við einn enda disksins. Við það dregst talkúm-duftið skyndilega yfir í gagnstæðan hluta disksins.\n\nTalkúm-duftið leysist ekki upp í vatninu og það sekkur ekki; það liggur á vatnsyfirborðinu og yfirborðsspennan heldur því uppi. Þar sem sápan snertir vatnið dragast vatnssameindir frekar að sápusameindum en hver annarri. Hinum megin á diskinum dragast vatnssameindir hins vegar ennþá hver að annarri. Þegar vatnið er snert með sápunni er því eins og verið sé að skera á gúmmíteygju og yfirborðsspenna á mótstæðri hlið dregur talkúm-duftið frá sápunni.\n\nHeimild:\n\nGlass, Don, Why you can never get to the end of the rainbow. Bloomington: Indiana University Press, 1993, bls. 144-145." }
03b3dbe9-4ef4-4435-a3cf-ee93384e2dcf
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_32", "publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=32", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 245 }, { "offset": 247, "length": 348 }, { "offset": 597, "length": 417 }, { "offset": 1016, "length": 58 }, { "offset": 1076, "length": 269 }, { "offset": 1347, "length": 121 }, { "offset": 1470, "length": 227 }, { "offset": 1699, "length": 140 }, { "offset": 1841, "length": 451 }, { "offset": 2294, "length": 8 }, { "offset": 2304, "length": 119 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 73 }, { "offset": 74, "length": 78 }, { "offset": 153, "length": 92 }, { "offset": 247, "length": 60 }, { "offset": 308, "length": 115 }, { "offset": 424, "length": 53 }, { "offset": 478, "length": 117 }, { "offset": 597, "length": 84 }, { "offset": 682, "length": 141 }, { "offset": 824, "length": 128 }, { "offset": 953, "length": 61 }, { "offset": 1016, "length": 58 }, { "offset": 1076, "length": 142 }, { "offset": 1219, "length": 126 }, { "offset": 1347, "length": 70 }, { "offset": 1418, "length": 50 }, { "offset": 1470, "length": 68 }, { "offset": 1539, "length": 90 }, { "offset": 1630, "length": 67 }, { "offset": 1699, "length": 66 }, { "offset": 1766, "length": 73 }, { "offset": 1841, "length": 127 }, { "offset": 1969, "length": 92 }, { "offset": 2062, "length": 79 }, { "offset": 2142, "length": 150 }, { "offset": 2294, "length": 8 }, { "offset": 2304, "length": 60 }, { "offset": 2365, "length": 58 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 24 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 24 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?", "answer": "Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi tölum við um varmaburð (e. convection) þegar efnið kringum hlutinn getur sjálft farið að hreyfast á sýnilegan hátt vegna hitamunar, eins og til dæmis þegar heitt loft leitar upp á við af því að það er léttara í sér en loftið í kring. Í þriðja lagi getur orðið svokölluð varmageislun (e. emissivity) frá heitum hlut. Hún er ein tegund rafsegulgeislunar og getur borist frá hlutnum þó að alls ekkert efni sé kringum hann.\n\nHæfni hlutar til að senda frá sér varmageislun er hin sama og hæfni hlutarins til að gleypa slíka geislun sem kann að falla á hann. Gljáandi hlutir drekka í sig lítið af þeirri geislun sem á þá fellur og geisla því að sama skapi litlu frá sér ef þeir eru heitari en umhverfið. Gljáinn á ílátunum í eldhúsinu er þess vegna til þess fallinn að draga úr varmageislun frá þeim. Venjulegir pottar og pönnur þurfa að geta tekið við varma og eru því yfirleitt ekki hönnuð til að koma í veg fyrir varmatap með leiðingu, en í hitakönnum er hins vegar oft einangrandi lag kringum varmahólfið til að draga úr varmaleiðingu. Lokuð lofthólf kringum geymsluhólfið eru einnig til þess fallin að draga úr varmaburði. Myndin að neðan sýnir hvernig reynt er að hindra varmatap úr hitabrúsa, hvort sem er með varmaleiðingu, varmaburði eða varmageislun.\n\nVarminn sem við fáum frá sólinni berst til jarðar með varmageislun eingöngu. Þetta sést best af því að milli sólar og jarðar er tómarúm þannig að þar getur hvorki orðið varmaleiðing né varmaburður.\n\nStundum viljum við hanna hluti þannig að þeir gefi frá sér sem mestan varma og sem örast. Þá má aftur hafa í huga regluna sem nefnd var hér á undan, að geislunarhæfni hlutar helst í hendur við gleypingarhæfni. Svartir og mattir hlutir drekka í sig mikið af geisluninni sem á þá fellur og senda því að sama skapi frá sér varmageislun þegar því er að skipta. Þetta er ástæðan til þess að kolaofnar og slíkir hlutir eru oft svartir eða mattir." }
d1ef4631-911b-4a75-adbd-49dd7e6ab4df
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_33", "publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=33", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 734 }, { "offset": 736, "length": 833 }, { "offset": 1571, "length": 197 }, { "offset": 1770, "length": 440 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 67 }, { "offset": 68, "length": 234 }, { "offset": 303, "length": 245 }, { "offset": 549, "length": 81 }, { "offset": 631, "length": 103 }, { "offset": 736, "length": 131 }, { "offset": 868, "length": 144 }, { "offset": 1013, "length": 96 }, { "offset": 1110, "length": 238 }, { "offset": 1349, "length": 87 }, { "offset": 1437, "length": 132 }, { "offset": 1571, "length": 76 }, { "offset": 1648, "length": 120 }, { "offset": 1770, "length": 89 }, { "offset": 1860, "length": 119 }, { "offset": 1980, "length": 146 }, { "offset": 2127, "length": 83 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 72 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 72 } ] } }
{ "question": "Hvað er átt við með umframbyrði skatta?", "answer": "Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir sig á illa gerjuðu rauðvíni sem hann bjó til inni á baði, „Vin de Toilet“, um leið og hann horfir stoltum en vonandi ekki mjög gagnrýnum augum á stofuvegginn sem hann var að ljúka við að mála, veit þó sennilega ekki að gerbragðið af víninu og helgidagarnir á nýmáluðum veggnum eru hluti af skattbyrði hans.\n\nUmsvifamikið velferðarkerfi eins og það íslenska krefst þess að stórum hluta af afrakstri vinnu einstaklings sé ráðstafað af öðrum en honum sjálfum. Rakari sem er að vega það og meta hvort hann eigi að hafa opið aðeins lengur og klippa einn viðskiptavin í viðbót eykur tekjur sínar væntanlega um innan við helming þess sem viðskiptavinurinn greiðir. Ef klippingin kostar 1250 krónur er virðisaukaskattur af henni um 250 krónur og tekjuskattur og önnur gjöld af því sem eftir er fjögur til fimm hundruð krónur. Rakarinn heldur því einungis ríflega 500 krónum eftir. Málið versnar enn þegar tekið er tillit til þess að viðskiptavinurinn þarf sennilega að auka tekjur sínar um meira en 2000 krónur til þess að halda eftir 1250 krónum. Í ljósi þessa er kannski athugunarefni hvers vegna Íslendingar eru ekki upp til hópa annaðhvort afar síðhærðir eða láta klippa sig heima.\n\nÞað getur verið dýrara en þú heldur að fara til rakara.Það er því ekki skrýtið að jafnvel hátekjufólk vinnur iðulega verk sem lægra launað fólk getur unnið hraðar og betur. Tannlæknirinn hefur sennilega talsvert hærra tímakaup en málarinn í næsta húsi og sá síðarnefndi málar bæði hraðar og betur. Engu að síður getur fleygurinn sem skattheimtan rekur á milli þeirra komið í veg fyrir viðskipti. Franskir eða ítalskir vínbændur gætu líka hugsað velferðarkerfinu íslenska þegjandi þörfina því að vínið margfaldast í verði á leiðinni frá ekrum þeirra og að hillunum í ríkinu. Fyrir vikið blómstrar framleiðsla á ýmsum göróttum vökvum á Íslandi við grátbroslegar aðstæður og ærinn tilkostnað, drykkjum sem eiga fátt annað en áfengismagnið sameiginlegt með fjöldaframleiðslu annarra ríkja.\n\nVandinn er í hnotskurn sá að fólk sem getur lækkað skattgreiðslur sínar með því að breyta hegðun sinni mun í mörgum tilfellum gera það. Sá sem málar eigin íbúð eða framleiðir eigið áfengi greiðir fyrir vikið lægri skatta. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri þeim mun meiri hvatning er til þess að komast hjá skattgreiðslum og því hafa háir skattar meiri áhrif á hegðun fólks en lágir. Ef tekjuskattur væri 100% myndu fáir mæta til vinnu.\n\nNær allir skattar reka fleyg á milli ábata einstaklings af ákvörðun sem hann tekur og ábata þjóðfélagsins sem heildar af ákvörðuninni. Útkoman getur hæglega orðið sú að einstaklingar taka ákvarðanir sem koma þeim vel en öðrum illa. Kostnaður þjóðfélagsins vegna slíkra ákvarðana er nefndur umframbyrði skatta á máli hagfræðinnar. Forskeytið umfram endurspeglar það að hér er ekki bara um að ræða tilfærslu fjár frá skattgreiðendum til þiggjenda opinberrar þjónustu, sem skapar augljóslega byrði fyrir skattgreiðendur, heldur verðmæti sem fara forgörðum án þess að það hafi verið ætlunin.\n\nTölvunarfræðingur sem ákveður að taka sér frí úr vinnunni til þess að smíða grindverk utan um húsið sitt í stað þess að fá til þess smið sparar sér hugsanlega fé þótt kostnaður þjóðfélagsins sé meiri fyrir vikið. Tölvunarfræðingurinn lækkar við þetta bæði tekju- og virðisaukaskattgreiðslur sínar en fyrir vikið verður annaðhvort að draga úr þjónustu ríkisins eða leggja hærri skatta á einhverja aðra til að vega upp á móti þessu. Sárir þumlar tölvunarfræðingsins eru hluti af skattbyrði hans og þjóðfélagið situr uppi með dýrt grindverk og kannski eilítið skakkt.\n\nSkattar sem fólk getur ekki komist hjá að greiða hafa lítil áhrif á hegðun þess. Ef góðkunningi okkar, rakarinn, greiddi engan tekjuskatt hefði hann minni ástæðu til að draga úr vinnu til að lækka skattgreiðslur sínar. Það sama ætti reyndar við ef ríkið teldi frístundir rakarans honum til tekna og skattlegði þær þannig að hann greiddi jafnmikið í skatt sama hversu mikið hann vinnur.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður? eftir Gylfa MagnússonHvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun? eftir Gylfa MagnússonEr eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá? eftir Gylfa MagnússonHver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts? eftir Gylfa MagnússonHvað eru jaðarskattar? eftir Gylfa MagnússonEr líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs? eftir Gylfa MagnússonHvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri? eftir Gylfa Magnússon" }
21293293-f4a4-4908-ad91-91984cb6e0dc
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_38", "publish_timestamp": "2000-01-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=38", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 622 }, { "offset": 624, "length": 869 }, { "offset": 1495, "length": 785 }, { "offset": 2282, "length": 439 }, { "offset": 2723, "length": 587 }, { "offset": 3312, "length": 564 }, { "offset": 3878, "length": 385 }, { "offset": 4265, "length": 32 }, { "offset": 4299, "length": 639 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 159 }, { "offset": 160, "length": 104 }, { "offset": 265, "length": 357 }, { "offset": 624, "length": 148 }, { "offset": 773, "length": 200 }, { "offset": 974, "length": 159 }, { "offset": 1134, "length": 54 }, { "offset": 1189, "length": 166 }, { "offset": 1356, "length": 137 }, { "offset": 1495, "length": 55 }, { "offset": 1550, "length": 117 }, { "offset": 1668, "length": 124 }, { "offset": 1793, "length": 97 }, { "offset": 1891, "length": 177 }, { "offset": 2069, "length": 211 }, { "offset": 2282, "length": 135 }, { "offset": 2418, "length": 85 }, { "offset": 2504, "length": 164 }, { "offset": 2669, "length": 52 }, { "offset": 2723, "length": 134 }, { "offset": 2858, "length": 96 }, { "offset": 2955, "length": 97 }, { "offset": 3053, "length": 257 }, { "offset": 3312, "length": 212 }, { "offset": 3525, "length": 217 }, { "offset": 3743, "length": 133 }, { "offset": 3878, "length": 80 }, { "offset": 3959, "length": 137 }, { "offset": 4097, "length": 166 }, { "offset": 4265, "length": 32 }, { "offset": 4299, "length": 126 }, { "offset": 4426, "length": 95 }, { "offset": 4522, "length": 112 }, { "offset": 4635, "length": 74 }, { "offset": 4710, "length": 43 }, { "offset": 4754, "length": 93 }, { "offset": 4848, "length": 68 }, { "offset": 4917, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 39 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 39 } ] } }
{ "question": "Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?", "answer": "Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters.\n\nÞyngd hlutar er hins vegar krafturinn sem verkar á hann frá öðrum hlutum í grenndinni. Hún er bæði háð því hverjir þessir hlutir eru og hversu langt hluturinn er frá miðju þeirra. - Þegar við förum með hlut frá sjávarmáli upp á Everest-fjall fjarlægist hann miðju jarðar um rúmlega 1 af þúsundi og þyngd hans minnkar um 2-3 af þúsundi, sem er vel hægt að lesa af þokkalega nákvæmri vog. - Þegar hlutur er staddur við yfirborð tunglsins ræður tunglið mestu um þyngd hans. Þar sem það er bæði miklu minna en jörðin og léttara í sér eru hlutir 9 sinnum léttari við yfirborð tunglsins en við sjávarmál hér á jörðinni. - Júpíter er á hinn bóginn miklu stærri og efnismeiri en jörðin og hlutir hafa þar 2,5 sinnum meiri þyngd en hér á jörðinni. Við gætum ekki staðið upprétt þar eða gengið, að minnsta kosti ekki lengi!\n\nEn það er ekki sama hvers konar vog við höfum með okkur upp á Everest eða til tunglsins ef við ætlum að mæla þyngd okkar. Vogir eru í aðalatriðum tvenns konar. Sumar, þar á meðal ýmsar eldhúsvogir, mæla í rauninni massa hlutanna. Með þessum vogum er massinn borinn saman við einhvers konar lóð eða viðmiðunarmassa. Vogin mælir því í rauninni massa hlutarins í kílógrömmum, eins og hún segist gera. Aðrar vogir mæla hins vegar í rauninni þyngd hlutarins þó að þær gefi annað til kynna. Þær mæla þá til dæmis togkraftinn í einhvers konar gormum. Myndin hér á eftir sýnir slíka vog, þ.e. gormavog sem sýnir togkraft lóðsins sem í henni hangir en ekki massa þess.\n\nÞað er alveg sama hvert við förum með vogir af fyrri gerðinni, upp á fjöll eða út í geiminn; þær munu alltaf sýna sama massann. \"Massinn\" sem við lesum af vogum af síðari gerðinni verður hins vegar síbreytilegur því að hann er í rauninni í hlutfalli við þyngdina og hún breytist eftir því hvaða himinhnettir eru í grennd við okkur á hverjum tíma, og hversu langt miðja þeirra er frá okkur. Einnig koma fram lítils háttar breytingar eftir því hvar við erum á jörðinni. Ef mikið af þungu og þéttu efni er til að mynda rétt fyrir neðan okkur í jörðinni, togar hún í okkur með meiri krafti en ella, og þyngd hluta á þessum stað verður meiri en annars staðar á jörðinni.\n\nÞegar fólk lætur sér annt um \"líkamsþyngd\" sína er í rauninni átt við massann. Hann minnkar ekki við það eitt að við fjarlægjumst miðju jarðar, þó að sumar vogir gefi þá til kynna breytingu á þyngd!" }
1cb4f883-97f4-4a9f-9c0f-62a9234f830e
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_40", "publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=40", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 314 }, { "offset": 316, "length": 813 }, { "offset": 1131, "length": 659 }, { "offset": 1792, "length": 665 }, { "offset": 2459, "length": 198 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 159 }, { "offset": 160, "length": 154 }, { "offset": 316, "length": 86 }, { "offset": 403, "length": 92 }, { "offset": 496, "length": 206 }, { "offset": 703, "length": 83 }, { "offset": 787, "length": 142 }, { "offset": 930, "length": 124 }, { "offset": 1055, "length": 74 }, { "offset": 1131, "length": 121 }, { "offset": 1253, "length": 37 }, { "offset": 1291, "length": 69 }, { "offset": 1361, "length": 84 }, { "offset": 1446, "length": 82 }, { "offset": 1529, "length": 86 }, { "offset": 1616, "length": 58 }, { "offset": 1675, "length": 115 }, { "offset": 1792, "length": 127 }, { "offset": 1920, "length": 261 }, { "offset": 2182, "length": 77 }, { "offset": 2260, "length": 197 }, { "offset": 2459, "length": 78 }, { "offset": 2538, "length": 119 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 40 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 40 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna er sjórinn saltur?", "answer": "Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega hafa öll þessi efni verið hluti af bergi sem veðraðist á yfirborði jarðar og efnin bárust til sjávar. Natrín losnar til dæmis þegar steindin albít leysist upp í kolsúru regni (regni í jafnvægi við koltvísýring andrúmsloftsins) og breytist í veðrunarsteindina kaolínít, en natríum, kísill og bíkarbónat berast til sjávar. Efnahvörfin eru sýnd hér á eftir textanum (hvörf 1).\n\nEn þetta er ekki nema lítill hluti sögunnar. Þótt mikið vatn sé í sjónum, er magn natríns í öllum sjónum ekki meira en svo að það tæki árnar innan við 100 milljón ár að leggja það allt til - en sjórinn er meira en 4000 milljón ára. Þetta þýðir að Na safnast ekki fyrir í sjónum, heldur er það fjarlægt úr vatninu á einhvern hátt. Meðal mikilvægra ferla sem fjarlægja Na og Cl, helstu þætti sjávarseltunnar, er uppgufun sjávar sem fellir út saltlög við strendur heitu landanna. Hitt aðalferlið sem fjarlægir Na úr sjónum eru efnahvörf sjávarins við nýmyndað berg á úthafshryggjunum. Hið sama á við um hin efnin í hvörfunum sem áður voru nefnd: Kísilþörungar binda kísilinn (H4SiO4) þegar í stað í kísilgrindur sínar og bíkarbónatið binst kalsíni í skeljum sædýra (CaCO3; hvörf 2 hér á eftir).\n\nÞessi dæmi sýna mikilvægi efnaveðrunar við það að binda koltvísýring, CO2, úr andrúmsloftinu: Veðrun albíts bindur jafnmörg mól af koltvísýringi er berast til sjávar sem bíkarbónat. Þar binst helmingur koltvísýringsins í seti (skeljum) en helmingnum er skilað aftur til andrúmsloftsins.\n\nÞess ber loks að geta, að selta sjávar virðist vera í jafnvægi sem byggist á því að saltefnin sem berast til sjávar bindast jafnóðum með ýmsum hætti í sjávarseti. Þannig hefur þetta verið í hundruð milljóna ára\n\nHvörf 1. Albít hvarfast í kaolínít og leysir út natrín og kísil:\n\n$2 NaAlSi_{3}O_{8} + 11H_{2}O+2CO_{2}$\n\n=\n\n$Al_{2}Si_{2}O_{5}(OH)_{4}+2Na^{+}+4H_{4}SiO_{4}+2HCO_{3}^{-}$\n\nSamsvarandi jöfnur má skrifa fyrir önnur uppleyst efni og aðrar steindir sem verða fyrir efnaveðrun (kemískri veðrun).\n\nHvörf 2. Bíkarbónat binst kalsíni í skeljum sjávardýra:\n\n$Ca^{2+}+2HCO_{3}^{-}=CaCO_{3}+CO_{2}+H_{2}O$\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHefur sjórinn alltaf verið saltur? eftir Sigurð SteinþórssonHvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt? eftir Sigurð SteinþórssonAf hverju er Dauðahafið svona salt? eftir Sigurð SteinþórssonAf hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur og Sigurð SteinþórssonHvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar? eftir Þorstein VilhjálmssonHvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni? eftir Ágúst Kvaran" }
6c8bcd13-3aaf-41a0-ab6a-b3c7fc3a2668
{ "author": "Sigurður Steinþórsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_100", "publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=100", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 688 }, { "offset": 690, "length": 791 }, { "offset": 1483, "length": 286 }, { "offset": 1771, "length": 210 }, { "offset": 1983, "length": 64 }, { "offset": 2049, "length": 38 }, { "offset": 2089, "length": 1 }, { "offset": 2092, "length": 62 }, { "offset": 2156, "length": 118 }, { "offset": 2276, "length": 55 }, { "offset": 2333, "length": 45 }, { "offset": 2380, "length": 32 }, { "offset": 2414, "length": 501 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 92 }, { "offset": 93, "length": 88 }, { "offset": 182, "length": 121 }, { "offset": 304, "length": 112 }, { "offset": 417, "length": 218 }, { "offset": 636, "length": 52 }, { "offset": 690, "length": 44 }, { "offset": 735, "length": 186 }, { "offset": 922, "length": 97 }, { "offset": 1020, "length": 146 }, { "offset": 1167, "length": 104 }, { "offset": 1272, "length": 209 }, { "offset": 1483, "length": 181 }, { "offset": 1665, "length": 104 }, { "offset": 1771, "length": 162 }, { "offset": 1934, "length": 47 }, { "offset": 1983, "length": 8 }, { "offset": 1992, "length": 55 }, { "offset": 2049, "length": 38 }, { "offset": 2089, "length": 1 }, { "offset": 2092, "length": 62 }, { "offset": 2156, "length": 118 }, { "offset": 2276, "length": 8 }, { "offset": 2285, "length": 46 }, { "offset": 2333, "length": 45 }, { "offset": 2380, "length": 32 }, { "offset": 2414, "length": 34 }, { "offset": 2449, "length": 89 }, { "offset": 2539, "length": 60 }, { "offset": 2600, "length": 98 }, { "offset": 2699, "length": 129 }, { "offset": 2829, "length": 67 }, { "offset": 2897, "length": 18 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 30 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 30 } ] } }
{ "question": "Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?", "answer": "Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki fyrir endann á.\n\nRaunar var rauðablástur stundaður með fornum aðferðum í Noregi allt fram á 18. öld, og hét sá Ole Evenstad í Austurdal sem stórtækastur var. Hann og menn hans gerðu allt að fimm bræðslur á dag í frumstæðum ofni þar sem hráefnið var mýrarauði og viðarkol, og náðu um 30 pundum (um það bil 15 kg) af járni í hverri bræðslu.\n\nKristján Eldjárn (Árbók Hins ísl. fornleifafél. 1975) taldi að á fyrstu öldum Íslands byggðar hafi hin forna iðja, rauðablástur, verið sjálfsögð á hverjum bæ eins og hver önnur störf bóndans. Hins vegar vegar eru litlar menjar um rauðablástur eftir miðja 13. öld og kann hvort tveggja að valda, skógleysi og minnkandi uppgrip af rauða (Þórarinn Þórarinsson: Ísarns meiður á Eiðum, Múlaþing, 1980). Ekki hefur þörfin þó minnkað, heldur er sennilegt að margir bændur sem bjuggu við rýra járntekju eða skógleysi hafi þurft að kaupa járn af öðrum sem framleiddu umfram þarfir. Gjallhaugur að Eiðum svarar til þess að þar hafi verið framleidd 500-1500 tonn af járni. Fræðimenn telja að Íslendingar hafi sjálfir framleitt allt sitt járn þangað til farið var að flytja inn svonefnt ásmundarjárn um miðja 15. öld.\n\nRauðablástur fer þannig fram, að þurrkuðum mýrarauða er blandað saman við viðarkol sem unnin eru með því að brenna viði í kolagröf þannig að loft komist ekki að. Síðan er kveikt í blöndunni í ofni. Við brunann afoxast járnið úr (vötnuðu) járnoxíði í járnmálm sem er bráðinn og seytlar niður í botn ofnsins og er síðan „hleypt undan“. Eftir verða efnasambönd (steindir) sem ekki bráðnuðu, og nefnast sori eða gjall. Jafna efnahvarfanna er sýnd hér á eftir textanum. Af henni sést að öllu máli skiptir hlutfallið milli járnoxíðs og kísils í hráefninu - í jöfnunni er það 2:1, en sé það 1:1 gengur ekkert járn af. Sorinn hér er fayalít (Fe2SiO4).\n\nJárngjall er víða að finna í fornum bæjarrústum, til dæmis í miklum mæli í Ljárskógum í Dölum, enda segir svo í Grettis sögu: „[Þorsteinn Kuggason í Ljárskógum] var járngjörðarmaður mikill. Grettir var atgangsmikill að drepa járnið (það er hamra það) en nennti misjafnt.“ Og enn þá frægari er framganga Skalla-Gríms við rauðablásturinn, svo sem lýst er í Egils sögu.\n\nÁ áttunda áratugnum voru greind á Raunvísindastofnun Háskólans nokkur sýni af mýrarauða og gjalli (sora) til að reikna út hugsanlegan afrakstur rauðablástursins. Í íslenskum mýrum er mikið um steinefni, öskulög og áfok, sem inniheldur yfir 50% af SiO2, og vafalítið hefur þessi staðreynd spillt fyrir rauðablæstri hér á landi - þótt allt sé þetta nokkuð bundið landshlutum og áfokið hafi að minnsta kosti stóraukist í kjölfar landnámsins.\n\nSjö sýni sem greind voru af mýrarauða af Héraði innihéldu 21-35% SiO2 og 69-75% Fe2O3 (þungahlutföll í þurrkuðu og glæddu sýni). Rauði af Skeiðum innihélt hins vegar 18% kísil og 75% járn. Í gjallsýni (sora) af Austurlandi voru 32% kísill og 36% járn. Samkvæmt því mundi 1 kg af mýrarauða með 23% kísli og 71,4% járni gefa af sér 442 g af járni. Fræðimenn telja að ársnotkun Íslendinga hafi verið um 45 smálestir (ÞÞ, fyrri tilv.) - sem þá hefði krafist yfir 100 tonna af þurrkuðum mýrarauða, og til þess að vinna þessi 45 tonn þurfti um 25 þúsund tunnur (=625 tonn) af viðarkolum árlega (Þórarinn Þórarinsson: Þjóðin lifði en skógurinn dó. Ársrit Skógræktarfél. Ísl. 1974).\n\nEfnajafnan um járnbræðslu:\n\n$$2Fe_{2}O_{3}+2C+SiO_{2}=2Fe+2CO_{2}+Fe_{2}SiO_{4}$$\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:\n\nÉg hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?Hvað er járngrýti?Hversu stór hluti jarðar er járn?" }
7508c287-13c7-4f12-a6a3-7fbcf179e9ca
{ "author": "Sigurður Steinþórsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_101", "publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=101", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 330 }, { "offset": 332, "length": 321 }, { "offset": 655, "length": 805 }, { "offset": 1462, "length": 643 }, { "offset": 2107, "length": 366 }, { "offset": 2475, "length": 438 }, { "offset": 2915, "length": 674 }, { "offset": 3591, "length": 26 }, { "offset": 3619, "length": 53 }, { "offset": 3674, "length": 50 }, { "offset": 3726, "length": 187 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 175 }, { "offset": 176, "length": 154 }, { "offset": 332, "length": 140 }, { "offset": 473, "length": 180 }, { "offset": 655, "length": 47 }, { "offset": 703, "length": 143 }, { "offset": 847, "length": 205 }, { "offset": 1053, "length": 174 }, { "offset": 1228, "length": 88 }, { "offset": 1317, "length": 143 }, { "offset": 1462, "length": 161 }, { "offset": 1624, "length": 35 }, { "offset": 1660, "length": 135 }, { "offset": 1796, "length": 80 }, { "offset": 1877, "length": 49 }, { "offset": 1927, "length": 145 }, { "offset": 2073, "length": 32 }, { "offset": 2107, "length": 189 }, { "offset": 2297, "length": 81 }, { "offset": 2379, "length": 94 }, { "offset": 2475, "length": 161 }, { "offset": 2637, "length": 276 }, { "offset": 2915, "length": 128 }, { "offset": 3044, "length": 59 }, { "offset": 3104, "length": 62 }, { "offset": 3167, "length": 93 }, { "offset": 3261, "length": 294 }, { "offset": 3556, "length": 21 }, { "offset": 3578, "length": 11 }, { "offset": 3591, "length": 26 }, { "offset": 3619, "length": 53 }, { "offset": 3674, "length": 50 }, { "offset": 3726, "length": 93 }, { "offset": 3820, "length": 42 }, { "offset": 3862, "length": 18 }, { "offset": 3880, "length": 33 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 75 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 75 } ] } }
{ "question": "Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?", "answer": "Upphaflega spurningin var sem hér segir:\n\nKvarkakenning eðlisfræðinnar gengur út á að fjórar víddir nægi ekki til að útskýra innsta eðli allra hluta heldur þurfi a.m.k. 10 víddir. Þess vegna langar mig að vita hverjar víddirnar eru auk lengdar, breiddar, hæðar og tíma?\n\nSvarið við spurningunni um hugsanlegar fleiri víddir hlýtur að vera nei ef átt er við víddir sem við gætum ferðast um líkt og við getum hreyft okkur fram og aftur, upp og niður og til hliðar. Nánast öll eðlisfræði og efnafræði væri mjög á annan veg ef slíkar aukavíddir væru fyrir hendi. Rafkraftar myndu falla hraðar með fjarlægð en þeir gera í þrívíðu rúmi og óvíst væri að atóm væru einu sinni stöðug, hvað þá að þau hefðu þá eiginleika sem þarf til að líf geti þrifist.\n\nÞrátt fyrir þetta hafa öreindafræðingar sett fram kenningu í fullri alvöru sem gerir ráð fyrir mun fleiri víddum í rúminu eða samtals tíu. (Ef við teljum tímann með sem eina vídd til viðbótar verður vídd tímarúmsins ellefu). Hér er um að ræða svonefnda strengjafræði. Henni er ætlað að lýsa skammtafræði þyngdaraflsins, en þar hafa engar aðrar kenningar dugað til, og jafnframt er hún sameiningarkenning sem fléttar saman fræðilega lýsingu á öllum þekktum öreindum náttúrunnar og víxlverkunum þeirra.\n\nAukavíddir strengjafræðinnar voru lengi taldar sex en á síðustu árum hefur komið í ljós að þær eru í raun sjö. Þessa aukavíddir eru frábrugðnar hinum þremur hefðbundnu víddum að einu mjög mikilvægu leyti. Þær eru samþjappaðar. Þessu má lýsa með einföldu dæmi. Hugsum okkur til einföldunar að rúmið hafi aðeins eina aukavídd og jafnframt að hún sé ekki óendanlega stór eins og við gerum venjulega ráð fyrir um hinar þrjár heldur \"rúlluð\" upp í hring. Með öðrum orðum ef við ferðumst tiltekna vegalengd, sem við skulum kalla L, í fjórðu áttina þá komum við aftur á upphafspunkt.\n\nÞað er erfitt að sjá fjórar víddir fyrir sér svo að við skulum til einföldunar hugsa okkur að rúmið sem við erum að skoða hafi aðeins eina venjulega vídd í stað þriggja. Þá eru víddirnar tvær eins og sýnt er á mynd 1.\n\nMynd 1: Tvívítt rúm þar sem önnur víddin er vafin upp með einkennislengd 1. Kvarðinn á x1-ás er 1/1000 mm.\n\nNú skulum við gera ráð fyrir að lengdin L sé mjög stutt, t.d. 1/1000 úr millimetra, og að í tvívíða rúminu okkar búi vitsmunaverur sem séu um einn metri á stærð og séu ekki mjög tæknivæddar. Þessar verur myndu ekki frekar en við greina hluti með berum augum sem væru minni en um 1/10 úr millimetra og sæju því alls ekki móta fyrir aukavíddinni. Þær myndu álíta að þær byggju í einvíðu rúmi eins og sýnt er á mynd 2.\n\nMynd 2: Tvívítt rúm þar sem önnur víddin er ekki sýnileg á lengdarkvarðanum, sem er 1 cm.\n\nEf tækninni fleygði fram í þessum ímyndaða heimi og vitsmunaverurnar lærðu að smíða sér smásjá sem greindi hluti af stærðinni 1/1000 úr millimetra, mundu þær uppgötva að rúmið sem þær héldu vera einvítt væri í raun tvívítt en aukavíddin væri aðeins 1/1000 úr millimetra á stærð.\n\nÞessu er eins farið í strengjafræðinni. Þar er gert ráð fyrir að rúmið hafi þrjár venjulegar víddir og auk þess sjö örsmáar aukavíddir sem ekki er hægt að greina ennþá, jafnvel með bestu nútímatækni. Aukavíddirnar hafa hinsvegar ýmis óbein áhrif og gegna lykilhlutverki við sameiningu víxlverkana í strengjafræði. Öreindafræðingar eru ekki allir á sama máli um hve litlar aukavíddirnar séu og telja sumir að þeirra muni gæta í mælitækjum strax á næsta áratug en þeir eru fleiri sem álíta að við eigum langt í land með að \"sjá\" inn í fjórðu víddina, og þá fimmtu, sjöttu, sjöundu, áttundu, níundu og tíundu." }
06e8c601-c0be-4cfe-9a86-af9caab9b71e
{ "author": "Lárus Thorlacius", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_102", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=102", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 40 }, { "offset": 42, "length": 227 }, { "offset": 271, "length": 473 }, { "offset": 746, "length": 500 }, { "offset": 1248, "length": 576 }, { "offset": 1826, "length": 217 }, { "offset": 2045, "length": 106 }, { "offset": 2153, "length": 415 }, { "offset": 2570, "length": 89 }, { "offset": 2661, "length": 278 }, { "offset": 2941, "length": 606 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 40 }, { "offset": 42, "length": 137 }, { "offset": 180, "length": 89 }, { "offset": 271, "length": 191 }, { "offset": 463, "length": 95 }, { "offset": 559, "length": 185 }, { "offset": 746, "length": 138 }, { "offset": 885, "length": 85 }, { "offset": 971, "length": 42 }, { "offset": 1014, "length": 232 }, { "offset": 1248, "length": 110 }, { "offset": 1359, "length": 93 }, { "offset": 1453, "length": 21 }, { "offset": 1475, "length": 32 }, { "offset": 1508, "length": 189 }, { "offset": 1698, "length": 126 }, { "offset": 1826, "length": 169 }, { "offset": 1996, "length": 47 }, { "offset": 2045, "length": 75 }, { "offset": 2121, "length": 30 }, { "offset": 2153, "length": 190 }, { "offset": 2344, "length": 153 }, { "offset": 2498, "length": 70 }, { "offset": 2570, "length": 89 }, { "offset": 2661, "length": 278 }, { "offset": 2941, "length": 39 }, { "offset": 2981, "length": 159 }, { "offset": 3141, "length": 113 }, { "offset": 3255, "length": 292 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 88 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 88 } ] } }
{ "question": "Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?", "answer": "Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir.\n\nÍ heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga líka á land, og loks lifa margar tegundir einungis á þurru landi.\n\nHægfara landskjaldbökur hafa mælst skríða um 200 til 500 metra á klukkustund. Mesti mældi hraði skjaldböku á landi sem ég hef heimildir um reyndist 1,7 km á klukkustund (það var raunar vatnaskjaldbaka). En skjaldbökur eru yfirleitt aðeins á ferli skamman tíma á sólarhring. Auk þess er óvíst að þær haldi sömu stefnu og sama hraða allan tímann, þannig að dagleiðir þessara dýra verða trúlega aldrei lengri en einn eða í mesta lagi fáeinir kílómetrar. Þess má geta að stærstu landskjaldbökur, risaskjaldbökurnar á Galápagos-eyjum (allt að 1,2 m langar og rúm 200 kg), hafast einkum við í grýttum fjörum og ógreiðum yfirferðar og leggja því tæpast langan veg að baki daglega.\n\nÞótt hér sé spurt um hversu langt skjaldbökur skríði á dag, er ekki úr vegi að bæta við upplýsingum um sæskjaldbökur. Sumar þeirra synda langar leiðir milli heimasvæða sinna á úthafinu og strandanna þar sem þær verpa. Ein synti nærri 500 km á 10 dögum. Meðaldagleiðin hefur því verið um 50 km, en gera má ráð fyrir að skepnan hafi komist lengra á einum degi en öðum.\n\nStærsta skjaldbaka heims, leðurskjaldbakan, getur orðið um eða yfir tveggja metra löng og allt að 700 kg. Hún lifir í heitum höfum og ein þeirra fannst dauð á reki á Steingrímsfirði 1963. Afsteypa af henni er í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar Íslands við Hlemm í Reykjavík." }
d87c581e-d729-49d0-9543-49abb1837f57
{ "author": "Örnólfur Thorlacius", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_104", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=104", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 127 }, { "offset": 129, "length": 249 }, { "offset": 380, "length": 673 }, { "offset": 1055, "length": 366 }, { "offset": 1423, "length": 275 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 127 }, { "offset": 129, "length": 55 }, { "offset": 185, "length": 37 }, { "offset": 223, "length": 55 }, { "offset": 279, "length": 99 }, { "offset": 380, "length": 77 }, { "offset": 458, "length": 124 }, { "offset": 583, "length": 70 }, { "offset": 654, "length": 176 }, { "offset": 831, "length": 222 }, { "offset": 1055, "length": 117 }, { "offset": 1173, "length": 99 }, { "offset": 1273, "length": 34 }, { "offset": 1308, "length": 113 }, { "offset": 1423, "length": 105 }, { "offset": 1529, "length": 81 }, { "offset": 1611, "length": 87 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 38 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 38 } ] } }
{ "question": "Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?", "answer": "Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga.\n\nÞessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langur, þar af voru lengstu armarnir 6 m, og bolurinn var 4 metrar að ummáli. Búrhvalir veiða risasmokkfiska, og meðan hvalirnir voru veiddir fundust stundum lítt meltir bitar af þessum smokkfiskum í meltingarfærum þeirra.\n\nAugu smokkfiska og kolkrabba eru mjög flókin og minna um margt á augu hryggdýra með augastein sem breytir lögun eftir fjarlægð þess sem á er horft, með lithimnu sem umlykur ljósop er dýrið getur víkkað eða þrengt og með mikinn fjölda ljósnæmra frumna í sjónhimnu í augnbotninum. Raunar hafa þessi augu eitt fram yfir augu okkar og annarra hryggdýra: Í þeim er enginn blindblettur. Sjónsviðið er óslitið, því sjóntaugin liggur ekki gegnum augnbotninn." }
3feac751-8458-43c9-b8bd-0166366d2725
{ "author": "Örnólfur Thorlacius", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_105", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=105", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 204 }, { "offset": 206, "length": 323 }, { "offset": 531, "length": 450 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 74 }, { "offset": 75, "length": 40 }, { "offset": 116, "length": 88 }, { "offset": 206, "length": 62 }, { "offset": 269, "length": 115 }, { "offset": 385, "length": 144 }, { "offset": 531, "length": 278 }, { "offset": 810, "length": 101 }, { "offset": 912, "length": 69 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 37 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 37 } ] } }
{ "question": "Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?", "answer": "Fuglar komast öðrum dýrum hraðar yfir. Svölungur hefur mælst á 170 km hraða í láréttu flugi. Fálkar í steypiflugi komast enn hraðar. Förufálki steypir sér á bráð með hraða samsvarandi 360 km á klukkustund.\n\nSítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á stuttum sprettum en úthaldið er takmarkað.\n\nFerfætlingar á jörðu niðri fara ekki svona hratt yfir. Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á stuttum sprettum en úthaldið er takmarkað. Á lengri sprettum er kvíslhyrnan, norður-amerískt klaufdýr, líklega fljótust. Hjarðir hafa mælst hlaupa á 65-72 km hraða og hámarkshraðinn reyndist 86,5 km. Heimildir eru um að kvíslhyrna hafi hlaupið skamman spöl á undan bíl meðan hraðamælirinn sýndi liðlega 60 mílur (96 km).\n\nFljótustu lagardýr standa landdýrunum ekki langt að baki. Túnfiskar eru meðal hraðsyntustu fiska og ná um 70-80 km hraða. Sumir telja að einhverjir háfiskar komist enn hraðar en ég hef ekki séð neinar tölur því til staðfestu.\n\nHöfrungar geta synt alllengi á 26-33 km hraða." }
77d8cdb8-6df5-45aa-9dcc-5e62b760c627
{ "author": "Örnólfur Thorlacius", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_106", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=106", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 205 }, { "offset": 207, "length": 148 }, { "offset": 357, "length": 481 }, { "offset": 840, "length": 225 }, { "offset": 1067, "length": 46 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 38 }, { "offset": 39, "length": 53 }, { "offset": 93, "length": 39 }, { "offset": 133, "length": 72 }, { "offset": 207, "length": 148 }, { "offset": 357, "length": 54 }, { "offset": 412, "length": 148 }, { "offset": 561, "length": 77 }, { "offset": 639, "length": 78 }, { "offset": 718, "length": 120 }, { "offset": 840, "length": 57 }, { "offset": 898, "length": 63 }, { "offset": 962, "length": 103 }, { "offset": 1067, "length": 46 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 36 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 36 } ] } }
{ "question": "Hver er minnsta öreindin?", "answer": "Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferðir. Það eina sem er nógu smátt til að koma að gagni við slíkar mælingar eru aðrar öreindir. Eiginleikar þessara minnstu efnisagna eru kannaðir í tilraunum þar sem þær eru látnar rekast hver á aðra á miklum hraða í stórum og flóknum tækjum sem nefnast agnahraðlar.\n\nUm hreyfingu öreinda gilda lögmál frábrugðin þeim sem við þekkjum úr daglegu lífi. Þar kemur til skjalanna svokölluð skammtafræði sem er ein helsta eðlisfræðikenning tuttugustu aldar. Samkvæmt skammtafræðinni er ekki skýr greinarmunur á ögn og bylgju. Til dæmis fer það eftir aðstæðum hvort hentugra er að lýsa ljósi sem straumi agna, svonefndra ljóseinda, eða sem ljósbylgju, en í báðum tilfellum er um sama ljósið að ræða. Þetta gildir einnig um efniseindir eins og rafeindir eða kvarka og má tileinka þeim bylgjulengd sem er háð hraða þeirra. Þegar öreindir, til dæmis rafeindir, nálgast ljóshraðann verður bylgjulengd þeirra sífellt styttri og er þá hægt að nota þær til að kanna innstu gerð efnisins á sífellt smærri kvarða. Agnahraðli er stundum líkt við afar stóra smásjá sem nota má til að skyggnast inn í atómkjarnann og inn í sjálfar kjarneindirnar sem hann er myndaður úr.\n\nSagan hefur kennt okkur að agnir sem taldar voru öreindir, það er ódeilanlegar einingar efnisins, hafa oft reynst samsettar úr öðrum ögnum þegar betur var að gáð. Dæmi um þetta eru atóm. Þau voru talin grunneiningar efnisins framundir lok 19. aldar en reyndust samsett úr kjörnum og rafeindum. Kjarnarnir innihalda síðan kjarneindir, sem nefnast róteindir og nifteindir, og hver kjarneind um sig er samsett úr þremur kvörkum. Staðan í dag er að hvorki rafeindir né kvarkar virðast vera samsett en aldrei er að vita nema annað komi í ljós í tilraunum framtíðarinnar.\n\nEf við gerum ráð fyrir að rafeindir og kvarkar séu sannar öreindir og ekki samsett úr öðrum ögnum má spyrja hver þeirra sé minnsta öreindin. Við þeirri spurningu er hinsvegar ekkert einhlítt svar því að stærð öreindar svarar til bylgjulengdar hennar og eins og áður var nefnt verður bylgjulengdin því styttri sem hreyfiorka öreindarinnar er meiri. Samkvæmt nýjustu öreindakenningum, svonefndum strengjakenningum, er samt ólíklegt að bylgjulengd öreinda verði nokkurn tímann styttri en svonefnd Planckslengd sem er um það bil 10-35 metrar eða einn metri deilt með tölunni sem fæst með því að skrifa 35 núll á eftir 1. Öflugustu agnahraðlar nútímans geta hinsvegar aðeins kannað lengdir niður í um 10-19 metra, svo það verður löng bið á að fá skorið úr því í tilraunum hvort yfirleitt sé um að ræða einhverjar minnstu öreindir." }
2effb753-154f-4f51-89a5-3e9056e349ad
{ "author": "Lárus Thorlacius", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_107", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=107", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 576 }, { "offset": 578, "length": 883 }, { "offset": 1463, "length": 565 }, { "offset": 2030, "length": 825 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 73 }, { "offset": 74, "length": 131 }, { "offset": 206, "length": 110 }, { "offset": 317, "length": 87 }, { "offset": 405, "length": 171 }, { "offset": 578, "length": 82 }, { "offset": 661, "length": 100 }, { "offset": 762, "length": 67 }, { "offset": 830, "length": 172 }, { "offset": 1003, "length": 120 }, { "offset": 1124, "length": 183 }, { "offset": 1308, "length": 153 }, { "offset": 1463, "length": 162 }, { "offset": 1626, "length": 23 }, { "offset": 1650, "length": 106 }, { "offset": 1757, "length": 131 }, { "offset": 1889, "length": 139 }, { "offset": 2030, "length": 140 }, { "offset": 2171, "length": 206 }, { "offset": 2378, "length": 268 }, { "offset": 2647, "length": 208 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 25 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 25 } ] } }
{ "question": "Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?", "answer": "Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á dag af matarsalti.\n\nHáþrýstingur er algengasta heilbrigðisvandamál tengt saltneyslu, en talið er að upp undir helmingur fólks með háþrýsting sé með skert saltþol. Skert saltþol getur einnig verið til staðar hjá fólki með eðlilegan blóðþrýsting og eru þeir einstaklingar líklegir til að þróa með sér háþrýsting. Með því að nota minna en 5 grömm af matarsalti á dag er hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi hjá fólki með skert saltþol. Með því að auka líka neyslu á öðrum steinefnum, svo sem kalíni, magnesíni og kalki, er enn hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi. Þessi efni er auðvelt að fá úr fæðu, t.d. eru ávextir, grænmeti og gróft kornmeti góðir kalín- og magnesíngjafar, og mjólkurafurðir innihalda mikið af kalki.\n\nMeðal annarra sjúkdóma sem tengdir hafa verið mikilli saltneyslu eru beinþynning, nýrnasjúkdómar, magakrabbamein og astmi, auk þess sem háþrýstingur er einn af áhættuþáttunum í hjarta- og æðasjúkdómum.\n\nÞegar huga á að saltneyslunni er það í raun ekki borðsaltið sem mestu máli skiptir, því að um 80% þess matarsalts sem fólk borðar kemur úr unnum matvælum. Þó er rétt að muna eftir öðrum kryddum en salti við matargerð í heimahúsum og nota salt þá hóflega. Söltustu matvælin skipta auðvitað miklu máli fyrir heildarneyslu á matarsalti, en líka matvæli sem eru hóflega söltuð og mikið er borðað af, eins og til dæmis brauð og fastir ostar. Vörur sem geta innihaldið heilmikið salt eru til dæmis smurostar, unnar kjötvörur, morgunkorn, pakkasúpur og sósur, nasl, niðursoðnar og niðurlagðar vörur og aðrir tilbúnir réttir.\n\nEkki er skylda að merkja magn salts eða natríns á umbúðir og er það sjaldnast gert. Hins vegar er skylda að raða hráefnum eftir magni á innihaldslýsingu og er þannig hægt að fá einhverja hugmynd um magn natríns eða salts í viðkomandi matvöru. Merkingar verða að vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Fyrir neytandann er því gott að vita að natrín heitir á ensku „sodium“.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nNú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur" }
7104038b-9b9c-46c1-b64a-adde10c13028
{ "author": "Björn Sigurður Gunnarsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_108", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=108", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 331 }, { "offset": 333, "length": 701 }, { "offset": 1036, "length": 201 }, { "offset": 1239, "length": 617 }, { "offset": 1858, "length": 393 }, { "offset": 2253, "length": 32 }, { "offset": 2287, "length": 130 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 83 }, { "offset": 84, "length": 247 }, { "offset": 333, "length": 142 }, { "offset": 476, "length": 147 }, { "offset": 624, "length": 122 }, { "offset": 747, "length": 129 }, { "offset": 877, "length": 157 }, { "offset": 1036, "length": 201 }, { "offset": 1239, "length": 154 }, { "offset": 1394, "length": 99 }, { "offset": 1494, "length": 181 }, { "offset": 1676, "length": 180 }, { "offset": 1858, "length": 83 }, { "offset": 1942, "length": 158 }, { "offset": 2101, "length": 78 }, { "offset": 2180, "length": 71 }, { "offset": 2253, "length": 32 }, { "offset": 2287, "length": 100 }, { "offset": 2388, "length": 29 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 71 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 71 } ] } }
{ "question": "Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?", "answer": "Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er takmörkuð við svæði norðan og ofan barrskóga- og birkibeltisins. Af tófunni eru tvö meginlitarafbrigði, hið hvíta og hið mórauða. Auk þess er allmikill breytileiki í lit innan hvors afbrigðis um sig. Dýr af hvíta litarafbrigðinu eru hvít á vetrum en á sumrin eru þau dökkmógrá á baki og niður með síðum en ljósgrá á kvið og innan á útlimum. Mórauðu dýrin eru flest dökkbrún allt árið, þó heldur ljósari á veturna en sumrin. Sum virðast grásilfruð að vetrarlagi sem stafar af því að hluti vindhára eru með ljóst belti neðan við hárbroddinn.\n\nMunurinn á litarafbrigðunum tveimur ræðst af einu geni og dýr af mismunandi litarafbrigðum æxlast innbyrðis án tillits til litar. Hvíti liturinn telst vera víkjandi sem þýðir að genið sem veldur hvítum lit þarf að vera í tvöföldum skammti, þ.e. hafa erfst frá báðum foreldrum, til þess að dýrið verði hvítt. Tófur með tvö gen fyrir mórauðum lit eða með eitt gen fyrir móraðum lit og annað fyrir hvítum eru ávallt af mórauða litarafbrigðinu.\n\nTófan, eða melrakkinn, er eina villta tegund refa á Íslands.\n\nÁ Íslandi eru um það bil 2/3 allra refa af mórauða litarafbrigðinu en hlutföllin eru þó misjöfn eftir landshlutum. Á Vestfjörðum og Snæfellsnesi er hlutfallslega minnst um hvít dýr, eða innan við 20%, en sums staðar á miðhálendi Íslands og á Austurlandi er hlutfall hvítra dýra yfir 50%. Á freðmýrum Norður-Ameríku og Síberíu eru hins vegar yfir 99% melrakkanna af hvíta litarafbrigðinu, en víða á eyjum og á vestanverðu Grænlandi er meirihluti dýranna mórauður, eins og á Íslandi.\n\nRæktaða afbrigðið af tófu, sem oftast er nefnt blárefur, er innflutt og er uppruni þess blandaður. Upphaflega voru ræktaðir blárefir ættaðir frá Alaska en síðar var þeim blandað við refi frá Kanada, Grænlandi, Svalbarða og Síberíu. Þeir eru mun stærri en íslensku melrakkarnir, að jafnaði ljósari á lit og mun frjósamari. Auk þess er feldur þeirra nokkuð ólíkur sem stafar að einhverju leyti af ólíkum uppruna en að hluta af því að dýrin hafa verið ræktuð eftir feldeiginleikum. Þar sem blárefir og villta tófan eru sömu tegundar geta þau átt frjó afkvæmi innbyrðis.\n\nÁ Íslandi eru einnig ræktaðir silfurrefir, sem eru litarafbrigði af rauðref (Vulpes vulpes). Náttúruleg útbreiðsla rauðrefs er í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku en auk þess fluttu menn hann til Ástralíu þar sem hann er nú algengur. Silfurrefir, það er að segja rauðrefir, geta átt afkvæmi með melrökkum en þau eru ófrjó og þess vegna eru þetta aðskildar tegundir. Silfurrefir hafa sloppið út af refabúum hérlendis en aldrei í þeim mæli að þeir hafi náð að tímgast í náttúrunni, ef undanskilið er eitt tilvik þar sem vitað er að silfurrefstæfa æxlaðist með villtum, íslenskum melrakka." }
ffe3dde3-225a-48f3-9402-7cc171c13c84
{ "author": "Páll Hersteinsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_109", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=109", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 874 }, { "offset": 876, "length": 440 }, { "offset": 1318, "length": 60 }, { "offset": 1380, "length": 481 }, { "offset": 1863, "length": 566 }, { "offset": 2431, "length": 598 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 38 }, { "offset": 39, "length": 77 }, { "offset": 117, "length": 103 }, { "offset": 221, "length": 178 }, { "offset": 400, "length": 64 }, { "offset": 465, "length": 69 }, { "offset": 535, "length": 140 }, { "offset": 676, "length": 82 }, { "offset": 759, "length": 115 }, { "offset": 876, "length": 129 }, { "offset": 1006, "length": 177 }, { "offset": 1184, "length": 132 }, { "offset": 1318, "length": 60 }, { "offset": 1380, "length": 114 }, { "offset": 1495, "length": 172 }, { "offset": 1668, "length": 193 }, { "offset": 1863, "length": 98 }, { "offset": 1962, "length": 132 }, { "offset": 2095, "length": 89 }, { "offset": 2185, "length": 156 }, { "offset": 2342, "length": 87 }, { "offset": 2431, "length": 92 }, { "offset": 2524, "length": 152 }, { "offset": 2677, "length": 131 }, { "offset": 2809, "length": 220 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 62 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 62 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna er ekki farið að smíða móðurborð í tölvur úr ljósleiðurum?", "answer": "Grundvallareining örrása, eins og til dæmis þeirra sem notaðar eru í tölvum, er smárinn eða transistorinn. Í smára er einn rafstraumur notaður til að stýra öðrum og með því að tengja saman marga smára má framkvæma ýmsar flóknari aðgerðir. Lengi hefur fólk velt fyrir sér hvort ekki megi hanna sambærilegar rásir þar sem ljósleiðarar eru notaðir í stað rafleiðara og ljósmerki í stað rafpúlsa. Slíkar rásir gætu haft ýmsa kosti en enn eru mörg vandamál í veginum. Ólíkt því sem gerist með rafstraum í smára, þá er erfitt að láta einn ljósgeisla hafa áhrif á annan. Ljósgeislarnir þurfa að mætast í sérstökum efnum og oft að vera mjög aflmiklir. Einnig getur verið vandasamt að halda ljósinu inni í rásinni, til dæmis er erfitt að láta það beygja fyrir horn, jafnvel í ljósleiðara.\n\nLjósrásir eru hvað mest notaðar í stórum samskiptakerfum, til dæmis í símstöðvum og tölvunetkerfum þar sem stýra þarf mikilli gagnaumferð. Oft er sá hátturinn hafður á að nota ljósleiðara þar sem flytja þarf mikið af upplýsingum milli tveggja staða en þar sem tekið er á móti ljósmerkinu er því breytt í rafboð. Öll gagnavinnsla fer síðan fram í hefðbundnum rafrásum.\n\nGagnaumferðin er hins vegar orðin svo mikil, sérstaklega með tilkomu Internetsins, að þörf er á hraðvirkari tengingum. Með því að nota ljósrásir í stað rafrása sparast sá tími sem það tekur að breyta ljósmerkinu í rafboð og aftur úr rafboðum í ljós ef senda þarf gögnin áfram eftir öðrum ljósleiðara. Sjálf gagnavinnsla í ljósrásum getur einnig verið margfalt hraðari en í sambærilegum rafrásum. Margir háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki vinna nú að frekari þróun ljósrása fyrir samskiptakerfi.\n\nMiðað við rafrásir eru ljósrásir enn fyrirferðamiklar, mjög dýrar og geta aðeins framkvæmt einfaldar aðgerðir. Þróun tölvuhluta úr ljósrásum gæti hins vegar vel orðið eitt af viðfangsefnum vísindamanna og verkfræðinga í framtíðinni.\n\nFrekara lesefni af Vísindavefnum:\n\nEr hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það? eftir Kristján LeóssonHvað eru ljósleiðarar? eftir JGÞHvernig myndast símasamband? eftir Þorstein VilhjálmssonÉg er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega? eftir Einar Örn ÞorvaldssonHvenær tengdist Ísland við Internetið? eftir Maríus Ólafsson\n\nFrekara lesefni:\n\nKristján Leósson, \"Frá rafeindum til rökrása\", hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 159-182." }
aacfbb4d-a61d-4082-bc37-cf1105afe241
{ "author": "Kristján Leósson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_110", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=110", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 779 }, { "offset": 781, "length": 367 }, { "offset": 1150, "length": 501 }, { "offset": 1653, "length": 232 }, { "offset": 1887, "length": 33 }, { "offset": 1922, "length": 342 }, { "offset": 2266, "length": 16 }, { "offset": 2284, "length": 148 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 106 }, { "offset": 107, "length": 131 }, { "offset": 239, "length": 153 }, { "offset": 393, "length": 69 }, { "offset": 463, "length": 100 }, { "offset": 564, "length": 79 }, { "offset": 644, "length": 135 }, { "offset": 781, "length": 138 }, { "offset": 920, "length": 172 }, { "offset": 1093, "length": 55 }, { "offset": 1150, "length": 118 }, { "offset": 1269, "length": 181 }, { "offset": 1451, "length": 94 }, { "offset": 1546, "length": 105 }, { "offset": 1653, "length": 110 }, { "offset": 1764, "length": 121 }, { "offset": 1887, "length": 33 }, { "offset": 1922, "length": 53 }, { "offset": 1976, "length": 19 }, { "offset": 1996, "length": 44 }, { "offset": 2041, "length": 37 }, { "offset": 2079, "length": 70 }, { "offset": 2150, "length": 26 }, { "offset": 2177, "length": 65 }, { "offset": 2243, "length": 21 }, { "offset": 2266, "length": 16 }, { "offset": 2284, "length": 101 }, { "offset": 2386, "length": 46 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 70 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 70 } ] } }
{ "question": "Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?", "answer": "Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi.\n\nEndurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli flatarins.\n\nVið speglun frá \"gljáandi\" fleti mynda innfallsgeisli og speglaður geisli sama horn við flötinn og við getum rakið geislaleiðina til baka. Geisla sem nær auga okkar frá ákveðnum punkti á slíkum fleti má því rekja til baka til upphafs í hlut sem er fyrir framan spegilinn eins og við. Þessi hlutur er fyrirmynd myndarinnar sem við sjáum að því er virðist bak við flötinn.\n\nLjósgeisli frá auga þínu sem lendir hornrétt á spegilflötinn speglast aftur í augað. Geislar frá auganu sem fara í aðra stefnu speglast ekki aftur í augað og þú sérð þá ekki. Geisli frá hökunni á þér lendir svolítið neðar á sléttum speglinum en sá frá auganu og speglast þaðan í auga þitt. Frá sérhverjum punkti á líkama þínum lendir einn geisli í auganu eftir speglun á spegilfletinum. Stefna geislans þegar hann lendir á auganu er einkennandi fyrir þennan punkt. Þú skynjar því mynd af þér bak við spegilinn. Myndin virðist vera í sömu fjarlægð aftan við spegilinn og er milli þín og spegils.\n\nLjósgeislar sem ná auga okkar eftir að hafa lent á spegilfleti (A) líta út fyrir að eiga upptök sín bak við spegilinn (A').\n\nVið sjáum þannig fyrst og fremst mynd af fyrirmyndinni en verðum minna vör við spegilflötinn sjálfan. Eini munurinn á þessu tilfelli og því að þú sérð vinkonu þína fyrir framan þig er að spegillinn hefur breytt stefnu ljósgeislanna og þú sérð myndina því á óvæntum stað. Spegilmyndin hefur þó víxlað á hugtökunum hægri og vinstri.\n\nSpeglar hafa yfirleitt \"gljáandi\" áferð. Þeir eru oftast gerðir með því að leggja málmhúð á sléttan glerflöt.\n\nDreift endurkast verður á hinn bóginn frá flötum sem við getum kallað \"matta\". Geislar sem ná augum okkar frá slíkum flötum koma úr ýmsum áttum að fletinum, og innihalda því ekki upplýsingar um form fyrirmyndar eða ljósgjafa. Mattir fletir eru því almennt ekki flokkaðir sem speglar þó að þeir geti í sumum tilfellum endurvarpað geislum betur en gljáandi fletir, það er að segja að þeir drekka þá minna í sig af orku geislanna.\n\nVið skynjum litaáferð flata vegna ljóss sem verður fyrir dreifðu endurkasti frá þeim. Grænn flötur dreifir ljósi af \"grænum\" öldulengdum vel en drekkur ljós á öðrum öldulengdum í sig. Hvítur flötur dreifir öllum öldulengdum jafnt og endurkastar mestum hluta ljóssins sem á hann fellur. Grár flötur endurkastar öldulengdum nokkuð jafnt en drekkur í sig stóran hluta ljósorkunnar sem á hann fellur. Þannig er oft aðeins stigsmunur á hvítu og gráu. Svartur flötur drekkur í sig ljósgeisla af öllum öldulengdum og endurkastar aðeins litlu.\n\nÝmislegt af því sem hér hefur verið sagt nýtist lesandanum aftur ef hann les svarið við spurningunni um litinn á snjónum.\n\nMynd: Emelía Eiríksdóttir" }
4cd50482-9676-4942-8933-8852a793e5da
{ "author": "Ari Ólafsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_111", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=111", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 242 }, { "offset": 244, "length": 77 }, { "offset": 323, "length": 370 }, { "offset": 695, "length": 594 }, { "offset": 1291, "length": 123 }, { "offset": 1416, "length": 330 }, { "offset": 1748, "length": 109 }, { "offset": 1859, "length": 427 }, { "offset": 2288, "length": 535 }, { "offset": 2825, "length": 121 }, { "offset": 2948, "length": 25 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 74 }, { "offset": 75, "length": 119 }, { "offset": 195, "length": 47 }, { "offset": 244, "length": 77 }, { "offset": 323, "length": 138 }, { "offset": 462, "length": 144 }, { "offset": 607, "length": 86 }, { "offset": 695, "length": 84 }, { "offset": 780, "length": 89 }, { "offset": 870, "length": 114 }, { "offset": 985, "length": 96 }, { "offset": 1082, "length": 77 }, { "offset": 1160, "length": 45 }, { "offset": 1206, "length": 83 }, { "offset": 1291, "length": 123 }, { "offset": 1416, "length": 101 }, { "offset": 1518, "length": 168 }, { "offset": 1687, "length": 59 }, { "offset": 1748, "length": 40 }, { "offset": 1789, "length": 68 }, { "offset": 1859, "length": 78 }, { "offset": 1938, "length": 146 }, { "offset": 2085, "length": 201 }, { "offset": 2288, "length": 85 }, { "offset": 2374, "length": 97 }, { "offset": 2472, "length": 101 }, { "offset": 2574, "length": 110 }, { "offset": 2685, "length": 48 }, { "offset": 2734, "length": 89 }, { "offset": 2825, "length": 121 }, { "offset": 2948, "length": 25 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Af hverju er snjórinn hvítur?", "answer": "Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400 - 700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljós.\n\nSnjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu. Eftir að skyggja tekur ber meira á bláa litnum en þeim rauða í þeirri birtu sem eftir er, svo að snjórinn fær þá blárri áferð í rökkrinu. Undir ljósastaur með natrínperu, sem lýsir með gulleitu ljósi, dreifir snjórinn því ljósi sem á hann fellur og virðist því gulur.\n\nJöklafarar og aðrir sem eru á ferð í sólskini og snjó þurfa að verja sig sérstaklega gegn birtuálagi frá snjónum vegna þess að hann endurkastar einmitt nær öllum geislum sem á hann falla.\n\nÞegar snjórinn bráðnar og verður að vökva kann okkur að virðast undarlegt hvað verði um „þetta hvíta“. En þá hverfa kristallafletirnir sem stóðu að margspegluninni sem dreifði ljósinu og í staðinn endurkastast hluti ljóssins á einfaldan hátt frá yfirborði vatnsins og hinn hluti þess fer á jafneinfaldan hátt gegnum vatnið. Hvíti liturinn hverfur. Það sama gerist ef snjórinn þjappast nægilega saman til að mynda stærri ískristalla eins og sést í bláleitu stáli skriðjökla.\n\nSami spyrjandi lagði einnig fram þá spurningu, af hverju við getum séð sjálf okkur í spegli. Við höfum kosið að svara þessum spurningum í tvennu lagi en lesandinn getur gert einfalda tilraun sem skýrir það sem sagt hefur verið í báðum svörunum um gegnsæ efni, dreift endurvarp, gráa og hvíta fleti:\n\nFylltu glært glas að fjórðungi með vatni og lýstu frá hlið með rauðum bendigeisla gegnum vatnið. Fylgstu með geislanum ofan frá þegar dropum af mjólk er bætt í vatnið. Við fyrstu dropana verður vökvinn gráleitur og geislinn sýnilegur í vökvanum. Þegar meiri mjólk er bætt í dofnar geislinn þegar innar dregur í glasið og meira hefur dreifst úr honum í allar áttir, og vökvinn tekur á sig hvítara yfirbragð.\n\nMynd:Snjór á trjám - Sótt 01.06.10" }
db0ec9d3-b2c1-4790-9084-3a194fbebe30
{ "author": "Ari Ólafsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_112", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=112", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 316 }, { "offset": 318, "length": 810 }, { "offset": 1130, "length": 187 }, { "offset": 1319, "length": 473 }, { "offset": 1794, "length": 298 }, { "offset": 2094, "length": 406 }, { "offset": 2502, "length": 34 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 116 }, { "offset": 117, "length": 119 }, { "offset": 237, "length": 79 }, { "offset": 318, "length": 65 }, { "offset": 384, "length": 112 }, { "offset": 497, "length": 40 }, { "offset": 538, "length": 162 }, { "offset": 701, "length": 159 }, { "offset": 861, "length": 137 }, { "offset": 999, "length": 129 }, { "offset": 1130, "length": 187 }, { "offset": 1319, "length": 102 }, { "offset": 1422, "length": 220 }, { "offset": 1643, "length": 23 }, { "offset": 1667, "length": 125 }, { "offset": 1794, "length": 92 }, { "offset": 1887, "length": 205 }, { "offset": 2094, "length": 96 }, { "offset": 2191, "length": 70 }, { "offset": 2262, "length": 77 }, { "offset": 2340, "length": 160 }, { "offset": 2502, "length": 34 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 29 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 29 } ] } }
{ "question": "Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?", "answer": "Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllunum einn á móti tveimur (SiO2). Við hitunina blandast efnin saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt (CO2). Því næst er blandan kæld snögglega. Við slíka snöggkælingu ná frumeindir efnisins ekki að raða sér á reglubundinn hátt, sem er forsenda þess að mynda lögulega kristalla. Þess í stað heldur efnið formi vökvans eins og það var fyrir frystingu, sem einkennist af fremur óreglulegri niðurröðun frumeindanna. Gler er því í reynd frystur vökvi, afar seigfljótandi. Til marks um þetta má nefna að stundum sýnast hlutir handan við gamalt rúðugler eða í gömlum spegli vera örlítið óreglulegir, sem er komið til af því að glerið hefir sigið á löngum tíma og orðið ögn misþykkt.\n\nGler er undirkældur vökvi, það er vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Megin uppistaðan í gleri er sandur og efni sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis.\n\nÞegar nánar er að gætt kemur í ljós að niðurröðun frumeindanna í glerinu er ekki fullkomlega óregluleg og að ákveðnar frumeindir hafa náð að hópast saman með reglubundnum hætti. Annars vegar hafa myndast einingar þar sem frumeindir kísils og súrefnis koma fyrir í hlutfallinu einn á móti fjórum og mynda neikvætt hlaðnar jónir, til dæmis SiO44-. Í námunda við slíkar jónir er ætíð að finna jákvætt hlaðnar jónir af natríni og kalsíni (Na+, Ca2+).\n\nÞví er eins farið með gler og önnur ólituð gegnsæ efni, til dæmis vatn, að ljós kemst óhindrað gegnum það, andstætt því sem gerist með lituð efni. Hvíta ljósið, sem mannsaugað skynjar, er samsett úr öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum. Glært gler hleypir öllum litunum í gegn, meðan litað gler gerir það ekki. Þannig hleypir til dæmis rautt gler í fallegum kirkjuglugga rauða ljósinu í gegn, en gleypir aðra liti. Slík ljósgleyping er til komin vegna samverkana ljóss og frumeinda efnisins sem verður þess valdandi að ljósorkan yfirfærist á efniseindirnar, sem fá við það aukna orku. Fyrir gegnsæ efni á borð við gler á slík tilfærsla á orku sér hins vegar ekki stað. Litað gler, á hinn bóginn, hefur aðra samsetningu frumeinda og mismunandi eftir lit.\n\nHeimild:\n\nD.W.A. Sharp. The Penguin Dictionary of Chemistry, Penguin Books, (1983).Mynd: Broken Glass / Glasbruch | Flickr - Photo Sharing!. Höfundur myndar: Christian Schnettelker. (Sótt 30. 3. 2016)." }
b0049198-1306-43f6-aafc-9f7fb847d9a0
{ "author": "Ágúst Kvaran", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_114", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=114", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 996 }, { "offset": 998, "length": 227 }, { "offset": 1227, "length": 446 }, { "offset": 1675, "length": 771 }, { "offset": 2448, "length": 8 }, { "offset": 2458, "length": 191 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 234 }, { "offset": 235, "length": 109 }, { "offset": 345, "length": 83 }, { "offset": 429, "length": 35 }, { "offset": 465, "length": 133 }, { "offset": 599, "length": 133 }, { "offset": 733, "length": 54 }, { "offset": 788, "length": 208 }, { "offset": 998, "length": 113 }, { "offset": 1112, "length": 113 }, { "offset": 1227, "length": 177 }, { "offset": 1405, "length": 167 }, { "offset": 1573, "length": 100 }, { "offset": 1675, "length": 146 }, { "offset": 1822, "length": 107 }, { "offset": 1930, "length": 73 }, { "offset": 2004, "length": 103 }, { "offset": 2108, "length": 169 }, { "offset": 2278, "length": 83 }, { "offset": 2362, "length": 84 }, { "offset": 2448, "length": 8 }, { "offset": 2458, "length": 13 }, { "offset": 2472, "length": 59 }, { "offset": 2531, "length": 56 }, { "offset": 2587, "length": 1 }, { "offset": 2589, "length": 40 }, { "offset": 2630, "length": 19 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 53 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 53 } ] } }
{ "question": "Af hverju er vindur?", "answer": "Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur.\n\nDæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sami utan blöðrunnar og inni í henni.\n\nÍ andrúmsloftinu endurspeglar loftþrýstingur við yfirborð jarðar þyngd loftsins sem fyrir ofan er, og ræðst þyngdin að mestu af hita, en eins og flestir þekkja úr daglegu lífi er hlýtt loft léttara en kalt. Kemur það heim og saman við hitt, að lægðum fylgir að jafnaði hlýtt loft.\n\nVindurinn verður vegna ólíks loftþrýstings á tveimur stöðum.\n\nVindur sem orsakast af þrýstimun sem spannar stórt svæði (meira en 100 km eða þar um bil) streymir ekki rakleitt frá háþrýstisvæði að lágþrýstisvæði eins og í blöðrudæminu. Þess í stað blæs vindurinn umhverfis lágþrýstisvæði á norðurhveli jarðar rangsælis en réttsælis á suðurhveli. Koma þar til sögunnar áhrif snúnings jarðar sem leiða til svokallaðs svigkrafts sem á erlendum málum er kenndur við Coriolis. Svigkraftur jarðar leitast við að sveigja loftið til hægri á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli. Umhverfis lægðir og hæðir sem eru greinanlegar á veðurkortum sem sjá má til dæmis í sjónvarpi ríkir í grófum dráttum jafnvægi milli svigkrafts og þess krafts sem togar loftið í átt að lægri loftþrýstingi. Slíkt jafnvægi næst þegar vindur blæs umhverfis lægðir, en ekki rakleitt inn að þeim.\n\nÍ bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfræði, má lesa meira um tilurð vinds og eins er vindi lýst í ýmsum erlendum kennslubókum sem aðgengilegar eru á bókasöfnum.\n\nMynd:Which way is the wind blowing? Tekin af Paulo Azevedo." }
67b72b36-d288-45db-9b75-1f98dee50ae3
{ "author": "Haraldur Ólafsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_117", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=117", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 73 }, { "offset": 75, "length": 272 }, { "offset": 349, "length": 280 }, { "offset": 631, "length": 60 }, { "offset": 693, "length": 802 }, { "offset": 1497, "length": 159 }, { "offset": 1658, "length": 59 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 73 }, { "offset": 75, "length": 71 }, { "offset": 147, "length": 114 }, { "offset": 262, "length": 85 }, { "offset": 349, "length": 206 }, { "offset": 556, "length": 73 }, { "offset": 631, "length": 60 }, { "offset": 693, "length": 172 }, { "offset": 866, "length": 109 }, { "offset": 976, "length": 125 }, { "offset": 1102, "length": 102 }, { "offset": 1205, "length": 204 }, { "offset": 1410, "length": 85 }, { "offset": 1497, "length": 159 }, { "offset": 1658, "length": 35 }, { "offset": 1694, "length": 23 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 20 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 20 } ] } }
{ "question": "Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?", "answer": "Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum.\n\nÍ stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsdropa sem frjósa fastir við ísmolann og þyngja hann enn frekar.\n\nÍ ýmsum heimildum er getið um ísklumpa sem eru margfalt þyngri en þyngsta hagl sem sögur fara af. Auk þess falla margir þeirra í heiðríkju. Verða þeir því trauðla skýrðir á sama hátt og hagl.\n\nÍ þessu sambandi hefur athygli manna einkum beinst að flugumferð. Algengt er að yfir 50 stiga frost sé í þeirri hæð sem þotur fljúga í milli landa og því eðlilegt að \"úrgangur\" frá slíkri umferð komi frosinn til jarðar. Í samantekt J. E. McDonalds í tímaritinu Weatherwise frá 1960 segir frá 30 tilvikum þar sem ísklumpar féllu til jarðar í Bandaríkjunum á 7 ára tímabili og fylgja í mörgum þeirra tilfella upplýsingar um að flugvél hafi nýflogið hjá. Þá mun í opinberri breskri skýrslu frá svipuðum tíma vera upplýst að efnagreining hafi leitt í ljós leifar af sykri, mjólk og telaufum í 7 ísklumpum af 27. Kostur af því tagi mun algengur í breskum flugvélum." }
057b4bbe-26e7-4ba4-af3a-41131cbbe3df
{ "author": "Haraldur Ólafsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_118", "publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=118", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 54 }, { "offset": 56, "length": 319 }, { "offset": 377, "length": 191 }, { "offset": 570, "length": 660 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 54 }, { "offset": 56, "length": 82 }, { "offset": 139, "length": 116 }, { "offset": 256, "length": 119 }, { "offset": 377, "length": 97 }, { "offset": 475, "length": 41 }, { "offset": 517, "length": 51 }, { "offset": 570, "length": 65 }, { "offset": 636, "length": 153 }, { "offset": 790, "length": 231 }, { "offset": 1022, "length": 155 }, { "offset": 1178, "length": 52 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 68 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 68 } ] } }
{ "question": "Af hverju kemur stjörnuhrap?", "answer": "Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast einu nafni geimgrýti en einstaka hnullunga köllum við geimsteina. Flestir geimsteinar eru taldir eiga rætur að rekja til smástirnabeltisins milli Mars og Júpíters eða til halastjarna sem hafa sundrast.\n\nÁ hverjum sólarhring dynja milljónir geimsteina á lofthjúpi jarðar. Núningur við loftið verður til þess að steinninn hitnar og fer jafnvel að glóa og brenna. Slíkur steinn er kallaður loftsteinn og við tölum um stjörnuhrap þegar við sjáum ljósrákina sem myndast á himninum, enda líkist hún óneitanlea hrapandi stjörnu.\n\nLangflestir loftsteinar brenna upp til agna í lofthjúpnum. Nokkrir lifa þó ferðina af og lenda á jörðinni. Þeir nefnast þá hrapsteinar. Þeir eru afar mismunandi að stærð, langflestir afar smáir en einstaka steinn er afar stór. Þegar stór hrapsteinn fellur til jarðar myndast gígur sem líkist sprengigíg eftir eldgos. Stærstu hrapsteinar hafa valdið meiri háttar náttúruhamförum hér á jörðu niðri. Þeir þyrla upp ryki og öðrum efnum þar sem þeir lenda auk þess sem mikið kvarnast úr þeim við lendinguna. Þessi efni fara hátt upp í lofthjúpinn og jafnvel út í geiminn og dreifast kringum alla jörðina. Þá getur orðið myrkur í nokkra mánuði og fimbulkuldi, jafnvel þar sem hefði átt að vera sumar.\n\nSlíkar hamfarir hafa auðvitað veruleg áhrif á lífríkið. Þannig telja til dæmis margir að svona hrapsteinn hafi valdið því að risaeðlurnar dóu út fyrir um það bil 65 milljón árum. En sem betur fer eru slíkir atburðir sjaldgæfir í jarðsögunni; verða ef til vill á 100 milljón ára fresti. Það er langur tími í samanburði við aldur tegundarinnar Homo sapiens sem er talinn vera aðeins nokkur hundruð þúsund ár." }
9426e7ea-a437-48c4-adf0-bc70fd743722
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_119", "publish_timestamp": "2000-02-17T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=119", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 514 }, { "offset": 516, "length": 318 }, { "offset": 836, "length": 694 }, { "offset": 1532, "length": 406 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 77 }, { "offset": 78, "length": 88 }, { "offset": 167, "length": 68 }, { "offset": 236, "length": 63 }, { "offset": 300, "length": 78 }, { "offset": 379, "length": 135 }, { "offset": 516, "length": 67 }, { "offset": 584, "length": 89 }, { "offset": 674, "length": 160 }, { "offset": 836, "length": 58 }, { "offset": 895, "length": 47 }, { "offset": 943, "length": 28 }, { "offset": 972, "length": 90 }, { "offset": 1063, "length": 89 }, { "offset": 1153, "length": 79 }, { "offset": 1233, "length": 105 }, { "offset": 1339, "length": 96 }, { "offset": 1436, "length": 94 }, { "offset": 1532, "length": 55 }, { "offset": 1588, "length": 122 }, { "offset": 1711, "length": 106 }, { "offset": 1818, "length": 120 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 28 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 28 } ] } }
{ "question": "Hvernig breytist hegðun frumeindar eða rafeindar ef umhverfi hennar er tómarúm?", "answer": "Við gerum stundum greinarmun á því sem við köllum stórsætt (macroscopic) annars vegar og smásætt (microscopic) hins vegar. Við köllum þá hluti stórsæja sem eru nógu stórir til þess að við sjáum þá með berum augum en hina köllum við smásæja. Suma slíka hluti getum við séð í einhvers konar smásjám en aðrar efniseindir eru svo smáar að jafnvel bestu smásjár duga ekki til.\n\nÍ heimi hins smásæja er ekki alltaf víst að hugmyndir stórsæja heimsins eigi við. Hugtakið tómarúm (vacuum) er upprunnið í heimi hins stórsæja. Við tölum um tómarúm þegar ekkert eða afar lítið efni er á einhverju tilteknu svæði. Hins vegar notum við ekki þetta hugtak í stórsæjum skilningi um svæði þar sem efni er, jafnvel þó að einungis sé um þunnt gas að ræða.\n\nEf við skoðum gasið hins vegar á kvarða hins smásæja komumst við að því að það er samsett úr efniseindum sem við köllum sameindir (molecules) eða frumeindir (atoms) eftir atvikum, en þessar efniseindir fylla samt aðeins lítinn hluta rúmsins sem gasið er í. Allt hitt er í rauninni tómarúm í smásæjum skilningi.\n\nOg ef við skyggnumst inn í frumeindirnar tekur ekki betra við. Atómið er samsett úr atómkjarna og rafeindum og milli þeirra er órafjarlægð í samanburði við stærð eindanna sjálfra. Þarna inni í atóminu, frumeindinni, er þess vegna líka að miklu leyti tómarúm!\n\nNánasta umhverfi atóma og rafeinda er því í mörgum tilfellum tómarúm og reyndar miðast grunnlýsing slíkra agna í einfaldri skammtafræði yfirleitt við að þær séu í tómarúmi. Í fræðunum er flóknara að lýsa rafeindum og atómum sem eru ekki í tómarúmi, til dæmis þeim sem er að finna í föstu efni, og kemur þar til kasta svonefndrar þéttefnisfræði sem er ein af höfuðgreinum nútíma eðlisfræði.\n\nSvarið við spurningunni er því á þá leið að umhverfi atóma og rafeinda er mjög oft tómarúm, grundvallarlýsing okkar á hegðun þeirra miðast við það, og því er ekki eðlilegt að tala um að hegðun þeirra breytist neitt við það!" }
e24cde0d-3276-406d-a761-974bf3528a29
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_120", "publish_timestamp": "2000-02-17T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=120", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 371 }, { "offset": 373, "length": 363 }, { "offset": 738, "length": 310 }, { "offset": 1050, "length": 258 }, { "offset": 1310, "length": 389 }, { "offset": 1701, "length": 223 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 122 }, { "offset": 123, "length": 117 }, { "offset": 241, "length": 130 }, { "offset": 373, "length": 81 }, { "offset": 455, "length": 61 }, { "offset": 517, "length": 84 }, { "offset": 602, "length": 134 }, { "offset": 738, "length": 256 }, { "offset": 995, "length": 53 }, { "offset": 1050, "length": 62 }, { "offset": 1113, "length": 116 }, { "offset": 1230, "length": 78 }, { "offset": 1310, "length": 172 }, { "offset": 1483, "length": 216 }, { "offset": 1701, "length": 223 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 79 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 79 } ] } }
{ "question": "Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.", "answer": "Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar.\n\nSvarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega hver á aðra í sífellu. Við venjulegar aðstæður er efnið samsett úr sameindum og frumeindum (atómum) en við slíkan reginhita hafa atómin rofnað þannig að atómkjarnar og rafeindir koma í staðinn. Hér er oft um að ræða kjarna vetnis, sem er léttasti atómkjarninn, eða þá kjarna annarra léttra frumefna. Vegna hitans og árekstranna geta þessir léttu kjarnar runnið saman og myndað kjarna þyngri frumefna, og er það kallað kjarnasamruni.\n\nVið samrunann losnar mikil orka úr læðingi sem berst út um efnið í kring og út að yfirborði stjörnunnar. Þar losnar hluti orkunnar frá stjörnunni sem geislun, bæði ljós, varmageislun og önnur rafsegulgeislun sem svo er kölluð.\n\nOrkan sem myndast við kjarnasamruna er hlutfallslega mjög mikil miðað við efnismagnið sem tekur þátt í honum. Þegar 2,8 grömm af vetni breyast í helín losnar til dæmis nægileg orka til að bræða hundrað tonn af ís! Við höfum ekki enn getað beislað þessa samrunaorku eða vetnisorku til skynsamlegra hluta hér á jörðinni; höfum aðeins getað notað hana í vetnissprengjur. En ef beislun vetnisorkunnar tekst þá hefðum við þar með fengið nær óþrjótandi orkulind, því að slíka orku mætti þá til dæmis vinna úr öllu vatni.\n\nSpyrjandinn er sjö ára svo að þetta gæti kannski gerst á hans ævi!" }
8ecf4d9e-cb79-46ad-944f-aad3b029c5fe
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_121", "publish_timestamp": "2000-02-17T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=121", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 170 }, { "offset": 172, "length": 572 }, { "offset": 746, "length": 226 }, { "offset": 974, "length": 514 }, { "offset": 1490, "length": 66 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 170 }, { "offset": 172, "length": 41 }, { "offset": 214, "length": 120 }, { "offset": 335, "length": 170 }, { "offset": 506, "length": 105 }, { "offset": 612, "length": 132 }, { "offset": 746, "length": 104 }, { "offset": 851, "length": 121 }, { "offset": 974, "length": 109 }, { "offset": 1084, "length": 103 }, { "offset": 1188, "length": 153 }, { "offset": 1342, "length": 146 }, { "offset": 1490, "length": 66 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?", "answer": "Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stór markaðurinn er og hve margir keppa á honum, hvort afföll eru mikil og hvort liggja þarf með miklar birgðir.\n\nGjaldmiðlar hafa þá sérstöðu meðal annars að þeir eru stöðluð vara eða það sem hagfræðingar kalla einsleit vara. Með því er átt við að allar einingar hennar eru eins. Þannig er til dæmis einn Bandaríkjadollar alveg jafngóð vara hvort sem hann er keyptur af banka A eða banka B. Þetta gerir samkeppni harðari en ef seldar eru vörur sem eru líkar en þó ekki alveg eins. Það dregur úr mun á kaup- og söluverði. Flutningskostnaður er líka mjög lágur í hlutfalli við verðmæti vörunnar. Hann er nánast enginn ef fjárhæðir eru færðar á milli aðila með rafrænum hætti, talsvert meiri ef flytja þarf peningaseðla en þó ekki mikill.\n\nMjög mikill munur er á kaup- og söluverði íslensku krónunnar í bönkum erlendis ef þeir eru þá á annað borð reiðubúnir að eiga viðskipti með krónuna. - Myndin er af Englandsbanka frá því um 1890." }
9baa5d28-4672-4fec-93b4-734c1f60d8fe
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_123", "publish_timestamp": "2000-02-18T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=123", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 424 }, { "offset": 426, "length": 622 }, { "offset": 1050, "length": 194 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 105 }, { "offset": 106, "length": 112 }, { "offset": 219, "length": 205 }, { "offset": 426, "length": 112 }, { "offset": 539, "length": 53 }, { "offset": 593, "length": 200 }, { "offset": 794, "length": 39 }, { "offset": 834, "length": 72 }, { "offset": 907, "length": 141 }, { "offset": 1050, "length": 148 }, { "offset": 1199, "length": 45 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 53 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 53 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?", "answer": "Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um \"spurningar í vinnslu\" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:\n\nSpurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi um þetta geta menn séð í listanum um spurningar sem hefur verið svarað. Spurning tengist ekki vísindum. Venjulega er þá spyrjandi látinn vita um að spurningin hafi verið tekin út. Spurning er greinilega út í hött og ekki borin fram í einlægni. Örfáar spurningar af þessari gerð hafa borist. Við viljum ekki að þær setji svip á Vísindavefinn og höfum því fjarlægt þær.\n\nEngar spurningar eru til sem er \"óþægilegt að svara\" en það kann að vera tilgangslaust eða marklaust, og þá verður það ekki gert.\n\nVið tókum þá ákvörðun í byrjun að birta listann um \"spurningar í vinnslu\" umsvifalaust eins og gestir okkar hafa séð. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun því að hún gerir vefinn að sjálfsögðu líflegri. Gestir hafa yfirleitt ekki heldur misnotað þetta fyrirkomulag og fyrir það erum við þakklát.\n\nVið höfum hins vegar breytt mörgum spurningum, bæði lagfært stafsetningu og málfar og reynt að gera spurningarnar styttri og hnitmiðaðri. Þegar við höfum stytt spurningar mjög mikið birtum við oft upphaflegu spurninguna í upphafi svarsins eins og menn hafa kannski séð. Með þessari aðferð reynum við að gefa til kynna í verki að hér eiga allir að geta spurt, óháð kunnáttu í stafsetningu eða ritsmíð.\n\nVísindavefurinn er verk sem verður til í víxlverkun milli gesta, ritstjórnar og höfunda. Við í ritstjórninni höfum haft mikla ánægju af að sjá þetta verk verða til og mótast. Við vonum að gestir okkar hafi það líka og að svo megi verða áfram." }
65ecaf5e-022a-441f-bdda-dd5497ece245
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_124", "publish_timestamp": "2000-02-18T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=124", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 138 }, { "offset": 140, "length": 543 }, { "offset": 685, "length": 129 }, { "offset": 816, "length": 296 }, { "offset": 1114, "length": 400 }, { "offset": 1516, "length": 242 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 110 }, { "offset": 111, "length": 27 }, { "offset": 140, "length": 61 }, { "offset": 202, "length": 108 }, { "offset": 311, "length": 76 }, { "offset": 388, "length": 31 }, { "offset": 420, "length": 75 }, { "offset": 496, "length": 63 }, { "offset": 560, "length": 46 }, { "offset": 607, "length": 76 }, { "offset": 685, "length": 129 }, { "offset": 816, "length": 117 }, { "offset": 934, "length": 85 }, { "offset": 1020, "length": 92 }, { "offset": 1114, "length": 137 }, { "offset": 1252, "length": 131 }, { "offset": 1384, "length": 130 }, { "offset": 1516, "length": 88 }, { "offset": 1605, "length": 85 }, { "offset": 1691, "length": 67 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 109 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 45 }, { "offset": 46, "length": 63 } ] } }
{ "question": "Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?", "answer": "Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með vissu hvað sá norrænn maður hét sem fyrstur kom auga á meginland Ameríku. Kannski hét hann hvorki Leifur né Bjarni.\n\nHins vegar má leiða líkur að því út frá ritheimildum hvort Leifur eða Bjarni hafi verið fyrr á ferðinni. Frá þessum atburðum er sagt í tveimur Íslendingasögum, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem hafa mikið efni sameiginlegt en ber einnig á milli um margt. Samkvæmt Grænlendinga sögu gerðist þetta þannig að Bjarna Herjólfsson bar af leið frá Íslandi til Grænlands, og hitti hann þrisvar á ókunnugt land, fyrst ófjöllótt land og skógi vaxið, síðan slétt land og viði vaxið, síðast eyju með jökli á, áður en þeir komust til Grænlands. Ekki er þess getið að þeir Bjarni tækju nokkurs staðar land fyrr en á Grænlandi. Síðar keypti Leifur Eiríksson skipið af Bjarna og stýrði fyrsta rannsóknarleiðangrinum til þessara landa. Þeir komu fyrst að því landi sem Bjarni hafði fundið síðast og kölluðu það Helluland. Síðan komu þeir að skógi vöxnu landi sem þeir kölluðu Markland. Síðast gerðu þeir sér hús á landi þar sem þeir áttu eftir að finna vínvið og kölluðu Vínland.\n\nL’Anse aux Meadows á NýfundnalandiÍ Eiríks sögu rauða er Bjarni Herjólfsson ekki nefndur, en sagt að Leifur Eiríksson hafi rekist á land, þar sem voru hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn, á leið sinni frá Noregi til Grænlands. Hann kannaði landið en hélt svo til Grænlands og átti ekki aftukvæmt til Vínlands.\n\nLengi var talið að Eiríks saga rauða væri áreiðanlegri en Grænlendinga saga, enda hefur Leifur fengið alla frægðina af fundi Ameríku. En árið 1956 færði Jón Jóhannesson prófessor rök að því í grein að Grænlendinga saga væri eldri og áreiðanlegri. Síðan hefur Ólafur Halldórsson kannað þetta mál mest, og er niðurstaða hans sú að ekki sé hægt að gera upp á milli sagnanna sem slíkra. Hvorug þeirra styðjist við hina, og séu þær líklega skrifaðar um svipað leyti eftir sögusögnum, að hluta til ólíkum.\n\nMeiri líkur verða að teljast á að sögusagnir einfaldist í meðförum en að þær verði flóknari. Líklegra er að Bjarni Herjólfsson hafi gleymst í sögnunum sem liggja að baki Eiríks sögu en að honum hafi verið bætt við í sögnunum sem Grænlendinga saga hefur notað. Líklegra er að verk tveggja manna, Bjarna og Leifs, hafi orðið að verki eins, Leifs, þegar sögunar gengust í munni, en öfugt. Því finnst mér sennilegra að Bjarni hafi fundið landið sem seinna var kallað Ameríka en Leifur. En það er hreint ekki öruggt og hverjum manni leyfilegt að halda því fram um þetta efni sem honum finnst líklegast. Það eina sem er vitað með fullri vissu er að norrænir menn hafa byggt hús á Nýfundnalandi einhvern tímann kringum aldamótin 1000. Það sanna fornleifar sem hafa verið grafnar upp í L’Anse aux Meadows þar í landi.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku? eftir UÁAf hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan? eftir ÞVHvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur? eftir Þorstein Vilhjálmsson" }
b031efcc-ec37-4d25-bcfb-8540889d43f0
{ "author": "Gunnar Karlsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_125", "publish_timestamp": "2000-02-19T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=125", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 426 }, { "offset": 428, "length": 972 }, { "offset": 1402, "length": 315 }, { "offset": 1719, "length": 499 }, { "offset": 2220, "length": 809 }, { "offset": 3031, "length": 32 }, { "offset": 3065, "length": 293 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 142 }, { "offset": 143, "length": 138 }, { "offset": 282, "length": 102 }, { "offset": 385, "length": 41 }, { "offset": 428, "length": 104 }, { "offset": 533, "length": 159 }, { "offset": 693, "length": 276 }, { "offset": 970, "length": 80 }, { "offset": 1051, "length": 105 }, { "offset": 1157, "length": 85 }, { "offset": 1243, "length": 63 }, { "offset": 1307, "length": 93 }, { "offset": 1402, "length": 232 }, { "offset": 1635, "length": 82 }, { "offset": 1719, "length": 133 }, { "offset": 1853, "length": 112 }, { "offset": 1966, "length": 135 }, { "offset": 2102, "length": 116 }, { "offset": 2220, "length": 92 }, { "offset": 2313, "length": 166 }, { "offset": 2480, "length": 125 }, { "offset": 2606, "length": 95 }, { "offset": 2702, "length": 115 }, { "offset": 2818, "length": 129 }, { "offset": 2948, "length": 81 }, { "offset": 3031, "length": 32 }, { "offset": 3065, "length": 50 }, { "offset": 3116, "length": 101 }, { "offset": 3218, "length": 112 }, { "offset": 3331, "length": 27 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 72 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 72 } ] } }
{ "question": "Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?", "answer": "Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunarafköstin mundu minnka um helming. Geislun frá póleraða álinu er aðeins um 4% af geislun svarthlutar.\n\nÞað merkilega er að hvít málning er nánast \"svört\" með tilliti til varmageislunar því að hvítmálaður flötur geislar 90-92% af geislun hins fullkomna svarthlutar. Svört málning geislar 95-98% af svarthlutargeislun. Þannig myndu afköst ofnsins aukast um 2-3 % við að mála hann svartan í stað þess að hafa hann hvítan.\n\nHér er einnig forvitnilegt að bera saman við lit á dýrum. Þar sem hvítir hlutir endurkasta meira ljósi en dökkir, mætti ætla að það væri að þessu leyti óhagstætt fyrir ísbjörninn að vera hvítur; hann fari þá á mis við sólarorku sem hann gæti annars nýtt til að halda á sér hita. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist, frekar en með hvítu ofnana. Það hefur sem sé komið í ljós að ísbirnir og nokkur önnur hvít heimskautadýr eru nánast svört í útfjólubláu ljósi. Þau drekka með öðrum orðum í sig mikla orku frá slíkri geislun og nýta hana til að halda á sér hita.\n\nFrekari fróðleikur á Vísindavefnum:\n\nHvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorsteins Vilhjálmsson" }
72766ee9-ef92-4f13-9393-496059ecb160
{ "author": "Páll Valdimarsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_126", "publish_timestamp": "2000-02-19T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=126", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 412 }, { "offset": 414, "length": 315 }, { "offset": 731, "length": 565 }, { "offset": 1298, "length": 35 }, { "offset": 1335, "length": 124 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 78 }, { "offset": 79, "length": 132 }, { "offset": 212, "length": 133 }, { "offset": 346, "length": 66 }, { "offset": 414, "length": 161 }, { "offset": 576, "length": 51 }, { "offset": 628, "length": 101 }, { "offset": 731, "length": 57 }, { "offset": 789, "length": 220 }, { "offset": 1010, "length": 70 }, { "offset": 1081, "length": 114 }, { "offset": 1196, "length": 100 }, { "offset": 1298, "length": 35 }, { "offset": 1335, "length": 72 }, { "offset": 1408, "length": 51 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 64 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 64 } ] } }
{ "question": "Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?", "answer": "Upphaflega spurningin var svohljóðandi:\n\nEr hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)?\n\nÉg vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að um sé að ræða skáldskap sem eigi sér ekki stoð í veruleikanum en flokkist frekar undir vangaveltur um hvað verði hægt að gera í framtíðinni.\n\nVitað er að í sjúkdómi Alzheimers er skortur á taugaboðefninu acetýlkólíni í vissum hluta heilans og einnig verða þar útfellingar á afbrigðilegum próteinum sem virðast valda skemmdum á taugafrumum. Þetta skýrir þó ekki orsök sjúkdómsins og ekki gang hans að öllu leyti. Talið er að 15-20% tilfella stafi af erfðagalla en afgangurinn er einnig háður erfðum að einhverju leyti. Þekkt eru meingen (gen eða erfðastofnar sem auka hættu á sjúkdómi) sem virðast tengd sjúkdómnum. Hér skipta erfðir því miklu máli en einnig einhverjir umhverfisþættir sem eru þó enn óþekktir.\n\nShortfin mako shark nefnast hákarlarnir í myndinni Deep Blue Sea.\n\nMiðað við marga aðra sjúkdóma vitum við frekar lítið um orsakir og eðli Alzheimers-sjúkdóms. Til eru nokkur lyf sem geta bætt ástand Alzheimers-sjúklinga meðan sjúkdómseinkennin eru ekki orðin veruleg, og sameiginlegt þeim öllum er að þau auka magn taugaboðefnisins acetýlkólíns í heilanum. Með þessum lyfjum er hægt að draga úr einkennum, meðal annars minnistapi, um tíma, en lyfin hafa ekki áhrif á gang sjúkdómsins. Engin lyf eða önnur meðferð eru til sem hægir á framgangi Alzheimers-sjúkdóms, enn sem komið er, en það kann að breytast á næstu árum.\n\nÍ næstum 20 ár hafa verið notuð lyf sem eru framleidd í erfðabreyttum lífverum og möguleikarnir í þeim efnum virðast ótæmandi. Í fyrstu fóru menn að nota erfðabreyttar bakteríur sem eru ræktaðar í stórum tönkum og framleiða ýmis efni sem er að finna í mannslíkamanum. Þetta er gert á þann hátt að erfðaefni úr mönnum er sett í bakteríurnar sem þá fara að framleiða viðkomandi efni sem er að samsetningu nákvæmlega eins og það sem er í mönnum. Má þar til dæmis nefna insúlín handa sykursjúkum og vaxtarhormón handa börnum sem framleiða of lítið af þessu hormóni og verða dvergvaxin ef ekkert er að gert. Mikill meirihluti þess insúlíns og sennilega allt vaxtarhormón sem nú er notað eru mannahormón framleidd í bakteríum. Svipað gildir um ýmis önnur lyf sem við notum.\n\nÁ síðustu árum hafa menn snúið sér meira að ræktuðum dýrafrumum og jafnvel heilum dýrum varðandi lyfjaframleiðslu með erfðatækni. Nú hefur meðal annars tekist að búa til erfðabreytt svín sem framleiða blóðstorkuþátt nr. VIII úr mönnum og skilja hann út í mjólkinni. Þessi blóðstorkuþáttur er síðan hreinsaður úr mjólkinni og gefinn blæðurum, það er sjúklingum með dreyrasýki, þegar þeir þurfa á slíkri meðferð að halda, til dæmis eftir slys eða skurðaðgerð. Reiknað hefur verið út að 3-600 mjólkandi gyltur þurfi til að fullnægja eftirspurn eftir storkuþætti VIII í heiminum. Að genabreyta hákörlum og nota efni úr heila þeirra til lækninga er því alls ekki eins fráleitt og það kann að virðast.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvað eru öldrunarsjúkdómar? eftir Pálma V. JónssonAf hverju fær fólk Alzheimer? Og af hverju er sjúkdómurinn ættgengur? eftir HMSAf hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat? eftir Jón Snædal" }
7a68ebf8-316c-4379-90f4-579ed401a66a
{ "author": "Magnús Jóhannsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_127", "publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=127", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 39 }, { "offset": 41, "length": 150 }, { "offset": 193, "length": 280 }, { "offset": 475, "length": 567 }, { "offset": 1044, "length": 65 }, { "offset": 1111, "length": 553 }, { "offset": 1666, "length": 767 }, { "offset": 2435, "length": 695 }, { "offset": 3132, "length": 32 }, { "offset": 3166, "length": 246 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 39 }, { "offset": 41, "length": 150 }, { "offset": 193, "length": 103 }, { "offset": 297, "length": 176 }, { "offset": 475, "length": 197 }, { "offset": 673, "length": 71 }, { "offset": 745, "length": 105 }, { "offset": 851, "length": 96 }, { "offset": 948, "length": 94 }, { "offset": 1044, "length": 65 }, { "offset": 1111, "length": 92 }, { "offset": 1204, "length": 197 }, { "offset": 1402, "length": 127 }, { "offset": 1530, "length": 134 }, { "offset": 1666, "length": 126 }, { "offset": 1793, "length": 140 }, { "offset": 1934, "length": 174 }, { "offset": 2109, "length": 159 }, { "offset": 2269, "length": 117 }, { "offset": 2387, "length": 46 }, { "offset": 2435, "length": 129 }, { "offset": 2565, "length": 135 }, { "offset": 2701, "length": 191 }, { "offset": 2893, "length": 117 }, { "offset": 3011, "length": 119 }, { "offset": 3132, "length": 32 }, { "offset": 3166, "length": 27 }, { "offset": 3194, "length": 51 }, { "offset": 3246, "length": 39 }, { "offset": 3286, "length": 109 }, { "offset": 3396, "length": 16 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 78 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 78 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska en ekki beinfiska?", "answer": "Upphaflega spurningin var þessi:\n\nHvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska, svo sem skötu og hákarl, en ekki beinfiska, sem úldna við sömu meðferð?\n\nBrjóskfiskar, svo sem háfiskar, innihalda háan styrk þvagefnis (urea) í holdi sínu, sem hefur það meginhlutverk að viðhalda réttum osmótískum þrýstingi í vefjum þeirra. Vefir brjóskfiska innihalda einnig háan styrk efnisins trímetýlamínoxíðs (TMAO) sem virðist meðal annars hafa það hlutverk að vega upp óæskileg áhrif þvagefnis á stöðugleika próteina. Ef styrkur þvagefnis er nægilega hár afmyndar það prótein, þar á meðal lífhvata (ensím) sem stjórna öllum efnaskiptum lífvera. TMAO eykur aftur á móti stöðugleika þessara lífsnauðsynlegu sameinda og verkar því á móti þessum óæskilegu áhrifum þvagefnis á prótein.\n\nHámeri (Lamna nasus) telst til háfiska.\n\nTilvist þessara efna í háum styrk í holdi háfiska skapar forsendurnar fyrir þeirri vinnsluaðferð sem kölluð er \"kæsing\". Svo virðist sem við kæsinguna verði til ákveðnar aðstæður sem gera ákveðnum gerlum færi á að ná sér á strik en ekki öðrum, til að mynda algengum skemmdargerlum sem valda úldnun vegna niðurbrots á próteinum og fitu. Þeir gerlar sem virðast ráða ferðinni við kæsinguna eru þó algengir í fiski. Stór hluti þessara gerla inniheldur ensímið ureasa sem veldur niðurbroti þvagefnisins í ammóníak. Jafnframt eru önnur ensím sem valda niðurbroti TMAO í trímetýlamín (TMA), sem er einnig mjög ilmsterkt efni og veldur meðal annars hinni einkennandi lykt sem kemur fram í fiski (meðal annars þorski) sem byrjaður er að tapa ferskleika sínum.\n\nMeð myndun þessara basísku efna (ammóníaks og TMA) hækkar sýrustig mikið (úr pH 6 í pH hærra en 9) í afurðinni. Þær basísku aðstæður sem þannig myndast valda því að enn færri gerlategundir en ella ná sér á strik til að valda skemmdum á borð við úldnun. Þar sem beinfiskar innihalda ekki hinn háa styrk þvagefnis og TMAO í holdinu skapast ekki þessar aðstæður ef kæsing væri framkvæmd á þeim. Þess vegna yrði samsetning gerlaflórunnar önnur og skemmdargerlar næðu fótfestu.\n\nTil frekari fróðleiks skal bent á að Hannes Magnússon örverufræðingur og Birna Guðbjörnsdóttir matvælafræðingur á Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins hafa rannsakað örveru- og efnabreytingar sem eiga sér stað við verkun hákarls og birtu þau niðurstöður sínar í Tæknitíðindum nr. 156 árið 1984." }
8ff00a3b-f21b-4d20-95d7-9486cae8e50e
{ "author": "Magnús Már Kristjánsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_128", "publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=128", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 32 }, { "offset": 34, "length": 112 }, { "offset": 148, "length": 615 }, { "offset": 765, "length": 39 }, { "offset": 806, "length": 751 }, { "offset": 1559, "length": 472 }, { "offset": 2033, "length": 289 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 32 }, { "offset": 34, "length": 112 }, { "offset": 148, "length": 168 }, { "offset": 317, "length": 183 }, { "offset": 501, "length": 126 }, { "offset": 628, "length": 135 }, { "offset": 765, "length": 39 }, { "offset": 806, "length": 120 }, { "offset": 927, "length": 214 }, { "offset": 1142, "length": 76 }, { "offset": 1219, "length": 97 }, { "offset": 1317, "length": 240 }, { "offset": 1559, "length": 111 }, { "offset": 1671, "length": 140 }, { "offset": 1812, "length": 138 }, { "offset": 1951, "length": 80 }, { "offset": 2033, "length": 289 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 58 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 58 } ] } }
{ "question": "Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?", "answer": "Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli reikistjarnanna í ytra sólkerfinu og kom til Úranusar 1986 og Neptúnusar 1989. Hægt hefði verið að byggja geimfar sem hefði haldið áfram til Plútó en það var ekki gert.\n\nEnda þótt bæði geimförin séu fyrir löngu komin utar í sólkerfið en nokkur reikistjarna er enn langt í land að þau fari út úr því. Bæði Voyager I og Voyager II eru virk og enn eru upplýsingar lesnar af mælitækjum þeirra. Reikna má með að þau geti enst í 15 ár í viðbót en þá verða þau búin að missa alla orku vegna þess að of mikið af plútoninu sem gefur orkuna hefur þá klofnað. Voyager I er 11,5 milljarða kílómetra (10,6 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir í átt að stjörnumerkinu Naðurvalda. Voyager II er 9,1 milljarða kílómetra (8,4 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir nokkurn veginn að Síríusi. Þess má geta til samanburðar að meðalfjarlægð Plútós frá sól er um 6 milljarðar km og jörðin er um 150 milljónir km frá sól.\n\nFrekari upplýsingar um Voyager verkefnið má finna á þessari síðu hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA." }
dcd1007d-5432-4751-8567-843471d2a78d
{ "author": "Stefán Ingi Valdimarsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_130", "publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=130", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 481 }, { "offset": 483, "length": 733 }, { "offset": 1218, "length": 106 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 52 }, { "offset": 53, "length": 74 }, { "offset": 128, "length": 134 }, { "offset": 263, "length": 128 }, { "offset": 392, "length": 89 }, { "offset": 483, "length": 129 }, { "offset": 613, "length": 89 }, { "offset": 703, "length": 158 }, { "offset": 862, "length": 119 }, { "offset": 982, "length": 109 }, { "offset": 1092, "length": 124 }, { "offset": 1218, "length": 106 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 57 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 57 } ] } }
{ "question": "Af hverju er sólin til?", "answer": "Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsins. Samþjöppun verður í miðjunni og myndast þar þéttur kjarni. Örlítill snúningur á skýinu í upphafi magnast upp og veldur því að umhverfis kjarnann myndast flöt skífa úr gasi og þar geta reikistjörnur myndast. Við áframhaldandi samþjöppun gassins eykst hiti og þrýstingur í kjarnanum.\n\nFyrir stjörnu af sömu stærð og sólin heldur samþjöppunin áfram þar til hiti í kjarnanum nær um 10 milljón °C en þá hefst þar kjarnasamruni. Orkulosun við slíkan samruna er nægileg til að vinna á móti samþjöppun vegna þyngdaraflsins og við tekur óralangt tímabil meðan sólin geislar frá sér ljósi í sífellu. Þetta stöðuga skeið varir um 10 milljarða ára hjá sólinni en hún er nú um það bil 4,5 milljarða ára gömul.\n\nÞegar eldsneyti sólarinnar er uppurið ryður hún af sér ytri lögunum. Eftir situr glóandi kjarninn og kallast hann upp frá því hvítur dvergur. Massi hans er rúmlega helmingur af upphaflegum massa sólar og hann er álíka stór og jörðin, með öðrum orðum margfalt minni og um leið þéttari en sólin er núna. Hann er að mestu úr helíni og kolefni, en helín er næstléttasta frumefnið á eftir vetni og dregur nafn sitt af heiti sólarinnar á grísku. Hitinn í hvíta dvergnum er aðeins um 15.000 °C. Smám saman kólnar hann þar til það \"slokknar\" á honum.\n\nStjörnur sem eru í upphafi nokkru stærri en sólin mynda heldur stærri hvíta dverga og geta þeir einnig innihaldið þyngri frumefni eins og súrefni, neon og jafnvel járn. Stjörnur sem eru upphaflega allmiklu massameiri en sólin enda æviskeið sitt með mun tilkomumeiri hætti sem sprengistjörnur. Úr þeim geta svo orðið til enn eðlisþyngri hnettir, það er að segja nifteindastjörnur eða jafnvel svarthol.\n\nFrekari fróðleik um sólina, þróun sólstjarna, hvíta dverga og nifteindastjörnur má finna á Stjörnufræðivefnum.\n\nSjá einnig svar við spurningunni: Hvernig varð jörðin til?" }
ba745c41-8ec5-4431-919d-ccd8484b3d09
{ "author": "Árdís Elíasdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_131", "publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=131", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 600 }, { "offset": 602, "length": 413 }, { "offset": 1017, "length": 542 }, { "offset": 1561, "length": 400 }, { "offset": 1963, "length": 110 }, { "offset": 2075, "length": 58 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 59 }, { "offset": 60, "length": 55 }, { "offset": 116, "length": 99 }, { "offset": 216, "length": 102 }, { "offset": 319, "length": 58 }, { "offset": 378, "length": 147 }, { "offset": 526, "length": 74 }, { "offset": 602, "length": 139 }, { "offset": 742, "length": 166 }, { "offset": 909, "length": 106 }, { "offset": 1017, "length": 68 }, { "offset": 1086, "length": 72 }, { "offset": 1159, "length": 159 }, { "offset": 1319, "length": 137 }, { "offset": 1457, "length": 47 }, { "offset": 1505, "length": 54 }, { "offset": 1561, "length": 168 }, { "offset": 1730, "length": 123 }, { "offset": 1854, "length": 107 }, { "offset": 1963, "length": 110 }, { "offset": 2075, "length": 58 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 23 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 23 } ] } }
{ "question": "Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?", "answer": "Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 50 konur á ári úr sjúkdómnum. Karlar geta líka fengið brjóstakrabbamein þótt það sé ekki algengt, að meðaltali greinast tveir á ári. Mikil umræða og fræðsla hefur verið um forvarnir, sem einkum beinast að reglulegri krabbameinsleit, meðal annars með sjálfskoðun og brjóstamyndatökum. Allt beinist þetta að því að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi en þá er árangur meðferðar góður og varanleg lækning fæst í meira en 90% tilfella.\n\nÁ sama tíma og nýgengi (fjöldi greindra tilfella á ári) brjóstakrabbameins hefur farið vaxandi, hefur tíðni sumra annarra tegunda krabbameins farið hratt minnkandi. Má þar einkum nefna magakrabbamein en fyrir fáeinum áratugum var tíðni þess einna hæst á Íslandi í öllum heiminum og það var algengasta tegund krabbameins hér á landi. Árið 1990 dóu 34 einstaklingar úr magakrabbameini á Íslandi en það er mjög lítið miðað við það sem þekktist áður fyrr. Tíðnin hefur svo haldið áfram að lækka og á árabilinu 2019-2023 var meðal fjöldi látinna vegna magakrabbameins kominn niður í 14 á ári. Lækkandi dánartíðni af völdum magakrabbameins er bæði vegna þess að færri fá sjúkdóminn en áður og vegna bættrar meðferðar og greiningar. Ekki er vitað af hverju þessar sveiflur í nýgengi krabbameins í brjóstum og maga stafa. Það sem gefur bestan árangur í baráttunni við brjóstakrabbamein er að greina sjúkdóminn nógu snemma vegna þess að þá er árangur meðferðar mun betri en annars.\n\nVerulegur munur á tíðni brjóstakrabbameins er milli þjóða og kynstofna. Tíðnin er hæst í hinum svo kallaða vestræna heimi (Evrópa og N-Ameríka) en lægst í nokkrum löndum Asíu. Þarna gætu komið við sögu erfðir, mataræði eða eitthvað annað.\n\nTil vinstri má sjá heilbrigt brjóst en til hægri má sjá brjóstakrabbamein.\n\nUm orsakir brjóstakrabbameins er ekki mikið vitað. Mataræði virðist hafa áhrif á tíðni ýmissa tegunda krabbameins og mikil fituneysla virðist auka hættu á brjóstakrabbameini. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt og rannsakað án þess að skýr niðurstaða hafi fengist eru utanaðkomandi kynhormón af östrógengerð. Slík hormón eru í flestum tegundum getnaðarvarnataflna, í hormónameðferð sem gefin er við og eftir tíðahvörf og sem mengun í umhverfinu. Sum skordýraeitur og illgresiseyðandi efni hafa östrógenverkun og er að finna mjög víða sem mengun. Margt bendir til að getnaðarvarnatöflur og hormónameðferð eftir tíðahvörf auki tíðni brjóstakrabbameins ef þessi lyf eru notuð mjög lengi, en þessi aukning er talin vera mjög lítil. Hugsanlegt er talið að mengandi efni með östrógenverkun í umhverfinu minnki frjósemi karlmanna og karldýra af ýmsum tegundum, en ekki er vitað hvort þau hafi skaðleg áhrif á konur. Lyf og náttúrumeðul gætu einnig komið við sögu, við þekkjum aldrei allar aukaverkanir lyfja og sum náttúrumeðul, til dæmis ginseng, hafa östrógen-áhrif.\n\nÝmsir aðrir umhverfisþættir hafa verið rannsakaðir án þess að skýr niðurstaða hafi fengist og má þar nefna áfengi, tóbak og segulsvið. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda eindregið til þess að erfðir, hormónar og umhverfisþættir ráði því hvort einhver tiltekinn einstaklingur fái brjóstakrabbamein eða ekki. Hér skortir meiri rannsóknir og meðan þær hafa ekki verið gerðar er lítið um forvarnir annað en regluleg krabbameinsskoðun.\n\nÞekkt eru tvö gen (erfðastofnar) sem auka hættu á brjóstakrabbameini en þau skýra ekki nema lítið brot af sjúkdómstilfellunum (líklega um 5%). Þær konur sem hafa þessi gen eru ekki margar en þær eru í verulegri hættu að fá sjúkdóminn og öðru geninu fylgir einnig aukin hætta á krabbameini í eggjastokkum. Engu að síður er það svo að 15-25% kvenna sem fá brjóstakrabbamein hafa ættarsögu um sjúkdóminn og kona sem á móður, systur eða dóttur sem hefur fengið sjúkdóminn er í talsvert meiri hættu en aðrar.\n\nSá áhættuþáttur sem almennt vegur þyngst er aldur og þar virðast skipta mestu þær hormónabreytingar sem fylgja aldrinum. Allt að 80% brjóstakrabbameina kemur í konum sem eru yfir fimmtugt og eftir tíðahvörf vex tíðni sjúkdómsins mjög hratt. Tíðasaga kemur við sögu vegna þess að áhættan er meiri hjá konum sem byrjuðu að hafa tíðir ungar (yngri en 11 ára) og einnig hjá þeim sem hafa tíðahvörf seint (eldri en 55 ára). Það skiptir einnig máli hvenær konur eiga sitt fyrsta barn, þær sem eiga fyrsta barn eftir þrítugt eru í helmingi meiri hættu að fá brjóstakrabbamein en konur sem eiga fyrsta barn fyrir tvítugt. Áhættan er einnig meiri hjá konum sem eignast ekkert barn.\n\nÚt frá öllum þessum upplýsingum má áætla gróflega áhættu hverrar konu á að fá brjóstakrabbamein. Þær konur sem greinast með mikla eða talsverða áhættu geta valið milli nokkurra kosta: þær geta farið í reglulegt eftirlit til að hugsanlegt krabbamein greinist fljótt, þær geta tekið lyf sem minnkar verulega hættuna á krabbameini eða valið þá leið að láta fjarlægja bæði brjóstin í forvarnaskyni. Allar þessar leiðir hafa sína kosti og galla. Gott eftirlit er líklega í flestum tilvikum besti kosturinn en er erfitt hjá konum sem eru með hnútótt brjóst eða þegar tekin hafa verið mörg nálarsýni.\n\nMeðferð byggist nær alltaf á skurðaðgerð en oftast er einnig beitt geislameðferð og stundum meðferð með krabbameinslyfjum. Meðferðin er valin út frá staðsetningu og stærð æxlisins og því hvort hætta sé talin á meinvörpum. Þegar sjúkdómurinn greinist á byrjunarstigi er æxlið fjarlægt og síðan gefin geislameðferð og árangur slíkrar meðferðar er mjög góður. Áður fyrr voru gerðar mjög stórar skurðaðgerðir þar sem allt brjóstið og undirliggjandi vefir voru fjarlægðir ásamt eitlum í handarkrika. Komið hefur í ljós að jafn góður árangur fæst með því að fjarlægja aðeins þann hluta brjóstsins þar sem krabbameinið er staðsett ásamt eitlum úr handarkrika og gefa síðan geislameðferð á brjóstið. Þessir eitlar eru fjarlægðir vegna þess að meinvörp frá æxlinu verða oftast fyrst þar. Með þessu móti má varðveita stóran hluta brjóstsins. Ef meinvörp finnast í eitlum úr handarkrika er venjulega bætt við meðferð með krabbameinslyfjum. Brjóstakrabbamein er alltaf hættulegur sjúkdómur en ef það greinist á byrjunarstigi er árangur meðferðar góður." }
ca4bf711-22d9-4ea5-b47c-b046beda9bb7
{ "author": "Magnús Jóhannsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_135", "publish_timestamp": "2000-02-22T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=135", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 743 }, { "offset": 745, "length": 972 }, { "offset": 1719, "length": 238 }, { "offset": 1959, "length": 74 }, { "offset": 2035, "length": 1064 }, { "offset": 3101, "length": 430 }, { "offset": 3533, "length": 503 }, { "offset": 4038, "length": 672 }, { "offset": 4712, "length": 593 }, { "offset": 5307, "length": 1040 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 125 }, { "offset": 126, "length": 81 }, { "offset": 208, "length": 135 }, { "offset": 344, "length": 102 }, { "offset": 447, "length": 150 }, { "offset": 598, "length": 145 }, { "offset": 745, "length": 164 }, { "offset": 910, "length": 167 }, { "offset": 1078, "length": 118 }, { "offset": 1197, "length": 135 }, { "offset": 1333, "length": 137 }, { "offset": 1471, "length": 87 }, { "offset": 1559, "length": 158 }, { "offset": 1719, "length": 71 }, { "offset": 1791, "length": 103 }, { "offset": 1895, "length": 62 }, { "offset": 1959, "length": 74 }, { "offset": 2035, "length": 50 }, { "offset": 2086, "length": 123 }, { "offset": 2210, "length": 136 }, { "offset": 2347, "length": 136 }, { "offset": 2484, "length": 99 }, { "offset": 2584, "length": 181 }, { "offset": 2766, "length": 180 }, { "offset": 2947, "length": 152 }, { "offset": 3101, "length": 134 }, { "offset": 3236, "length": 171 }, { "offset": 3408, "length": 123 }, { "offset": 3533, "length": 142 }, { "offset": 3676, "length": 161 }, { "offset": 3838, "length": 198 }, { "offset": 4038, "length": 120 }, { "offset": 4159, "length": 119 }, { "offset": 4279, "length": 177 }, { "offset": 4457, "length": 194 }, { "offset": 4652, "length": 58 }, { "offset": 4712, "length": 96 }, { "offset": 4809, "length": 297 }, { "offset": 5107, "length": 45 }, { "offset": 5153, "length": 152 }, { "offset": 5307, "length": 122 }, { "offset": 5430, "length": 98 }, { "offset": 5529, "length": 134 }, { "offset": 5664, "length": 137 }, { "offset": 5802, "length": 196 }, { "offset": 5999, "length": 86 }, { "offset": 6086, "length": 52 }, { "offset": 6139, "length": 96 }, { "offset": 6236, "length": 111 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 81 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 81 } ] } }
{ "question": "Hvað er ást? Er hún mælanleg?", "answer": "Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, \"já-ið\", lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega - líbídó. Hið gagnstæða er afl dauðans, \"nei-ið\", dauðahvötin, afl hins neikvæða, illa, eyðileggingar. Að bera jákvæðar tilfinningar til annarrar manneskju og finna hið sterka uppbyggilega afl beinast að henni er forsenda þroskaðra tengsla. Þetta ber í sér aðdráttarafl - andlegt og tilfinningalegt, líkamlegt og kynferðislegt.\n\nTengslakenningar samskiptafræðinga byggja meðal annars á hugmyndinni um að í vitund vanþroska ungabarns séu þessi tvö öfl ósamræmanleg: Hið góða, næringin úr brjósti móðurinnar, og andstæða þess vonskan, höfnunin. Ungbarnið þroskast síðan af stöðugum og nánum tengslum sem veita stundum unað en stundum andbyr frá sömu manneskju. Heilbrigður einstaklingur, sá sem er fær um að höndla ástina, lærir að ráða við hvort um sig og geta fundið það samræmast í sömu persónu (sbr. um kenningar M. Klein hjá Sæunni Kjartansdóttur, 1999).\n\nÞannig er ást foreldris til barns og síðan tengsl foreldris og barns líklega frumástin - og forsenda þess að geta upplifað aðra ást - gefa og taka við í öðrum tengslum. Bandaríski sál- og samskiptafræðingurinn Erik H. Erikson ritaði um þetta afl sem nánast meðfædda, eðlislæga eða líffræðilega (foreldra)hvöt, \"generativity\", sem við greinum bæði hjá mönnum og dýrum.\n\nKossinn eftir Gustav Klimt. Olía á striga (1907-1908).\n\nHjá dýrum lýkur verndinni um leið og ungviðið er fleygt og fært, enda er takmarkið að viðhalda hópnum, tegundinni. Langtíma tilfinningatengsl þróast venjulega ekki, enda tjáskiptaleiðirnar takmarkaðar án tungumálsins, þótt hagstæð hegðun þróist í genunum og berist til næstu kynslóða. Parsambandið hjá dýrum getur þó birst í tryggð sem helst yfir lengri tíma. Hjá manninum er þessi hvöt forsenda kynslóða- og menningararfsins, frumaflið í endurnýjun mannkynsins en um leið hreyfiaflið í þróun þjóðhátta, gilda, vináttu og menningar.\n\nÞessi (foreldra)ástarhvöt er óeigingjörn og lætur eigin (skammtíma)hag víkja fyrir afkomu barnsins og velferð. Erikson segir að anga af þessu sama fyrirbæri megi greina hjá fagfólki sem hefur það hlutverk að koma fólki til þroska, leiðrétta hegðun þess og efla hæfni til að njóta sín í mannlegum samskiptum (\"helping professions\"). Umhyggja gagnvart vandalausum, sem tengd hefur verið við mannúðarstefnu (philanthropy) og er framlag í þágu annarra, er einnig talin liggja að baki slíkri óeigingirni (altruism).\n\nÞessi tegund ástar er andstæða sjálfsástar. Í nútíma samfélagi er gjarnan hvatt til sjálfselsku undir slagorðinu \"elskaðu sjálfan þig\". Þá er verið að boða \"lækningu\" við vanmætti af ýmsu tagi, lágu sjálfsmati og tilfinningalegri ófullnægju sem á oft rætur að rekja til ónógrar ástar eða skorts á innri kjölfestu (Fromm, 1974). Sjálfsást í þeirri merkingu er í eðli sínu eigingjörn (egoism) og dæmi um eiginhagsmunastefnu (sjá einnig umfjöllun um sjálfselsku hjá Páli Árdal, 1982).\n\nUmhyggja og afskiptasemi foreldris lýsir sér í hæfileikanum til að sýna barninu ást, ýmist með viðurkenningu eða gagnrýni, eftirlæti eða ögun, mildi eða mörkum, sætu eða súru. Í klínískri umfjöllun um hvernig megi mæla eða finna mælikvarða á foreldraást eða hið góða foreldri er gjarnan unnið með hugtakið \"nægilega mikil ást\" sem á meðal annars rætur að rekja til breska samskiptafræðingsins og sálgreinisins Winnicott (sbr. \"good enough mothering\"). Átt er við að foreldrið sé fært um að mynda nægilega stöðug og samræmd tengsl við barnið, virkja það og trúa á það, til þess að það geti treyst öðrum og orðið heilsteypt manneskja.\n\nÍ nánu sambandi fullorðinna, oftast karls og konu, endurspeglast þetta samspil. Þær þarfir sem þar liggja að baki hafa áhrif í makavali, ekki síður en ytri félagslegir þættir, og valda stundum margvíslegri spennu í lífi sambúðarfólks í nánum tengslum. Í hjónameðferð er iðulega unnið með þessi ómeðvituðu öfl sem eru svo oft afdrifarík ekki aðeins í tilfinningasamspili, tjáskiptum og kynlífi heldur einnig í daglegum verkefnum og samstarfi.\n\nÍtalski fræðimaðurinn Alberoni hefur fjallað rækilega um það að ást er ekki það sama og að verða ástfanginn. Flestir reyna það oft að verða ástfangnir af ýmsum persónum, í yfirfærslum, stundum aðeins í huganum eða við ákveðnar aðstæður, misjafnlega heppilegar. Þetta er dýrmætur hæfileiki sem ungt fólk hefur oftast í ríkara mæli en þeir sem eldri eru, sterk tilfinning sem heldur mönnum \"föngnum\". Fæstir elta ólar við hvert tilvik en geta notið þess í sínum ólíku myndum.\n\nEn einnig verður fólk ástfangið á þann veg að það finnur blossa sem verður undanfari langtímaástar. Við tölum um tilhugalíf, samruna (symbiosis, samanber nýfætt barn og móður) sem upphaf kjarnans sem verður eftir þegar nýjabrumið er flosnað af. Fromm segir (1974) að ástin feli í sér fjögur grundvallaratriði: virka umhyggju, ábyrgðarkennd, virðingu og þekkingu.\n\nÍ rannsóknum í félagssálfræði, einkum á tengslum foreldris og barns og á makatengslum, hefur verið reynt að skilgreina og mæla ást eða styrk tengsla. Aðferðirnar sem notaðar eru byggjast á því að nota ýmis tilbúin matstæki. Ákveðnar spurningar eru lagðar fyrir með svarskvarða, fólk látið raða upp myndum og fígúrum eða teikna tengslalínur. Þannig er reynt að mæla tíðni eða birtingarform ákveðinna atriða í samskiptum sem þá hafa verið fyrirfram skilgreind sem mælikvarði á ást. Hið klíníska viðtal er einnig notað til að fá fram eðli tengsla og hjálpa fólki til að átta sig sjálft á í hvað mæli tilfinningar þess snúast um ást - eða eitthvað annað henni óskylt, eða skylt og ef til vill jafn mikilvægt.\n\nÞannig er ljóst að ástin er mælanleg í þeim skilningi að þeir sem standa utan ástarsambandsins geta oft greint hana og metið. Einnig má vinna með forsendur hennar og þroska í meðferðarvinnu, með einstaklingum og pörum.\n\nAð lokum er bent á svar sama höfundar, Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?\n\nÍslenskt lesefni og mynd\n\nFromm, Erich, Listin að elska [The art of Loving]. Jón Gunnarsson íslenskaði. Reykjavík: Mál og menning, 1974.\n\nPáll Árdal, Siðferði og mannlegt eðli. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1982.\n\nSæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til?: Leit sálgreiningar að skilningi. Reykjavík: Mál og menning, 1999.\n\nMyndin er af Gustav Klimt. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin." }
91f422b1-8895-4259-bb82-d56abd7e1f29
{ "author": "Sigrún Júlíusdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_136", "publish_timestamp": "2000-02-22T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=136", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 611 }, { "offset": 613, "length": 528 }, { "offset": 1143, "length": 367 }, { "offset": 1512, "length": 54 }, { "offset": 1568, "length": 532 }, { "offset": 2102, "length": 510 }, { "offset": 2614, "length": 481 }, { "offset": 3097, "length": 632 }, { "offset": 3731, "length": 441 }, { "offset": 4174, "length": 473 }, { "offset": 4649, "length": 362 }, { "offset": 5013, "length": 704 }, { "offset": 5719, "length": 218 }, { "offset": 5939, "length": 91 }, { "offset": 6032, "length": 24 }, { "offset": 6058, "length": 110 }, { "offset": 6170, "length": 84 }, { "offset": 6256, "length": 111 }, { "offset": 6369, "length": 63 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 68 }, { "offset": 69, "length": 82 }, { "offset": 152, "length": 141 }, { "offset": 294, "length": 92 }, { "offset": 387, "length": 137 }, { "offset": 525, "length": 86 }, { "offset": 613, "length": 213 }, { "offset": 827, "length": 115 }, { "offset": 943, "length": 198 }, { "offset": 1143, "length": 168 }, { "offset": 1312, "length": 198 }, { "offset": 1512, "length": 27 }, { "offset": 1540, "length": 26 }, { "offset": 1568, "length": 114 }, { "offset": 1683, "length": 169 }, { "offset": 1853, "length": 74 }, { "offset": 1928, "length": 172 }, { "offset": 2102, "length": 110 }, { "offset": 2213, "length": 220 }, { "offset": 2434, "length": 178 }, { "offset": 2614, "length": 43 }, { "offset": 2658, "length": 91 }, { "offset": 2750, "length": 191 }, { "offset": 2942, "length": 153 }, { "offset": 3097, "length": 175 }, { "offset": 3273, "length": 275 }, { "offset": 3549, "length": 180 }, { "offset": 3731, "length": 79 }, { "offset": 3811, "length": 171 }, { "offset": 3983, "length": 189 }, { "offset": 4174, "length": 108 }, { "offset": 4283, "length": 151 }, { "offset": 4435, "length": 137 }, { "offset": 4573, "length": 74 }, { "offset": 4649, "length": 99 }, { "offset": 4749, "length": 144 }, { "offset": 4894, "length": 117 }, { "offset": 5013, "length": 149 }, { "offset": 5163, "length": 73 }, { "offset": 5237, "length": 116 }, { "offset": 5354, "length": 138 }, { "offset": 5493, "length": 224 }, { "offset": 5719, "length": 125 }, { "offset": 5845, "length": 92 }, { "offset": 5939, "length": 91 }, { "offset": 6032, "length": 24 }, { "offset": 6058, "length": 50 }, { "offset": 6109, "length": 26 }, { "offset": 6136, "length": 32 }, { "offset": 6170, "length": 38 }, { "offset": 6209, "length": 45 }, { "offset": 6256, "length": 44 }, { "offset": 6300, "length": 34 }, { "offset": 6335, "length": 32 }, { "offset": 6369, "length": 26 }, { "offset": 6396, "length": 36 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 29 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 12 }, { "offset": 13, "length": 16 } ] } }
{ "question": "Eru \"diet\"-vörur fitandi eða óhollar?", "answer": "Það að segja vöru \"diet\" eða \"létta\" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru.\n\nÞað er svolítið erfitt að skilgreina orðið \"fitandi\". Orkuinntaka umfram orkunotkun leiðir til þess að fólk fitnar. Fita inniheldur meiri orku per gramm en kolvetni og prótein, þannig að fituríkar vörur verða oft meira \"fitandi\" en þær fitusnauðu. Hafa þarf þó í huga að allur matur getur verið \"fitandi\" hversu hollur sem hann er - bara ef of mikið er borðað af honum.\n\nMargar \"diet\"-vörur geta flokkast undir að vera \"fitandi\". Tökum sem dæmi \"diet\"-súkkulaðikex. Þó svo að \"diet\"-kexið innihaldi 25% minni orku en sambærilegt súkkulaðikex þá er ekki þar með sagt að varan geti ekki verið fitandi. Það getur líka gefið fólki falska öryggiskend að sjá vöru sem er merkt á þennan hátt - haldi að þá geti það borðað heilan pakka í stað þess að fá sér 2 stk. Það væri því í þessu tilfelli betri kostur að velja einhverja aðra fæðutegund í staðinn fyrir \"diet\"-kex. \"Diet\"-vörur eru þó alltaf orkuminni en sambærilegar vörur og þar af leiðandi minna fitandi per einingu.\n\nHollusta \"diet\"-vara fer einnig eftir því hvaða vöru við erum með. Ekki er hægt að telja sem svo að \"diet\"-kexið í dæminu að framan sé hollustuvara. Varan inniheldur væntanlega mjög lítið af vítamínum og steinefnum og má teljast tiltölulega fiturík þrátt fyrir orkuskerðinguna.\n\nÞó er ekki þar með sagt að allar \"diet\"-vörur séu fitandi og óhollar - síður en svo. Það er í mörgum tilfellum mjög jákvætt þegar orkuinnihald er skorið niður, til dæmis með því að nota minni fitu eða minni sykur í vörurnar. Oft er einnig um að ræða næringarríkar fæðutegundir sem hafa verið orkuskertar. Það þarf því að meta hverja \"diet\"-vöru fyrir sig: Inniheldur varan nauðsynleg næringarefni? Er um að ræða næringarsnauða vöru sem eingöngu gefur orku? Síðan er hægt að taka ákvörðun hvort valið standi milli \"diet\"-vörunnar eða sambærilegu vörunnar - eða hreinlega allt annarar fæðutegundar!" }
ecc92b4c-6087-47ed-b89e-be75071e167f
{ "author": "Ingibjörg Gunnarsdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_139", "publish_timestamp": "2000-02-23T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=139", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 246 }, { "offset": 248, "length": 369 }, { "offset": 619, "length": 596 }, { "offset": 1217, "length": 277 }, { "offset": 1496, "length": 596 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 121 }, { "offset": 122, "length": 124 }, { "offset": 248, "length": 53 }, { "offset": 302, "length": 61 }, { "offset": 364, "length": 131 }, { "offset": 496, "length": 121 }, { "offset": 619, "length": 58 }, { "offset": 678, "length": 35 }, { "offset": 714, "length": 133 }, { "offset": 848, "length": 156 }, { "offset": 1005, "length": 105 }, { "offset": 1111, "length": 104 }, { "offset": 1217, "length": 66 }, { "offset": 1284, "length": 81 }, { "offset": 1366, "length": 128 }, { "offset": 1496, "length": 84 }, { "offset": 1581, "length": 139 }, { "offset": 1721, "length": 79 }, { "offset": 1801, "length": 92 }, { "offset": 1894, "length": 58 }, { "offset": 1953, "length": 139 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 37 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 37 } ] } }
{ "question": "Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?", "answer": "Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Einfaldasta skýringin á verðbólgu er að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.\n\nHagfræðingar tala yfirleitt ekki um „mínus“-verðbólgu heldur verðhjöðnun. Verðhjöðnun er velþekkt fyrirbrigði en sjaldgæfara en verðbólga. Skýringin á henni er eiginlega spegilmyndin af skýringunni á verðbólgu: Krónum fjölgar stundum hægar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.\n\nÞessar skýringar, þótt einfaldar séu, kalla þó sennilega á fleiri spurningar en þær svara. Hugum að nokkrum þeirra.\n\nOftast má að einhverju leyti rekja verðbólgu til þess að seljendur vöru og þjónustu geta hækkað verð á því sem þeir bjóða en samt selt jafnmikið og þeir eru vanir. Algengasta skýringin á því er að þeir sem kaupa vörur og þjónustu hafa meira fé á milli handanna en áður og það eykur kaupgleði þeirra. Hagfræðingar segja að verðbólgu af þessum orsökum megi rekja til meiri spurnar eftir vörum og þjónustu.\n\nStundum er hægt að rekja verðbólgu til þess að kostnaður við framleiðslu hefur vaxið. Ein skýring þess gæti verið að laun hafi hækkað en laun eru stærsti kostnaðarliðurinn í flestum fyrirtækjum. Þá eru framleiðendur ekki reiðubúnir að selja á sama verði og áður, þeir þurfa að hækka verð til að vera jafnvel settir og áður.\n\nHagfræðingar segja að verðbólgu af þessum orsökum megi rekja til minna framboðs af vörum og þjónustu.\n\nOft fer þetta saman. Ef laun hækka þá gerist til dæmis hvort tveggja: Framboð á vörum og þjónustu dregst saman vegna þess að kostnaður atvinnulífsins við að framleiða þær hefur aukist og launþegar hafa meira fé á milli handanna sem veldur því að spurn eftir vörum og þjónustu eykst.\n\nPeningamagnið sem er í umferð í þjóðfélaginu skiptir höfuðmáli. Ef það er aukið, til dæmis þannig að ríki ákveður að auka útgjöld sín og greiða fyrir þau með peningum sem það lætur seðlabanka sinn búa til, annað hvort rafrænt eða á pappír, þá eykst spurn eftir vörum í þjóðfélaginu án þess að framboð breytist. Jafnframt skiptir máli hve mikið af peningum verður til annars staðar í bankakerfinu, það er utan seðlabankans, en í nútíma hagkerfum verður megnið af því sem við köllum peninga til í bönkum og sparisjóðum og birtist sem innstæður á reikningum í slíkum innlánsstofnunum.\n\nFyrirtæki bregðast við þessari auknu eftirspurn með því að hækka verð og auka framleiðslu sína. Til að auka framleiðsluna þurfa þau að ráða fleiri starfsmenn og þá hækka laun að öllum líkindum. Þegar laun hækka, eykst kostnaður fyrirtækja og ráðstöfunartekjur launþega og hvort tveggja ýtir undir verðhækkanir." }
d9a248cb-cb50-4de0-bbcd-33610b36a58f
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_140", "publish_timestamp": "2000-02-23T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=140", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 437 }, { "offset": 439, "length": 285 }, { "offset": 726, "length": 115 }, { "offset": 843, "length": 403 }, { "offset": 1248, "length": 323 }, { "offset": 1573, "length": 101 }, { "offset": 1676, "length": 282 }, { "offset": 1960, "length": 581 }, { "offset": 2543, "length": 310 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 60 }, { "offset": 61, "length": 103 }, { "offset": 165, "length": 70 }, { "offset": 236, "length": 76 }, { "offset": 313, "length": 124 }, { "offset": 439, "length": 73 }, { "offset": 513, "length": 64 }, { "offset": 578, "length": 146 }, { "offset": 726, "length": 90 }, { "offset": 817, "length": 24 }, { "offset": 843, "length": 163 }, { "offset": 1007, "length": 135 }, { "offset": 1143, "length": 103 }, { "offset": 1248, "length": 85 }, { "offset": 1334, "length": 108 }, { "offset": 1443, "length": 128 }, { "offset": 1573, "length": 101 }, { "offset": 1676, "length": 20 }, { "offset": 1697, "length": 261 }, { "offset": 1960, "length": 63 }, { "offset": 2024, "length": 246 }, { "offset": 2271, "length": 270 }, { "offset": 2543, "length": 95 }, { "offset": 2639, "length": 97 }, { "offset": 2737, "length": 116 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 74 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 74 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?", "answer": "Rósa Hildur Bragadóttir spurði: \"Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?\"\n\nEyvindur Örn Barðason spurði: \"Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?\"\n\nÁ fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur.\n\nSé horft framhjá breytingum á eðlismassa lofts breytist hitastig þess í réttu hlutfalli við þrýsting. Því meiri sem þrýstingurinn er því hærri verður hitinn. Samhengi hita og þrýstings má sannreyna með því að halda hitamæli við opið á uppblásinni hjólaslöngu. Þegar loftinu er sleppt út lækkar þrýstingur þess og kemur það fram í lægri hita.\n\nLoftþrýstingur í andrúmsloftinu endurspeglar við flestar veðuraðstæður þyngd þess lofts sem fyrir ofan er, allt að endimörkum lofthjúpsins. Því hærra sem dregur, þeim mun minna loft er fyrir ofan og því fer loftþrýstingur lækkandi með hæð.\n\nNálægt jörðu lækkar lofthiti að jafnaði um 0.6°C fyrir hverja 100 metra sem upp er farið, en hitafall er breytilegt eftir veðuraðstæðum hverju sinni. Stundum hækkar hiti jafnvel með hæð og kallast það hitahvörf.\n\nÍslenskt lesefni:\n\nMarkús Á. Einarsson, Veðurfræði.\n\nHaraldur Ólafsson, \"Vindstrengir og skjól við fjöll\" Náttúrufræðingurinn, 68. árg., 1. hefti." }
45bb281a-c25b-414c-8909-4f071cbd09eb
{ "author": "Haraldur Ólafsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_141", "publish_timestamp": "2000-02-24T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=141", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 92 }, { "offset": 94, "length": 115 }, { "offset": 211, "length": 96 }, { "offset": 309, "length": 341 }, { "offset": 652, "length": 239 }, { "offset": 893, "length": 211 }, { "offset": 1106, "length": 17 }, { "offset": 1125, "length": 32 }, { "offset": 1159, "length": 93 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 92 }, { "offset": 94, "length": 115 }, { "offset": 211, "length": 96 }, { "offset": 309, "length": 101 }, { "offset": 411, "length": 55 }, { "offset": 467, "length": 101 }, { "offset": 569, "length": 81 }, { "offset": 652, "length": 139 }, { "offset": 792, "length": 99 }, { "offset": 893, "length": 149 }, { "offset": 1043, "length": 61 }, { "offset": 1106, "length": 17 }, { "offset": 1125, "length": 32 }, { "offset": 1159, "length": 93 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 61 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 61 } ] } }
{ "question": "Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?", "answer": "Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um að sebrahestar séu hvítir með svörtum röndum en ekki öfugt. Skal það útskýrt nánar.\n\nGreifasebran er með hvítan kvið. Rendurnar eru mjóar og þéttar og liggja lóðrétt frá hrygg og niður eftir síðum en mjókka og hverfa þegar þær nálgast kviðinn. Það er af þessum sökum sem manni finnst dýrið vera með svörtum rákum á hvítum grunni. Á lendum og fótleggjum liggja rákirnar lárétt og ná alveg niður undir hófa. Greifasebran er stærst sebrahesta, vegur á bilinu 350-450 kg og er þar með stærsta villta tegundin af ættkvíslinni Equus, sem asnar og hestar teljast einnig til. Útbreiðslusvæði hennar er í Suður- og Austur-Eþíópíu, Sómalíu og norðurhluta Kenýa.\n\nFjallasebran er lík greifasebrunni að því leyti að hún er með hvítan kvið og því virðist hún hafa svartar rákir á hvítum grunni. Rákirnar eru mjóar á síðunni og ná neðar á kviðinn en á greifasebrunni. Rákirnar á á lendum og fótleggjum eru láréttar og allbreiðar á lærum og lendum. Útbreiðslusvæði fjallasebrunnar er í sunnanverðri Afríku, frá Suðvestur-Angóla til suðurhuta Suður-Afríku. Þyngdin er 240-370 kg.\n\nSléttusebran er breytilegust sebrahestanna enda er útbreiðslusvæði tegundarinnar mest, það er frá suðurhluta Eþíópíu til Mið-Angóla og austurhluta Suður-Afríku. Þyngdin er 175-385 kg. Bæði hvítu og svörtu rákirnar eru mun breiðari en á hinum tegundunum tveimur og sums staðar myndast einhvers konar skuggalína á breiðustu hvítu rákunum. Ólíkt hinum tegundunum ná dökku rákirnar alveg að miðlínu á kviði. Rákirnar dofna yfirleitt eftir því sem neðar dregur á fótleggi og er það algengara syðst á útbreiðslusvæðinu þar sem oft má sjá sléttusebra sem eru með nánast hvíta fótleggi.\n\nAf fyrrgreindum ástæðum túlkum við dökku fletina sem rákir á hvítum bakgrunni. Þó eru dæmi um að litasamsetningin snúist við þannig að dýrin virðist svört með hvítum rákum. Þessi dýr eru eins og \"negatív\" mynd af sebrahesti og leikur þá enginn vafi á að dýrið er með hvítar rákir á dökkum bakgrunni. Þá eru þess einnig dæmi meðal sléttusebra að útlínur svörtu rákanna verða óreglulegar og ná rákirnar þá næstum saman. Þegar við bætist að sléttusebrur eru oft með nánast hvíta fótleggi, virðast viðkomandi dýr stundum vera svört að ofan og hvít að neðan þegar horft er á þau úr fjarska.\n\nSjá einnig svar Jóns Más Halldórssonar Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?" }
3d350c3d-66e2-4438-bef9-ddabdba736fe
{ "author": "Páll Hersteinsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_143", "publish_timestamp": "2000-02-25T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=143", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 399 }, { "offset": 401, "length": 566 }, { "offset": 969, "length": 410 }, { "offset": 1381, "length": 578 }, { "offset": 1961, "length": 585 }, { "offset": 2548, "length": 86 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 51 }, { "offset": 52, "length": 195 }, { "offset": 248, "length": 45 }, { "offset": 294, "length": 81 }, { "offset": 376, "length": 23 }, { "offset": 401, "length": 32 }, { "offset": 434, "length": 125 }, { "offset": 560, "length": 85 }, { "offset": 646, "length": 75 }, { "offset": 722, "length": 161 }, { "offset": 884, "length": 83 }, { "offset": 969, "length": 128 }, { "offset": 1098, "length": 71 }, { "offset": 1170, "length": 79 }, { "offset": 1250, "length": 106 }, { "offset": 1357, "length": 22 }, { "offset": 1381, "length": 160 }, { "offset": 1542, "length": 22 }, { "offset": 1565, "length": 152 }, { "offset": 1718, "length": 66 }, { "offset": 1785, "length": 174 }, { "offset": 1961, "length": 78 }, { "offset": 2040, "length": 93 }, { "offset": 2134, "length": 126 }, { "offset": 2261, "length": 117 }, { "offset": 2379, "length": 167 }, { "offset": 2548, "length": 86 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 78 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 78 } ] } }
{ "question": "Hvað er framlegð?", "answer": "Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð fyrir að enginn annar kostnaður falli til hjá smásalanum. Selji smásalinn vöruna á 100 krónur þá er framlegð vörunnar 20 krónur eða mismunurinn á 100 og 80 (við skulum líta fram hjá gjöldum eins og virðisaukaskatti til einföldunar). Framlegð fyrirtækisins er svo samanlögð framlegð allra varanna sem það selur.\n\nÞað getur borgað sig að selja sumar vörur mjög ódýrt, þrátt fyrir að þær skili þá neikvæðri framlegð.\n\nFramlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður til dæmis verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.\n\nUpplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta? eftir Gylfa MagnússonEr talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)? eftir Gylfa MagnússonHvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu? eftir Lárus Bollason" }
dc2c40a2-9c26-4346-a1f7-05e8d961c66f
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_144", "publish_timestamp": "2000-02-26T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=144", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 624 }, { "offset": 626, "length": 101 }, { "offset": 729, "length": 370 }, { "offset": 1101, "length": 505 }, { "offset": 1608, "length": 32 }, { "offset": 1642, "length": 352 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 65 }, { "offset": 66, "length": 169 }, { "offset": 236, "length": 67 }, { "offset": 304, "length": 67 }, { "offset": 372, "length": 174 }, { "offset": 547, "length": 77 }, { "offset": 626, "length": 101 }, { "offset": 729, "length": 92 }, { "offset": 822, "length": 193 }, { "offset": 1016, "length": 83 }, { "offset": 1101, "length": 50 }, { "offset": 1152, "length": 202 }, { "offset": 1355, "length": 98 }, { "offset": 1454, "length": 152 }, { "offset": 1608, "length": 32 }, { "offset": 1642, "length": 56 }, { "offset": 1699, "length": 42 }, { "offset": 1742, "length": 86 }, { "offset": 1829, "length": 144 }, { "offset": 1974, "length": 20 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 17 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 17 } ] } }
{ "question": "Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?", "answer": "Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi.\n\nÚtgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á eftir orðum þar sem Jesús varar menn við að nota ónytjumælgi í bænum sínum að hætti heiðingja sem \"hyggja að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.\" Jesús segir að við skulum ekki líkjast þeim af því að \"faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.\" Samt sem áður álítur Jesús bæn ekki óþarfa því að hann segir í beinu framhaldi þessara orða: \"En þannig skuluð þér biðja.\" Og síðan fylgir Faðir vorið sem hin eiginlega, sanna eða rétta bæn.\n\nBænir Faðir vorsins eru alls sjö og er bæn sú sem hér er spurt um, \"eigi leið þú oss í freistni,\" sjötta bænin. Orðið sem þýtt er með freistni er á frummáli Nýja testamentisins \"peirasmos\" sem þýðir freisting, raunir, erfiðleikar, erfið reynsla. Í bæninni biðjum við með öðrum orðum þess að Guð leiði okkur ekki inn í freistingar eða erfiðleika.\n\nOrðalag bænarinnar hefur vafist fyrir mönnum á öllum öldum. Menn hafa ætíð ratað í raunir og freistingar og andspænis þeim hafa menn spurt með Faðir vor í huga: Er það faðir vor á himnum sem leiðir okkur í slíkar ógöngur? Flestir þeir kristnu kennimenn sem hafa fjallað um Faðir vorið hafa skilið sjöttu bænina svo að í henni biðjum við fyrst og fremst um vernd í freistingum og raunum. Þá skýringu lesum við meðal annars í Hómilíubókinni íslensku og sömuleiðis í Fræðum Lúthers minni sem hefur til þessa verið uppistaðan í fermingarlærdómnum. Bæði Hómilíubókin og Lúther eru sammála um að Guð freisti einskis manns og við séum þess vegna hér að biðja um vernd svo að freistingar og raunir þessa lífs verði ekki til þess að við glötum trúnni og voninni. Og þess má geta að skýringar Hómilíubókar og Lúthers eru báðar bergmál af skýringum Ágústínusar á Fjallræðunni mörgum öldum fyrr.\n\nPáll postuli er hugsanlega að takast á við sama vandamál þegar hann segir í fyrra Korintubréfi: \"Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um að þér fáið staðist.\" (1Kor 10.23) Þarna segir hann að Guð láti ekki freista okkar umfram það sem við þolum og muni koma því til leiðar að við stöndumst þegar hann reyni okkur. Í frumtextanum koma þarna fyrir nafnorðið \"peirasmos\" og sögn sem leidd er af því.\n\nOg nú er það svo, að margt trúað fólk hefur á öllum öldum vitnað um að Guð hafi lagt á það þungar raunir en haldið slíkri verndarhendi yfir því að það stóðst og kom sterkara út úr erfiðleikunum en það var áður. Ugglaust þekkjum við það mörg úr eigin lífi að raunir og erfiðleikar hafi styrkt okkur til þess að takast á við lífið. Að trúað fólk metur það svo að Guð sé að reyna það þegar erfiðleikar dynja yfir er af þeirri sök að fólk sem treystir leiðsögn Guðs, getur ekki viðurkennt að Guð hafi sleppt af því hendinni þegar það lendir í erfiðleikum og vill því hugga sig við að Guð hafi lagt raunirnar á það. Jafnframt þakkar fólk Guði fyrir að hann lét það standast þessa erfiðleika svo að það kom jafnvel sterkara út úr þeim. Við þekkjum svona vitnisburð úr munni og penna margs fólks fyrr og síðar.\n\nÞarna er að sjálfsögðu um að ræða skýringar fólks eftir á. Erfiðleikar og raunir geta ekki verið neitt sem fólk biður um. En ef við höfum þá vitund að Guð sé sá sem leiði okkur, styðji og verndi, þá trúum við því líka að hann dragi ekki hönd sína aftur í erfiðleikunum heldur treystum við því að hann sé hjá okkur einnig þar. Og Guð sér hlutina fyrirfram. Við getum aðeins gert okkur grein fyrir þeim eftir á.\n\nBænina \"eigi leið þú oss í freistni\" biðjum við í trausti þess að Guð leiði okkur líka í freistingum og raunum þessa lífs, að Guð leiði okkur svo að freistingin reynist okkur ekki um megn. Í bæninni biðjum við þá þess að við megum halda trú okkar, trausti og von, líka í erfiðum freistingum og raunum. Sjöunda bænin fylgir þá í rökréttu framhaldi: Heldur frelsa oss frá illu. Sjöttu og sjöundu bænina virðist því mega umrita þannig: Vernda þú okkur í raunum og erfiðleikum og frelsa okkur frá öllu böli.\n\nEr þá ekki rétt að breyta orðalaginu og segja: Vernda oss fyrir freistingum? Það er ekki alls kostar víst að við þurfum að gera það. En bænina biðjum við hins vegar ekki í skilningslausri blindu heldur leggjum við þá merkingu í hana sem okkur virðist rétt út frá trú okkar á Guð og er í samræmi við trúarreynslu okkar og forfeðra okkar og mæðra. Þar stendur upp úr sá skilningur að við biðjum hér um leiðsögn Guðs og vernd í freistingum og því er rétt að leggja þá merkingu í bænina. Þess vegna er mikill sannleikur fólginn í því sem Lúther segir í útleggingu sinni á Fjallræðunni: \"Í Faðir vorinu er það fremur svo að Guð kennir okkur það sem við þörfnumst en að við séum að fræða hann um þarfir okkar.\"" }
d4b59350-24ef-49df-ab1d-c41ea882b4eb
{ "author": "Einar Sigurbjörnsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_145", "publish_timestamp": "2000-02-26T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=145", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 237 }, { "offset": 239, "length": 525 }, { "offset": 766, "length": 345 }, { "offset": 1113, "length": 883 }, { "offset": 1998, "length": 511 }, { "offset": 2511, "length": 803 }, { "offset": 3316, "length": 409 }, { "offset": 3727, "length": 503 }, { "offset": 4232, "length": 704 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 42 }, { "offset": 43, "length": 194 }, { "offset": 239, "length": 46 }, { "offset": 286, "length": 171 }, { "offset": 458, "length": 115 }, { "offset": 574, "length": 122 }, { "offset": 697, "length": 67 }, { "offset": 766, "length": 111 }, { "offset": 878, "length": 133 }, { "offset": 1012, "length": 99 }, { "offset": 1113, "length": 59 }, { "offset": 1173, "length": 161 }, { "offset": 1335, "length": 164 }, { "offset": 1500, "length": 156 }, { "offset": 1657, "length": 209 }, { "offset": 1867, "length": 129 }, { "offset": 1998, "length": 143 }, { "offset": 2142, "length": 129 }, { "offset": 2272, "length": 154 }, { "offset": 2427, "length": 82 }, { "offset": 2511, "length": 210 }, { "offset": 2722, "length": 118 }, { "offset": 2841, "length": 280 }, { "offset": 3122, "length": 118 }, { "offset": 3241, "length": 73 }, { "offset": 3316, "length": 58 }, { "offset": 3375, "length": 62 }, { "offset": 3438, "length": 203 }, { "offset": 3642, "length": 29 }, { "offset": 3672, "length": 53 }, { "offset": 3727, "length": 188 }, { "offset": 3916, "length": 112 }, { "offset": 4029, "length": 73 }, { "offset": 4103, "length": 127 }, { "offset": 4232, "length": 76 }, { "offset": 4309, "length": 55 }, { "offset": 4365, "length": 212 }, { "offset": 4578, "length": 137 }, { "offset": 4716, "length": 220 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 73 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 73 } ] } }
{ "question": "Hvernig varð jörðin til?", "answer": "Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.\n\nJörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún myndaðist við það að efnisagnir sem gengu umhverfis sólina, sem þá var líka að myndast, hnoðuðust saman í sífelldum árekstrum. Þannig urðu til sífellt stærri efnisheildir sem að lokum mynduðu reikistjörnur sólkerfisins, þar á meðal jörðina okkar.\n\nHér á eftir fer öllu nákvæmari lýsing á uppruna jarðar og annarra reikistjarna sólkerfisins.\n\nUppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ára. Er skýið féll saman varð þrýstingurinn í miðju þess stöðugt meiri og að lokum nógu mikill til að atómkjarnar byrjuðu að renna saman; það var upphafið að sólinni okkar. Skýið hafði í upphafi verið á örlitlum snúningi og hann magnaðist þegar skýið féll saman, rétt eins og skautadansari snýst hraðar þegar hann dregur að sér hendurnar; þetta kallast varðveisla hverfiþunga. Þess vegna safnaðist ekki allt efnið saman í miðjunni heldur myndaði dálítill hluti þess flatan disk umhverfis miðjuna. Í þessum efnisdisk, sem var á hægum snúningi um frumsólina, mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Þessu er nánar lýst á myndunum hér fyrir ofan.\n\nVegna orkulosunar í frumsólinni var hitinn hæstur við miðju disksins en lækkaði síðan mjög er utar dró. Næst miðjunni voru aðeins efni sem hafa hátt bræðslumark á föstu formi. Þau efni voru til dæmis járn, kísill (silicium), magnesín og brennisteinn. Í fyrstu mynduðu þessi efni aðeins örsmáar rykagnir en eftir nokkrar milljónir ára höfðu rykagnirnar hnoðast saman í árekstrum og myndað um það bil milljarð svokallaðra reikisteina, það er að segja stærri efnisheildir sem voru um 10 kílómetrar að þvermáli. Reikisteinarnir héldu síðan áfram að rekast hver á annan og mynduðu enn stærri heildir, svokallaðar frumplánetur sem voru á stærð við tunglið.\n\nÁ lokastigum myndunarinnar rákust frumpláneturnar saman í gríðarmiklum árekstrum og mynduðu loks fjórar innri reikistjörnur sólkerfisins: Merkúr, Venus, Jörðina og Mars. Við þessa miklu árekstra bráðnaði efnið í reikistjörnunum og eðlisþyngri efni eins og járn sukku inn að miðju meðan eðlisléttari efni leituðu upp að yfirborði reikistjarnanna. Þetta skýrir núverandi lagskiptingu jarðar.\n\nUtar í sólkerfinu hnoðuðust fyrrnefnd efni saman á líkan hátt. Þar var hins vegar svo kalt að efni með lægra bræðslumark eins og vatn, metan og ammoníak voru líka á föstu formi, það er að segja að þau mynduðu ís. Vegna þess að mun meira var af þessum efnum í efnisþokunni en þeim efnum sem mynduðu innri reikistjörnunar urðu ytri frumpláneturnar margfalt stærri.\n\nÞað sem við köllum hita tengist hreyfingu efniseindanna: Því meiri og hraðari hreyfing, þeim mun meiri hiti. Við innri reikistjörnurnar er hitinn svo mikill að léttar efniseindir tolla þar ekki heldur þyrlast jafnóðum út í geiminn. Við ytri reikistjörnurnar er hitinn hins vegar miklu lægri og þær geta því dregið að sér gastegundir, aðallega vetni og helín sem var gríðarlega mikið af.\n\nÚtkoman varð fjórir svokallaðir gasrisar, það er að segja reikistjörnur með stóra berg- og ískjarna og geysimikinn gashjúp: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Stærstur gasrisanna er Júpíter og er hann 318 sinnum massameiri en jörðin.\n\nYsta reikistjarnan, Plútó, myndaðist á líkan hátt en er mun minni en hinar. Hann er, eins og kjarni gasrisanna fjögurra, blanda bergs og íss. Plútó er hins vegar það lítill að hann náði ekki að draga að sér vetni og helín og mynda lofhjúp líkt og hinar ytri reikistjörnurnar.\n\nLoks má nefna að brautir reikistjarnanna liggja allar því sem næst í sömu sléttu (sama plani) og þær ganga allar í sömu átt umhverfis sólu. Þetta er afleiðing þess að þær mynduðust allar úr sama efnisdisknum sem var á hægum snúningi umhverfis sólu og taka þátt í að varðveita hverfiþungann sem í honum fólst í upphafi." }
fc538def-d265-49ab-969a-4b0ba37858a0
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_147", "publish_timestamp": "2000-02-26T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=147", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 482 }, { "offset": 484, "length": 303 }, { "offset": 789, "length": 92 }, { "offset": 883, "length": 786 }, { "offset": 1671, "length": 650 }, { "offset": 2323, "length": 389 }, { "offset": 2714, "length": 362 }, { "offset": 3078, "length": 386 }, { "offset": 3466, "length": 237 }, { "offset": 3705, "length": 275 }, { "offset": 3982, "length": 318 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 122 }, { "offset": 123, "length": 108 }, { "offset": 232, "length": 63 }, { "offset": 296, "length": 109 }, { "offset": 406, "length": 76 }, { "offset": 484, "length": 52 }, { "offset": 537, "length": 130 }, { "offset": 668, "length": 119 }, { "offset": 789, "length": 92 }, { "offset": 883, "length": 66 }, { "offset": 950, "length": 82 }, { "offset": 1033, "length": 167 }, { "offset": 1201, "length": 203 }, { "offset": 1405, "length": 119 }, { "offset": 1525, "length": 97 }, { "offset": 1623, "length": 46 }, { "offset": 1671, "length": 103 }, { "offset": 1775, "length": 71 }, { "offset": 1847, "length": 74 }, { "offset": 1922, "length": 256 }, { "offset": 2179, "length": 142 }, { "offset": 2323, "length": 169 }, { "offset": 2493, "length": 175 }, { "offset": 2669, "length": 43 }, { "offset": 2714, "length": 62 }, { "offset": 2777, "length": 149 }, { "offset": 2927, "length": 149 }, { "offset": 3078, "length": 108 }, { "offset": 3187, "length": 122 }, { "offset": 3310, "length": 154 }, { "offset": 3466, "length": 162 }, { "offset": 3629, "length": 74 }, { "offset": 3705, "length": 75 }, { "offset": 3781, "length": 65 }, { "offset": 3847, "length": 133 }, { "offset": 3982, "length": 139 }, { "offset": 4122, "length": 178 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 24 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 24 } ] } }
{ "question": "Hvað er diffrun og hvernig get ég notað hana í rekstri?", "answer": "Diffrun er hugtak úr stærðfræði. Orðið diffrun er nýyrði eða tökuorð, náskylt difference í ensku sem þýðir mismunur. Diffrun er hluti af því sem stundum er kallað örsmæðareikningur (calculus á ensku). Henni er til dæmis beitt ef við höfum ákveðna stærð sem verður fyrir áhrifum af annarri og viljum sjá hvernig sú fyrri bregst við örsmáum breytingum í þeirri síðari. Nánar tiltekið mætti beita diffrun til að finna hlutfallið á milli breytinga á þessum tveimur stærðum, með breytingu á þeirri fyrri í teljara og þeirri síðari í nefnara.\n\nDiffrun kemur víða að notum í viðskiptafræði og hagfræði og iðulega nota menn hana eða náskyldar hugmyndir í rekstri fyrirtækja, sjálfsagt oftar en menn gera sér grein fyrir. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiðir ákveðna vöru. Ef framleiðslukostnaði þess er lýst sem falli af framleiddu magni þá er mjög áhugavert fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins að skoða fallið til að vita hvernig framleiðslukostnaður breytist þegar magnið breytist. Það má finna með diffrun því að hún skilar upplýsingum um hlutfallið á milli breytingar framleiðslukostnaðar og breytingar á framleiddu magni. Það hlutfall kalla hagfræðingar jaðarkostnað framleiðslunnar og hann er lykilhugtak. Forskeytið jaðar- vísar til þess að það er verið að skoða áhrif lítilla breytinga á framleiddu magni sem fyrir er. Ef fyrirtækið hefur líka metið og sett upp í fall hvernig tekjur þess breytast með framleiddu magni þá væri tilvalið að diffra það fall. Niðurstaðan væri jaðartekjur fyrirtækisins.\n\nEf búið er að finna bæði jaðartekjur og jaðarkostnað er auðvelt að sjá hvort fyrirtækið á að auka eða minnka framleitt magn. Ef jaðartekjur eru hærri en jaðarkostnaður borgar sig að auka framleiðsluna, þá skilar aukin framleiðsla meiri tekjuaukningu en sem nemur aukningu kostnaðar. Ef jaðartekjur eru hins vegar lægri en jaðarkostnaður borgar sig að draga úr framleiðslu, tekjur lækka að vísu við það en kostnaður lækkar enn meira. Auðvelt er að sjá að af þessu leiðir að hagnaður getur ekki verið í hámarki nema jaðartekjur séu jafnar jaðarkostnaði.\n\nStundum er ekki hægt að koma við diffrun, til dæmis vegna þess að ekki er auðvelt að lýsa kostnaði eða tekjum með samfelldu falli. Ein skýring gæti verið að fyrirtæki getur einungis framleitt heilar einingar af vörunni. Þá er ekki hægt að koma við örsmæðareikningi því að ekki er hægt að hugsa sér örsmáar breytingar á framleiðslu. Engu að síður er hægt að nota mjög svipaða hugsun til að sjá hvort það borgar sig að auka eða minnka framleiðslu.\n\nSkoðum til dæmis verkstæði sem framleiðir stóla og gerum til einföldunar ráð fyrir að allir stólar kosti það sama í framleiðslu, 5.000 krónur stykkið. Þá er augljóst að jaðarkostnaður er 5.000 krónur, það er að segja að kostnaður fyrirtækisins vex um 5.000 krónur ef það eykur framleiðslu sína um einn stól. Gerum líka ráð fyrir að eftir því sem fyrirtækið vill selja fleiri stóla þurfi það að setja upp lægra verð. Hugsum okkur til að mynda að það geti sett upp 10.000 krónur ef það vill selja einn stól, vilji það selja tvo geti það sett upp 9.000, til að selja þrjá þurfi að setja upp 8.000, til að selja fjóra þurfi að setja upp 7.000 og til að selja fimm þurfi að setja upp 6.000 á hvern stól.\n\nEf fyrirtækið ætlar að selja einn stól verða tekjurnar þannig 10.000 krónur. Það eru þá jafnframt jaðartekjurnar af fyrsta stólnum því að fyrirtækið hefur engar tekjur ef það selur engan stól. Þessir reikningar eru náskyldir diffrun. Við höfum eina stærð, tekjur, sem verður fyrir áhrifum af annarri, fjölda framleiddra stóla, og skoðum hvernig sú fyrri breytist þegar sú síðari breytist. Eini munurinn á þessu og diffrun er að breytingarnar á síðari stærðinni, fjölda framleiddra stóla, eru ekki örsmáar, við aukum eða minnkum framleiðsluna um einn stól í einu.\n\nJaðartekjur eru hlutfallið á milli breytinga á þessum tveimur stærðum og mælieiningin er krónur per stól. Ætli fyrirtækið að selja tvo stóla setur það upp 9.000, tekjur verða því 18.000. Tekjurnar vaxa því um 8.000 við að auka söluna úr einum stól í tvo og jaðartekjurnar af öðrum stólnum eru því 8.000. Á sama hátt sést að ef þrír stólar eru seldir verða tekjurnar þrisvar 8.000 eða 24.000. Jaðartekjurnar af þriðja stólnum eru því mismunurinn á 24.000 og 18.000 eða 6.000. Á sama hátt fæst að jaðartekjurnar af fjórða stólnum eru 4.000 og af fimmta stólnum 2.000. Ef við berum saman jaðartekjur og jaðarkostnað fæst þannig að jaðartekjurnar af fyrstu þremur stólunum eru hærri en jaðarkostnaðurinn. Jaðartekjurnar af fjórða stólnum eru hins vegar einungis 4.000, sem er lægra en jaðarkostnaðurinn sem er 5.000. Það borgar sig því að framleiða einungis þrjá stóla. Það skiptir engu að það er hægt að selja fjóra stóla á 7.000 stykkið sem er meira en 5.000.\n\nÞess má geta að lokum að stærðfræðingar gætu sagt okkur margt fleira um hugtakið diffrun, en spyrjandi virðist fyrst og fremst hafa haft í huga beitingu þess í hagfræði og rekstrarfræði. Því verður þetta svar látið nægja hér." }
69a82ca7-7ad2-4e01-8d0d-876fe9298e5c
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_148", "publish_timestamp": "2000-02-27T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=148", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 536 }, { "offset": 538, "length": 964 }, { "offset": 1504, "length": 551 }, { "offset": 2057, "length": 445 }, { "offset": 2504, "length": 698 }, { "offset": 3204, "length": 562 }, { "offset": 3768, "length": 957 }, { "offset": 4727, "length": 225 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 32 }, { "offset": 33, "length": 83 }, { "offset": 117, "length": 83 }, { "offset": 201, "length": 165 }, { "offset": 367, "length": 169 }, { "offset": 538, "length": 174 }, { "offset": 713, "length": 56 }, { "offset": 770, "length": 208 }, { "offset": 979, "length": 142 }, { "offset": 1122, "length": 84 }, { "offset": 1207, "length": 114 }, { "offset": 1322, "length": 136 }, { "offset": 1459, "length": 43 }, { "offset": 1504, "length": 124 }, { "offset": 1629, "length": 157 }, { "offset": 1787, "length": 149 }, { "offset": 1937, "length": 118 }, { "offset": 2057, "length": 130 }, { "offset": 2188, "length": 88 }, { "offset": 2277, "length": 111 }, { "offset": 2389, "length": 113 }, { "offset": 2504, "length": 150 }, { "offset": 2655, "length": 156 }, { "offset": 2812, "length": 107 }, { "offset": 2920, "length": 282 }, { "offset": 3204, "length": 76 }, { "offset": 3281, "length": 115 }, { "offset": 3397, "length": 40 }, { "offset": 3438, "length": 154 }, { "offset": 3593, "length": 173 }, { "offset": 3768, "length": 105 }, { "offset": 3874, "length": 80 }, { "offset": 3955, "length": 116 }, { "offset": 4072, "length": 87 }, { "offset": 4160, "length": 82 }, { "offset": 4243, "length": 90 }, { "offset": 4334, "length": 134 }, { "offset": 4469, "length": 111 }, { "offset": 4581, "length": 52 }, { "offset": 4634, "length": 91 }, { "offset": 4727, "length": 186 }, { "offset": 4914, "length": 38 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 55 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 55 } ] } }
{ "question": "Hvernig getur venjulegur tölvunotandi kælt örgjörva í -40°C?", "answer": "Upphitun í örgjörvum (e. microprocessor) er vandamál sem vex með hverri kynslóð og fylgir auknum klukkuhraða þeirra. Hitni örgjörvi of mikið getur hann farið að hegða sér óeðlilega og jafnvel brætt úr sér. Sérstök vifta á móðurborði í nýlegum einkatölvum sér til þess að örgjörvinn haldist innan eðlilegra hitamarka. 500 MHz Pentium III örgjörvi gefur frá sér 30W af varma í kjarna sem er um 1 fersentímetri að flatarmáli. Þetta er fimmfalt meiri varmamyndun á flatareiningu en í dæmigerðri 2000W eldavélarhellu á fullum straum!\n\nVegna hinnar miklu varmamyndunar er erfitt að ímynda sér einfalda leið til að halda örgjörva við -40°C. Það er heldur ekki ráðlegt þar sem venjulegir örgjörvar eru ekki gerðir til að vinna undir 5°C. Vissulega væri mögulegt að ná nægilegri kælingu með öflugum kælidælum en fleiri vandamál geta fylgt í kjölfarið, til dæmis þétting vatnsgufu úr andrúmsloftinu.\n\nSú hugmynd hefur komið upp að framleiða ofurtölvur til að vinna við hitastig fljótandi köfnunarefnis (-196°C) og nýta þannig meðal annars aukinn hreyfanleika rafeinda við lág hitastig. Enginn hefur þó enn séð fjárhagslegan grundvöll fyrir framleiðslu slíkra tölva.\n\nÁ þessari vefsíðu er sýnd aðferð til að kæla örgjörva og sagt frá því hvers vegna kæling getur hentað sumum gerðum þeirra.\n\nFrekara lesefni af Vîsindavefnum:\n\nHvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum? eftir Hjálmtý HafsteinssonHver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum? eftir Hjálmtý HafsteinssonÚr hverju eru pinnarnir á örgjörvum? eftir EÖÞAf hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið? eftir Einar Örn ÞorvaldssonVerður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið? eftir Einar Örn Þorvaldsson" }
bdb36d04-9bab-45ff-96ba-d2e44e8adf80
{ "author": "Kristján Leósson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_150", "publish_timestamp": "2000-02-27T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=150", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 528 }, { "offset": 530, "length": 359 }, { "offset": 891, "length": 264 }, { "offset": 1157, "length": 122 }, { "offset": 1281, "length": 33 }, { "offset": 1316, "length": 368 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 116 }, { "offset": 117, "length": 88 }, { "offset": 206, "length": 110 }, { "offset": 317, "length": 105 }, { "offset": 423, "length": 105 }, { "offset": 530, "length": 103 }, { "offset": 634, "length": 95 }, { "offset": 730, "length": 159 }, { "offset": 891, "length": 184 }, { "offset": 1076, "length": 79 }, { "offset": 1157, "length": 122 }, { "offset": 1281, "length": 33 }, { "offset": 1316, "length": 45 }, { "offset": 1362, "length": 69 }, { "offset": 1432, "length": 62 }, { "offset": 1495, "length": 77 }, { "offset": 1573, "length": 83 }, { "offset": 1657, "length": 27 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 60 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 60 } ] } }
{ "question": "Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?", "answer": "Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka samninga um kaup á erlendum gjaldeyri sem duga til að greiða afborganir lánsins. Með framvirkum samningi er hér átt við samning um kaup á ákveðinni upphæð í erlendum gjaldeyri fyrir innlendan gjaldeyri á ákveðnum degi í framtíðinni og á gengi sem er fyrirfram ákveðið. Undir eðlilegum kringumstæðum myndu slíkir samningar og erlenda lánið kosta lántakandann jafnmikið og ef hann hefði tekið lán í innlendum gjaldmiðli.\n\nHins vegar er áhugavert að skoða hvernig hægt er að lækka það sem kallað er væntur vaxtakostnaður með því að taka nokkra áhættu vegna gengisbreytinga. Almennt má líka skoða samspil vænts vaxtakostnaðar og áhættu. Með væntum vaxtakostnaði er hér átt við vegið meðaltal af vaxtagreiðslum og hækkun eða lækkun skuldar vegna gengisbreytinga þar sem vogtölurnar eru þær líkur sem taldar eru vera á einstökum útkomum.\n\nAðferðir til að gera þetta eru vel þekktar og byggja flestar í grundvallaratriðum á kenningum sem Harry M. Markowitz setti fram fyrir nær hálfri öld. Vandamálið sem Markowitz leysti var raunar hvernig velja ætti saman eignir í eignasafn til þess að hámarka vænta ávöxtun að því gefnu hve mikla áhættu fjárfestir er reiðubúinn að taka eða til að lágmarka áhættu að því gefnu hve mikla vænta ávöxtun fjárfestir vill. Aðferðin dugar hins vegar ekki síður til að setja saman körfu erlendra lána þannig að væntur vaxtakostnaður sé lágmarkaður að því gefnu hve mikla áhættu lántakandi er reiðubúinn að taka.\n\nStærðfræðin sem þarf til að lýsa aðferð Markowitz er í það flóknasta fyrir Vísindavefinn og því verður aðferðinni bara lýst hér mjög lauslega. Áhugasömum er bent á kennslubækur í fjármálum, til dæmis Investments eftir Bodie, Kane og Marcus eða aðra bók með sama nafni eftir Sharpe, Alexander og Bailey til nánari fróðleiks.\n\nByrjum fyrst á því að líta á einfaldasta tilvikið, þegar tekið er lán í tveimur erlendum gjaldmiðlum. Gerum til dæmis ráð fyrir evrum og jenum. Frá íslenskum sjónarhóli fellur væntur vaxtakostnaður af láni í evrum annars vegar til vegna vaxta í evrum og hins vegar vegna breytinga á gengi evrunnar gagnvart krónunni. Ef til dæmis er talið líklegt að evran styrkist þá eru væntir vextir af láninu, mælt í íslenskum krónum, hærri en vextir í evrum. Ef talið er líklegt að evran veikist er þessu öfugt farið. Ýmsar leiðir eru til að meta hve líklegt er að gjaldmiðill veikist eða styrkist en þeim verður ekki lýst hér.\n\nVænt vaxtabyrði, mælt í krónum, af lánum í evrum og jenum er svo einfaldlega vegið meðaltal af væntri vaxtabyrði í evrum annars vegar og jenum hins vegar. Vogtölurnar eru hlutföllin sem notuð eru, það er hve mikið er tekið að láni í evrum og hve mikið í jenum. Þannig fæst til dæmis\\[r = ar_{e} + (1-a)r_{j}\\]þar sem r eru væntir vextir af láninu á því tímabili sem verið er að skoða, a er það hlutfall sem tekið er að láni í evrum, re eru væntir vextir í evrum (mælt í íslenskum krónum) og rj væntir vextir í jenum (einnig mælt í íslenskum krónum).\n\nÁhættan er oft mæld með dreifni vaxta sem við táknum með d2(r). Annar mælikvarði er staðalfrávik sem er einfaldlega ferningsrótin (kvaðratrótin) af dreifninni, táknað d(r). Dreifnin fæst samkvæmt eftirfarandi reiknireglu:\\[d^{2}(r) = a^{2}d^{2}(r_{e}) + (1-a)^{2}d^{2}(r_{j}) + 2a(1-a)d(r_{e})d(r_{j}) p_{e, j}\\]pe,j táknar fylgni breytinga á gengi annars vegar evru gagnvart krónu og hins vegar jens gagnvart krónu. Ef breytingarnar fylgjast fullkomlega að er þessi stuðull 1 en ef ekkert samband er verður stuðullinn 0. Ef tilhneiging er til að annar gjaldmiðillinn veikist þegar hinn styrkist er stuðullinn minni en 0. Minnst getur hann orðið -1 og mest 1. Við sjáum að bæði sveiflur í gengi hvors gjaldmiðils um sig gagnvart krónu skipta máli og einnig það hve mjög þessar sveiflur fylgjast að. Ef lítil fylgni eða neikvæð er á milli gengis þessara tveggja gjaldmiðla gagnvart krónu þá er hægt að dreifa áhættu með því að skipta láninu á gjaldmiðlana. pe,j og d(re) og d(rj) er hægt að meta með tölfræðilegum aðferðum með því að skoða breytingar á gengi í fortíð ef talið er að þær gefi góða vísbendingu um breytingar í framtíð en það er ekki alltaf réttlætanlegt.\n\nNú er hægt að velja pör af væntum vaxtakostnaði annars vegar og dreifni vaxtakostnaðar hins vegar með því að breyta a, láta það taka gildi frá 0 og upp í 1. Ef a er látið taka gildi sem eru hærri en 1 eða lægri en 0 samsvarar það því að tekið sé lán í öðrum erlenda gjaldmiðlinum sem er hærra en sú upphæð sem ætlunin var að taka að láni og mismunurinn notaður til að veita lán í hinum erlenda gjaldmiðlinum.\n\nEf notaðir eru fleiri en tveir erlendir gjaldmiðlar flækist dæmið til muna og þá verður þægilegt að nota fylkjareikning til að leysa vandann. Þá fæst t.d. að vænt vaxtabyrði verður:\\[r = wR\\]þar sem w er raðvektor þar sem hvert stak táknar vægi ákveðins erlends gjaldmiðils í lánakörfunni. R er dálkvektor þar sem hvert samsvarandi stak táknar vænta vaxtabyrði af láni í þessum erlenda gjaldmiðli. Ef erlendu gjaldmiðlarnir eru n talsins verður w því 1xn vektor og R nx1 vektor.\n\nDreifnin fæst samkvæmt eftirfarandi reiknireglu:\\[d^{2}(r) = wMw'\\]þar sem M er nxn fylki, svokallað dreifni-samdreifni fylki. Stak í röð i og dálki j í M er samdreifni breytinga á gengi gjaldmiðla i og j gagnvart krónu. Stak í röð i og dálki i er dreifni breytinga á gengi gjaldmiðils i gagnvart krónu.\n\nTil eru lausnir á þessu vandamáli, til dæmis að finna besta w fyrir sérhvert r en ekki verður farið út í að lýsa þeim hér. Einnig er hægt að láta nútímatöflureikna leita að besta w með því að segja þeim að lágmarka dreifni með því að breyta w að gefnu því hliðarskilyrði að vænt vaxtabyrði sé ekki hærri en ákveðið viðmiðunarmark.\n\nÞótt stærðfræðin sem þarf til að leysa þetta vandamál hafi verið þekkt í nær hálfa öld eru ýmis vandamál við framkvæmdina. Til dæmis er nokkuð snúið að meta væntar gengisbreytingar og dreifni og samdreifni (eða fylgni). Þá er sérstakt vandamál að þessar stærðir og vaxtakjör breytast með tímanum. Því þarf helst að endurskoða lánakörfur reglulega og breyta samsetningu þeirra. Því fylgir kostnaður sem getur verið umtalsverður ef lánsupphæðir eru lágar eða breytingar eru gerðar mjög ört.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt? eftir Gylfa Magnússon" }
c43b611c-3c8a-4836-b18b-2f466f5b0c7c
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_151", "publish_timestamp": "2000-02-27T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=151", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 731 }, { "offset": 733, "length": 411 }, { "offset": 1146, "length": 601 }, { "offset": 1749, "length": 323 }, { "offset": 2074, "length": 615 }, { "offset": 2691, "length": 549 }, { "offset": 3242, "length": 1168 }, { "offset": 4412, "length": 408 }, { "offset": 4822, "length": 478 }, { "offset": 5302, "length": 303 }, { "offset": 5607, "length": 330 }, { "offset": 5939, "length": 488 }, { "offset": 6429, "length": 32 }, { "offset": 6463, "length": 92 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 146 }, { "offset": 147, "length": 74 }, { "offset": 222, "length": 171 }, { "offset": 394, "length": 187 }, { "offset": 582, "length": 149 }, { "offset": 733, "length": 150 }, { "offset": 884, "length": 61 }, { "offset": 946, "length": 198 }, { "offset": 1146, "length": 149 }, { "offset": 1296, "length": 264 }, { "offset": 1561, "length": 186 }, { "offset": 1749, "length": 142 }, { "offset": 1892, "length": 180 }, { "offset": 2074, "length": 101 }, { "offset": 2176, "length": 41 }, { "offset": 2218, "length": 172 }, { "offset": 2391, "length": 129 }, { "offset": 2521, "length": 58 }, { "offset": 2580, "length": 109 }, { "offset": 2691, "length": 154 }, { "offset": 2846, "length": 105 }, { "offset": 2952, "length": 288 }, { "offset": 3242, "length": 63 }, { "offset": 3306, "length": 108 }, { "offset": 3415, "length": 243 }, { "offset": 3659, "length": 104 }, { "offset": 3764, "length": 99 }, { "offset": 3864, "length": 37 }, { "offset": 3902, "length": 138 }, { "offset": 4041, "length": 156 }, { "offset": 4198, "length": 212 }, { "offset": 4412, "length": 156 }, { "offset": 4569, "length": 251 }, { "offset": 4822, "length": 141 }, { "offset": 4964, "length": 147 }, { "offset": 5112, "length": 107 }, { "offset": 5220, "length": 80 }, { "offset": 5302, "length": 126 }, { "offset": 5429, "length": 93 }, { "offset": 5523, "length": 82 }, { "offset": 5607, "length": 122 }, { "offset": 5730, "length": 207 }, { "offset": 5939, "length": 122 }, { "offset": 6062, "length": 96 }, { "offset": 6159, "length": 76 }, { "offset": 6236, "length": 79 }, { "offset": 6316, "length": 111 }, { "offset": 6429, "length": 32 }, { "offset": 6463, "length": 70 }, { "offset": 6534, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 104 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 104 } ] } }
{ "question": "Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?", "answer": "Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki \"komnir af\" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og þróunar er hins vegar svo óralangur að við eigum erfitt með að gera okkur það í hugarlund.\n\nHinn sameiginlegi forfaðir manna og apa er ekki ýkja langt undan á mælikvarða þróunarsögunnar. Forfaðir fiska og manna var hins vegar til miklu, miklu fyrr í sögunni. Meðal annars þess vegna erum við miklu \"skyldari\" og líkari öpum en fiskum. Þetta er svipað því að við erum skyldari þeim sem eiga sama afa og við sjálf heldur en þeim sem eiga bara sama langalangafa og við.\n\nEf til vill hefur spyrjandi heyrt um það að vatn skipti miklu máli á frumstigum lífs hér á jörðinni, og þess vegna dottið í hug að spyrja sérstaklega um fiska. Fiskar teljast hins vegar til hryggdýra eins og við og því var liðinn langur tími í þróunarsögunni þegar sameiginlegur forfaðir manna og fiska kom til skjalanna. Menn eru þannig mun skyldari fiskum en hryggleysingjum, til dæmis skordýrum.\n\nÍ þessu viðfangi bendum við einnig á svar Einars Árnasonar við spurningunni Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn \"týnda hlekkinn\"? og svar Guðmundar Eggertssonar við Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?" }
f5504fd5-bddb-4245-bccf-01d13e21092b
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_154", "publish_timestamp": "2000-02-28T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=154", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 406 }, { "offset": 408, "length": 374 }, { "offset": 784, "length": 398 }, { "offset": 1184, "length": 279 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 61 }, { "offset": 62, "length": 82 }, { "offset": 145, "length": 153 }, { "offset": 299, "length": 107 }, { "offset": 408, "length": 94 }, { "offset": 503, "length": 71 }, { "offset": 575, "length": 75 }, { "offset": 651, "length": 131 }, { "offset": 784, "length": 159 }, { "offset": 944, "length": 161 }, { "offset": 1106, "length": 76 }, { "offset": 1184, "length": 163 }, { "offset": 1348, "length": 86 }, { "offset": 1435, "length": 28 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 40 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 40 } ] } }
{ "question": "Eru menn dýr?", "answer": "Orðin í máli okkar geta haft svolítið mismunandi merkingu eftir því hver segir þau og í hvaða samhengi þau eru. Á máli líffræði og raunvísinda merkir orðið \"maður\" einstakling af tegundinni sem kölluð er á vísindamáli Homo sapiens. Orðið \"tegund\" hefur síðan nánar skilgreinda merkingu sem óþarft er að tíunda hér. Á sama hátt hefur orðið \"dýr\" líka ákveðna merkingu í líffræði.\n\nSamkvæmt þeirri merkingu sem lögð er í orðin í raunvísindum er svarið við spurningunni skýlaust JÁ: Homo sapiens, tegundin maður, er dýrategund; menn eru dýr.\n\nÞetta varð mönnum smám saman fullljóst eftir að Charles Darwin setti fram þróunarkenningu sína á árunum 1858-1859. Í bókinni Um uppruna tegundanna frá 1859 segir Darwin þó sem minnst um manninn sérstaklega, en hann tók af allan vafa um það í síðari ritum sínum að maðurinn teldist til dýranna og væri kominn til með þróun eins og allar aðrar lífverur jarðar. Þá niðurstöðu hafa raunvísindamenn tekið gilda æ síðan.\n\nHitt kann að vera að litið sé að einhverju leyti öðru vísi á þessi mál í fræðigreinum eins og heimspeki eða guðfræði. Ef til vill kynnumst við sjónarmiðum þeirra síðar hér á Vísindavefnum." }
5f512be7-9452-42b4-ab9c-00809820b20f
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_155", "publish_timestamp": "2000-02-28T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=155", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 378 }, { "offset": 380, "length": 158 }, { "offset": 540, "length": 414 }, { "offset": 956, "length": 188 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 111 }, { "offset": 112, "length": 119 }, { "offset": 232, "length": 82 }, { "offset": 315, "length": 63 }, { "offset": 380, "length": 158 }, { "offset": 540, "length": 114 }, { "offset": 655, "length": 243 }, { "offset": 899, "length": 55 }, { "offset": 956, "length": 117 }, { "offset": 1074, "length": 70 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 13 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 13 } ] } }
{ "question": "Hvað er grávirði fyrirtækja?", "answer": "Grávirði fyrirtækis sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði er samanlagt virði allra hlutabréfa í fyrirtækinu miðað við það gengi sem almennt tíðkast í viðskiptum. Sem dæmi má taka fyrirtæki sem hefur gefið út bréf að nafnvirði 100 milljónir króna en er ekki skráð á hlutabréfamarkaði.\n\nEf bréfin ganga kaupum og sölu á genginu 10 þá telst grávirði fyrirtækisins einn milljarður króna.\n\nGrávirði fyrirtækis er því í raun markaðsvirði þess en hugtakið grávirði er stundum notað fremur en markaðsvirði til að leggja áherslu á að gengið sem miðað er við er ekki opinbert gengi á hlutabréfamarkaði heldur gengi á óformlegum markaði sem myndast hefur fyrir bréfin. Grávirði byggir því á gengi sem ekki er jafnauðvelt að staðfesta og gengi bréfa fyrirtækja sem eru skráð á hlutabréfamarkað.\n\nStundum er verulegur munur á kaup- og sölugengi hlutabréfa og sérstaklega bréfa sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað. Þá getur verið álitaefni hvort miða á við kaup- eða sölugengi þegar talað er um markaðsvirði. Yfirleitt er þó eðlilegra að miða við kaupgengi (sem er lægra). Oft eru líka lítil viðskipti og/eða miklar sveiflur í verði hlutabréfa í fyrirtækjum sem ekki hafa verið skráð á hlutabréfamarkað.\n\nGengi slíkra bréfa kann því að vera slæm vísbending um það hve mikils virði einstök fyrirtæki eru að mati markaðarins.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvaða hlutabréf er best að kaupa? eftir Gylfa Magnússon\n\nHversu lengi getur hækkun á hlutabréfum fyrirtækja haldið áfram? Endar ekki með því að eitthvað springur? eftir Gylfa Magnússon" }
ce01074f-f4bb-44ec-a824-5be62ad41af5
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_156", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=156", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 283 }, { "offset": 285, "length": 98 }, { "offset": 385, "length": 397 }, { "offset": 784, "length": 407 }, { "offset": 1193, "length": 118 }, { "offset": 1313, "length": 32 }, { "offset": 1347, "length": 55 }, { "offset": 1404, "length": 127 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 161 }, { "offset": 162, "length": 121 }, { "offset": 285, "length": 98 }, { "offset": 385, "length": 272 }, { "offset": 658, "length": 124 }, { "offset": 784, "length": 118 }, { "offset": 903, "length": 93 }, { "offset": 997, "length": 63 }, { "offset": 1061, "length": 130 }, { "offset": 1193, "length": 118 }, { "offset": 1313, "length": 32 }, { "offset": 1347, "length": 33 }, { "offset": 1381, "length": 21 }, { "offset": 1404, "length": 64 }, { "offset": 1469, "length": 40 }, { "offset": 1510, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 28 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 28 } ] } }
{ "question": "Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta?", "answer": "Orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd, þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en léttari. Erfitt getur verið að gefa nákvæmar tölur yfir hitaeiningafjölda sem notaður er við mismunandi íþróttir, þar sem ákafi þjálfunar skiptir miklu máli varðandi orkunotkunina. Eftirfarandi er dæmi um orkunotkun 60 kg einstaklings (J.R. Berning og S.N. Steen. Nutrition for Sport & Exercise. 2. útg. 1998).\n\nHe/mín stendur fyrir hitaeiningar á mínútu" }
dff71d23-4df1-4ac6-acb3-022fff7e1926
{ "author": "Ingibjörg Gunnarsdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_159", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=159", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 479 }, { "offset": 481, "length": 42 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 177 }, { "offset": 178, "length": 171 }, { "offset": 350, "length": 82 }, { "offset": 433, "length": 31 }, { "offset": 465, "length": 14 }, { "offset": 481, "length": 42 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 94 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 94 } ] } }
{ "question": "Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum?", "answer": "Ef aðeins er verið að skoða hitaeiningafjölda í brauðinu öllu er hægt að leggja saman hitaeiningafjölda hráefnanna til að fá út heildarfjölda hitaeininga í brauðinu. Síðan er hægt að skoða hvað hver brauðsneið gefur margar hitaeiningar. Yfirleitt er hitaeiningafjöldi (he) þó gefinn upp í he/100g af vöru. Ef ætlunin er að reikna út he/100g af heimabökuðu brauði, þarf að taka tillit til þess að 10% af vökvanum tapast við það að baka brauðið. Byrja þarf þá á því að draga 10% frá vökvamagninu í uppskriftinni og leggja síðan saman grammafjölda og he-fjölda hráefna í uppskriftinni. Þannig er hægt að finna út hitaeiningafjölda/100g af brauði.\n\nHér að neðan er dæmi um útreikninga á hitaeiningafjölda í heilhveitibollum, bæði per 100g af brauði og per bollu. (Athugið að uppskriftin hefur ekki verið prófuð).\n\n[Afsakið útlitsgalla á töflunni, sem kunna að fara eftir tölvutegund og forriti sem notað er].\n\n4250 he/1845g = 2,3 he/g = 230 he/100g af brauðbollum\n\nEf við segjum að uppskriftin gefi 40 bollur þá gefur hver bolla 4250 /40 = 106 he.\n\n* Eftir að búið er að gera ráð fyrir 10% vökvatapi við bökun þá er þyngd vatns í uppskrift 270 g\n\n** Fjöldi hitaeininga hverfandi" }
0b8fd4d2-70ed-4676-a230-759b9bd904a7
{ "author": "Ingibjörg Gunnarsdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_160", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=160", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 643 }, { "offset": 645, "length": 163 }, { "offset": 810, "length": 94 }, { "offset": 906, "length": 53 }, { "offset": 961, "length": 82 }, { "offset": 1045, "length": 96 }, { "offset": 1143, "length": 31 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 165 }, { "offset": 166, "length": 70 }, { "offset": 237, "length": 68 }, { "offset": 306, "length": 137 }, { "offset": 444, "length": 138 }, { "offset": 583, "length": 60 }, { "offset": 645, "length": 113 }, { "offset": 759, "length": 49 }, { "offset": 810, "length": 94 }, { "offset": 906, "length": 53 }, { "offset": 961, "length": 82 }, { "offset": 1045, "length": 96 }, { "offset": 1143, "length": 31 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 88 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 88 } ] } }
{ "question": "Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?", "answer": "Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu verið skaðvaldar. Það er aðallega út frá umhverfissjónarmiðum sem menn aðhyllast lífræna ræktun. Minni notkun eiturefna og tilbúinna efna leiðir til umhverfisvænni ræktunar.\n\nVarðandi næringarefnainnihald í lífrænt ræktuðu grænmeti og grænmeti sem ræktað er á hefðbundinn hátt, þá ber rannsóknum ekki saman. Sumar rannsóknir benda til að magn lífsnauðsynlegra næringarefna sé meira í lífrænt ræktuðu og stundum snýst þetta við. Það er því ekki hægt að segja sem svo að lífrænt ræktað grænmeti innihaldi meira af lífsnauðsynlegum næringarefnum en annað grænmeti. Næringarefnainnihald í grænmeti er að jafnaði mjög breytilegt. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að meira sé af sykrum í lífrænt ræktuðu grænmeti og er þá lengri vaxtartími talinn hugsanleg ástæða.\n\nNýlega var gerð úttekt á lífrænt ræktuðu grænmeti á Íslandi og kom það mjög vel út hvað varðar útlit og bragð, en ekki var teljandi munur á næringarefnainnihaldi í lífrænt ræktuðu grænmeti og venjulegu grænmeti.\n\nÍ nýlegri erlendri yfirlitsgrein eru gæði lífrænt ræktaðs og hefðbundins grænmetis borin saman. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að venjulega sé talsvert minna nítrat í lífrænt ræktuðu grænmeti en því hefðbundna. Nítrat er efni sem hefur sýnt sig geta valdið magakrabbameini. Nítrat í lífrænt ræktuðum íslenskum kartöflum og tómötum var ekki áberandi frábrugðið því sem mældist fyrir hefðbundið grænmeti. Aftur á móti var greinilega minna nítrat í lífrænt ræktuðum gúrkum en þeim hefðbundnu.\n\nLífrænt ræktað grænmeti er að jafnaði dýrara en annað grænmeti vegna þess að við ræktunina eru ekki notuð eiturefni og ræktunin krefst því meiri vinnu, til dæmis við að reita arfa. Vaxtarhraðinn er síðan ef til vill minni, sem leiðir til þess að framleiðslan er minni á tímaeiningu sem orsakar hærra verð." }
4fc7f471-636c-4301-b7cf-dc53c6181ca1
{ "author": "Ingibjörg Gunnarsdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_165", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=165", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 487 }, { "offset": 489, "length": 588 }, { "offset": 1079, "length": 211 }, { "offset": 1292, "length": 493 }, { "offset": 1787, "length": 305 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 160 }, { "offset": 161, "length": 170 }, { "offset": 332, "length": 78 }, { "offset": 411, "length": 76 }, { "offset": 489, "length": 132 }, { "offset": 622, "length": 119 }, { "offset": 742, "length": 133 }, { "offset": 876, "length": 62 }, { "offset": 939, "length": 138 }, { "offset": 1079, "length": 211 }, { "offset": 1292, "length": 95 }, { "offset": 1388, "length": 118 }, { "offset": 1507, "length": 62 }, { "offset": 1570, "length": 128 }, { "offset": 1699, "length": 86 }, { "offset": 1787, "length": 180 }, { "offset": 1968, "length": 124 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 77 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 77 } ] } }
{ "question": "Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?", "answer": "Flestir eru sammála um að næringarefnainnihald í mat úr örbylgjuofnum sé alls ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt og jafnvel meira í sumum tilfellum.\n\nMatreiðsla veldur alltaf einhverju tapi á næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem annaðhvort leka út í vatn við suðu eða skemmast vegna hitunar. Þegar matur er eldaður í örbylgjuofni tapast því minna af vatnsleysanlegum vítamínum heldur en við suðu.\n\nÞó er eitt vítamín mjög viðkvæmt fyrir örbylgjum, en það er B12-vítamín, sem er aðallega að finna í kjöti og mjólkurafurðum. Til að koma í veg fyrir tap á vítamíninu ætti því frekar að nota venjulegan ofn eða pönnu við matreiðslu þessara fæðutegunda heldur en örbylgjuofninn." }
f3f64496-c833-4a62-b560-78af0395552a
{ "author": "Bryndís Eva Birgisdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_166", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=166", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 167 }, { "offset": 169, "length": 299 }, { "offset": 470, "length": 275 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 167 }, { "offset": 169, "length": 194 }, { "offset": 364, "length": 104 }, { "offset": 470, "length": 124 }, { "offset": 595, "length": 150 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 42 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 42 } ] } }
{ "question": "Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?", "answer": "Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning.\n\nNýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlangan daginn myndi það samsvara 5 kg þyngdartapi á ári.\n\nÞó er ekki nóg að skoða bara orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Tyggigúmmí inniheldur orku og ekki er teljanlegur munur á orkuinnihaldi í sykruðu tyggjó og sykurlausu (sætuefnin sem notuð eru innihalda í flestum tilfellum einhverja orku). Í rannsókninni sem vitnað var í hér á undan var fólk látið tyggja 8,5 g af tyggigúmmí á dag og orkuinnihald í þessum 8,5 g var samtals 24 he. Það tók því tvo tíma bara að nota þær hitaeiningar sem í tyggjóinu voru, áður en orkunotkunin fór að verða meiri en orkuinntakan. Það þarf því að tyggja vel og lengi sama tyggjóið! Það að tyggja tyggjó getur nú varla talist góð og holl hreyfing; að minnsta kosti eru til margar virkari leiðir til að auka brennsluna." }
96642164-5e6b-4a8a-ac28-2603d61ef931
{ "author": "Bryndís Eva Birgisdóttir", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_167", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=167", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 84 }, { "offset": 86, "length": 276 }, { "offset": 364, "length": 699 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 40 }, { "offset": 41, "length": 43 }, { "offset": 86, "length": 117 }, { "offset": 204, "length": 77 }, { "offset": 282, "length": 80 }, { "offset": 364, "length": 65 }, { "offset": 430, "length": 174 }, { "offset": 605, "length": 141 }, { "offset": 747, "length": 129 }, { "offset": 877, "length": 50 }, { "offset": 928, "length": 135 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 51 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 51 } ] } }
{ "question": "Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?", "answer": "Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón ára gömlum jarðlögum frá Isua á Grænlandi. Það má því segja að mjög sterkar líkur séu á því að líf hafi verið á jörðinni fyrir um 3500 milljónum ára en ef til vill hafi það verið komið til sögunnar nokkur hundruð milljón árum fyrr. Aldur jarðarinnar er talinn vera um 4500 milljónir ára.\n\nHvernig kviknaði lífið á jörðinni?\n\nÞetta er enn mikil ráðgáta. Reyndar er hugsanlegt að líf jarðarinnar hafi ekki kviknað hér heldur hafi það borist til jarðarinnar utan úr geimnum. Til dæmis er hugsanlegt að það hafi borist hingað með loftsteinum frá reikistjörnunni Mars. Miklu ólíklegra er að það hafi borist frá öðru sólkerfi þótt ekki sé hægt að útiloka það með öllu. En það er sama hvort lífið hefur hafist á jörðinni eða annars staðar; -- það þarf að skýra hvernig það hefur fyrst myndast.\n\nÍ náttúrunni er ekki til neitt millistig milli lífs og dauðs efnis. Blanda þeirra lífrænu efnasambanda sem finnast í lífverum er steindauð. Lífverur, jafnvel smæstu bakteríur, eru mjög flóknar að byggingu. Allar lífverur hafa erfðaefni sem gert er úr kjarnsýrunni DNA. Erfðaefnið flytur á milli kynslóða boð um gerð prótína (próteina) en prótín (nánar tiltekið ensím) hvata flest þau efnahvörf sem fram fara í lifandi frumu. Jafnvel smæstu bakteríur þurfa á miklu erfðaefni og mörg hundruð ólíkum prótínum að halda. Líf þeirra er ekki einfalt!\n\nMargir telja nú líklegt að lífið hafi kviknað við heita hveri í sjó eða í heitu umhverfi undir yfirborði jarðar. Þar hafa verið efni eins og vetnissúlfíð og járnsúlfíð og er hugsanlegt að efnahvörf þeirra hafi gefið næga orku til myndunar lífrænna sameinda af ýmsu tagi. Það er hins vegar mikil ráðgáta hvernig erfðaefni hefur fyrst myndast.\n\nFyrsta erfðaefnið hefur ef til vill verið kjarnsýran RNA sem er mjög lík DNA en er mun óstöðugri. RNA er enn erfðaefni vissra veira (en veirur teljast yfirleitt ekki til lífvera). Sýnt hefur verið fram á að RNA getur hvatað viss efnahvörf líkt og ensím. Það hefur því bæði getað gegnt hlutverki erfðaefnis og lífhvata, ef til vill með hjálp ósérhæfðra prótína. Þessar RNA-lífverur hljóta að hafa verið einfaldar í sniðum, en á næsta stigi hafa þróast aðferðir til þess að túlka erfðaboð þannig að gen erfðaefnisins ákvarði gerð sérhæfðra prótínsameinda, ensíma.\n\nLoks hefur DNA tekið við af RNA sem erfðaefni. Þá var komið það skipulag lífsstarfseminnar sem einkennir lífverur enn þann dag í dag. Þessu marki hefur að öllum líkindum verið náð fyrir 3500 milljónum ára eða jafvel fyrr.\n\nÞað eru fyrstu skref lífmyndunar sem allra erfiðast er að skilja og þar er stór eyða í þekkingu okkar. Það er langt frá því augljóst að líf þróist úr \"súpu\" lífrænna efna jafnvel þótt þúsundir milljóna ára séu til stefnu. Við vitum því ekki hversu líklegt það er að líf myndist við aðstæður eins og voru á jörðinni í árdaga. Því síður getum við fullyrt neitt um líkur þess að líf líkt okkar lífi finnist annars staðar í alheimi.\n\nSjá einnig svör við öðrum spurningum um upphaf lífs eftir Guðmund Eggertsson: Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins? og Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?." }
7a3c3f74-a7cc-4dc4-8778-83bf4a08533f
{ "author": "Guðmundur Eggertsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_168", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=168", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 601 }, { "offset": 603, "length": 34 }, { "offset": 639, "length": 461 }, { "offset": 1102, "length": 543 }, { "offset": 1647, "length": 341 }, { "offset": 1990, "length": 561 }, { "offset": 2553, "length": 221 }, { "offset": 2776, "length": 428 }, { "offset": 3206, "length": 369 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 175 }, { "offset": 176, "length": 51 }, { "offset": 228, "length": 128 }, { "offset": 357, "length": 188 }, { "offset": 546, "length": 55 }, { "offset": 603, "length": 34 }, { "offset": 639, "length": 27 }, { "offset": 667, "length": 118 }, { "offset": 786, "length": 91 }, { "offset": 878, "length": 98 }, { "offset": 977, "length": 123 }, { "offset": 1102, "length": 67 }, { "offset": 1170, "length": 71 }, { "offset": 1242, "length": 65 }, { "offset": 1308, "length": 62 }, { "offset": 1371, "length": 155 }, { "offset": 1527, "length": 90 }, { "offset": 1618, "length": 27 }, { "offset": 1647, "length": 112 }, { "offset": 1760, "length": 157 }, { "offset": 1918, "length": 70 }, { "offset": 1990, "length": 97 }, { "offset": 2088, "length": 81 }, { "offset": 2170, "length": 73 }, { "offset": 2244, "length": 106 }, { "offset": 2351, "length": 200 }, { "offset": 2553, "length": 46 }, { "offset": 2600, "length": 86 }, { "offset": 2687, "length": 87 }, { "offset": 2776, "length": 102 }, { "offset": 2879, "length": 118 }, { "offset": 2998, "length": 102 }, { "offset": 3101, "length": 103 }, { "offset": 3206, "length": 191 }, { "offset": 3398, "length": 176 }, { "offset": 3574, "length": 1 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 46 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 46 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?", "answer": "Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þess að fá fram frumstæðustu lífveru. Þessi fyrstu skref lífsins eru mönnum algerlega óþekkt og erfitt hefur reynst að setja fram sannfærandi tilgátur um þau. Því er líka ómögulegt að segja hve lengi menn þyrftu að bíða eftir fyrstu lífsmörkum ef þeir reyndu að líkja eftir aðstæðum á frumjörð. Þyrftu þeir að bíða í þúsundir eða milljónir ára? Enginn veit.\n\nÞekking á lífinu eykst nú hröðum skrefum og hver veit nema vísindamönnum muni áður en langt um líður takast að leysa ráðgátuna um upphaf lífsins. Satt að segja er þó fátt sem bendir til þess að lausnin sé á næsta leiti.\n\nAð öðru leyti er vísað til svars við spurningunni: Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?" }
bf3ce07d-4e0e-4813-9f9b-a37b8ae332e8
{ "author": "Guðmundur Eggertsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_169", "publish_timestamp": "2000-02-29T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=169", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 671 }, { "offset": 673, "length": 219 }, { "offset": 894, "length": 97 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 131 }, { "offset": 132, "length": 124 }, { "offset": 257, "length": 94 }, { "offset": 352, "length": 120 }, { "offset": 473, "length": 135 }, { "offset": 609, "length": 49 }, { "offset": 659, "length": 12 }, { "offset": 673, "length": 145 }, { "offset": 819, "length": 73 }, { "offset": 894, "length": 97 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 113 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 113 } ] } }
{ "question": "Af hverju breytast egg við suðu?", "answer": "Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það sem einkum breytist er lögun próteinsameindanna.\n\nÍ hráu eggi myndar hver próteinsameind lítinn bolta eða kúlu. Veik ósamgild tengi milli atóma halda próteinsameindinni í þessari stöðu. Í öllu efni sem er við hærra hitastig en alkul (-273°C) eru atóm og sameindir efnisins á stöðugu iði. Því hærri sem hitinn er þeim mun meiri er þessi tilviljanakenndi titringur. Þegar egg er hitað verður titringur sameindanna nægur til að slíta veiku tengin sem héldu við kúlulögun próteinsameindarinnar, og það réttist úr henni. Þessi veiku tengi fara nú að verka á annan veg. Hér og þar um eggið koma lausir endar próteinsameinda saman og festast saman á hliðunum með veikum tengjum. Er eggið hitnar enn frekar fara samtengdar próteinsameindirnar að mynda net, en vatn fyllir öll holrúm. Þegar sífellt fleiri próteinsameindir rétta úr sér og tengjast þessu neti styrkist það og eggið verður stöðugt harðara. Þegar netið er orðið nógu sterkt slökkvum við á hitanum undir egginu.\n\nÞegar egg er soðið er það því uppröðun próteinsameindanna sem veldur mestri breytingu. Sameindirnar rétta úr sér, tengjast hver annarri og mynda net sem veldur stífni eggsins. Og þessi breyting gengur ekki til baka þótt eggið kólni aftur; hún er eingeng sem kallað er." }
1161690b-0fce-463c-9309-ddfb2a1db2d8
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_34", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=34", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 364 }, { "offset": 366, "length": 915 }, { "offset": 1283, "length": 268 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 99 }, { "offset": 100, "length": 73 }, { "offset": 174, "length": 137 }, { "offset": 312, "length": 52 }, { "offset": 366, "length": 61 }, { "offset": 428, "length": 73 }, { "offset": 502, "length": 101 }, { "offset": 604, "length": 75 }, { "offset": 680, "length": 151 }, { "offset": 832, "length": 47 }, { "offset": 880, "length": 107 }, { "offset": 988, "length": 103 }, { "offset": 1092, "length": 119 }, { "offset": 1212, "length": 69 }, { "offset": 1283, "length": 86 }, { "offset": 1370, "length": 88 }, { "offset": 1459, "length": 92 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 32 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 32 } ] } }
{ "question": "Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?", "answer": "Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins.\n\nMeðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemur frá móður og helmingur frá föður og helmingur erfðaefnis foreldrisins er í hverju afkvæmi. Þar sem skyldir einstaklingar eiga samkvæmt skilgreiningu sameiginlegan forföður eða formóður, eru þeir að hluta til með sömu erfðavísana sem báðir hafa erft frá hinum sameiginlega áa. Því skyldari sem þeir eru, þeim mun fleiri erfðavísa eiga þeir sameiginlega, það er erfðavísa sem eru eins vegna þess að þeir hafa erfst frá sama forföður eða formóður. Alsystkini eiga til dæmis helming erfðamengisins sameiginlegan. Þau eru því jafnskyld innbyrðis eins og hvort um sig er skylt afkvæmum sínum.\n\nMeð því að aðstoða við uppeldi systkina sinna, eða uppeldi afkvæma systkinanna, er einstaklingur að aðstoða við að koma hluta af sínu eigin erfðamengi áfram til næstu kynslóðar. Ef hjálpin skiptir máli, eykur til dæmis verulega lífslíkur þeirra sem er hjálpað, hefur sá sem hjálpaði lagt sitt af mörkum til þess að einhverjir af hans eigin erfðavísum komist áfram til næstu kynslóðar, jafnvel þótt hjálpin sé ekki endurgoldin og kosti það að hann verði að sleppa því eða fresta að eignast afkvæmi sjálfur. Ef hjálpsemin eða óeigingirnin er arfgeng að hluta til, erfist hún frá kynslóð til kynslóðar og verður algengari ef þeir einstaklingar, sem hjálpa eða þiggja hjálp af skyldum einstaklingum, koma fleiri afkvæmum á legg en aðrir.\n\nUm óeigingirnina gilda því nákvæmlega sömu reglur og um aðra arfgenga eiginleika, til dæmis beinabyggingu, skilningarvit, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og svo framvegis. Þeir sem koma hlutfallslega fleirum af \"sínum\" erfðavísum áfram í næstu kynslóð eru hæfastir. Óeigingirni borgar sig og breiðist út ef hún gerir viðkomandi hæfari.\n\nMeðal sumra tegunda auðsýna einstaklingar öðrum einstaklingum óeigingirni þótt enginn skyldleiki sé milli þeirra. Þeir koma ekki eigin erfðavísum áfram til næstu kynslóðar með því að aðstoða við uppeldi afkvæma óskyldra einstaklinga og auka þannig hæfni þeirra. Hvað gengur þeim þá til? Í þessum tilvikum er langoftast um gagnkvæma hjálp að ræða. Oft kostar hjálpin tiltölulega litla fyrirhöfn miðað við gagnið sem er að henni fyrir þann sem nýtur. Auk þess - og þetta er mikilvægt - fær hjálparhellan yfirleitt aðstoð á móti, jafnvel þótt síðar verði. Þannig getur hjálpsemi breiðst út og orðið algeng í dýrastofni. Þeir sem eru óeigingjarnir gagnvart óskyldum verða hæfari svo framarlega sem aðstoðin er endurgoldin, ólíkt því sem á við um aðstoð við skylda einstaklinga þar sem endurgjald er ekki nauðsynlegt til þess að erfðavísarnir eflist eða haldi áfram, og hjálparhellan fórnar jafnvel eigin möguleikum til að tímgast." }
83b5095f-2f01-422a-8690-139460593ee5
{ "author": "Páll Hersteinsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_36", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=36", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 225 }, { "offset": 227, "length": 673 }, { "offset": 902, "length": 733 }, { "offset": 1637, "length": 330 }, { "offset": 1969, "length": 926 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 127 }, { "offset": 128, "length": 45 }, { "offset": 174, "length": 51 }, { "offset": 227, "length": 177 }, { "offset": 405, "length": 184 }, { "offset": 590, "length": 168 }, { "offset": 759, "length": 63 }, { "offset": 823, "length": 77 }, { "offset": 902, "length": 177 }, { "offset": 1080, "length": 327 }, { "offset": 1408, "length": 227 }, { "offset": 1637, "length": 166 }, { "offset": 1804, "length": 93 }, { "offset": 1898, "length": 69 }, { "offset": 1969, "length": 113 }, { "offset": 2083, "length": 147 }, { "offset": 2231, "length": 24 }, { "offset": 2256, "length": 59 }, { "offset": 2316, "length": 101 }, { "offset": 2418, "length": 103 }, { "offset": 2522, "length": 63 }, { "offset": 2586, "length": 309 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 105 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 105 } ] } }
{ "question": "Hvað er sjálfsofnæmi?", "answer": "Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið?\n\nSvarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera orsök allmargra sjúkdóma. Ónæmiskerfi líkamans er mjög flókið kerfi sem við hvorki þekkjum né skiljum enn þá nema að hluta til. Hlutverk ónæmiskerfisins er einkum að verja líkamann fyrir ýmsum utanaðkomandi efnum, meðal annars sýklum. Framandi efni, til dæmis á sýklum, geta verið svokallaðir mótefnavakar sem setja í gang myndun mótefna í ónæmiskerfinu. Þessi mótefni eru mjög sértæk gagnvart ákveðnum mótefnavaka og eru mikilvægur þáttur í varnarkerfi líkamans.\n\nSem dæmi má nefna þegar viss tegund bakteríu kemst inn í líkamann. Mótefnavakar á yfirborði bakteríunnar setja þá í gang mótefnamyndun í ónæmiskerfinu, þessi mótefni tengjast bakteríunni og það leiðir hana síðan til dauða. Ónæmiskerfið er þannig mikilvægur hlekkur í vörnum líkamans gegn sýklum. Ef það bilar, eins og gerist til dæmis við alnæmi, verður einstaklingurinn sífellt hrjáður af alls kyns sýkingum.\n\nEn ónæmiskerfið getur stundum orðið of virkt gagnvart vissum efnum. Snerting við þau veldur þá heiftarlegri svörun sem við köllum ofnæmi. Þetta þekkjum við vel gagnvart ýmsum framandi efnum og má þar nefna sem dæmi frjókornaofnæmi, ofnæmi fyrir penisilín eða öðrum lyfjum, ofnæmi fyrir vissum dýrum svo sem köttum eða hestum og ofnæmi fyrir vissum efnum í fæðunni. Sum efni hafa mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi en önnur efni síður en við vitum ekki hvernig á því stendur. Nánari upplýsingar um ofnæmi almennt er að finna í svari Helgu M. Ögmundsdóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fær maður ofnæmi?\n\nÞað virðast þó lítil takmörk fyrir því hvað getur valdið ofnæmi og ofnæmi getur jafnvel myndast gegn efnum í sjálfum líkamanum, sjálfsofnæmi. Sjálfsofnæmi er talið geta myndast á ýmsa vegu. Til dæmis geta slys eða áverkar orðið til þess að efni úr frumum eða líkamshólfum eins og auganu komast út í blóðið. Sum af þessum efnum geta þá verkað sem mótefnavakar og afleiðingin er sjálfsofnæmi. Einnig geta framandi efni eins og sum lyf eða málmar tengst próteinum í líkamanum sem breytast þá í mótefnavaka. Enn fremur geta mótefni gegn efni í sýkli ráðist á prótein líkamans vegna þess að það er svo líkt sýkilefninu.\n\nAllt getur þetta leitt til þess að ónæmiskerfið myndar mótefni gegn eigin efnum líkamans og afleiðingin er skemmdir á vefjum. Sjúkdómar sem talið er líklegt að eigi rót sína í sjálfsofnæmi eru meðal annars rauðir úlfar, liðagigt, ofstarfsemi skjaldkirtils, vöðvaslensfár, og sum tilfelli af nýrnabilun, ófrjósemi og sykursýki. Þegar sjálfsofnæmi hefur myndast er ekki þekkt nein lækning við því sem slíku en oftast er hægt að draga úr sjúkdómseinkennum með lyfjagjöf. Sjálfsofnæmi er mjög einstaklingsbundið og þar skipta erfðir máli. Til að fá úr þessu skorið þarf að fara til læknis.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nÞegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu? eftir JGÞEr fæðuofnæmi algengt? eftir Magnús JóhannssonEr hægt að losna við frjókornaofnæmi? af Doktor.isGetur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger haft slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi? eftir Ingibjörgu GunnarsdótturAf hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)? eftir MBS" }
4c731b72-724e-4614-afd4-9b085bc013a5
{ "author": "Magnús Jóhannsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_37", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=37", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 247 }, { "offset": 249, "length": 523 }, { "offset": 774, "length": 409 }, { "offset": 1185, "length": 623 }, { "offset": 1810, "length": 614 }, { "offset": 2426, "length": 585 }, { "offset": 3013, "length": 32 }, { "offset": 3047, "length": 394 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 42 }, { "offset": 43, "length": 99 }, { "offset": 143, "length": 53 }, { "offset": 197, "length": 50 }, { "offset": 249, "length": 85 }, { "offset": 335, "length": 101 }, { "offset": 437, "length": 106 }, { "offset": 544, "length": 119 }, { "offset": 664, "length": 108 }, { "offset": 774, "length": 66 }, { "offset": 841, "length": 155 }, { "offset": 997, "length": 72 }, { "offset": 1070, "length": 113 }, { "offset": 1185, "length": 67 }, { "offset": 1253, "length": 69 }, { "offset": 1323, "length": 226 }, { "offset": 1550, "length": 113 }, { "offset": 1664, "length": 144 }, { "offset": 1810, "length": 141 }, { "offset": 1952, "length": 47 }, { "offset": 2000, "length": 116 }, { "offset": 2117, "length": 83 }, { "offset": 2201, "length": 112 }, { "offset": 2314, "length": 110 }, { "offset": 2426, "length": 125 }, { "offset": 2552, "length": 200 }, { "offset": 2753, "length": 140 }, { "offset": 2894, "length": 66 }, { "offset": 2961, "length": 50 }, { "offset": 3013, "length": 32 }, { "offset": 3047, "length": 110 }, { "offset": 3158, "length": 31 }, { "offset": 3190, "length": 60 }, { "offset": 3251, "length": 109 }, { "offset": 3361, "length": 70 }, { "offset": 3432, "length": 9 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 21 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 21 } ] } }
{ "question": "Breytist svefnþörf með aldri fólks?", "answer": "Eldri kona bað um svör við því hvort það væri eðlilegt að aldrinum fylgdi minnkandi svefnþörf: „Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona mín, sem er á sama aldri og ég, segir hins vegar að þetta sé bull og vitleysa og að hún þurfi síst minni svefn nú en áður. Þess vegna vil ég gjarnan fá svör frá lækninum um hvort það sé eðlilegt að fólk þurfi minni svefn eftir því sem aldurinn færist yfir það.“\n\nSvarið er að eðlileg svefnþörf er mjög einstaklingsbundin. Talið er að fólk á miðjum aldri þurfi yfirleitt frá 4 og upp í 9 klukkustunda svefn á sólarhring. Flest ef ekki öll dýr (að minnsta kosti hryggdýr) sofa á nóttunni og svefninn er okkur lífsnauðsynlegur en ekki er vitað með vissu hvers vegna svo er. Lengd svefnsins og sú hvíld og endurnæring sem hann gefur okkur fer eftir ýmsu, meðal annars hugarástandi hverju sinni.\n\nBörn þurfa almennt lengri svefn en fullorðnir.\n\nSvefninum má skipta í tvær gerðir sem meðal annars einkennast af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum byrjar venjulega grunnur svefn af gerð sem kallast NREM (norapid-eye-movement) en þessi svefngerð skiptist í fjóra flokka eftir dýpt (1-4 þar sem 4 er dýpsti svefninn). Spenna í vöðvum, hjartsláttartíðni, öndunartíðni og blóðþrýstingur lækka eftir því sem svefninn verður dýpri og á 4. stigi er erfitt að vekja viðkomandi einstakling.\n\nÞessi svefngerð (NREM) nær venjulega yfir 75-80% af svefntímanum en afganginn af tímanum sofum við svokölluðum REM-svefni (rapid-eye-movement). Hann einkennist af enn slakari vöðvum en eru á 4. stigi NREM-svefns, en aftur á móti verður öndunin dýpri og hraðari og einkennandi fyrir þessa svefngerð eru hraðar augnhreyfingar.\n\nÞegar við sofum gengur svefninn frá einu stigi til annars og einni svefngerð til annarrar. Okkur dreymir aðallega í REM-svefni og 3. stigi NREM-svefns, en martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3. og 4. stigi NREM-svefns. Það svefnmynstur sem hér hefur verið lýst breytist með aldrinum en eins og flest í lífinu er það ákaflega einstaklingsbundið. Þannig er afar algengt, en ekki algilt, að svefntíminn styttist með aldrinum. Stig 4 í NREM-svefni hverfur oft alveg og svefninn verður oft órólegri. Þetta verður að teljast eðlilegt og ekkert bendir til að slíkar svefnbreytingar hafi slæm áhrif á heilsufar. Sumum finnast þessar eðlilegu breytingar óþægilegar, álíta að þeir þjáist af svefnleysi og leita að ástæðulausu eftir meðferð. Bréfritarinn og vinkona hennar hafa því báðar rétt fyrir sér vegna þess hve breytileikinn milli einstaklinga er mikill.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki? eftir JGÞHvers vegna sofum við? eftir Heiðu Maríu SigurðardótturAf hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna? eftir Valtý Stefánsson Thors" }
9a521929-4e71-4b2e-9cb0-589721dfd530
{ "author": "Magnús Jóhannsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_39", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=39", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 575 }, { "offset": 577, "length": 427 }, { "offset": 1006, "length": 46 }, { "offset": 1054, "length": 433 }, { "offset": 1489, "length": 324 }, { "offset": 1815, "length": 874 }, { "offset": 2691, "length": 32 }, { "offset": 2725, "length": 199 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 305 }, { "offset": 306, "length": 130 }, { "offset": 437, "length": 138 }, { "offset": 577, "length": 58 }, { "offset": 636, "length": 97 }, { "offset": 734, "length": 150 }, { "offset": 885, "length": 119 }, { "offset": 1006, "length": 46 }, { "offset": 1054, "length": 81 }, { "offset": 1136, "length": 185 }, { "offset": 1322, "length": 165 }, { "offset": 1489, "length": 143 }, { "offset": 1633, "length": 180 }, { "offset": 1815, "length": 90 }, { "offset": 1906, "length": 151 }, { "offset": 2058, "length": 125 }, { "offset": 2184, "length": 77 }, { "offset": 2262, "length": 71 }, { "offset": 2334, "length": 108 }, { "offset": 2443, "length": 126 }, { "offset": 2570, "length": 119 }, { "offset": 2691, "length": 32 }, { "offset": 2725, "length": 52 }, { "offset": 2778, "length": 31 }, { "offset": 2810, "length": 85 }, { "offset": 2896, "length": 28 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 35 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 35 } ] } }
{ "question": "Hvert er minnsta spendýr í heimi?", "answer": "Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs er 22-26 mm. Hún hefur eingöngu fundist á litlu svæði, Sai Yoke í Kanchanaburi sýslu í vestanverðu Tælandi. Aðeins fáein eintök af henni eru til í söfnum og lítið er vitað um hana annað en að hún virðist fyrst og fremst lifa á skordýrum. Því er íslenska nafnið ef til vill ekki sérlega heppilegt.\n\nHunangsblakan er aðeins um 2 grömm að þyngd.\n\nHunangsblakan hefur tiltölulega stór eyru og lítil augu og nær hárbrúskur yfir augun svo að þau sjást illa. Hún er á ferli á nóttunni og notar hátíðnihljóð til þess að rata og finna bráð eins og algengt er meðal leðurblakna. Á nóttunni hefst hún við innarlega í litlum kalksteinshellum. Þá hangir hún á afturfótunum ofarlega á veggjum hellisins. Hunangsblökur eru ekki sérlega félagslyndar miðað við margar aðrar leðurblökutegundir því að einungis eru 10-15 einstaklingar saman í helli og þær halda góðu bili milli sín meðan þær sofa.\n\nFyrir nokkrum árum fundust í Wyoming í Bandaríkjunum steingerðar leifar spendýrs sem var líklega enn minna en hunangsblakan. Um er að ræða kjálka og tennur úr skordýraætu sem uppi var fyrir um það bil 65 milljónum ára og hefur verið gefið nafnið Batodonoides. Stærð kjálkans bendir til að dýrið hafi aðeins vegið 1,3 g." }
3842ad10-6a52-49fd-a4a9-44db3be339c9
{ "author": "Páll Hersteinsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_46", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=46", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 609 }, { "offset": 611, "length": 44 }, { "offset": 657, "length": 534 }, { "offset": 1193, "length": 319 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 190 }, { "offset": 191, "length": 134 }, { "offset": 326, "length": 94 }, { "offset": 421, "length": 129 }, { "offset": 551, "length": 58 }, { "offset": 611, "length": 44 }, { "offset": 657, "length": 107 }, { "offset": 765, "length": 116 }, { "offset": 882, "length": 61 }, { "offset": 944, "length": 58 }, { "offset": 1003, "length": 188 }, { "offset": 1193, "length": 124 }, { "offset": 1318, "length": 134 }, { "offset": 1453, "length": 59 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 33 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 33 } ] } }
{ "question": "Hvert er eitraðasta dýr í heimi?", "answer": "Eitraðasta dýr á jörðinni er talinn vera froskur á Choco-svæðinu í Kólumbíu sem nefna mætti \"gullna eiturörvafroskinn\" á íslensku (Phyllobates terribilis á latínu en Golden Poison Dart Frog á ensku). Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri en sá sem næstur kemur. Hann er mjög áberandi gulur á litinn og nokkuð stór, getur orðið meira en 30 sm langur. Gullni eiturörvafroskurinn lifir á termítum og öðru góðgæti á skógarbotninum og er á ferli að degi til enda þarf hann ekki að óttast áreitni rándýra. Eitrið er framleitt í húðinni og snerting ein og sér veldur mjög mikilli ertingu og jafnvel dauða. Þó er til ein tegund snáka sem hefur þróað ónæmi fyrir eitrinu og drepur þessa froskategund sér til matar.\n\nVitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri en sá sem næstur kemur.\n\nAðeins þarf 2-10 míkrógrömm af eitrinu til að drepa fullorðinn mann, en eitt míkrógramm er einn milljónasti úr grammi. Eitrið í húðinni á einum froski getur nægt til að drepa allt að 1500 manns! Indíánar í Kólumbíu nota þetta eitur til þess að veiða apa og fleiri dýr sér til matar, auk þess sem þeir notuðu það áður fyrr í ófriði við óvini sína. Til þess að ná eitrinu, veiða þeir einn svona frosk en gæta þess vitanlega að snerta hann ekki. Síðan hengja þeir hann á afturfótunum yfir litlum eldi og þegar froskurinn tekur að hitna, fer hann að \"svitna\" eitri. Þá nudda þeir örvaroddunum í eitrið. Ekki beinlínis mannúðleg aðferð!\n\nGullni eiturörvafroskurinn og aðrir skyldir froskar eru sérstakir að því leyti að þeir verpa ekki í vatn, heldur á jörðina. Faðirinn gætir eggjanna. Þegar þau klekjast út, skríða lirfurnar upp á bakið á föðurnum sem flytur þær síðan í nálægan poll, tjörn eða læk þar sem þær stækka og umbreytast að lokum í froska sem ganga á land." }
b543109f-94bf-444c-80d1-28c1584f24ef
{ "author": "Páll Hersteinsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_47", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=47", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 783 }, { "offset": 785, "length": 139 }, { "offset": 926, "length": 631 }, { "offset": 1559, "length": 331 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 199 }, { "offset": 200, "length": 139 }, { "offset": 340, "length": 87 }, { "offset": 428, "length": 149 }, { "offset": 578, "length": 98 }, { "offset": 677, "length": 106 }, { "offset": 785, "length": 139 }, { "offset": 926, "length": 118 }, { "offset": 1045, "length": 75 }, { "offset": 1121, "length": 151 }, { "offset": 1273, "length": 95 }, { "offset": 1369, "length": 118 }, { "offset": 1488, "length": 36 }, { "offset": 1525, "length": 32 }, { "offset": 1559, "length": 123 }, { "offset": 1683, "length": 24 }, { "offset": 1708, "length": 182 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 32 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 32 } ] } }
{ "question": "Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta?", "answer": "Greiðslukort, hvort heldur krítarkort eða debetkort, gegna um margt svipuðu hlutverki og peningar. Eitt af lykilhlutverkum peninga er að vera greiðslumiðill, tæki til að færa verðmæti milli manna sem eiga í viðskiptum. Greiðslukort gegna líka þessu hlutverki.\n\nÞegar vara eða þjónusta er greidd með debetkorti eru send skilaboð til banka eða sparisjóðs um að færa tiltekna upphæð af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda. Peningar færast því á milli reikninga en engir nýir verða til.\n\nÞegar krítarkort er notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu er gefið loforð um að færa peninga með þessum hætti síðar. Í raun er verið að taka lán til skamms tíma. Þegar krítarkortareikningurinn er greiddur færast peningar frá bankareikningi kaupandans til bankareiknings seljandans fyrir milligöngu krítarkortarfyrirtækis og banka eða sparisjóðs. Hér verða því ekki heldur nýir peningar til.\n\nÞað verða því engir nýir peningar til þegar greiðslukort eru notuð. Því hefur notkunin ekki bein áhrif á það sem almennt er kallað peningamagn í umferð.\n\nHins vegar er rétt að hafa í huga að notkun greiðslukorta getur haft talsverð áhrif á það sem kallað er veltuhraði peninga, en með því er átt við hve oft á tilteknu tímabili peningar fara frá einum aðila til annars. Áður en greiðslukort komu til sögunnar þurfti að öðru jöfnu talsvert meira af peningum til að inna af hendi þau viðskipti sem fram fóru. Skýringin er að það var seinlegra að koma peningum frá einum aðila til annars, þeir voru ekki jafnskilvirkir við að liðka fyrir viðskiptum og nú.\n\nSem dæmi um þetta má nefna að árið 1956 voru seðlar og mynt í umferð tæp 8% af verðmæti þjóðarframleiðslu þess árs en nú er sama stærð nálægt 1% af þjóðarframleiðslu eins árs. Það þarf því hlutfallslega miklu minna af peningum í formi seðla og mynta nú en þá til að standa í öllum þeim viðskiptum sem menn eiga. Greiðslukort eru ein skýringin á þessu.\n\nHagfræðingar telja reyndar oftast fleira til peninga en bara seðla og mynt í umferð; oftast eru til dæmis innstæður á tékkareikningum og önnur svokölluð veltiinnlán einnig talin með. Ef lagðir eru saman seðlar og mynt í umferð og veltiinnlán árið 1956 fæst tala sem er tæp 18% af þjóðarframleiðslu þess árs. Sambærilegt hlutfall í ár er um 11%.\n\nGreiðslukort auka því ekki peningamagn en þau valda því að þeir peningar sem fyrir eru nýtast mun betur til að liðka fyrir viðskiptum. Því er þörf fyrir minna af þeim. Sérstaklega er minni þörf fyrir seðla og mynt.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum? eftir Gylfa MagnússonHvað er mikið af peningum á jörðinni? eftir Gylfa MagnússonHvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum? eftir Gylfa Magnússon" }
3e22e02d-0bef-4dce-bacd-e5a87c949905
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_48", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=48", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 259 }, { "offset": 261, "length": 239 }, { "offset": 502, "length": 396 }, { "offset": 900, "length": 152 }, { "offset": 1054, "length": 498 }, { "offset": 1554, "length": 351 }, { "offset": 1907, "length": 344 }, { "offset": 2253, "length": 214 }, { "offset": 2469, "length": 32 }, { "offset": 2503, "length": 198 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 98 }, { "offset": 99, "length": 119 }, { "offset": 219, "length": 40 }, { "offset": 261, "length": 176 }, { "offset": 438, "length": 62 }, { "offset": 502, "length": 122 }, { "offset": 625, "length": 44 }, { "offset": 670, "length": 183 }, { "offset": 854, "length": 44 }, { "offset": 900, "length": 67 }, { "offset": 968, "length": 84 }, { "offset": 1054, "length": 215 }, { "offset": 1270, "length": 136 }, { "offset": 1407, "length": 145 }, { "offset": 1554, "length": 175 }, { "offset": 1730, "length": 135 }, { "offset": 1866, "length": 39 }, { "offset": 1907, "length": 182 }, { "offset": 2090, "length": 124 }, { "offset": 2215, "length": 36 }, { "offset": 2253, "length": 134 }, { "offset": 2388, "length": 32 }, { "offset": 2421, "length": 46 }, { "offset": 2469, "length": 32 }, { "offset": 2503, "length": 47 }, { "offset": 2551, "length": 58 }, { "offset": 2610, "length": 69 }, { "offset": 2680, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 53 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 53 } ] } }
{ "question": "Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?", "answer": "Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs sem er mælikvarði á almennt verðlag á Íslandi. Áhrifin eru einföld, ef vísitalan mælir til dæmis að verðlag hefur hækkað um einn hundraðshluta þá hækka greiðslur af láni um sama hundraðshluta.\n\nVerðbólga hefur þó áhrif á fleira, verð á húsnæði og vinnu breytist alla jafna líka. Hækki verð á neysluvörum er líklegt að verð á húsnæði og laun hækki einnig. Því fer þó fjarri að þetta fylgist fullkomlega að. Stundum hækkar verð húsnæðis hraðar en verð á öðrum vörum og stundum hægar, jafnvel lækkar, eins og gengur. Hið sama má segja um verð á vinnuafli eða laun. Undir eðlilegum kringumstæðum hækka laun þó hraðar en verðlag þegar til langs tíma er litið.\n\nAllt skiptir þetta máli fyrir húskaupanda. Ef laun, húsnæðisverð og vísitalan sem húsnæðislán taka mið af hækka öll í takt þá hefur verðbólga lítil áhrif á hag húskaupanda. Hann greiðir sama hlutfall af launum sínum í afborganir og vexti af húsnæðislánum sínum óháð því hver verðbólgan er og lánin lækka jafnhratt í hlutfalli við verðgildi hússins með hverri afborgun.\n\nEf verðlag hækkar hraðar en laun húskaupandans verður hann hins vegar að verja stærri hluta launa sinna til að greiða afborganir og vexti af láninu. Það er því skynsamlegt að hafa borð fyrir báru, kaupa ekki það dýrt húsnæði að ekkert megi út af bregða án þess að kaupandi lendi í vandræðum með að greiða af lánum. Aðrar skuldbindingar en húsnæðislán skipta vitaskuld líka máli í þessu samhengi.\n\nEf verð á húsnæði hækkar örar en vísitalan sem húsnæðislán eru miðuð við eykst hrein eign húseiganda, það er verðmæti hússins að frádregnum áhvílandi lánum. Það er visst öryggi í því og kemur sér vel ef húsnæðið er selt. Þetta hefur þó ekki bein áhrif á það hve auðvelt er að standa undir greiðslum af lánum vegna húsnæðiskaupanna. Hið öfuga gildir ef verð á húsnæði heldur ekki í við verð á öðrum vörum. Ef vísitalan sem húsnæðislán miða við hækkar mun örar en fasteignaverð og stór hluti kaupverðs húss var fenginn að láni getur svo farið að markaðsverð hússins dugi ekki til að greiða upp lánin." }
1649d924-ae95-44dd-a2d6-103dab1bdf2f
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_49", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=49", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 522 }, { "offset": 524, "length": 460 }, { "offset": 986, "length": 368 }, { "offset": 1356, "length": 395 }, { "offset": 1753, "length": 598 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 70 }, { "offset": 71, "length": 76 }, { "offset": 148, "length": 123 }, { "offset": 272, "length": 104 }, { "offset": 377, "length": 145 }, { "offset": 524, "length": 84 }, { "offset": 609, "length": 75 }, { "offset": 685, "length": 50 }, { "offset": 736, "length": 107 }, { "offset": 844, "length": 47 }, { "offset": 892, "length": 92 }, { "offset": 986, "length": 42 }, { "offset": 1029, "length": 129 }, { "offset": 1159, "length": 195 }, { "offset": 1356, "length": 148 }, { "offset": 1505, "length": 165 }, { "offset": 1671, "length": 80 }, { "offset": 1753, "length": 156 }, { "offset": 1910, "length": 63 }, { "offset": 1974, "length": 110 }, { "offset": 2085, "length": 72 }, { "offset": 2158, "length": 193 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 77 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 77 } ] } }
{ "question": "Hvert er stærsta skordýr í heimi?", "answer": "Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna.\n\nÞegar rætt er um stærð skordýra getur þurft að skilgreina nánar hvað átt er við með \"stærð\". Er það heildarlengd, þegar útlimir eru teygðir fram og aftur, eða er það búklengd eða er það þyngd?\n\nFörustafir eru laufblaðaætur og svipar mjög til greina. Þeir geta orðið mjög langir og erfitt er að koma auga á þá á meðal trjágreinanna.\n\nLengsta skordýr sem mælst hefur er förustafur (Phasmida) og mældist það 555 mm þegar mælt var frá ysta ristarlið framganglima að ysta ristarlið afturliðar og ganglimirnir voru teygðir fram og aftur frá bolnum. Það nefnist Pharnacia serratipes og er frá Malasíu-skaganum. Förustafir eru laufblaðaætur og svipar mjög til greina. Þeir leynast með ganglimi strekkta fram og aftur með sér og mynda eina \"grein\" á tré eða runna.\n\nStærstu núlifandi skordýr, þegar er miðað við búkstærð, sérstaklega þyngd, eru bjöllur (Coleoptera) af ýflaætt (Scarabaeidae), sem einnig hefur verið nefnd tordýflaætt. Þær eru fyrst og fremst saurætur, éta saur spendýra. Stærstu bjöllurnar af þessari ætt eru af ættkvíslinni nashyrningsbjöllur (Dynastinae) og er herkúlesbjallan (Dynasteshercules) þeirra stærst, en karldýr hennar er 16 cm á lengd. Heimkynni hennar eru frumskógar Vestur-Indía og Mið-Ameríku.\n\nNashyrningsbjöllurnar lifa aðallega á rotnandi jurtaleifum og rotnandi rótum. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan (Goliathus goliathus) (Coleoptera: Scarabaeidae), sem lifir í regnskógum Afríku. Hún er allt að 100 grömm að þyngd. Fílabjallan (Megasomaelephas) er oft talin stærst, en hún vegur ,,aðeins\" 35 g. Karldýrið er ekki með eins löng horn og herkúlesbjallan, það er 13 cm langt en búkmeira. Fílabjallan lifir einnig í hitabelti Ameríku. Atlasbjallan (Chalcosomaatlas) er í frumskógum Suðaustur-Asíu og Indónesíu og er stærsta bjallan í þeim heimshluta, en karldýr hennar verða 12 cm löng.\n\nSlenjudrottning er stærsta núlifandi drekaflugan.\n\nStærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja (Meganeuropsis americana) með 71 cm vænghaf. Þessi dýr eru af drekafluguættbálknum (Odonata) og voru uppi á Perm-tímabilinu (fyrir 270-220 milljónum ára) á miðlífsöld. Margar drekaflugur á kolatímabilinu (fyrir 350-270 milljón árum) höfðu vænghaf stærra en 45 cm.\n\nStærsta núlifandi drekafluga, slenjudrottning (Anaximperator) er með 11 cm vænghaf og lifir í hlýrri héruðum Mið-Evrópu, við Miðjarðarhaf og Norður-Afríku og austur um hlýrri héruð Asíu. Þessi skordýr eru rándýr og lifa á öðrum skordýrum.\n\nFlest skordýr eru aftur á móti milli 1-10 mm löng, en minnstar eru dvergvespur (Mymeridae), aðeins 0,3 mm á lengd. Lirfur þeirra lifa á skordýraeggjum." }
c882b840-41ab-4d3a-9817-f4e7849597f1
{ "author": "Gísli Már Gíslason", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_50", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=50", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 310 }, { "offset": 312, "length": 192 }, { "offset": 506, "length": 137 }, { "offset": 645, "length": 422 }, { "offset": 1069, "length": 460 }, { "offset": 1531, "length": 594 }, { "offset": 2127, "length": 49 }, { "offset": 2178, "length": 322 }, { "offset": 2502, "length": 238 }, { "offset": 2742, "length": 151 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 95 }, { "offset": 96, "length": 78 }, { "offset": 175, "length": 51 }, { "offset": 227, "length": 83 }, { "offset": 312, "length": 92 }, { "offset": 405, "length": 99 }, { "offset": 506, "length": 55 }, { "offset": 562, "length": 81 }, { "offset": 645, "length": 209 }, { "offset": 855, "length": 60 }, { "offset": 916, "length": 55 }, { "offset": 972, "length": 95 }, { "offset": 1069, "length": 168 }, { "offset": 1238, "length": 52 }, { "offset": 1291, "length": 177 }, { "offset": 1469, "length": 60 }, { "offset": 1531, "length": 77 }, { "offset": 1609, "length": 114 }, { "offset": 1724, "length": 34 }, { "offset": 1759, "length": 79 }, { "offset": 1839, "length": 88 }, { "offset": 1928, "length": 45 }, { "offset": 1974, "length": 151 }, { "offset": 2127, "length": 49 }, { "offset": 2178, "length": 103 }, { "offset": 2282, "length": 122 }, { "offset": 2405, "length": 95 }, { "offset": 2502, "length": 186 }, { "offset": 2689, "length": 51 }, { "offset": 2742, "length": 114 }, { "offset": 2857, "length": 36 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 33 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 33 } ] } }
{ "question": "Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?", "answer": "Það kemur engum á óvart að bakaraofn sem kveikt er á hitar herbergið sem hann stendur í um leið og maturinn bakast. Hins vegar kann að virðast einkennilegt að ísskápur geti hitað upp eldhúsið, og það jafnvel þótt skápurinn standi opinn!\n\nTil að skilja ástæðuna fyrir þessu þarf að hugsa um varma sem orku og kulda sem skort á orku. Ofninn myndar varma en ísskápurinn getur ekki beinlínis myndað kulda. Hann færir hins vegar varma eða orku frá einum stað til annars. Þegar varminn er tekinn frá matnum í ísskápnum þannig að hann kólnar, endar sá varmi í eldhúsinu, með óhjákvæmilegri viðbót. Eðlisfræðingar kalla svona kerfi varmadælu.\n\nÍ ísskápum, frystikistum og öðrum kælivélum er yfirleitt vökvi sem hefur lægra suðumark en hitastigið (kuldinn) sem við viljum ná. Ef við viljum til dæmis ná kælingu niður í -18 Celsíusstig, þurfum við að nota vökva sem sýður við lægri hita en það. Slíkt efni er þá gas við venjulegar aðstæður og þéttist ekki fyrr en hitinn er kominn niður fyrir þetta mark.\n\nKæliefnið er í vökvaformi (vökvaham) þegar það kemur í málmhylki sem gefur varmaleiðandi snertingu við hólfið sem kæla skal. Það kemur í meira rými með minni þrýstingi en það var áður og gufar því upp. Við það dregur það til sín varma úr matnum í kælihólfinu. Dælan þrýstir gasinu inn í hlykkjóttu leiðslurnar sem eru venjulega aftan á ísskápnum. Þar er meiri þrýstingur, gasið þéttist og gefur frá sér varma sem loftið í eldhúsinu flytur burt með varmaburði.\n\nKæliskápar hita eldhúsið þótt að þeir séu opnir!\n\nÍ rannsóknastofum nútímans kæla menn efni miklu meira en í venjulegri frystikistu, eða allt niður undir alkul sem kallað er, eða 273 stiga frost. Við slíkan hita, eða öllu heldur kulda, hafa nær allar hreyfingar stöðvast í sameindum efnisins og lægri hiti er ekki til.\n\nTil að knýja hringrás kæliefnisins er yfirleitt notuð dæla sem er rafknúin á venjulegum ísskápum. Dælan tekur til sín orku frá rafveitunni og breytir henni í vinnu þegar hlutar hennar hreyfast. Þessi vinna breytist síðan í varma sem leggst við varmann sem kom frá matnum í ísskápnum.\n\nTil að flytja tiltekið magn af varma frá kaldari stað á heitari stað þarf ákveðna lágmarksvinnu sem er í réttu hlutfalli við hitamuninn milli staðanna og í öfugu hlutfalli við hitastigið miðað við alkul, sem er mælt í einingunni kelvín. Það er þessi vinna sem bætist við varmann sem við drögum úr matnum í ísskápnum og summan breytist síðan í varma utan ísskápsins. Þetta er meginástæðan til þess að hjá því verður ekki komist að ísskápurinn hiti eldhúsið.\n\nKæliskápum nútímans er stjórnað með hitastilli (thermostat) sem nemur hitann inni í skápnum og setur dæluna í gang ef hitinn er of hár. Ef skápurinn er opinn er hitinn næstum alltaf of hár og dælan þarf því að ganga stöðugt. Um leið sér hún sjálf til þess að alltaf er nokkur munur á hita inni í skápnum og þar sem hún skilar varmanum fyrir utan skápinn. Dælan þarf því að skila vinnu sem fyrr, sú vinna endar sem varmi og loftið í eldhúsinu hitnar.\n\nÞví má bæta við að kæliskápur eða frystikista þarf þeim mun meiri orku frá rafveitunni sem hitamismunurinn er meiri milli kælihólfs og umhverfis. Þess vegna er til dæmis hagkvæmt að hafa frystikistu á köldum stað.\n\nÍ bók Guðmundar Arnlaugssonar, Hvers vegna? - Vegna þess! (Reykjavík: Menningarsjóður, 1956-1957) má sjá allnákvæma mynd af því hvernig ísskápurinn vinnur." }
9cde252d-6cc0-4371-a2c5-aabd1211268a
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_55", "publish_timestamp": "2000-02-06T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=55", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 236 }, { "offset": 238, "length": 396 }, { "offset": 636, "length": 358 }, { "offset": 996, "length": 459 }, { "offset": 1457, "length": 48 }, { "offset": 1507, "length": 268 }, { "offset": 1777, "length": 283 }, { "offset": 2062, "length": 456 }, { "offset": 2520, "length": 449 }, { "offset": 2971, "length": 213 }, { "offset": 3186, "length": 155 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 115 }, { "offset": 116, "length": 120 }, { "offset": 238, "length": 93 }, { "offset": 332, "length": 69 }, { "offset": 402, "length": 63 }, { "offset": 466, "length": 124 }, { "offset": 591, "length": 43 }, { "offset": 636, "length": 130 }, { "offset": 767, "length": 117 }, { "offset": 885, "length": 109 }, { "offset": 996, "length": 124 }, { "offset": 1121, "length": 76 }, { "offset": 1198, "length": 57 }, { "offset": 1256, "length": 86 }, { "offset": 1343, "length": 112 }, { "offset": 1457, "length": 48 }, { "offset": 1507, "length": 145 }, { "offset": 1653, "length": 122 }, { "offset": 1777, "length": 97 }, { "offset": 1875, "length": 95 }, { "offset": 1971, "length": 89 }, { "offset": 2062, "length": 236 }, { "offset": 2299, "length": 128 }, { "offset": 2428, "length": 90 }, { "offset": 2520, "length": 135 }, { "offset": 2656, "length": 88 }, { "offset": 2745, "length": 129 }, { "offset": 2875, "length": 94 }, { "offset": 2971, "length": 145 }, { "offset": 3117, "length": 67 }, { "offset": 3186, "length": 43 }, { "offset": 3230, "length": 13 }, { "offset": 3244, "length": 97 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 62 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 62 } ] } }
{ "question": "Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum?", "answer": "Hefðbundnar tölvur\n\nVinnsluminni venjulegrar tölvu er mælt í bætum. Algengt er til dæmis að heimilistölva nú á dögum hafi 64 megabæti í vinnsluminni [Í dag(23. júlí 2010) er um 2 gígabæt algengt]. Hvert bæti er sett saman úr 8 bitum. Hver biti getur tekið gildið 0 eða 1. Áætla má að í 64 MB sé hægt að geyma 16 milljón kommutölur með átta stafa nákvæmni. Örgjörvinn í heimilistölvunni nær í tvær tölur úr minninu og gerir eina aðgerð á þeim. Til eru örgjörvar sem undir vissum kringumstæðum geta unnið með nokkrar tölur í einu á nokkurs konar flæðilínu.\n\nTil þess að auka reikniafl hefðbundinna tölva á sviði vísinda hafa verið framleiddir örgjörvar með svokallaðar vigureiningar sem geta gert sömu reikniaðgerðina á tveimur röðum af 128 eða 512 tölum. Enn önnur aðferð er að skipta reikniverkefni niður milli nokkurra örgjörva. Slíkar aðferðir til að hraða reikningum verka mjög misvel eða illa fyrir mismunandi forrit. Algeng heimilistölva um þessar mundir getur framkvæmt 100 til 400 milljón kommutöluaðgerðir á sekúndu og er þá sagt að hún sé 100 til 400 Mflop. Mjög öflugar tölvur til vísindalegra reikninga geta náð milljón milljón aðgerðum á sekúndu (1 Teraflop) með mörgum samhliða örgjörvum. Heyrst hefur að IBM vinni nú að nýrri ofurtölvu með milljón örgjörva sem framkvæmt geti 1000 milljón milljón kommutöluaðgerðir á sekúndu (1 Petaflop). Með þeirri vél (Blue Gene) á að reikna ýmsa eiginleika lífsameinda, til dæmis hvítu- eða DNA-sameinda.\n\nSkammtatölvur\n\nÍ skammtatölvu eru minniseiningarnar svo kallaðir skammtabitar (skammtabitar, quantum bits). Hver skammtabiti getur tekið gildið 0, 1 eða verið í ástandi með einhverjum tilteknum líkum á hvoru gildi um sig. Seinni möguleikinn er almennur eiginleiki skammtafræðilegra kerfa, að geta verið í þess konar samsettu ástandi. Því er hægt að meta að með 50 skammtabitum sé hægt að geyma 1000 milljón milljón tölur! En raunverulegt afl skammtatölvunnar kemur fyrst í ljós þegar haft er í huga að með einni aðgerð grípur hún í allar geymdu tölurnar og vinnur með þær samtímis. Þegar eru þekktar reikniuppskriftir eða algrím til þess að kóða samskipti, til leitar og til þættingar stórra talna með þvílíkum ofurhraða að engin hefðbundin tölva getur nálgast hann. Mikilvægast er þó að með skammtatölvum er hægt að reikna eiginleika skammtakerfa á mjög hagkvæman hátt. Núna geta reikningar á eiginleikum atóma, sameinda eða þyrpinga atóma tekið frá klukkutímum upp í vikur og mánuði á mjög öflugum tölvum. Með skammtatölvu tækju slíkir reikningar örskotsstund og verkefni efnafræði, erfðafræði, eðlisfræði og efnistækni tækju stakkaskiptum sem við getum ekki látið okkur dreyma um.\n\nVélbúnaður skammtatölva\n\nEnn eru engar skammtatölur til, en fjöldi rannsóknahópa í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði vinna að rannsóknum á hugsanlegum grunneiningum þeirra. Einstakir skammtabitar hafa verið gerðir úr gasi og leysigeislum, eða vökva, segulsviði og útvarpsgeislum. Einnig hefur verið hermt eftir skammtatölvum á hefðbundnum tölvum. Mörg og erfið tæknileg vandamál verður að leysa: Hvernig er hægt að koma fyrir villuleiðréttingu, hvernig er lesið úr minni án þess að eyða gögnum, hvernig er hægt að tengja saman skammtabita þannig að þeir myndi heildstætt skammtakerfi? Fræðilega er þetta hægt en tæknileg útfærsla er mjög erfið. Líklegt er að stórstígar framfarir verði fyrst þegar tekst að heilda skammtabita saman í hálfleiðurum. Heyrst hefur að örfáir rannsóknahópar á sviði eðlisfræði þéttefnis hafi getað sýnt fram á villuleiðréttingu í mjög einföldu kerfi en ávallt hefur verið tekið fram að langt sé í starfhæft safn skammtabita. Sú staðreynd að IBM er að setja saman Blue Gene sýnir að þeir búast ekki við nothæfðri skammtatölvu á næstu 20 árum.\n\nÖruggt er að nokkrar byltingar verða á hefðbundnum tölvum áður en skammtatölvur verða algengar. Líklegt er að skammtapunktar eða gerviatóm komi þar við sögu. Menn láta sig dreyma um tölvukubb með einum miljarði reikniverka sem tengd verði saman á miklu flóknari hátt en mögulegt er í núverandi tölvum. Þegar hefur tekist að búa til einfaldar einingar í slíkar tölvur en enn er langt í land.\n\nFrekara lesefni af Vísindavefnum:\n\nHvað er skammtafræði? eftir Þorstein Vilhjálmsson og Kristján LeóssonHversu stór er Cray X1 ofurtölvan? eftir EÖÞHvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir? eftir Halldór Björnsson og Magnús JónssonHvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði? eftir Snorra Agnarsson\n\nFrekara lesefni:\n\nRannsóknahópur í Oxford hefur sett mjög gott ítarefni um skammtatölvur á netið: Center for Quantum Computation (University of Oxford).Kristján Leósson fjallar um þróun tölva í ítarlegu máli í grein sinni: \"Frá rafeindum til rökrása\" í Undur veraldar, Heimskringla 1998." }
bd028c31-4c2c-4237-a890-6bf930a89197
{ "author": "Viðar Guðmundsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_57", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=57", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 18 }, { "offset": 20, "length": 534 }, { "offset": 556, "length": 899 }, { "offset": 1457, "length": 13 }, { "offset": 1472, "length": 1168 }, { "offset": 2642, "length": 23 }, { "offset": 2667, "length": 1042 }, { "offset": 3711, "length": 390 }, { "offset": 4103, "length": 33 }, { "offset": 4138, "length": 301 }, { "offset": 4441, "length": 16 }, { "offset": 4459, "length": 269 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 18 }, { "offset": 20, "length": 47 }, { "offset": 68, "length": 128 }, { "offset": 197, "length": 36 }, { "offset": 234, "length": 37 }, { "offset": 272, "length": 83 }, { "offset": 356, "length": 86 }, { "offset": 443, "length": 111 }, { "offset": 556, "length": 197 }, { "offset": 754, "length": 75 }, { "offset": 830, "length": 91 }, { "offset": 922, "length": 144 }, { "offset": 1067, "length": 134 }, { "offset": 1202, "length": 150 }, { "offset": 1353, "length": 102 }, { "offset": 1457, "length": 13 }, { "offset": 1472, "length": 92 }, { "offset": 1565, "length": 113 }, { "offset": 1679, "length": 111 }, { "offset": 1791, "length": 87 }, { "offset": 1879, "length": 159 }, { "offset": 2039, "length": 184 }, { "offset": 2224, "length": 103 }, { "offset": 2328, "length": 136 }, { "offset": 2465, "length": 175 }, { "offset": 2642, "length": 23 }, { "offset": 2667, "length": 145 }, { "offset": 2813, "length": 106 }, { "offset": 2920, "length": 66 }, { "offset": 2987, "length": 237 }, { "offset": 3225, "length": 59 }, { "offset": 3285, "length": 102 }, { "offset": 3388, "length": 204 }, { "offset": 3593, "length": 116 }, { "offset": 3711, "length": 95 }, { "offset": 3807, "length": 61 }, { "offset": 3869, "length": 143 }, { "offset": 4013, "length": 88 }, { "offset": 4103, "length": 33 }, { "offset": 4138, "length": 21 }, { "offset": 4160, "length": 81 }, { "offset": 4242, "length": 82 }, { "offset": 4325, "length": 91 }, { "offset": 4417, "length": 22 }, { "offset": 4441, "length": 16 }, { "offset": 4459, "length": 134 }, { "offset": 4593, "length": 135 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 75 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 75 } ] } }
{ "question": "Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?", "answer": "Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til að gera við skemmdirnar.\n\nEftir dauðann varðveitist erfðaefnið illa en hraði eyðingarinnar fer þó mikið eftir umhverfisaðstæðum. Það hefur til dæmis tekist að einangra búta af erfðaefni úr nokkur þúsund ára gömlum múmíum. Bútar erfðaefnis hafa líka verið einangraðir úr skordýrum sem geymst hafa í rafi í milljónir ára, jafnvel frá tímum risaeðlanna. Þetta forna DNA er mikið skemmt og útilokað að nein heil gen séu eftir. Mjög vandasamt er að einangra það og margir vísindamenn efast reyndar um að það hafi í raun og veru tekist.\n\nÍ sögunni og kvikmyndinni Júragarðinum var gert ráð fyrir því að erfðaefni risaeðla hefði varðveist í iðrum skordýra sem sogið hefðu blóð úr eðlunum og síðan orðið innlyksa í rafi. Skemmtileg hugmynd, en því miður er engin von til þess að neitt heilt gen úr risaeðlu finnist jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að skordýr sem sogið hefði risaeðlublóð kæmi í leitirnar.\n\nÞar sem ekkert af erfðaefni risaeðlanna hefur varðveist er útilokað að hægt sé að láta þær koma aftur í heiminn. Og jafnvel þótt við, fyrir kraftaverk, hefðum erfðaefni einhverrar þeirra í höndunum væri alls ekki víst að við gætum endurlífgað þær. En það mætti reyna!" }
1223c102-0bb9-4489-9c11-0a6d25bbca64
{ "author": "Guðmundur Eggertsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_58", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 338 }, { "offset": 340, "length": 504 }, { "offset": 846, "length": 368 }, { "offset": 1216, "length": 267 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 66 }, { "offset": 67, "length": 63 }, { "offset": 131, "length": 113 }, { "offset": 245, "length": 93 }, { "offset": 340, "length": 102 }, { "offset": 443, "length": 92 }, { "offset": 536, "length": 128 }, { "offset": 665, "length": 71 }, { "offset": 737, "length": 107 }, { "offset": 846, "length": 180 }, { "offset": 1027, "length": 187 }, { "offset": 1216, "length": 112 }, { "offset": 1329, "length": 134 }, { "offset": 1464, "length": 19 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 82 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 82 } ] } }
{ "question": "Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?", "answer": "Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri \"sköpun\" lífsins á jörðinni.\n\nTil dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að það hafi verið kjarnsýran RNA en mörgum þykir líklegra að það hafi verið annars konar stórsameind. DNA kom að öllum líkindum löngu á eftir RNA. Mikil óvissa ríkir líka um upphaf efnaskipta.\n\nFyrstu lífverurnar hafa eflaust verið mjög einfaldar í sniðum og haft lítið erfðaefni en um líf í venjulegum skilningi hefur tæpast verið að ræða fyrr en erfðaefni og fjölgun komu til sögunnar.\n\nMargir vísindamenn vinna nú að rannsóknum sem snerta uppruna lífsins en ég veit ekki til þess að neinn þeirra geri sér enn vonir um að geta skapað nýtt líf. Þá skortir þekkingu til þess. Eflaust munu vísindamenn framtíðarinnar reyna að líkja eftir því sem þeir halda að hafi verið fyrstu skref lífsins á jörðinni og einhvern tíma tekst þeim að líkindum að búa til frumstæða lífveru. Vegna þess hve þekking á lífmyndun er enn skammt á veg komin held ég þó að þetta gerist ekki á næstu árum. Það gætu liðið nokkrir áratugir þangað til þetta tekst, ef til vill enn lengri tími.\n\nNýjar uppgötvanir og nýr skilningur gætu líka áður en varir gert það auðvelt sem nú virðist næstum því óyfirstíganlegt!" }
5dfc53bd-1797-44c0-8efd-197baf5f1380
{ "author": "Guðmundur Eggertsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_59", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=59", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 192 }, { "offset": 194, "length": 305 }, { "offset": 501, "length": 193 }, { "offset": 696, "length": 574 }, { "offset": 1272, "length": 119 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 45 }, { "offset": 46, "length": 146 }, { "offset": 194, "length": 100 }, { "offset": 295, "length": 113 }, { "offset": 409, "length": 44 }, { "offset": 454, "length": 45 }, { "offset": 501, "length": 193 }, { "offset": 696, "length": 156 }, { "offset": 853, "length": 29 }, { "offset": 883, "length": 195 }, { "offset": 1079, "length": 106 }, { "offset": 1186, "length": 84 }, { "offset": 1272, "length": 119 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 64 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 64 } ] } }
{ "question": "Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?", "answer": "Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta óbeinni aðferðir duga.\n\nEn fyrr á árum höfðu menn aðrar hugmyndir um siðfræði vísinda en nú, og þá voru gerðar fróðlegar rannsóknir á þessu. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var unnið eitt merkilegasta rannsóknarverkefni um tannskemmdir fyrr eða síðar. Frá árinu 1946 til 1951 tóku 436 fullorðnir einstaklingar (sjúklingar) á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð þátt í rannsókn þar sem könnuð voru tengsl milli mataræðis, sérstaklega sykurs, og tannátu. Þrátt fyrir allar efasemdir um siðfræði var niðurstaðan mjög dýrmæt fyrir þekkingu manna á hlutverki sykurs í tannátu og þess vegna eru þessar niðurstöður notaðar enn þann dag í dag.\n\nMikilvægt er að bursta tennur.\n\nÍ þessari rannsókn fengu allir sjúklingarnir eins konar grunnnæringu án sykurs. Þeim var skipt í hópa sem fengu síðan misjafnlega mikið af sykri í mismunandi formi, með mat eða milli mála. Það kom í ljós í stuttu máli að sjúklingur sem tuggði 24 sælgætismola á dag fékk 7 nýjar skemmdir í tennur á 5 ára rannsóknartímabili og 4 skemmdir á tannfleti á ári. Vegna lélegrar tannheilsu urðu flestir sjúklinganna að hætta þátttöku í rannsókninni áður en fyrirhuguðu rannsóknatímabili var lokið. Þó að þessir sjúklingar burstuðu tennur er skráð að mikil tannsýkla myndaðist hjá þeim sem borðuðu sykur milli mála, en flúortannkrem var ekki til árið 1951. (Tannsýkla er munnvatnsskánin með sýklum, próteinum og sykrum sem myndast á tönnum). Til samanburðar má geta þess að sjúklingar sem fengu sykur eingöngu með mat, ekki milli mála, fengu 0,7-1,3 nýjar holur á ári. (Upplýsingar frá Gustafsson BE, et. al, Acta Odont. Scand. 1954;11:232-264).\n\nMeð betri gátun á tannheilsu, flúortannkremi, flúorskolun og tannlæknaþjónustu hefur tannheilsa Íslendinga gjörbreyst undanfarin 12-15 ár, langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Samt sem áður sýna allmargar rannsóknir frekar sterk tengsl milli sykurneyslu íslenskra barna og unglinga og tannátutíðni þeirra. Þar kemur fram að það er tíðni sykurneyslu, sérstaklega milli mála, sem er lykilatriði. Því lengri tíma yfir daginn sem munnbakteríur gerja sykur og mynda mjólkursýru, því meiri er hættan á tannskemmdum, ekki síst ef tannburstun er ábótavant vegna þess að tannsýklan er ekki bara full af tannátubakteríum, heldur einangrast tennur frá ýmsum efnum í munnvatni sem virka gegn tannskemmdum.\n\nTil frekari upplýsingar: A. Thylstrup og O. Fejerskov, Textbook of Clinical Cariology. 2. útg. Kaupmannahöfn: Munksgaard.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? eftir Höllu Sigurjóns\n\nEr mjólkurneysla tannskemmandi? eftir Sigfús Þór Elíasson\n\nAf hverju fær maður kul í tennurnar? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur" }
58436c36-e983-4bf6-a318-a8b0cf2e3771
{ "author": "Peter Holbrook", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_62", "publish_timestamp": "2000-02-05T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=62", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 335 }, { "offset": 337, "length": 600 }, { "offset": 939, "length": 30 }, { "offset": 971, "length": 936 }, { "offset": 1909, "length": 692 }, { "offset": 2603, "length": 121 }, { "offset": 2726, "length": 32 }, { "offset": 2760, "length": 87 }, { "offset": 2849, "length": 57 }, { "offset": 2908, "length": 66 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 195 }, { "offset": 196, "length": 83 }, { "offset": 280, "length": 55 }, { "offset": 337, "length": 116 }, { "offset": 454, "length": 111 }, { "offset": 566, "length": 188 }, { "offset": 755, "length": 182 }, { "offset": 939, "length": 30 }, { "offset": 971, "length": 79 }, { "offset": 1051, "length": 108 }, { "offset": 1160, "length": 166 }, { "offset": 1327, "length": 133 }, { "offset": 1461, "length": 157 }, { "offset": 1619, "length": 84 }, { "offset": 1704, "length": 126 }, { "offset": 1831, "length": 35 }, { "offset": 1867, "length": 15 }, { "offset": 1883, "length": 6 }, { "offset": 1890, "length": 17 }, { "offset": 1909, "length": 174 }, { "offset": 2084, "length": 129 }, { "offset": 2214, "length": 87 }, { "offset": 2302, "length": 299 }, { "offset": 2603, "length": 86 }, { "offset": 2690, "length": 34 }, { "offset": 2726, "length": 32 }, { "offset": 2760, "length": 65 }, { "offset": 2826, "length": 21 }, { "offset": 2849, "length": 31 }, { "offset": 2881, "length": 25 }, { "offset": 2908, "length": 36 }, { "offset": 2945, "length": 29 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 101 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 101 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?", "answer": "Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þetta mikla listaverk í bókinni Saga listarinnar (The Story of Art) sem er til í íslenskri þýðingu. Gombrich er mikið niðri fyrir þegar hann skrifar næstum tvær blaðsíður um þetta verk Leonardos. Hann segir meðal annars, í íslenskri þýðingu Halldórs Björns Runólfssonar:\n\nEinstök óheppni veldur því að þau fáu málverk sem til eru eftir Leonardo hafa varðveist afar illa. Það sést best á Síðustu kvöldmáltíðinni, leifunum af þekktustu veggmynd hans. Til að sjá hana fyrir sér verða menn að setja sig í spor munkanna sem höfðu myndina fyrir augunum. Verkið þekur vegg í aflöngum sal sem var matstofa í Santa Maria delle Grazie klaustrinu í Mílanó. Menn geta ímyndað sér áhrifin þegar myndin var afhjúpuð og kvöldverðarborð Krists og postulanna kom í ljós við hliðina á langborðum munkanna. … Væntanlega voru munkarnir bergnumdir í fyrstu, myndin var svo raunsæ og sýndi hvert smáatriði, matarílátin og fellingarnar í dúknum. …\n\nEkkert minnti á fyrri myndir af sama atburði. Hingað til höfðu postularnir ávallt setið rólegir í einni röð - að Júdasi undanskildum - meðan Kristur deildi út sakramentinu friðsæll á svip. Mynd Leonardos var allt öðruvísi. Listamaðurinn … reyndi að setja sér fyrir hugskotsjónir augnablikið þegar Kristur sagði: \"Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.\" Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: \"Ekki er það ég, herra?\" (Matt. 26, 21-23). Jóhannesarguðspjall bætir við: \"Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum. Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um.\" (Jóh. 13, 23-25).\n\nÞað er þessi spurn og bending sem kemur hreyfingu á borðhaldið. … Sumir virðast halda fram ást sinni og sakleysi. Nokkrir spyrja alvörugefnir hver svikarinn kunni að vera. Aðrir bíða þess að Kristur skýri orði sín. Símon Pétur, sá bráðlátasti af lærisveinunum, hnippir í Jóhannes sem situr Kristi á hægri hönd og hvíslar í eyra honum og ýtir Júdasi fram í ákafanum. Svikarinn er ekki aðskilinn frá hinum en samt virðist hann einangraður. Hann er sá eini sem einskis þarf að spyrja. Hann hallar sér áfram og lítur upp tortrygginn eða reiður og fas hans er í hróplegri mótsögn við látbragð Krists sem situr rólegur og fjarrænn í miðju uppnáminu. … Forverar Leonardos höfðu lengi glímt við að uppfylla bæði kröfur raunsæis og myndbyggingar. Útkoman hjá Pollaiuolo varð bæði stíf og tilgerðarleg en Leonardo, sem var ögn yngri en Pollaiuolo, leysti auðveldlega þetta vandasama verk. … þrátt fyrir hörmulegt ástand er \"Síðasta kvöldmáltíðin\" eitt af kraftaverkum mannsandans.\n\nHér kemur glöggt og ótvírætt fram að sá sem gat virst vera María Magdalena er í rauninni Jóhannes og lærisveinarnir eru því allir tólf á myndinni.\n\nFrá sjónarmiði vísindasögunnar er meðal annars vert að taka eftir því sem sagt er í lok tilvitnunarinnar um framförina sem varð í málaralist með snillingnum Leonardó, þó að eftir hann liggi allt of lítið af verkum. Framfarir í vísindum verða með svipuðum hætti og þarna er lýst um listina, og það er einmitt oft ekki magn verkanna sem ræður, heldur gæðin.\n\nMyndin í upphafi svarsins er af málaðri eftirmynd. Þeir sem vilja sjá hvernig myndinni er fyrir komið í klaustrinu í Mílanó og hvernig frummyndin lítur út nú á dögum geta smellt á eftirfarandi tengla:\n\nIl Cenacolo - vefsetur klaustursins í MílanóLeonardo da Vinci's Zoomable Paintings - hér er hægt að fara með stækkunargler yfir myndina og stækka valda hluta hennar.Fotos.org - hér sést myndin í ágætri upplausn\n\nÞeir lesendur Vísindavefsins sem vilja fræðast meira um Leonardó og verk hans geta lesið svar við eftirfarandi spurningum:\n\nAf hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein? eftir Auði ÓlafsdótturHverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson" }
86cab450-8f54-4aa6-8de3-64033effe4ed
{ "author": "Tryggvi Þorgeirsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_63", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=63", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 579 }, { "offset": 581, "length": 652 }, { "offset": 1235, "length": 652 }, { "offset": 1889, "length": 970 }, { "offset": 2861, "length": 146 }, { "offset": 3009, "length": 355 }, { "offset": 3366, "length": 200 }, { "offset": 3568, "length": 210 }, { "offset": 3780, "length": 122 }, { "offset": 3904, "length": 233 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 135 }, { "offset": 136, "length": 88 }, { "offset": 225, "length": 183 }, { "offset": 409, "length": 95 }, { "offset": 505, "length": 74 }, { "offset": 581, "length": 98 }, { "offset": 680, "length": 77 }, { "offset": 758, "length": 98 }, { "offset": 857, "length": 97 }, { "offset": 955, "length": 141 }, { "offset": 1097, "length": 1 }, { "offset": 1099, "length": 132 }, { "offset": 1232, "length": 1 }, { "offset": 1235, "length": 45 }, { "offset": 1281, "length": 142 }, { "offset": 1424, "length": 33 }, { "offset": 1458, "length": 142 }, { "offset": 1601, "length": 81 }, { "offset": 1683, "length": 6 }, { "offset": 1690, "length": 11 }, { "offset": 1702, "length": 87 }, { "offset": 1790, "length": 79 }, { "offset": 1870, "length": 17 }, { "offset": 1889, "length": 63 }, { "offset": 1953, "length": 1 }, { "offset": 1955, "length": 47 }, { "offset": 2003, "length": 57 }, { "offset": 2061, "length": 42 }, { "offset": 2104, "length": 150 }, { "offset": 2255, "length": 71 }, { "offset": 2327, "length": 43 }, { "offset": 2371, "length": 161 }, { "offset": 2533, "length": 1 }, { "offset": 2535, "length": 91 }, { "offset": 2627, "length": 140 }, { "offset": 2768, "length": 91 }, { "offset": 2861, "length": 146 }, { "offset": 3009, "length": 214 }, { "offset": 3224, "length": 140 }, { "offset": 3366, "length": 50 }, { "offset": 3417, "length": 149 }, { "offset": 3568, "length": 210 }, { "offset": 3780, "length": 122 }, { "offset": 3904, "length": 48 }, { "offset": 3953, "length": 36 }, { "offset": 3990, "length": 117 }, { "offset": 4108, "length": 29 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 85 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 85 } ] } }
{ "question": "Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs?", "answer": "Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum, um umframbyrði skatta, þá geta skattar haft ýmis áhrif á hegðan manna. Með talsverðri einföldun má lýsa helstu áhrifunum þannig að fólk hafi yfirleitt tilhneigingu til að koma sér hjá skattgreiðslum. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri, því sterkari er þessi tilhneiging, að öðru jöfnu.\n\nHægt er að komast hjá skattgreiðslum með ýmsum hætti. Sumar aðferðirnar eru fyllilega löglegar, aðrar ekki. Sem dæmi um löglegar aðferðir má nefna að mála íbúð sjálfur í stað þess að ráða málara til þess. Sé málari ráðinn þarf að greiða virðisaukaskatt af þjónustu hans og verðið sem málarinn setur upp endurspeglar að hann á að greiða tekjuskatt af afrakstri sínum. Sem dæmi um ólöglega aðferð má nefna að ráða málara til þess að mála en sammælast um að gefa tekjurnar ekki upp til skatts. Þá er fyllilega löglegt að leggja ekki hart að sér í vinnu, taka til dæmis rífleg frí, hafa þar af leiðandi lágar tekjur og greiða lítinn tekjuskatt.\n\nVegna alls þessa er við því að búast að skatttekjur hins opinbera hækki ekki hlutfallslega ef tekjuskattshlutfall er hækkað. Svo að tekið sé nokkuð öfgakennt dæmi þá er afar ólíklegt að tekjur hins opinbera af tekjuskatti (og útsvari) mundu tvöfaldast þótt skatthlutfallið væri tvöfaldað, úr um það bil 40% í 80%. Á sama hátt er við því að búast að skatttekjur hins opinbera mundu ekki dragast saman um helming ef skatthlutfallið væri lækkað um helming, úr 40% í 20%.\n\nSkýringin er einföld: Ef skatthlufallið er 80% hafa skattborgarar ríkara tilefni til að koma sér hjá skattgreiðslum (löglega eða ólöglega) en ef skatthlutfallið er 40%. Skattstofninn myndi því dragast saman við slíka hækkun. Ef skatthlutfallið væri 100% yrðu skatttekjur væntanlega litlar sem engar. Á sama hátt hafa skattborgarar minna tilefni til að koma sér hjá skattgreiðslum og mundu síður leggja lykkju á leið sína til þess, ef skatthlutfallið er 20% en ef það er 40%. Skattstofninn myndi því vaxa við slíka lækkun.\n\nFræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að ákveðinn skattstofn sé svo viðkvæmur fyrir því skatthlutfalli sem lagt er á hann að skatttekjur aukist ef skatthlutfallið er lækkað eða að skatttekjur dragist saman ef skatthlutfallið er hækkað. Hægt er að benda á dæmi úr raunveruleikanum þar sem þetta virðist tilfellið. Þetta á þó ekki við almennt.\n\nÍ flestum tilfellum er eðlilegt að gera ráð fyrir að skatttekjur vaxi ef skatthlutföll eru hækkuð og dragist saman ef skatthlutföll eru lækkuð. Það er vart hægt að slá því föstu að þetta eigi við um tekjuskattshlutfallið á Íslandi en flest bendir til þess. Erlendar rannsóknir á sambandinu milli skatthlutfalla og skatttekna benda til þess að tekjuskattshlutfall þurfi að vera orðið umtalsvert hærra en hérlendis til að hægt verði að auka skatttekjur með því að lækka skatthlutfallið.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður? eftir Gylfa MagnússonHvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun? eftir Gylfa MagnússonEr eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá? eftir Gylfa MagnússonHver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts? eftir Gylfa MagnússonHvað eru skattleysismörk? eftir Gylfa MagnússonHvað eru jaðarskattar? eftir Gylfa MagnússonHvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri? eftir Gylfa Magnússon" }
330b619f-f077-4588-a7e9-5af7e023f561
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_64", "publish_timestamp": "2000-02-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=64", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 337 }, { "offset": 339, "length": 640 }, { "offset": 981, "length": 467 }, { "offset": 1450, "length": 521 }, { "offset": 1973, "length": 342 }, { "offset": 2317, "length": 484 }, { "offset": 2803, "length": 32 }, { "offset": 2837, "length": 592 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 119 }, { "offset": 120, "length": 128 }, { "offset": 249, "length": 88 }, { "offset": 339, "length": 53 }, { "offset": 393, "length": 53 }, { "offset": 447, "length": 96 }, { "offset": 544, "length": 161 }, { "offset": 706, "length": 123 }, { "offset": 830, "length": 149 }, { "offset": 981, "length": 124 }, { "offset": 1106, "length": 188 }, { "offset": 1295, "length": 153 }, { "offset": 1450, "length": 168 }, { "offset": 1619, "length": 55 }, { "offset": 1675, "length": 74 }, { "offset": 1750, "length": 174 }, { "offset": 1925, "length": 46 }, { "offset": 1973, "length": 236 }, { "offset": 2210, "length": 76 }, { "offset": 2287, "length": 28 }, { "offset": 2317, "length": 143 }, { "offset": 2461, "length": 112 }, { "offset": 2574, "length": 227 }, { "offset": 2803, "length": 32 }, { "offset": 2837, "length": 126 }, { "offset": 2964, "length": 95 }, { "offset": 3060, "length": 112 }, { "offset": 3173, "length": 74 }, { "offset": 3248, "length": 46 }, { "offset": 3295, "length": 43 }, { "offset": 3339, "length": 68 }, { "offset": 3408, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 72 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 72 } ] } }
{ "question": "Hvað er sokkinn kostnaður?", "answer": "Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.\n\nTil útskýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Maður nokkur er að íhuga að setja upp verslun. Hann kaupir sér húsnæði undir reksturinn og á þess kost að selja húsnæðið aftur á sama verði. Þá ræður hann markaðsráðgjafa til að meta hve mikið mun seljast af vörunni sem í boði verður. Ekki er hægt að hafa nein not af mati markaðsráðgjafans nema til að meta hvort hefja á rekstur verslunarinnar og ekki er hægt að fá kostnað við matið endurgreiddan.\n\nSokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað.\n\nÍ þessu tilviki verður kostnaðurinn af markaðsráðgjöfinni sokkinn kostnaður um leið og maðurinn er búinn að skuldbinda sig til að greiða hann. Kostnaður við kaup á húsinu er hins vegar ekki sokkinn kostnaður því að hægt er að fá hann bættan með því að selja húsið.\n\nÞegar maðurinn tekur ákvörðun um það hvort hann vill reka verslunina eða ekki ætti hann því að hafa í huga verðið sem hann fengi fyrir húsnæðið ef hann seldi það. Hann ætti hins vegar ekki að taka tillit til kostnaðarins við markaðsráðgjöfina; honum verður ekki breytt, sama hvaða ákvörðun maðurinn tekur." }
1db5967a-e8f4-4553-8949-c21f91c43a90
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_65", "publish_timestamp": "2000-02-08T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 250 }, { "offset": 252, "length": 443 }, { "offset": 697, "length": 181 }, { "offset": 880, "length": 264 }, { "offset": 1146, "length": 305 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 181 }, { "offset": 182, "length": 68 }, { "offset": 252, "length": 43 }, { "offset": 296, "length": 46 }, { "offset": 343, "length": 93 }, { "offset": 437, "length": 93 }, { "offset": 531, "length": 164 }, { "offset": 697, "length": 181 }, { "offset": 880, "length": 142 }, { "offset": 1023, "length": 121 }, { "offset": 1146, "length": 162 }, { "offset": 1309, "length": 142 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 26 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 26 } ] } }
{ "question": "Hver fann upp peningana?", "answer": "Peningar gegna mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. Í einföldum þjóðfélögum fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti, það er skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafnvel sjálfsþurftarbúskapur, það er hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á viðskiptum við aðila utan heimilisins að halda.\n\nBætt verktækni varð þess smám saman valdandi að verkaskipting varð algengari. Verkaskipting kallar á viðskipti. Þannig getur maður, sem sérhæfir sig í skógerð, svo að dæmi sé tekið, ekki lifað af skónum einum saman. Hann stundar því viðskipti, lætur eitt par af skóm af hendi til bakara og fær í staðinn brauð, annað afhendir hann svínabónda og fær kjöt, það þriðja trésmið, sem lætur honum húsgögn í té og svo framvegis.\n\nRómverskir peningar.\n\nÞetta er mun hentugra fyrirkomulag en að hver maður um sig sníði sína eigin skó, baki brauð, smíði húsgögn og stundi svínarækt. Þó eru nokkur vandamál óhjákvæmileg, til dæmis getur vel staðið þannig á að bakarann vanti ekki skó þegar skósmiðinn langar í brauð. Ein lausn á því vandamáli væri að skósmiðurinn leitaði uppi annan bakara, sem væri ekki jafnvel skóaður. Önnur lausn væri að bakarinn tæki við skónum sem borgun fyrir brauð og léti berfættan þriðja aðila fá þá í skiptum fyrir einhver gæði, sem bakarinn girnist sjálfur.\n\nVöruskiptum getur fylgt talsvert umstang og kostnaður við viðskiptin orðið mikill. Með því að koma sér saman um ákveðna staðla var þó hægt að liðka fyrir viðskiptum. Þannig fékk orðið fé núverandi merkingu vegna þess að búfé var notað sem gjaldmiðill. Kúgildi og ærgildi, það er verðgildi kvikfénaðar, voru notuð sem mælieining á verðmæti. Vaðmál var einnig notað sem gjaldmiðill á miðöldum hér á landi, og alin vaðmáls sem mælieining.\n\nErlendis tóku menn eftir því, að viðskipti með sumar vörur hafa í för með sér minna umstang en viðskipti með aðrar vörur. Þannig er mun einfaldara að flytja, geyma og meta gull en til dæmis kvikfé. Því þróuðust viðskipti smám saman þannig að í stað einfaldra vöruskipta var tekið að selja vörur fyrir gull eða aðra góðmálma, svo sem silfur, kopar eða brons, sem síðan var hægt að nota aftur í viðskiptum. Talið er að þekkst hafi að nota málma sem gjaldmiðil síðan að minnsta kosti árið 2000 fyrir Krist. Í dæminu að ofan um svanga skósmiðinn hefði lausnin því verið sú að skósmiðurinn seldi einhverjum þriðja aðila skó og fengi gull í staðinn, í stað þess að leita að bakara sem var illa búinn til fótanna. Skósmiðurinn gæti síðan keypt brauð fyrir gullið og bakarinn keypt af enn öðrum aðila það, sem hann vanhagar um, fyrir andvirði brauðsins í gulli.\n\nEnn eitt skref til framfara var tekið þegar yfirvöld tóku að gefa út mynt úr góðmálmi. Yfirvaldið ábyrgðist að í hverri mynt væri ákveðið magn af góðmálmum. Þá þurfti ekki lengur að vega málmstykki og meta hreinleika þeirra í hvert sinn sem þau skiptu um eigendur. Vitað er að slík myntslátta þekktist í Grikklandi snemma á sjöundu öld fyrir Krist og einstaka myntir eru jafnvel taldar enn eldri.\n\nSeðlar komu mun síðar til sögunnar. Notkun þeirra breiddist fyrst út á 17. og 18. öld í Evrópu. Er oft miðað við það sem upphaf notkunar seðla þótt Kínverjar virðist hafa verið nokkrum öldum á undan Evrópumönnum að gera tilraunir með þá. Frakkar voru fyrstir Evrópubúa til að prenta seðla í stórum stíl, snemma á átjándu öld.\n\nBréf frá 1771 sem tilgreinir að handhafi þess eigi 30 dali.\n\nSkýringin á tilkomu seðla var að menn áttuðu sig á að óþarfi var að flytja góðmálmana fram og til baka við hver viðskipti, því fylgdi bæði umstang og hætta á þjófnaði (það vildi til dæmis kvarnast utan úr gullpeningunum í meðförunum). Næsta skref var því að aðilar, sem áttu talsvert magn af góðmálmum, svo sem kaupmenn og gullsmiðir, létu ekki málmana sjálfa af hendi þegar þeir keyptu vörur. Í staðinn létu þeir seljandanum í té bréf upp á það að hann gæti hvenær sem er náð í svo og svo mikið af gulli eða silfri til sín. Handhafa bréfsins var svo í sjálfsvald sett hvort hann náði í málmana. Einnig gat handhafi bréfsins afhent það þriðja aðila sem greiðslu í stað gulls ef sá hafði trú á því að útgefandi bréfsins myndi standa við það, sem í því stóð. Þetta fyrirkomulag gerði það kleift að stunda umfangsmikil viðskipti án þess að þurfa að standa í sífelldum flutningum á dýrmætum málmum. Útgáfa á bréfum sem þessum varð upphafið að skipulagðri útgáfu á peningaseðlum eins og þeim, sem við þekkjum í dag. Jafnframt fór starfsemi sumra þessara kaupmanna og gullsmiða að líkjast æ meir starfsemi banka og lagði grunninn að nútíma bankakerfi.\n\nFrekara lesefni af Vísindavefnum:\n\nEf Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga? eftir Gylfa MagnússonHvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla? eftir Gylfa MagnússonHvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? eftir Gylfa MagnússonSkapa peningar hamingju? eftir Rögnu B. Garðarsdóttur og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur" }
a55ab9d5-16de-434f-bb24-8f941b1d4b24
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_75", "publish_timestamp": "2000-02-09T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=75", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 361 }, { "offset": 363, "length": 421 }, { "offset": 786, "length": 20 }, { "offset": 808, "length": 530 }, { "offset": 1340, "length": 435 }, { "offset": 1777, "length": 853 }, { "offset": 2632, "length": 396 }, { "offset": 3030, "length": 325 }, { "offset": 3357, "length": 59 }, { "offset": 3418, "length": 1145 }, { "offset": 4565, "length": 33 }, { "offset": 4600, "length": 357 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 53 }, { "offset": 54, "length": 43 }, { "offset": 98, "length": 263 }, { "offset": 363, "length": 77 }, { "offset": 441, "length": 33 }, { "offset": 475, "length": 103 }, { "offset": 579, "length": 205 }, { "offset": 786, "length": 20 }, { "offset": 808, "length": 127 }, { "offset": 936, "length": 132 }, { "offset": 1069, "length": 104 }, { "offset": 1174, "length": 164 }, { "offset": 1340, "length": 82 }, { "offset": 1423, "length": 82 }, { "offset": 1506, "length": 85 }, { "offset": 1592, "length": 87 }, { "offset": 1680, "length": 95 }, { "offset": 1777, "length": 121 }, { "offset": 1899, "length": 75 }, { "offset": 1975, "length": 206 }, { "offset": 2182, "length": 98 }, { "offset": 2281, "length": 202 }, { "offset": 2484, "length": 146 }, { "offset": 2632, "length": 86 }, { "offset": 2719, "length": 69 }, { "offset": 2789, "length": 107 }, { "offset": 2897, "length": 131 }, { "offset": 3030, "length": 35 }, { "offset": 3066, "length": 59 }, { "offset": 3126, "length": 141 }, { "offset": 3268, "length": 87 }, { "offset": 3357, "length": 59 }, { "offset": 3418, "length": 234 }, { "offset": 3653, "length": 158 }, { "offset": 3812, "length": 130 }, { "offset": 3943, "length": 70 }, { "offset": 4014, "length": 160 }, { "offset": 4175, "length": 137 }, { "offset": 4313, "length": 115 }, { "offset": 4429, "length": 134 }, { "offset": 4565, "length": 33 }, { "offset": 4600, "length": 71 }, { "offset": 4672, "length": 74 }, { "offset": 4747, "length": 103 }, { "offset": 4851, "length": 45 }, { "offset": 4897, "length": 60 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 24 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 24 } ] } }
{ "question": "Hreyfast báðir endar á hlut á sama tíma þegar ýtt er á annan hvorn endann?", "answer": "Nei, boðin þurfa að berast til hins endans á hlutnum. Við vitum að afstæðiskenning Einsteins segir að engin boð berist hraðar en með ljóshraðanum. En það er allt annað sem veldur hér mestu um takmörkun boðhraðans, jafnvel þótt hluturinn virðist harður viðkomu.\n\nAllt þéttefni er gert úr atómum sem oft er haldið saman í kristallsgrind með rafkröftum. Atómunum er þó stundum raðað óreglulega eins og í gleri eða flóknari efnum. Þegar við ýtum á annan enda hlutar berast boðin sem þrýstingsbylgja til hins endans. Þessi bylgja er sambærileg við hljóðbylgju í lofti eða vatni. Kraftar milli atómanna í föstum hlut eru hins vegar sterkari en í lofti eða vatni þannig að hljóðhraðinn er meiri, allt að 12 sinnum meiri en hljóðhraðinn í lofti.\n\nÞað kann að vera erfitt að sjá þrýstingsbylgjuna og tímamuninn þegar við ýtum á endann á venjulegri málmstöng. En við getum séð ýkta mynd af því sem gerist með málmstöngina ef við gerum tilraunina á gormi sem er hvorki of stífur né of mjúkur. Ef við togum í annan endann á gorminum sem liggur á hálu borði þá sjáum við þrýstingsbylgjuna berast til hins endans. Og eftir að hinn endinn er kominn á hreyfingu ásamt gorminum í heild sveiflast endinn enn með litlu útslagi vegna þrýstingsbylgjunnar.\n\nUm kristallagrindur málma og annarra efna ferðast stöðugt sveiflur og bylgjur sem einkennast af uppbyggingu efnanna, hitastigi og ytri þrýstingi. Þessar bylgjur eru ekki aðeins þrýstingsbylgjur eins og hljóðbylgjur í lofti, heldur einnig þversbylgjur með sveiflu þvert á útbreiðslustefnuna, eins og bylgjur sem koma fram í stöng þegar við sláum þvert á hana, samanber tónkvísl.\n\nÍ eðlisfræði þéttefnis er fjallað um bylgjurnar á máli skammtafræðinnar sem \"hljóðeindir\" sambærilegar við ljóseindir í tómarúmi. Hljóðeindirnar í kristalli tengjast meðal annars leiðni hans og ljóseiginleikum. Til dæmis verða nokkur efni ofurleiðandi við lágt hitastig vegna þess að hljóðeindirnar para saman leiðnirafeindirnar, en það er önnur saga." }
792339cd-fe73-4925-84d6-824ee2863834
{ "author": "Viðar Guðmundsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_77", "publish_timestamp": "2000-02-09T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=77", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 260 }, { "offset": 262, "length": 475 }, { "offset": 739, "length": 495 }, { "offset": 1236, "length": 377 }, { "offset": 1615, "length": 351 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 53 }, { "offset": 54, "length": 92 }, { "offset": 147, "length": 113 }, { "offset": 262, "length": 88 }, { "offset": 351, "length": 75 }, { "offset": 427, "length": 84 }, { "offset": 512, "length": 61 }, { "offset": 574, "length": 163 }, { "offset": 739, "length": 110 }, { "offset": 850, "length": 131 }, { "offset": 982, "length": 117 }, { "offset": 1100, "length": 134 }, { "offset": 1236, "length": 145 }, { "offset": 1382, "length": 231 }, { "offset": 1615, "length": 129 }, { "offset": 1745, "length": 80 }, { "offset": 1826, "length": 140 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 74 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 74 } ] } }
{ "question": "Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt?", "answer": "Upphafleg spurning var sem hér segir:\n\nFærast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt, sbr. sólargang, séð frá jörðinni, t.d. frá Íslandi?\n\nLangflestar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru fastastjörnur eins og þær eru kallaðar. Sú nafngift stafar ekki af því að þær sýnist vera fastar á einhverjum tilteknum stað, til dæmis yfir einhverju tilteknu kennileiti miðað við ákveðinn sjónarhól. Þvert á móti hreyfast þær einmitt yfir himininn frá austri til vesturs á hverri nóttu svipað og sólin.\n\nEin stjarna er þó nokkurn veginn kyrr á næturhimninum, alltaf í sömu hæð séð frá sama athugunarstað, og einnig alltaf í norðri. Þetta er Pólstjarnan, og hinar stjörnurnar sýnast vera á hringferð um hana eftir hringum sem eru misstórir eftir því hve langt þær eru frá henni. Sumar þeirra eru nógu nálægt Pólstjörnunni til þess að þær setjast aldrei og er slíkt sérlega algengt hér á norðurslóð þar sem póllinn er hátt á lofti. Þessar stjörnur eru kallaðar pólhverfar.\n\nAðrar fastastjörnur eru nálægt miðbaug himins sem svo er kallaður, en það er hringur sem er hornréttur á stefnuna til pólsins og liggur um punktana tvo sem eru í hávestur og háaustur á sjóndeildarhringnum. Þessar stjörnur eru líkastar sólinni í göngu sinni um himininn. Þær koma upp í austri og við sjáum það þegar það gerist á nóttunni, og þær setjast í vestri eins og sólin.\n\nFastastjörnurnar draga nafn sitt af því að þær hreyfast sem ein heild um himininn; þær eru fastar hver miðað við aðra. Þetta er líkast því að himinhvelfingin væri risastór húfa eða kúla með götum fyrir fastastjörnurnar og þessi kúla snerist svo um ás gegnum himinpólana.\n\nInnan um og saman við fastastjörnurnar eru svo nokkrar stjörnur sem við köllum reikistjörnur af því að þær líta annars vegar út svipað og aðrar stjörnur en eru hins vegar á sífelldu flakki innan um fastastjörnurnar. Fimm þessara stjarna eru vel sýnilegar berum augum og hafa verið þekktar frá örófi alda.\n\nFastastjörnurnar eru svo óralangt í burtu frá okkur að engin leið er að sjá neinn mun á stöðu þeirra eftir því hvar við erum stödd á jörðinni. Hins vegar er ekki ýkja erfitt að sjá slíkan mun á stöðu tunglsins og þegar kemur að reikistjörnunum er hægt að sjá hann með góðum mælitækjum.\n\nÁ nítjándu öld komust menn að því að þeir gátu séð breytingu á stöðu nálægra fastastjarna miðað við bakgrunn hinna fjarlægari eftir því hvar jörðin var stödd á braut sinni um sól. Þetta fyrirbæri nefnist hliðrun eða stjörnuhliðrun og er hliðstætt þeirri breytingu sem við getum séð á afstöðu hluta í kringum okkur með því að loka augunum á víxl.\n\nEkki er heldur öll sagan sögð með því að fastastjörnurnar séu fastar hver miðað við aðra. Þegar betur er að gáð hreyfast sumar þeirra miðað við hinar og verður sú hreyfing sýnileg á löngum tíma, til dæmis með því að stjörnumerking breyta um lögun. Þetta nefnist eiginhreyfing.\n\nHitt má einnig nefna að möndullinn sem himinkúlan snýst um hreyfist miðað við fastastjörnurnar, einn hring á himinkúlunni á hverjum 26 000 árum. Þetta nefnist pólvelta og veldur því meðal annars að sólin er ekki í sama stjörnumerki á tilteknum árstíma og hún var til dæmis fyrir 2-3000 árum þegar svokölluð stjörnuspeki var að mótast austur í Babýlóníu.\n\nLesefni:\n\nÞorsteinn Sæmundsson, Stjörnufræði - Rímfræði. Reykjavík: Menningarsjóður, 1972.\n\nÞorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfanda hveli I-II. Reykjavík: Mál og menning, 1986-1989.\n\nEinnig má nefna tölvuforrit eins og Starry Night sem fæst á geisladiski og á vefnum." }
6273b056-32ea-4bf4-9b42-813e44667216
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_82", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=82", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 103 }, { "offset": 144, "length": 361 }, { "offset": 507, "length": 466 }, { "offset": 975, "length": 376 }, { "offset": 1353, "length": 270 }, { "offset": 1625, "length": 304 }, { "offset": 1931, "length": 285 }, { "offset": 2218, "length": 345 }, { "offset": 2565, "length": 276 }, { "offset": 2843, "length": 353 }, { "offset": 3198, "length": 8 }, { "offset": 3208, "length": 80 }, { "offset": 3290, "length": 95 }, { "offset": 3387, "length": 84 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 103 }, { "offset": 144, "length": 97 }, { "offset": 242, "length": 160 }, { "offset": 403, "length": 102 }, { "offset": 507, "length": 127 }, { "offset": 635, "length": 145 }, { "offset": 781, "length": 151 }, { "offset": 933, "length": 40 }, { "offset": 975, "length": 205 }, { "offset": 1181, "length": 63 }, { "offset": 1245, "length": 106 }, { "offset": 1353, "length": 118 }, { "offset": 1472, "length": 151 }, { "offset": 1625, "length": 215 }, { "offset": 1841, "length": 88 }, { "offset": 1931, "length": 142 }, { "offset": 2074, "length": 142 }, { "offset": 2218, "length": 179 }, { "offset": 2398, "length": 165 }, { "offset": 2565, "length": 89 }, { "offset": 2655, "length": 157 }, { "offset": 2813, "length": 28 }, { "offset": 2843, "length": 144 }, { "offset": 2988, "length": 208 }, { "offset": 3198, "length": 8 }, { "offset": 3208, "length": 46 }, { "offset": 3255, "length": 33 }, { "offset": 3290, "length": 57 }, { "offset": 3348, "length": 37 }, { "offset": 3387, "length": 84 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 51 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 51 } ] } }
{ "question": "Hve mikið af rekstri Háskóla Íslands fer fram utan höfuðborgarsvæðisins?", "answer": "Upphafleg spurning var sem hér segir:\n\nHve stórum hluta af heildarrekstrarumfangi HÍ mælt í peningum er varið utan höfuðborgarsvæðisins, skipt eftir kjördæmum?\n\nHáskóli Íslands rekur nokkrar rannsóknastöðvar á landsbyggðinni, sumar í samstarfi við aðra. Þær eru yfirleitt til komnar vegna sérstakra rannsóknaverkefna. Þessar stöðvar eru t.d. á Hornafirði (búið að gera samning, en starfsemi ekki hafin), í Hveragerði, á Kvískerjum, við Mývatn, í Vestmannaeyjum og á Selfossi.\n\nEinnig taka viðeigandi rannsóknastofnanir Háskólans á faglegum forsendum fullan þátt í viðbúnaði og þekkingaröflun vegna jarðskjálfta, eldgosa og annarrar náttúruvár hvar sem er á landinu. Nokkrum stöðum við stofnanir Háskólans hefur sérstaklega verið ráðstafað í þessu skyni, m.a. fyrir atbeina Alþingis. Náttúruöflin ráða því hvernig kostnaður af þessari starfsemi skiptist milli landshluta á hverjum tíma og er ekki víst að sú skipting liggi fyrir í bókhaldi.\n\nVísindamenn á vegum Háskólans og stofnana hans, einkum í jarðvísindum og líffræði, fara í fjölmarga rannsóknaleiðangra um landið á ári hverju. Þessar ferðir eru kostaðar af Háskólanum, Rannsóknasjóði hans og öðrum vísindasjóðum. Útlagður kostnaður við þær fellur að miklu leyti til úti á landi.\n\nHáskólinn er opinn nemendum hvaðanæva af landinu, án nokkurrar mismununar af hans hálfu. Hagstofa Íslands kann að hafa á hraðbergi tölur um þetta.\n\nÞjónusta og fræðsla af hálfu Háskólans stendur í vaxandi mæli öllum landsmönnum til boða, óháð dvalarstað. Fjarkennsla er þáttur í þessu og Vísindavefurinn er nýjasta dæmið, en honum hefur verið afar vel tekið um land allt og spurningar berast ekki síst utan af landi.\n\nÁ næstu dögum verður opnuð sérstök vefsíða um starfsemi Háskóla Íslands á landsbyggðinni.\n\nSpyrjanda er bent á að snúa sér til fjármálasviðs Háskólans ef hann óskar nánari upplýsinga, til dæmis um tölulegar hliðar þessara mála." }
706d125e-564f-4fb7-ae2b-bfaee919d37f
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_83", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=83", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 120 }, { "offset": 161, "length": 314 }, { "offset": 477, "length": 462 }, { "offset": 941, "length": 294 }, { "offset": 1237, "length": 146 }, { "offset": 1385, "length": 268 }, { "offset": 1655, "length": 89 }, { "offset": 1746, "length": 136 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 120 }, { "offset": 161, "length": 92 }, { "offset": 254, "length": 63 }, { "offset": 318, "length": 157 }, { "offset": 477, "length": 188 }, { "offset": 666, "length": 116 }, { "offset": 783, "length": 156 }, { "offset": 941, "length": 142 }, { "offset": 1084, "length": 85 }, { "offset": 1170, "length": 65 }, { "offset": 1237, "length": 88 }, { "offset": 1326, "length": 57 }, { "offset": 1385, "length": 106 }, { "offset": 1492, "length": 161 }, { "offset": 1655, "length": 89 }, { "offset": 1746, "length": 136 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 72 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 72 } ] } }
{ "question": "Hvað er vitað um fingrarím?", "answer": "Upphaflegu spurningarnar eru þessar:\n\nHver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?\n\nÞorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að líta forsíðu gamallar bókar á íslensku en latneskt heiti hennar er Dactylismus ecclesiasticus. Það svarar spurningunni um latneska heitið en síðara orðið er lýsingarorð og merkir \"kirkjulegur\". Dactylismus er hið eiginlega heiti og er dregið af latneska orðinu \"dactylus\" sem er aftur komið af gríska orðinu \"dactylos\". Þessi orð merktu fingur eða hnúa en orðið \"dactyl\" í nútímaensku er hins vegar meðal annars safnheiti um fingur og tær.\n\nHér er hvorki skynsamlegt né við hæfi að endursegja það sem Þorsteinn Sæmundsson hefur nýlega birt á vefsetri eins og þessu hér, heldur bendum við spyrjanda og öðrum áhugamönnum á að kynna sér efnið á fyrrnefndu veffangi." }
d24bea2e-d0af-4166-90f6-83a130f29cf7
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_84", "publish_timestamp": "2000-02-10T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=84", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 36 }, { "offset": 38, "length": 148 }, { "offset": 188, "length": 569 }, { "offset": 759, "length": 221 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 36 }, { "offset": 38, "length": 35 }, { "offset": 74, "length": 31 }, { "offset": 106, "length": 80 }, { "offset": 188, "length": 103 }, { "offset": 292, "length": 120 }, { "offset": 413, "length": 98 }, { "offset": 512, "length": 125 }, { "offset": 638, "length": 119 }, { "offset": 759, "length": 221 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 27 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 27 } ] } }
{ "question": "Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul?", "answer": "Upphafleg spurning var sem hér segir:\n\nStöðvast hreyfingar í sameindum (til dæmis hreyfingar rafeinda) ef efni er kælt niður í alkul? Ef ekki, hvað myndi þá koma fyrir efni ef þessar hreyfingar stöðvuðust alveg?\n\nRétt er að hafa í huga að alkuli er ekki hægt að ná í tilraunum, en hægt er að nálgast það betur og betur. Samkvæmt sígildri eðlisfræði um safn einda, atóma eða sameinda, þar sem byggt er á hreyfilögmálum Newtons, er meðalhreyfiorka eindanna í réttu hlutfalli við hitastigið á kelvínkvarða, það er mælt frá alkuli þar sem hitinn er 0 kelvín. Ef hreyfiorka þessara safna er skoðuð við herbergishita lítur út fyrir að hún muni hverfa við alkul. Snemma á öldinni komust menn að því að sígilda eðlisfræðin segir ekki rétt fyrir um eiginleika eindasafna við lágt hitastig. Tilraunir sýndu að hreyfiorka eindanna og varmarýmd safnanna (það er hve mikinn varma þarf til að hita safnið upp um til dæmis eina gráðu) er önnur en búist var við. Þessi staðreynd var ein af meginástæðum þess að snemma á tuttugustu öldinni kom fram svokölluð skammtafræði sem lýst getur hegðun alls efnis í kringum okkur í samræmi við tilraunir enn í dag.\n\nSamkvæmt skammtafræðinni er ekki hægt að lýsa til að mynda hreyfingu rafeindar í atómi á annan hátt en með líkindadreifingu. Ekki er hægt að segja til dæmis að rafeindin sé á hringhreyfingu, heldur aðeins hversu miklar líkur sé á að finna hana á tilteknu svæði í rúminu. Ennfremur segir skammtafræðin með svokölluðu \"óvissulögmáli Heisenbergs\" að því betur sem við getum mælt staðsetningu eindar því minna vitum við um hraða hennar og stefnu, og öfugt: Því betur sem hraðinn er þekktur því minna vitum við um hvar eindin er! Þegar þetta er skoðað nákvæmar kemur í ljós að rafeind í atómi getur aldrei haft hverfandi orku. Hver bundin eind á sér svo kallað grunnástand. Lægri orku getur hún ekki haft! Líkindadreifingin fyrir staðsetningu rafeindar í grunnástandi hefur endanlegt gildi á svæði sem er miklu stærri en kjarni atómsins. Í stað orku grunnástandsins er oft talað um \"núllpunktsorku\" (e. Zero Point Energy).\n\nAf þessu sést að \"hreyfingar\" einda stöðvast EKKI við alkul. Líkindadreifingar um stað og hraða breytast til dæmis ekki í það horf að hraðinn verði eindregið 0 og samtímis verði staðurinn fastur og ákveðinn. Við getum ekki sagt hvað myndi gerast ef svo væri ekki. Það eru einungis til eindir í veröldinni sem lýsa verður með skammtafræði. Til dæmis eru allar rafeindir nákvæmlega eins! Það er ekki á nokkurn hátt hægt að þekkja þær í sundur. Okkar sígilda reynsla og innsæi kemur að engum notum þegar lýsa verður eindum með skammtafræðinni. Eðli náttúrunnar er einfaldlega slíkt að ekki er hægt að lýsa hreyfingum einda í atómi á nákvæmari hátt en með líkindadreifingu!" }
04eb94b7-7dca-45fc-8e32-d4d214e7c5d7
{ "author": "Viðar Guðmundsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_87", "publish_timestamp": "2000-02-12T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=87", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 172 }, { "offset": 213, "length": 925 }, { "offset": 1140, "length": 917 }, { "offset": 2059, "length": 669 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 94 }, { "offset": 134, "length": 77 }, { "offset": 213, "length": 106 }, { "offset": 320, "length": 234 }, { "offset": 555, "length": 100 }, { "offset": 656, "length": 124 }, { "offset": 781, "length": 165 }, { "offset": 947, "length": 191 }, { "offset": 1140, "length": 124 }, { "offset": 1265, "length": 145 }, { "offset": 1411, "length": 253 }, { "offset": 1665, "length": 96 }, { "offset": 1762, "length": 46 }, { "offset": 1809, "length": 31 }, { "offset": 1841, "length": 131 }, { "offset": 1973, "length": 84 }, { "offset": 2059, "length": 60 }, { "offset": 2120, "length": 146 }, { "offset": 2267, "length": 55 }, { "offset": 2323, "length": 74 }, { "offset": 2398, "length": 46 }, { "offset": 2445, "length": 55 }, { "offset": 2501, "length": 98 }, { "offset": 2600, "length": 128 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?", "answer": "Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna.\n\nÍslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund. Það er þó ekki svo slæmt í ljósi þess hve fáir Íslendingar eru. Þetta ár var verðmæti framleiðslu Íslendings að meðaltali um 1,8 milljónir króna en verðmæti framleiðslu meðalmannsins á jörðinni einungis um 360 þúsundir króna. Íslendingar eru því afar vel stæðir á þennan mælikvarða; hver Íslendingur framleiddi á þessu ári vörur sem kostuðu fimm sinnum meira en það sem meðalíbúi jarðar framleiddi á sama tíma.\n\nÞetta ár voru níu þjóðir fyrir ofan Íslendinga hvað meðalframleiðslu á mann varðar. Lúxemborgarar voru efstir, með 3,2 milljónir króna á mann. Það er um 70% meira en Íslendingar að meðaltali. Hinar Norðurlandaþjóðirnar voru með svipaða framleiðslu á mann og Íslendingar, Danir og Norðmenn ívið meiri og Finnar og Svíar aðeins minni.\n\nPlace d'Armes í Lúxemborg. Lúxemborg trónir á toppnum yfir meðalframleiðslu á mann.\n\nBandaríkjamenn höfðu mesta samanlagða þjóðarframleiðslu, ríflega 500 þúsund milljarða króna eða um fjórðung af verðmæti alls sem framleitt var á jörðinni þetta ár. Íslendingar voru í 78. sæti á þessum mælikvarða.\n\nHafa ber í huga að samanburður sem þessi er alltaf dálítið vandasamur. Vitaskuld skiptir fleira máli en bara framleiðsla á mann í krónum talið. Sum verðmæti verða ekki metin til fjár. Önnur er hugsanlegt að meta til fjár en hefð er fyrir því að telja þau ekki með í útreikningi þjóðarframleiðslu. Þjóðarframleiðsla á mann er því langt í frá algildur mælikvarði á það hve vel einstaka þjóðir halda á sínum málum.\n\nÞá er rétt að hafa í huga að verðlag er mjög mismunandi milli landa. Í ríkum löndum er verðlag alla jafna hærra en í fátækum. Það þýðir að hægt er að veita sér minna fyrir hverja krónu í ríkari löndunum. Ef tekið er tillit til þessa breytist niðurröðun ríkja aðeins og munurinn á milli ríkustu landanna og þeirra fátækari er minni en ella - en umtalsverður samt!\n\nÍslendingar lentu einnig í tíunda sæti yfir þjóðarframleiðslu á mann þegar búið var að taka tillit til frekar hás verðlags á Íslandi árið 1996. Þegar tekið er tillit til þess hve mikið hægt er að kaupa fyrir hverja krónu á Íslandi kemur í ljós að verðmæti framleiðslu hvers Íslendings dugði til að kaupa um 3,5 sinnum meira en framleiðsla meðalíbúans á jörðinni dugði til að kaupa í heimalandi hans.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur? eftir Gylfa MagnússonHvað er hagvöxtur? eftir Gylfa MagnússonHver eru fimm fátækustu ríki heims og hver eru þau fimm ríkustu? eftir Ulriku AnderssonEr Suður-Afríka næstríkasta land í heimi? eftir Gylfa Magnússon\n\nHeimild:\n\nHagtölur frá Alþjóðabankanum." }
b5fcadea-1b8e-4620-8171-83599d7fa33d
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_88", "publish_timestamp": "2000-02-13T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=88", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 195 }, { "offset": 197, "length": 526 }, { "offset": 725, "length": 332 }, { "offset": 1059, "length": 83 }, { "offset": 1144, "length": 212 }, { "offset": 1358, "length": 411 }, { "offset": 1771, "length": 362 }, { "offset": 2135, "length": 399 }, { "offset": 2536, "length": 32 }, { "offset": 2570, "length": 266 }, { "offset": 2838, "length": 8 }, { "offset": 2848, "length": 29 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 112 }, { "offset": 113, "length": 82 }, { "offset": 197, "length": 115 }, { "offset": 313, "length": 63 }, { "offset": 377, "length": 161 }, { "offset": 539, "length": 184 }, { "offset": 725, "length": 83 }, { "offset": 809, "length": 58 }, { "offset": 868, "length": 48 }, { "offset": 917, "length": 140 }, { "offset": 1059, "length": 26 }, { "offset": 1086, "length": 56 }, { "offset": 1144, "length": 163 }, { "offset": 1308, "length": 48 }, { "offset": 1358, "length": 70 }, { "offset": 1429, "length": 72 }, { "offset": 1502, "length": 39 }, { "offset": 1542, "length": 112 }, { "offset": 1655, "length": 114 }, { "offset": 1771, "length": 68 }, { "offset": 1840, "length": 56 }, { "offset": 1897, "length": 77 }, { "offset": 1975, "length": 158 }, { "offset": 2135, "length": 143 }, { "offset": 2279, "length": 255 }, { "offset": 2536, "length": 32 }, { "offset": 2570, "length": 54 }, { "offset": 2625, "length": 39 }, { "offset": 2665, "length": 85 }, { "offset": 2751, "length": 63 }, { "offset": 2815, "length": 21 }, { "offset": 2838, "length": 8 }, { "offset": 2848, "length": 29 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Hvaða hlutabréf er best að kaupa?", "answer": "Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem hann þykist kaupa. Skýringin á því að þetta eru óskyldar spurningar er að þegar fólk kaupir bréf fyrir sitt eigið fé þá skiptir talsverðu máli fyrir það hve mikla áhættu það tekur. Flestir vilja taka sem minnsta áhættu, að öðru jöfnu. Í leik sem þessum skiptir hins vegar öllu að taka sem mesta áhættu, það er nánast eina skynsamlega ráðleggingin sem hægt er að gefa.\n\nHvernig er best að fjárfesta?" }
8b9320b5-c435-4020-9338-407934ee809d
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_91", "publish_timestamp": "2000-02-14T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=91", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 679 }, { "offset": 681, "length": 29 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 87 }, { "offset": 88, "length": 78 }, { "offset": 167, "length": 163 }, { "offset": 331, "length": 161 }, { "offset": 493, "length": 53 }, { "offset": 547, "length": 132 }, { "offset": 681, "length": 29 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 33 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 33 } ] } }
{ "question": "Eru tölvuleikir vanabindandi?", "answer": "Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann stærri skammta af efninu til þess að finna þau áhrif sem hann sækist eftir. Skortur á efnunum veldur líka vanlíðan sem áframhaldandi notkun sefar. Þannig er hætta á að neytandinn taki að nota efnið í óhófi, hann þarf æ stærri skammta til að komast í þetta eftirsótta ástand og til að forðast vanlíðan.\n\nÍ þessum skilningi orðsins er óhætt að staðhæfa að tölvuleikir eru ekki vanabindandi; ekki er vitað til þess að þeir veki lífeðlisfræðileg viðbrögð sem eru sambærileg þeim sem vanabindandi efni gera, svo að ekki er um að ræða líkamleg fráhvarfseinkenni, þolmyndun eða fíkn í þeim skilningi.\n\nSumir tölvuleikir eru að vísu þannig gerðir að þeir skapa spennu, svipaða þeirri sem þekkist úr spilum og leikjum frá alda öðli. Sá sem spilar tölvuleikinn er spenntur að vita hvort honum tekst það sem gera þarf. Nákvæmlega hvað gerist næst er óvíst og hann á alltaf á hættu að gera mistök eða lenda í erfiðleikum, missa punkta og tapa leiknum. Þær aðstæður eru líkar venjulegum keppnisaðstæðum. Keppandi svitnar, blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttur hans verður örari, vöðvar spennast og adrenalínmagn í líkamanum eykst. Ástandið líkist einnig því sem verður við líkamlega áreynslu.\n\nTölvuleikir eru ekki vanabindandi í sama skilningi og inntaka ýmissa efna. Í sumum tilfellum getur tölvuleikjaspilun samt sem áður truflað daglegt líf.\n\nOg vitað er að líkamleg áreynsla, til dæmis við keppni og í líkamsrækt, stuðlar að framleiðslu og losun deyfandi efna, endorfína, í líkama fólks. Ein tilgáta til skýringar á því að sumt fólk sækir í spennu - stundar teygju- og fallhlífastökk, horfir á hryllingsmyndir, leggur fé undir í spilum, nú eða reynir hressilega á sig í íþróttum - er að fólkið sé á vissan hátt háð þeim líkamlegu viðbrögðum við álagi sem tengjast framleiðslu endorfína. Ef til vill geta tölvuleikir stuðlað að slíkri framvindu.\n\nÞar er þó aðeins um tilgátu að ræða því að ekki er hægt að segja að rannsóknir hafi staðfest að tölvuleikir hafi sambærileg áhrif og líkamlegt álag. Og þó að svo væri er rétt að muna að áhrif endorfíns, sem líkaminn framleiðir sjálfur í hæfilegum og viðeigandi skömmtunum, eru varla sambærileg við áhrif utanaðkomandi efna sem neytt er í stórum skömmtum.\n\nEn spurningin um vanabindandi mátt tölvuleikja er sennilega til komin vegna þess að sumir leika þá lon og don, vilja helst ekkert annað gera, jafnvel þannig að eðlilegt líf, nám, vinna eða samband við skyldmenni og vini fer að líða fyrir leikina. Afleiðingarnar kunna að sínu leyti að líkjast þeim sem verða af neyslu vanabindandi efna. Eðlilegt líf spilarans virðist raskast.\n\nÍ þeim skilningi falla tölvuleikir undir almennt námslögmál. Hagstæðar afleiðingar sem fylgja strax í kjölfar tiltekinnar hegðunar festa þá hegðun í sessi. Sá sem sest við tölvu og fær þar leiðbeiningar um heilan heim að leika sér í þar sem skemmtileg framvinda, athyglisverð hljóð og frábær grafík fylgjast að, er oft þannig staddur. Einfalt slag á lyklaborð eða mús kallar fram hagstæðar breytingar á umhverfi. Hamingjuóskir, punktasöfnun, aukin tök á leiknum, möguleikar á að slá út eitt borð enn, möguleikar á að setja sérstakt met - allt eru þetta afleiðingar sem styrkja hegðun þess sem situr við skjáinn og fer fingrum um lyklaborð og mús.\n\nSlík hegðun er varla óæskileg í sjálfri sér, varla fremur en aðrir leikir eða spil. En þegar tiltekin hegðun er farin að spilla fyrir viðkomandi, þannig að hann vanrækir það sem honum væri nær að gera og þyrfti helst að gera, þá vaknar spurningin um vanabindingu. Slíkur vítahringur myndast helst þegar hagstæðar afleiðingar af hegðun koma tafarlaust, en óhagstæðar afleiðingar eru lengra undan. Þannig getur reykingamaður komið í veg fyrir vanlíðan af nikótínskorti á augabragði með því að reykja eina rettu, en minnkaðar lífslíkur, krabbamein í framtíðinni, eru miklu fjarlægari. Spilafíkill segir við sjálfan sig: Það er nú engin frágangssök að spandera einum hundraðkalli eða einum þúsundkalli. Gjaldþrot og nauðungaruppboð eru svo miklu fjarlægari en ánægjan af einu litlu veðmáli. Og sá sem spilar tölvuspil getur lengi sagt að ekki saki að taka eitt borð enn; varla steypist heimurinn á hausinn fyrir það.\n\nTölvuleikir hafa margt til að bera sem gerir þá eftirsóknarverða. Þeir fara strax í gang, þeir eru strax skemmtilegir, þeir eru spennandi og skaðinn af þeim getur varla talist nálægur eða yfirvofandi. Spurningar um vanabindingu vakna reyndar aðeins ef langtímaafleiðingar teljast óæskilegar. Ef unglingur fær óslökkvandi áhuga á námsbókum sínum eða hljóðfæranámi - les eða spilar í sífellu - spyr enginn óþægilegra spurninga, enda ólíklegt að hegðunin komi honum nokkurn tíma í koll. Spurningin um tölvuleikina - eins og svo margt af svipuðum toga - er því ekki hvort þeir séu óhollir af sjálfum sér, heldur hvort menn vanræki annað í þeirra þágu. Fátt bendir til þess að þeir séu þar verri en annað sem fólki finnst skemmtilegt. Reyndar verður hver og einn að meta hvort inntak þeirra leikja sem hann og skjólstæðingar hans leika sé mönnum bjóðandi.\n\nÁráttuseta manns við tölvu - að taka aðeins einn leik enn - fer eftir því hvað hann hefur annað að gera og hvaða afleiðingar fylgja því að vanrækja það. Ólíklegt er að maður geri ekkert annað en að leika sér á tölvu ef hann veit að það verður til þess að hann ljúki þá engum verkum, fái ekki greitt í vinnunni og missi þar með framfærslu sína. En ef reynslan segir honum að hann þurfi ekki endilega að klára verkin, þau geti beðið, hann fái greitt hvort eð er, er miklu líklegra að hann hlaupist undan ábyrgð sinni og byrji að spila. Og vanrækt verk verða örðugri áhlaups en þau sem ganga sinn vanagang. Þannig getur spilarinn komist í vítahring af því að það verður átakaminna fyrir hann að taka bara einn leik enn, heldur en að taka til við verkefni hins gráa hversdagsleika. Það verður aftur til þess að hversdagsleikinn verður enn fjarlægari og skyldmenni og samstarfsmenn leita minna til hans. Þannig lokast hringurinn. Hann hefur enga sérstaka ástæðu til að hætta að spila. Hann hefur lært að forðast verkefni og ábyrgð. Eðlilega verður minna um athyglisverð samskipti og verkefni í lífi hans. Þannig geta menn eytt drjúgum tíma í tölvuspil sem betur væri varið til annarra hluta - einfaldlega vegna þess að skammtímaafleiðingar hvers spils, það er skemmtunin af því, vega þyngra en langtímaafleiðingarnar.\n\nÞeir sem eru næst spilaranum orða þetta kannski þannig að hann „sé orðinn háður leiknum“ sem sé „vanabindandi“, en kannski er nóg að skýra áráttu mannsins með þeim aðstæðum sem hér var lýst. Atferlisfræðingar telja mestu skipta að átta sig á að aðstæður mannsins halda við hegðuninni, og til þess að breyta henni verður að breyta aðstæðum hans kerfisbundið svo að athygli þessa blessaða manns beinist aftur að því sem máli skiptir í lífinu.\n\nAlvarleiki svona hegðunar fer eftir því hvort hún taki tíma frá öðru sem mikilvægt er. Unglingur sem gleymir að læra heima, gleymir að fara í skólann, gleymir að sofa, gleymir að kynnast fólki, gleymir að vera til, allt vegna þess algleymis sem tölvuleikurinn skapar, - hann þarf á aðstoð að halda. En sá sem tekur hressilegar rispur í tölvuleikjum öðru hverju - og man áfram eftir þeirri hlið lífsins sem er kölluð raunveruleiki - hann er ekki í neinni hættu sem líkist þeirri áhættu sem neytendur vanabindandi efna taka með neyslu sinni. Ekki frekar en ef hann tæki nokkrar skákir við vini sína.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum og mynd\n\nHvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? eftir Guðbjörgu Hildi Kolbeins.Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður? eftir Hrannar Baldursson.[ SVAR ER EKKI TIL ] eftir Baldvin Inga Gunnarsson og Sindra Guðmundsson.Hvernig eru tölvuleikir búnir til? eftir Bergþór Jónsson.[ SVAR ER EKKI TIL ] eftir Hilmar Veigar Pétursson.Myndin er af Computer." }
a920f158-bbde-4308-a0d2-1a169557d230
{ "author": "Sigurður J. Grétarsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_92", "publish_timestamp": "2000-02-14T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=92", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 616 }, { "offset": 618, "length": 290 }, { "offset": 910, "length": 582 }, { "offset": 1494, "length": 151 }, { "offset": 1647, "length": 502 }, { "offset": 2151, "length": 354 }, { "offset": 2507, "length": 376 }, { "offset": 2885, "length": 646 }, { "offset": 3533, "length": 912 }, { "offset": 4447, "length": 850 }, { "offset": 5299, "length": 1312 }, { "offset": 6613, "length": 440 }, { "offset": 7055, "length": 597 }, { "offset": 7654, "length": 39 }, { "offset": 7695, "length": 363 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 60 }, { "offset": 61, "length": 132 }, { "offset": 194, "length": 196 }, { "offset": 391, "length": 70 }, { "offset": 462, "length": 154 }, { "offset": 618, "length": 290 }, { "offset": 910, "length": 128 }, { "offset": 1039, "length": 83 }, { "offset": 1123, "length": 131 }, { "offset": 1255, "length": 50 }, { "offset": 1306, "length": 124 }, { "offset": 1431, "length": 61 }, { "offset": 1494, "length": 74 }, { "offset": 1569, "length": 76 }, { "offset": 1647, "length": 145 }, { "offset": 1793, "length": 298 }, { "offset": 2092, "length": 57 }, { "offset": 2151, "length": 148 }, { "offset": 2300, "length": 205 }, { "offset": 2507, "length": 246 }, { "offset": 2754, "length": 89 }, { "offset": 2844, "length": 39 }, { "offset": 2885, "length": 60 }, { "offset": 2946, "length": 94 }, { "offset": 3041, "length": 178 }, { "offset": 3220, "length": 77 }, { "offset": 3298, "length": 233 }, { "offset": 3533, "length": 83 }, { "offset": 3617, "length": 179 }, { "offset": 3797, "length": 131 }, { "offset": 3929, "length": 185 }, { "offset": 4115, "length": 116 }, { "offset": 4232, "length": 87 }, { "offset": 4320, "length": 125 }, { "offset": 4447, "length": 65 }, { "offset": 4513, "length": 134 }, { "offset": 4648, "length": 90 }, { "offset": 4739, "length": 191 }, { "offset": 4931, "length": 163 }, { "offset": 5095, "length": 81 }, { "offset": 5177, "length": 120 }, { "offset": 5299, "length": 152 }, { "offset": 5452, "length": 190 }, { "offset": 5643, "length": 189 }, { "offset": 5833, "length": 69 }, { "offset": 5903, "length": 173 }, { "offset": 6077, "length": 120 }, { "offset": 6198, "length": 25 }, { "offset": 6224, "length": 54 }, { "offset": 6279, "length": 46 }, { "offset": 6326, "length": 72 }, { "offset": 6399, "length": 212 }, { "offset": 6613, "length": 190 }, { "offset": 6804, "length": 249 }, { "offset": 7055, "length": 86 }, { "offset": 7142, "length": 211 }, { "offset": 7354, "length": 240 }, { "offset": 7595, "length": 57 }, { "offset": 7654, "length": 39 }, { "offset": 7695, "length": 66 }, { "offset": 7762, "length": 31 }, { "offset": 7793, "length": 36 }, { "offset": 7830, "length": 25 }, { "offset": 7855, "length": 73 }, { "offset": 7928, "length": 34 }, { "offset": 7963, "length": 22 }, { "offset": 7985, "length": 51 }, { "offset": 8036, "length": 22 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 29 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 29 } ] } }
{ "question": "Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?", "answer": "Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; þetta mætti kalla huglæg viðhorf. Sem dæmi um hlutlæg viðhorf má nefna kennisetningar trúarbragða sem halda því fram að Guð hafi gætt mannlífið tilgangi og að við uppgötvum hann með því að fylgja hinum trúarlega boðskap. Annað dæmi um hlutlægt viðhorf mætti finna í stjórnmálaskoðunum sem fela í sér sannfæringu um fyrirmyndarþjóðfélag. Tilgangur lífsins væri þá í því fólginn að vinna að slíku þjóðskipulagi. Hversdagslegra dæmi af þessu tagi væri að líta svo á að lífið hafi tilgang vegna þeirra siða, hefða og reglna sem koma skikkan og skipulagi á mannlífið.\n\nÞessi trúarlegu, pólitísku og félagslegu viðhorf eiga það sameiginlegt að tilgangur lífsins búi með einhverjum hætti í veruleikanum sjálfum, en sé ekki undir einstaklingnum kominn. Sameiginleg vandkvæði sem gjarna fylgja slíkum viðhorfum eru þau að tómhyggja og tilgangsleysi eru á næsta leiti ef einstaklingar missa af einhverjum ástæðum trúna á þau. Þegar hugsjónin bregst, hættir allt að skipta máli og fánýti tilverunnar blasir við.\n\nHin huglægu viðhorf sem felast í því að tilgangur lífsins sé undir manni sjálfum kominn leggja á það áherslu að einstaklingar verði að lifa skapandi lífi til að gæða líf sitt merkingu. Frá þessu sjónarmiði er það bæði varasamt og villandi að spyrja um tilgang lífsins almennt og yfirleitt - hann er vísast ekki að finna. Það er hið einstaka og einstæða líf sérhvers einstaklings sem máli skiptir og það hvernig hann lifir því ræður úrslitum um þann tilgang sem hann mun finna því. Menn ættu því ekki að reyna að finna tilgang lífsins í ytri þáttum sem muni færa þeim lífsfyllingu. Öðru nær: Krafan um hlutlægan, algildan tilgang býður tómhyggjunni heim. Tilgangur lífsins finnst ekki nema með því að lifa lífinu á þann hátt að við séum stöðugt að gefa því merkingu og mikilvægi með hugsun okkar og breytni.\n\nJafnframt eru til kenningar þar sem hið hlutlæga og hið huglæga, uppgötvun og sköpun tilgangsins í lífinu spila saman. Manneskjan finnur þá tilgang lífsins með því að leggja sig eftir og þiggja þau verðmæti sem lífið hefur upp á að bjóða (hlutlægt), en verður þó sjálf að axla ábyrgðina á því hvernig hún finnur lífi sínu farveg og gæðir það merkingu (huglægt).\n\nSjá einnig svar Jóhanns Björnssonar við spurningunni \"Hvað þarf maður að gera til að lifa góðu lífi?\"" }
e57065d1-127c-4723-93a4-1d3c5f23cd3d
{ "author": "Vilhjálmur Árnason", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_93", "publish_timestamp": "2000-02-14T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=93", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 876 }, { "offset": 878, "length": 436 }, { "offset": 1316, "length": 806 }, { "offset": 2124, "length": 361 }, { "offset": 2487, "length": 101 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 191 }, { "offset": 192, "length": 155 }, { "offset": 348, "length": 186 }, { "offset": 535, "length": 115 }, { "offset": 651, "length": 72 }, { "offset": 724, "length": 152 }, { "offset": 878, "length": 180 }, { "offset": 1059, "length": 170 }, { "offset": 1230, "length": 84 }, { "offset": 1316, "length": 184 }, { "offset": 1501, "length": 135 }, { "offset": 1637, "length": 159 }, { "offset": 1797, "length": 99 }, { "offset": 1897, "length": 72 }, { "offset": 1970, "length": 152 }, { "offset": 2124, "length": 118 }, { "offset": 2243, "length": 242 }, { "offset": 2487, "length": 101 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 48 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 26 }, { "offset": 27, "length": 21 } ] } }
{ "question": "Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?", "answer": "Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld.\n\nAllt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Íslands í ætisleit. Þá var stundum talað um \"svartan sjó af síld\" þegar torfa við torfu óð við yfirborð sjávarins svo langt sem augað eygði. Sjórinn sýndist svartur vegna þess að það sást í svarblá bök efstu síldanna í hverri torfu þegar þær klufu yfirborðið í leit sinni að uppáhaldsfæðunni, rauðátunni. Norsk-íslenski síldarstofninn var þá um 10 milljón tonn svo að ekki er ólíklegt að á gjöfulustu miðunum, til dæmis Grímseyjarsundi, hafi verið nokkrar miljónir tonna þegar þar var \"svartur sjór af síld\" en í hverju tonni eru um 4000 síldir.\n\nNú er Norðurlandssíldin löngu horfin en fer þó kannski bráðum að láta sjá sig aftur. Í staðinn höfum við Suðurlandssíldina, eða íslensku sumargotssíldina öðru nafni. Hún er ólík Norðurlandssíldinni að því leyti að hún sést yfirleitt ekki vaða en finnst að sjálfsögðu með fiskileitartækjum rannsókna- og fiskiskipa. Sumargotssíldin er stundum í stórum torfum, einkum að vetrarlagi. Sem dæmi má nefna að í desember 1980 mældist síldartorfa inni á Berufirði sem reyndist vera um 15000 tonn og ári síðar önnur við Þorlákshöfn sem losaði 200 þúsund tonn.\n\nÁ sama hátt er loðnan oft í mjög stórum torfum og fer það eftir árstíma við hvaða landshluta það gerist. Í janúar árið 2000 voru mjög stórar loðnutorfur úti af Austurlandi en í mars má búast við að þær verði komnar suður fyrir land og ef til vill alla leið inn á Faxaflóa.\n\nAf framansögðu má ljóst vera að ekki er unnt að tilgreina við hvaða landshluta stærstu fiskitorfurnar finnist. Allt er það breytingum háð frá einum tíma til annars." }
531f103e-9866-43b3-a363-8d474b572d4c
{ "author": "Jakob Jakobsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_94", "publish_timestamp": "2000-02-14T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=94", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 171 }, { "offset": 173, "length": 682 }, { "offset": 857, "length": 549 }, { "offset": 1408, "length": 272 }, { "offset": 1682, "length": 164 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 97 }, { "offset": 98, "length": 73 }, { "offset": 173, "length": 156 }, { "offset": 330, "length": 120 }, { "offset": 451, "length": 163 }, { "offset": 615, "length": 240 }, { "offset": 857, "length": 84 }, { "offset": 942, "length": 80 }, { "offset": 1023, "length": 148 }, { "offset": 1172, "length": 65 }, { "offset": 1238, "length": 168 }, { "offset": 1408, "length": 104 }, { "offset": 1513, "length": 167 }, { "offset": 1682, "length": 110 }, { "offset": 1793, "length": 53 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Er hægt að lækna fólk sem „paníkerar“? Hvað með fólk með áráttu eða þráhyggju?", "answer": "Eru þeir sem „paníkera“ að missa vitið? Hvað um þá sem eru alltaf með einhverja vitleysu á heilanum, til dæmis að þeir þurfi sífellt að þvo sér um hendurnar? Er eitthvað hægt að aðstoða slíkt fólk?\n\nFelmtur\n\n„Paník“ er á íslensku yfirleitt kallað felmtur eða fát. Einkenni felmturskasts eru að fólk fær andnauð og hjartslátt, oft að því er virðist upp úr þurru, og finnst þá eins það sé að deyja. Þetta gerist helst þegar viðkomandi er spenntur, undir álagi eða hefur til dæmis drukkið mikið kaffi. Felmtur getur staðið fólki verulega fyrir þrifum í leik og starfi en er ekki endilega upphafsmerki um eitt eða neitt.\n\nTil er meðferð við því sem gefur mjög góða raun sem nefnist hugræn atferlismeðferð. Hún kom fram fyrir einum 10-15 árum og rannsóknir hafa leitt í ljós að þetta er ein árangursríkasta sálfræðimeðferðin sem fyrirfinnst. Allt að 90% þeirra sem njóta þessarar meðferðar losna að mestu við köstin.\n\nVandinn við felmtur er að fólk upplifir oft köstin sem lífshættulegan líkamlegan sjúkdóm þrátt að fyrir að ítrekaðar læknisrannsóknir hafi ef til vill leitt í ljós að ekkert slíkt sé á ferðinni. Þetta er þó ekkert skrítið þar sem upplifunin er mjög sterk. Í hugrænni meðferð lærist manni hægt og hægt að ýmis merki frá líkamanum sem maður er vanur að líta á sem forboða válegra tíðinda eru það ekki. Manni lærist að það er einmitt athyglin sem maður beinir að þessum merkjum og túlkun þeirra sem magna þau þannig að maður verður felmtri sleginn. Það er nokkuð breytilegt hve langan tíma meðferðin tekur en reikna má með 10-15 tímum hjá sálfræðingi sem beitir þessari meðferð.\n\nÁrátta og þráhyggja\n\nUm áráttuhugsun og þráhyggju er það að segja að algengt er að furðulegustu hugsanir skjóti upp kollinum hjá fólki. Stundum eru þetta hugsanir sem því finnst óviðeigandi, hættulegar eða dónalegar. Þetta geta verið hugsanir um að meiða einhvern, skaða eða jafnvel drepa. Yfirleitt veita menn þessu samt litla athygli og láta hugsanirnar ekki hafa áhrif á sig. Hjá sumum þróast þetta hins vegar í þá átt að þeim finnst þeir þurfa stöðugt að reyna halda aftur af þessum hugsunum og koma í veg fyrir að það sem í þeim felst verði að veruleika. Fólk áttar sig á að þessar hugsanir eru alls ekki um það sem það óskar sér að gerist en er samt sem áður hrætt við að svo sé. Sumir hætta að þora að aka bíl þar sem þeim finnst þeir muni aka yfir á rangan vegarhelming eða óttast að þeir hafi ekið á einhvern án þess að taka eftir því. Þetta er kallað þráhyggja.\n\nHandþvottur er nokkuð algeng árátta sem ætlað er að bægja burt óþægilegum þráhyggjuhugsunum.\n\nVandamálið getur líka komið fram með þeim hætti að manni finnst maður þurfa stöðugt að þvo sér eða forðast óhreinindi, hegðun sem er dæmi um áráttu. Þótt fólk geri sér yfirleitt alltaf grein fyrir því að áhyggjurnar og hegðunin sé ástæðulaus finnst því að það verði engu að síður að láta undan knýjandi þörf til þess að bregðast við eins og hætta sé á ferðum.\n\nMikilvægt er að gera sér grein fyrir að slíkt fólk er alls ekki að missa vitið. Hugsanirnar eru alls ekki merki um neitt slíkt. Þær benda heldur ekki til neinnar sérstakrar löngunar til að fremja óhæfuverk. Vandinn er að þeir sem eiga við þráhyggjuhugsanir að stríða taka þær svo bókstaflega. Það er því erfitt og tímafrekt að lifa með áráttu og þráhyggju. Viljinn einn nægir oftast ekki til að losna úr viðjunum. Sem betur fer er hins vegar til ýmiss konar meðferð við áráttu og þráhyggju. Meðal annars er þar um að ræða sálfræðilega meðferð sem skilar mjög góðum árangri.\n\nMynd:Deezo Feezo blog." }
8fafcabf-c1a8-4231-a9f6-caa6a408ab2d
{ "author": "Jakob Smári", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_95", "publish_timestamp": "2000-02-14T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=95", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 197 }, { "offset": 199, "length": 7 }, { "offset": 208, "length": 408 }, { "offset": 618, "length": 293 }, { "offset": 913, "length": 675 }, { "offset": 1590, "length": 19 }, { "offset": 1611, "length": 850 }, { "offset": 2463, "length": 92 }, { "offset": 2557, "length": 359 }, { "offset": 2918, "length": 573 }, { "offset": 3493, "length": 22 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 39 }, { "offset": 40, "length": 117 }, { "offset": 158, "length": 39 }, { "offset": 199, "length": 7 }, { "offset": 208, "length": 55 }, { "offset": 264, "length": 132 }, { "offset": 397, "length": 101 }, { "offset": 499, "length": 117 }, { "offset": 618, "length": 83 }, { "offset": 702, "length": 134 }, { "offset": 837, "length": 74 }, { "offset": 913, "length": 194 }, { "offset": 1108, "length": 60 }, { "offset": 1169, "length": 143 }, { "offset": 1313, "length": 145 }, { "offset": 1459, "length": 129 }, { "offset": 1590, "length": 19 }, { "offset": 1611, "length": 114 }, { "offset": 1726, "length": 80 }, { "offset": 1807, "length": 72 }, { "offset": 1880, "length": 88 }, { "offset": 1969, "length": 180 }, { "offset": 2150, "length": 125 }, { "offset": 2276, "length": 158 }, { "offset": 2435, "length": 26 }, { "offset": 2463, "length": 92 }, { "offset": 2557, "length": 148 }, { "offset": 2706, "length": 210 }, { "offset": 2918, "length": 79 }, { "offset": 2998, "length": 47 }, { "offset": 3046, "length": 78 }, { "offset": 3125, "length": 85 }, { "offset": 3211, "length": 63 }, { "offset": 3275, "length": 56 }, { "offset": 3332, "length": 76 }, { "offset": 3409, "length": 82 }, { "offset": 3493, "length": 22 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 78 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 38 }, { "offset": 39, "length": 39 } ] } }
{ "question": "Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?", "answer": "Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur bregðast alla jafna við auknum kostnaði með því að hækka verð á vörum sínum. Fleiri krónur í buddum launþega þýða aukna kaupgetu þeirra og það ýtir einnig undir verðhækkanir.\n\nÞað er furðugóð þumalputtaregla, hvort heldur litið er til Íslands eða annarra landa, að um þrjár krónur af hverjum fjórum sem efnahagslífið skapar renni til launþega sem umbun fyrir vinnuframlag þeirra. Afgangurinn rennur til eigenda fjármagns og fyrirtækja. Hið opinbera tekur svo sitt en það er annað mál.\n\nÞað að svo stór hluti þjóðartekna rennur til launþega þýðir jafnframt að lítið svigrúm er til að auka greiðslur til þeirra nema það sem er til skiptanna vaxi. Að vísu er hugsanlegt að launþegar reyni að knýja fram hærra hlutfall sér til handa en því eru takmörk sett hve langt er hægt að ganga í þá átt.\n\nSem betur fer fara afköst starfsmanna vaxandi í mörgum atvinnugreinum. Hægt er að framleiða meira með jafnmörgum starfsmönnum og áður eða jafnmikið og áður með færri starfsmönnum. Skýringar þessa eru vel þekktar, þættir eins og bætt verktækni, betri þjálfun starfsmanna og aukin vélvæðing auka afköst hvers starfsmanns eða það sem stundum er kallað framleiðni vinnuafls.\n\nÞegar til lengri tíma er litið er svigrúm til að hækka laun að jafnaði um það bil jafnhratt og slík framleiðni eykst. Hækki laun hraðar en þetta í krónum talið verður eitthvað undan að láta. Áhrifin eru margvísleg, meðal annars, á gengi, viðskiptajöfnuð og atvinnuleysi, en sérstaklega er líklegt, raunar nánast óhjákvæmilegt, að verðlag hækki. Við því er að búast að verðlag hækki þegar til langs tíma er litið nokkurn veginn nógu mikið til að vega upp muninn á hækkun launa í krónum talið annars vegar og aukningu framleiðni hins vegar.\n\nHagfræðingar gera oft greinarmun á launum í krónum talið, kalla það nafnlaun, og kaupmætti launa, kalla það raunlaun. Breytingar á kaupmætti launa eða raunlaunum eru þá breytingar á nafnlaunum að frádregnum áhrifum verðlagsbreytinga. Þegar til lengri tíma er litið er eðlilegt að gera ráð fyrir að raunlaun hækki nokkurn veginn í takt við framleiðni.\n\nÞetta breytir því þó ekki að laun einstakra hópa geta vaxið hraðar en meðaltalið og annarra hægar. Því er að nokkru leyti réttara að skoða kjarabaráttu launþega sem baráttu um skiptingu launatekna milli hópa en sem baráttu um skiptingu þjóðarkökunnar á milli launþega og annarra.\n\nEinnig er rétt að hafa í huga að það er hreint ekki alltaf ljóst hvort kemur á undan, hækkun verðlags eða hækkun launa. Það er eiginlega spurningin um það hvort komi á undan, hænan eða eggið. Hækki verðlag af einhverjum ástæðum lækkar kaupmáttur launa og við því að búast að launþegar krefjist hærri launa. Gangi það eftir er við því að búast að verðlag hækki enn og þannig koll af kolli. Úr þessu getur orðið vítahringur eins og Íslendingar kynntust svo vel á verðbólguárunum.\n\nÞessi mynd sem hér er dregin upp er talsvert einfölduð, en samhengið milli stærða eins og launabreytinga, peningamagns, verðlags, atvinnuleysis, viðskiptajöfnuðar og gengis er eitt af helstu rannsóknarefnum hagfræðinga og hægt væri að fjalla um það í löngu máli.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur? eftir Gylfa MagnússonHvað eru jaðarskattar? eftir Gylfa MagnússonHvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun? eftir Gylfa Magnússon" }
7d38dad6-037e-49b3-a872-172a61911c96
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_96", "publish_timestamp": "2000-02-14T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=96", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 490 }, { "offset": 492, "length": 308 }, { "offset": 802, "length": 303 }, { "offset": 1107, "length": 370 }, { "offset": 1479, "length": 538 }, { "offset": 2019, "length": 350 }, { "offset": 2371, "length": 279 }, { "offset": 2652, "length": 477 }, { "offset": 3131, "length": 262 }, { "offset": 3395, "length": 32 }, { "offset": 3429, "length": 207 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 66 }, { "offset": 67, "length": 107 }, { "offset": 175, "length": 82 }, { "offset": 258, "length": 43 }, { "offset": 302, "length": 90 }, { "offset": 393, "length": 97 }, { "offset": 492, "length": 203 }, { "offset": 696, "length": 55 }, { "offset": 752, "length": 48 }, { "offset": 802, "length": 158 }, { "offset": 961, "length": 144 }, { "offset": 1107, "length": 70 }, { "offset": 1178, "length": 108 }, { "offset": 1287, "length": 190 }, { "offset": 1479, "length": 117 }, { "offset": 1597, "length": 72 }, { "offset": 1670, "length": 153 }, { "offset": 1824, "length": 193 }, { "offset": 2019, "length": 117 }, { "offset": 2137, "length": 115 }, { "offset": 2253, "length": 116 }, { "offset": 2371, "length": 98 }, { "offset": 2470, "length": 180 }, { "offset": 2652, "length": 119 }, { "offset": 2772, "length": 71 }, { "offset": 2844, "length": 114 }, { "offset": 2959, "length": 81 }, { "offset": 3041, "length": 88 }, { "offset": 3131, "length": 262 }, { "offset": 3395, "length": 32 }, { "offset": 3429, "length": 45 }, { "offset": 3475, "length": 43 }, { "offset": 3519, "length": 95 }, { "offset": 3615, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 67 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 67 } ] } }
{ "question": "Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?", "answer": "Þetta er eðlileg spurning sem hefur komið fram áður. Svör Vísindavefsins eiga að segja heila hugsun og eru yfirleitt frá hálfri síðu upp í tvær venjulegar blaðsíður að lengd. Þau þurfa að standast fræðilegar kröfur og vera á góðu máli, en allt kostar þetta tíma. Auk þess tekur oft tíma að finna mann til að svara. Þess má líka geta að við höfum haft í hyggju að gefa svörin eða úrval úr þeim út með einhverjum hætti, helst strax á næsta ári.\n\nSpurningar til vefsins hafa verið margfalt fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Það hefur tekið tíma að byggja upp kerfi og verklag þannig að við getum ráðið við nógu margar spurningar. Núna gerum við okkur vonir um að svara 5-10 spurningum á dag.\n\nMargar ástæður eru til þess að það tekur misjafnlega langan tíma að skila svörunum. Stundum er spurningin einföld og einhver tilbúinn að ganga strax í að semja svarið. Þá tekur þetta kannski bara nokkra daga. En stundum er spurningin snúin, snertir kannski grundvöll fræðigreinar eða jafnvel vísindanna í heild, og svo tekur auk þess tíma að finna mann til svars, og þá tekur svarið miklu lengri tíma. Þannig er hluti af svarinu við spurningunni um svarstímann einfaldlega sá að spurningarnar eru svo góðar!\n\nMeð bestu kveðju" }
92a44ca9-276f-42b9-b3c9-c70c30e2ff6c
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_97", "publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=97", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 442 }, { "offset": 444, "length": 250 }, { "offset": 696, "length": 507 }, { "offset": 1205, "length": 16 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 52 }, { "offset": 53, "length": 121 }, { "offset": 175, "length": 87 }, { "offset": 263, "length": 51 }, { "offset": 315, "length": 127 }, { "offset": 444, "length": 82 }, { "offset": 527, "length": 105 }, { "offset": 633, "length": 61 }, { "offset": 696, "length": 83 }, { "offset": 780, "length": 83 }, { "offset": 864, "length": 40 }, { "offset": 905, "length": 192 }, { "offset": 1098, "length": 105 }, { "offset": 1205, "length": 16 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 59 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 59 } ] } }
{ "question": "Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?", "answer": "Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni.\n\nVegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og fasabreytinga, eru hægfara efnishreyfingar í möttlinum líkt og í potti á heitri hellu (iðustraumar). Ýmis tiltölulega létt efni hafa í aldanna rás skilist frá möttlinum og mynda hina svonefndu jarðskurn eða steinhvel (lithosphere), sem er þunnt (um 100 km). Meginlöndin og landgrunn kringum þau eru úr léttara efni en úthöfin. Nýtt efni bætist við jarðskurnina á úthafshryggjum og í svonefndum heitum reitum, en sums staðar hverfur efni aftur niður í möttulinn, einkum við eyjaboga kringum Kyrrahafið. Jarðskurninni má líkja við skán eða froðu á pottinum.\n\nIðustraumarnir hafa breytt sér nokkrum sinnum á ævi jarðar, og við hverja slíka breytingu brotna meginlöndin og höfin upp og brotin færast til. Síðasta breyting hefði getað hafist fyrir um 150 milljón árum, þegar stórt meginland nefnt Pangea brotnaði í marga parta sem fóru hver í sína áttina. Það virðist að mestu hafa verið fyrir tilviljun, að núverandi meginlönd hafa lent á norðurhveli jarðar.\n\nÁlyktanir um þetta hafa jarðvísindamenn dregið af ýmsum gögnum svo sem loftslagsbeltum sem ummerki finnast um í jarðlögum, segulstefnu í bergi, fornum fjallgarðamyndunum á meginlöndunum og fleiru, en allar þessar ályktanir eru nokkuð ágiskanakenndar og enn í þróun." }
b00e9611-f3f2-4011-a3ab-f4e753b23386
{ "author": "Leó Kristjánsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_98", "publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=98", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 245 }, { "offset": 247, "length": 621 }, { "offset": 870, "length": 397 }, { "offset": 1269, "length": 265 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 59 }, { "offset": 60, "length": 185 }, { "offset": 247, "length": 166 }, { "offset": 414, "length": 156 }, { "offset": 571, "length": 68 }, { "offset": 640, "length": 174 }, { "offset": 815, "length": 53 }, { "offset": 870, "length": 143 }, { "offset": 1014, "length": 149 }, { "offset": 1164, "length": 103 }, { "offset": 1269, "length": 265 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 89 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 89 } ] } }
{ "question": "Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?", "answer": "Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar.\n\nFyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands kom í kjölfarið.\n\nStyrkur þyngdarsviðsins er gefinn upp sem fallhröðun hlutar í tómarúmi. Hún er á milli um það bil 9,78 og 9,82 m/sek/sek alls staðar við yfirborð jarðar. Hröðunin 9,8 m/sek/sek merkir að hlutur breytir hraða sínum um 9,8 m/sek á hverri sekúndu.\n\nÞyngdarhröðun er breytileg eftir hnattstöðu.\n\nÞyngdarhröðunin, eða hröðun í frjálsu falli undir áhrifum þyngdarkrafts, er breytileg eftir hnattstöðu og hæð mælistaðar yfir sjó. Talsvert af breytileikanum í mældri fallhröðun vegna hnattstöðu stafar beint af snúningi jarðar því að hluti þyngdarkraftsins fer í það að gefa hlutum við yfirborð jarðar miðsóknarhröðun á ferð þeirra um möndulinn. Þessi hröðun er í beinu hlutfalli við fjarlægð hlutarins frá möndlinum.\n\nEinnig veldur möndulsnúningur jarðar því að jörðin er ekki alveg kúlulaga, þannig að hlutir á yfirborði nálægt miðbaug eru fjær jarðarmiðju en þeir sem eru við pólana. Þyngdarkraftur frá jörð á hlut við miðbaug er af þeirri ástæðu minni en ef hluturinn væri við annan hvorn pólinn, og hluturinn fellur því með ívið minni hröðun.\n\nBreytileiki þyngdarinnar vegna hnattstöðu og hæðar yfir sjó er einfaldur í sniðum og auðvelt að reikna hann út. En frávik frá slíkum útreikningum eru bæði mælanleg og áhugaverð. Þung eða létt jarðlög í nágrenni mælistaðar hafa smávegis áhrif á þau, sömuleiðis aðdráttarafl tungls og sólar, og sjávarföll. Þyngdarmælingar á stórum svæðum eru oft gerðar til að hjálpa til við rannsókn hulinna jarðlaga, meðal annars í leit að olíulindum, og til dæmis við leit að fornum eldstöðvum eða misgengjum sem grafist hafa undir yngri jarðmyndanir. Mælinákvæmni þarf helst að vera um 0,0000001 m/sek/sek eða um einn hundrað milljónasti af mældu gildi hröðunarinnar.\n\nOrkustofnun hefur gefið út kort af þyngdarsviðsstyrknum á Íslandi og landgrunninu umhverfis.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nEr bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum? eftir Þorstein VilhjálmssonHvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? eftir JGÞ og ÞV" }
4684c079-8185-4eb4-a7b2-21a1f6de698c
{ "author": "Leó Kristjánsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_99", "publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=99", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 169 }, { "offset": 171, "length": 198 }, { "offset": 371, "length": 244 }, { "offset": 617, "length": 44 }, { "offset": 663, "length": 417 }, { "offset": 1082, "length": 328 }, { "offset": 1412, "length": 653 }, { "offset": 2067, "length": 92 }, { "offset": 2161, "length": 32 }, { "offset": 2195, "length": 197 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 169 }, { "offset": 171, "length": 76 }, { "offset": 248, "length": 121 }, { "offset": 371, "length": 71 }, { "offset": 443, "length": 81 }, { "offset": 525, "length": 90 }, { "offset": 617, "length": 44 }, { "offset": 663, "length": 130 }, { "offset": 794, "length": 214 }, { "offset": 1009, "length": 71 }, { "offset": 1082, "length": 167 }, { "offset": 1250, "length": 160 }, { "offset": 1412, "length": 111 }, { "offset": 1524, "length": 65 }, { "offset": 1590, "length": 126 }, { "offset": 1717, "length": 231 }, { "offset": 1949, "length": 116 }, { "offset": 2067, "length": 92 }, { "offset": 2161, "length": 32 }, { "offset": 2195, "length": 97 }, { "offset": 2293, "length": 83 }, { "offset": 2377, "length": 15 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 58 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 58 } ] } }
{ "question": "Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?", "answer": "Upphafleg spurning var sem hér segir:\n\nDaniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er þetta rétt?\n\nSvarið er nei: Þetta er ekki rétt.\n\nBoorstin fjallar um þetta í 28. kafla bókarinnar, \"Dead End in Vinland.\" Hann rekur þar flutninga norrænna manna (\"Norsemen\") vestur á bóginn og fer svo sem ekki rétt með alla hluti. Þannig telur hann menn hafa farið til Færeyja um 700 og numið Ísland 770, sem er hvort tveggja einni öld fyrr en almennt er talið. Hins vegar eigi þeir ekki að hafa stofnaði Dyflinni á Írlandi fyrr en 841.\n\nÁ hinn bóginn kemur skýrt fram í textanum að Eiríkur rauði var fæddur í Noregi og því ekki danskur, samanber spurninguna. Bjarni Herjólfsson er sagður hafa verið í förum milli Íslands og Noregs og faðir hans hafi búið á Íslandi, þannig að Bjarni hefur því ekki verið danskur. Rétt er farið með frásögn Grænlendinga sögu af því að Bjarni hafi séð Ameríku fyrstur og síðan er sagt frá Leifi sem hafi verið sonur Eiríks og því ekki heldur danskur.\n\nÍ þessum kafla Boorstins er ekki sýnilegur neinn fótur fyrir þeirri fullyrðingu sem spurningin snýst um.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson? eftir Gunnar KarlssonHver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku? eftir UÁAf hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan? eftir ÞVHvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur? eftir Þorstein Vilhjálmsson\n\nHeimild:\n\nBoorstin, Daniel, 1985. The Discoverers. New York: Vintage Books [upphafleg útgáfa 1983]." }
ef65b820-d1a1-4cb8-ac37-ab3acd270d36
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_170", "publish_timestamp": "2000-03-01T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=170", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 287 }, { "offset": 328, "length": 34 }, { "offset": 364, "length": 388 }, { "offset": 754, "length": 444 }, { "offset": 1200, "length": 104 }, { "offset": 1306, "length": 32 }, { "offset": 1340, "length": 387 }, { "offset": 1729, "length": 8 }, { "offset": 1739, "length": 89 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 37 }, { "offset": 39, "length": 121 }, { "offset": 161, "length": 25 }, { "offset": 187, "length": 124 }, { "offset": 312, "length": 14 }, { "offset": 328, "length": 34 }, { "offset": 364, "length": 72 }, { "offset": 437, "length": 109 }, { "offset": 547, "length": 130 }, { "offset": 678, "length": 74 }, { "offset": 754, "length": 121 }, { "offset": 876, "length": 153 }, { "offset": 1030, "length": 168 }, { "offset": 1200, "length": 104 }, { "offset": 1306, "length": 32 }, { "offset": 1340, "length": 72 }, { "offset": 1413, "length": 71 }, { "offset": 1485, "length": 101 }, { "offset": 1587, "length": 112 }, { "offset": 1700, "length": 27 }, { "offset": 1729, "length": 8 }, { "offset": 1739, "length": 23 }, { "offset": 1763, "length": 16 }, { "offset": 1780, "length": 48 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 88 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 88 } ] } }
{ "question": "Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?", "answer": "Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði, sem lýsa hinu örsmáa, en hún á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Hún er seinni hlutinn í afstæðiskenningu Einsteins og lýsir þyngdinni sem er ráðandi afl í mjög stórum kerfum eins og vetrarbrautum eða alheiminum í heild sinni.\n\nÞað sem skilur strengjafræðina frá hefðbundnum kenningum er að ekki er litið á minnstu einingar efnisheimsins, öreindirnar, sem punktlaga agnir í strengjafræði, heldur er þeim lýst sem örsmáum einvíðum strengjum. Þessir strengir eru svo stuttir að jafnvel með öflugustu mælitækjum nútíma öreindafræði, svonefndum agnahröðlum, er ekki hægt að greina lengd þeirra og því koma þeir fram í tilraunum eins og punktlaga agnir. Þó lengd strengjanna sé ekki mælanleg hefur hún afgerandi áhrif á gerð kenningarinnar.\n\nÞegar reynt er að sameina lýsingu á þyngdaraflinu og skammtafræði koma upp erfið stærðfræðileg vandamál, sem tengjast víxlverkunum yfir mjög stuttar vegalengdir. Þau hefur ekki tekist að leysa með kenningum sem byggja á punktlaga öreindum en þau eru viðráðanleg í strengjafræði.\n\nStrengjafræðin er óvenjuleg eðlisfræðikenning að því leyti að öllum eiginleikum strengja, sem mælanlegir eru með nútímatækni, má einnig lýsa með öðrum og einfaldari kenningum, til dæmis kvarðakenningum öreindafræðinnar eða almennu afstæðiskenningunni, og í þeim skilningi er ekki þörf fyrir strengjafræði. Það eru hinsvegar ýmsar áhugaverðar spurningar um gerð heimsins á örsmáum kvarða og um sögu hans í öndverðu sem aðrar kenningar ráða ekki við. Þess vegna starfa fjölmargir eðlisfræðingar við rannsóknir á strengjum og hegðun þeirra.\n\nStrengjafræði er frekar flókin kenning og útreikningar eru þungir í vöfum en engu að síður gefur hún að ýmsu leyti einfaldari mynd af öreindum og víxlverkunum þeirra heldur en hefðbundnar öreindakenningar. Í tilraunum koma til dæmis fram fjölmargar mismunandi öreindir og er hverri þeirra lýst með sínu eigin skammtasviði í venjulegum kenningum. Í strengjafræðinni eru á hinn bóginn aðeins örfáar gerðir af strengjum, jafnvel aðeins ein, og hinar ýmsu öreindir koma fram sem mismunandi sveifluhættir. Það er vel þekkt úr sígildri eðlisfræði að mismunandi tónar gítarstrengs svara til sveifluhátta hans og má segja að öreindir, eins og rafeindir, ljóseindir eða kvarkar, séu allar mismunandi tónar á einum og sama grundvallarstreng náttúrunnar.\n\nStrengjafræði gefur einnig einfalda mynd af víxlverkunum. Í öreindafræði fara víxlverkanir fram með því að efniseindir, eins og rafeindir eða kvarkar, senda svonefndar burðaragnir milli sín. Burðarögn rafsegulverkunarinnar er kölluð ljóseind og er aðdráttur milli rafeindar og róteindar afleiðing af því að þær skiptast stöðugt á ljóseindum. Af öðrum burðarögnum er fyrst að nefna þyngdareindir sem bera þyngdaraflið og límeindir sem bera sterku kjarnavíxlverkunina, en hún heldur kvörkum saman í kjarneindum og kjarneindum saman í atómkjörnum. Loks bera svonefndar W- og Z-eindir veiku kjarnavíxlverkunina, sem veldur beta-geislun og á þátt í að viðhalda brunanum í iðrum sólarinnar.\n\nÍ strengjafræði eru allar þessar burðaragnir og allar efnisagnir mismunandi sveifluhættir á sama streng og eina víxlverkunin sem á sér stað í strengjafræði er þegar tveir strengir sameinast í einn eða einn strengur skiptir sér í tvo eins og sýnt er á myndinni að neðan:\n\nMikil gróska hefur verið í rannsóknum í strengjafræði undanfarin ár og skilningur á þessari margslungnu kenningu hefur aukist. Hún mun enn um sinn halda áfram að heilla þá eðlisfræðinga og stærðfræðinga sem hafa áhuga á spurningum um innstu gerð efnisheimsins og upphaf sögu hans. Það er hinsvegar ennþá of snemmt að dæma um hvort hún gefi rétta mynd af öreindum og víxlverkunum þeirra og hvort hún sé vísir að hinni endanlegu sameiningarkenningu." }
f8b035a9-a7a0-451f-bac7-99f5cee589b7
{ "author": "Lárus Thorlacius", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_171", "publish_timestamp": "2000-03-01T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=171", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 599 }, { "offset": 601, "length": 507 }, { "offset": 1110, "length": 278 }, { "offset": 1390, "length": 537 }, { "offset": 1929, "length": 743 }, { "offset": 2674, "length": 684 }, { "offset": 3360, "length": 269 }, { "offset": 3631, "length": 447 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 101 }, { "offset": 102, "length": 190 }, { "offset": 293, "length": 144 }, { "offset": 438, "length": 161 }, { "offset": 601, "length": 212 }, { "offset": 814, "length": 207 }, { "offset": 1022, "length": 86 }, { "offset": 1110, "length": 161 }, { "offset": 1272, "length": 116 }, { "offset": 1390, "length": 305 }, { "offset": 1696, "length": 142 }, { "offset": 1839, "length": 88 }, { "offset": 1929, "length": 205 }, { "offset": 2135, "length": 139 }, { "offset": 2275, "length": 154 }, { "offset": 2430, "length": 242 }, { "offset": 2674, "length": 57 }, { "offset": 2732, "length": 132 }, { "offset": 2865, "length": 150 }, { "offset": 3016, "length": 202 }, { "offset": 3219, "length": 139 }, { "offset": 3360, "length": 269 }, { "offset": 3631, "length": 126 }, { "offset": 3758, "length": 153 }, { "offset": 3912, "length": 166 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 77 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 77 } ] } }
{ "question": "Eru spurningar sem berast vísindavefnum ritskoðaðar?", "answer": "Hugsanlegt er að leggja þann skilning í orðið \"ritskoðun\" að svarið við þessari spurningu verði játandi. Við lagfærum strax stafsetningu og málfar á spurningunum sjálfum og styttum líka stundum þegar í stað, ef það liggur beint við. Þegar svör berast, lagfærum við spurningarnar enn frekar til að vefurinn verði sem aðgengilegastur og skýrastur gagnvart lesendum.\n\nVísindavefurinn er ekki vettvangur nafnlausra samskipta; við viljum vita við hverja við erum að tala. Ef spyrjandi segir í fyrstu ekki fullnægjandi deili á sér biðjum við hann um að bæta úr því. Oft fjarlægjum við spurningarnar af vefnum meðan á því stendur, einfaldlega af því að við ætlum ekki að svara þeim nema spyrjandi bregðist við. Aðrar ástæður til þess að spurningum er eytt úr dálkinum um spurningar í vinnslu eru raktar í svari við fyrri spurningu um svipað efni.\n\nSennilega stenst engin skilgreining á orðinu ritskoðun önnur en sú að verki sem höfundur vill bera fram af fullri einurð undir fullu nafni sé hafnað eða því breytt gegn vilja og andmælum höfundar. Þetta hefur ekki verið gert á Vísindavefnum. Sé gestum okkar kunnugt um spurningar sem hafa horfið og þeir telja eftirsjá að, biðjum við þá endilega að láta okkur vita." }
7d1034cc-915f-4b99-b90f-1b35edd6f31e
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_174", "publish_timestamp": "2000-03-02T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=174", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 363 }, { "offset": 365, "length": 474 }, { "offset": 841, "length": 365 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 104 }, { "offset": 105, "length": 127 }, { "offset": 233, "length": 130 }, { "offset": 365, "length": 101 }, { "offset": 467, "length": 92 }, { "offset": 560, "length": 143 }, { "offset": 704, "length": 135 }, { "offset": 841, "length": 196 }, { "offset": 1038, "length": 44 }, { "offset": 1083, "length": 123 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 52 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 52 } ] } }
{ "question": "Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?", "answer": "DNA og RNA eru kjarnsýrur sem báðar eru afar mikilvægar fyrir allar lífverur, sú fyrri sem erfðaefni en sú síðari sem túlkandi erfðaboða.\n\nKjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa. Í DNA eru ferns konar niturbasar, adenín( A), gúanín (G), cýtósín (C) og týmín (T). Í RNA eru líka ferns konar niturbasar, þrír þeir sömu og í DNA en í stað týmíns í DNA er basinn úrasíl í RNA. Sykrur DNA og RNA eru líka ólíkar. Í DNA er sykran deoxyríbósi en í RNA er ríbósi. Að öðru leyti eru keðjur DNA og RNA eins.\n\nSamanburður á tvíþátta DNA og einþátta RNA. RNA er einsþátta kjarnsýra en þær eru berskjaldaðri fyrir ytri áhrifum.\n\nÍ kjarnsýrukeðjunum skiptast á sykra og fosfat en niturbasarnir ganga útfrá sykrunum. DNA kemur yfirleitt fyrir sem tvöföld sameind, tvær paraðar keðjur. Keðjurnar parast þannig að A-kirni parast við T-kirni og G-kirni við C-kirni. Tvöfalda sameindin myndar gorm (helix). Í honum snúa niturbasarnir inn að miðju og þar tengjast þeir með svonefndum vetnistengjum, A við T og G við C. Þetta er hinn frægi DNA gormur sem Watson og Crick lýstu fyrst árið 1953. DNA-sameindirnar geta verið geysilangar, milljónir eða tugir milljóna kirna á lengd.\n\nDNA er erfðaefni allra lífvera. Það kemur fyrir í litningum í dýrum sem og plöntum og er í frumukjarna. DNA-sameindir litninganna skiptast í starfseiningar sem kallaðar eru gen. Þær eftirmyndast með mikilli nákvæmni í hverri frumukynslóð þannig að hver afkvæmisfruma fær nákvæmlega sams konar DNA, það er að segja sams konar gen og foreldrisfruman. Mistök í eftirmyndun eru sjaldgæf en ef þau verða getur það haft alvarlegar afleiðingar. Arfgengar breytingar á erfðaefninu eru nefndar stökkbreytingar.\n\nFlest gen ákvarða gerð prótína (próteina) en prótín eru helstu starfssameindir frumunnar. Þau hvata flest efnahvörf sem fram fara í frumunni og eru einnig notuð sem byggingarefni. Prótínin eru keðjusameindir líkt og kjarnsýrurnar, sett saman úr einingum sem nefnast amínósýrur. Þær eru af 20 mismunandi gerðum en í meðalstóru prótíni eru 300-400 amínósýrur. Með því að ráða gerð prótína stýra genin jafnframt flestum líffræðilegum eiginleikum frumu og lífveru. Þeir erfast með genunum.\n\nHvert er þá hlutverk RNA? Það er reyndar margvíslegt. RNA er ómissandi fyrir starfsemi gena. Þegar gen eru virk eru tekin af þeim RNA afrit, svokallað mRNA, sem síðan eru notuð sem nokkurs konar mót við myndun prótína. Þá ákvarða hver þrjú kirni mRNA-sameindar stöðu einnar amínósýru í prótíni. Það eru þó ekki amínósýrurnar sjálfar sem raðast á RNA-mótið heldur eru þær fluttar þangað á litlum RNA-sameindum, svonefndum tRNA-sameindum, sem tengjast mótinu. Þetta gerist á frumulíffærum sem nefnd eru ríbósóm. Þar er amínósýrukeðja prótínanna smíðuð. Ríbósóm eru byggð úr prótínum og RNA. RNA kemur því víða við sögu þegar erfðaboðum er komið til skila. Ekki hafa þó öll hlutverk þess verið upp talin.\n\nRNA er erfðaefni vissra veira en veirur eru ekki taldar til lífvera. Þær þurfa lifandi frumur til að geta fjölgað sér. Margir halda að RNA hafi verið erfðaefni fyrstu lífvera jarðarinnar en DNA hafi tekið við á seinna þróunarstigi." }
63015c53-d82d-4bee-b1a1-e2a7f4aada9f
{ "author": "Guðmundur Eggertsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_175", "publish_timestamp": "2000-03-03T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=175", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 137 }, { "offset": 139, "length": 475 }, { "offset": 616, "length": 115 }, { "offset": 733, "length": 541 }, { "offset": 1276, "length": 501 }, { "offset": 1779, "length": 485 }, { "offset": 2266, "length": 701 }, { "offset": 2969, "length": 231 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 137 }, { "offset": 139, "length": 92 }, { "offset": 232, "length": 63 }, { "offset": 296, "length": 83 }, { "offset": 380, "length": 109 }, { "offset": 490, "length": 34 }, { "offset": 525, "length": 47 }, { "offset": 573, "length": 41 }, { "offset": 616, "length": 43 }, { "offset": 660, "length": 71 }, { "offset": 733, "length": 85 }, { "offset": 819, "length": 67 }, { "offset": 887, "length": 77 }, { "offset": 965, "length": 39 }, { "offset": 1005, "length": 110 }, { "offset": 1116, "length": 73 }, { "offset": 1190, "length": 84 }, { "offset": 1276, "length": 31 }, { "offset": 1308, "length": 71 }, { "offset": 1380, "length": 73 }, { "offset": 1454, "length": 170 }, { "offset": 1625, "length": 88 }, { "offset": 1714, "length": 63 }, { "offset": 1779, "length": 89 }, { "offset": 1869, "length": 89 }, { "offset": 1959, "length": 97 }, { "offset": 2057, "length": 79 }, { "offset": 2137, "length": 102 }, { "offset": 2240, "length": 24 }, { "offset": 2266, "length": 25 }, { "offset": 2292, "length": 27 }, { "offset": 2320, "length": 38 }, { "offset": 2359, "length": 125 }, { "offset": 2485, "length": 75 }, { "offset": 2561, "length": 162 }, { "offset": 2724, "length": 51 }, { "offset": 2776, "length": 40 }, { "offset": 2817, "length": 37 }, { "offset": 2855, "length": 64 }, { "offset": 2920, "length": 47 }, { "offset": 2969, "length": 68 }, { "offset": 3038, "length": 49 }, { "offset": 3088, "length": 112 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?", "answer": "Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum.\n\nKúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega.\n\nÞeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum hraða eða skriði og þurfa ekki að gera neinar sérstakar kúnstir að öðru leyti. Þeir þurfa til dæmis ekki einu sinni að stöðva sig snögglega í markinu frekar en aðrir hlauparar, heldur geta látið sig renna eins og þeim sýnist eftir að þeir koma í mark.\n\nKeppendur í íshokkí þurfa á hinn bóginn að geta beygt eða stöðvað sig skyndilega og óvænt, og einnig að vera fljótir upp á mikinn hraða. Listhlauparar á skautum eru svo þriðji hópurinn með enn aðrar þarfir. Þeir þurfa að geta gert alls konar kúnstir, snúið sér í hringi, staðið á öðrum fæti og svo framvegis eins og við þekkjum.\n\nÞetta endurspeglast allt í því hvers konar skautar eru notaðir í hverri íþrótt um sig. Hlaupaskautar eru með beinu blaði og ná talsvert fram fyrir tána á fætinum. Þannig fær hlauparinn góða og langa spyrnu í hverju skrefi og getur náð miklum hraða á fyrirfram gefinni braut þar sem beygjur eru ekki of krappar. Skautarnir henta hins vegar illa fyrir snöggar beygjur eða skyndilega stöðvun.\n\nHokkískautar eru með kúpt blað til að auðvelda leikmanninum að taka snöggar og óvæntar beygjur og stöðva sig skyndilega. Blaðið nær ekki verulega fram fyrir tær skautamannsins og fremst á því er horn eða oddur sem skapar spyrnu þegar leikmaður vill komast á mikla ferð á sem skemmstum tíma og er einnig notað þegar hann vill stöðva sig. Listskautar eru einnig með kúpt blað af svipuðum ástæðum. Fremst á því er ekki oddur heldur eins konar sagartennur sem auðvelda listdansaranum að gera kúnstirnar sem áður voru nefndar.\n\nFrá sjónarmiði eðlisfræðinnar er hreyfing á ís sérlega áhugaverð, einkum fyrir það að núningur er oft lítill. Hlutur á ís fer oft nálægt því að hlíta fyrsta lögmáli Newtons sem kallað er, en það segir að hlutur sem enginn heildarkraftur verkar á haldi ferð sinni og stefnu óbreyttri, hreyfist með öðrum orðum með jöfnum hraða eftir beinni línu.\n\nÞetta á nokkuð vel við um pökkinn í ísknattleik. Það á einnig við um bíl á ónegldum dekkjum á ísi og er ástæðan til þess að slíkir bílar láta illa að stjórn og þarf að beita sérstökum brögðum til að stýra þeim. Þá getur verið betra að kunna skil á fyrsta lögmáli Newtons, ef ekki í orði þá alltént í verki!\n\nNúningskrafturinn á skauta er lítill í stefnu skautans og þess vegna getur skautamaðurinn látið sig renna býsna lengi án þess að stöðvast, þó að hann hafist ekki að. Krafturinn þvert á skautann er hins vegar engan veginn lítill og það er einmitt hann sem skautamaðurinn notar til að stýra sér og til að knýja sig áfram með því að spyrna til hliðanna eins og við könnumst við.\n\nÞví er enn við að bæta að snerting skauta og íss er ekki öll sem sýnist. Örlítið af ísnum bráðnar þar sem skautinn snertir hann og bræðsluvatnið er einmitt ein ástæðan til þess að skautinn rennur svo vel beint áfram. Þannig myndast rispurnar sem skautinn skilur eftir á ísnum og þetta skýrir einnig það sem áður var nefnt, að þverkraftur á skautann er verulegur." }
bb630c95-e0ef-4a52-be6c-f66c647f4543
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_176", "publish_timestamp": "2000-03-04T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=176", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 189 }, { "offset": 191, "length": 68 }, { "offset": 261, "length": 304 }, { "offset": 567, "length": 328 }, { "offset": 897, "length": 389 }, { "offset": 1288, "length": 521 }, { "offset": 1811, "length": 344 }, { "offset": 2157, "length": 306 }, { "offset": 2465, "length": 375 }, { "offset": 2842, "length": 362 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 116 }, { "offset": 117, "length": 72 }, { "offset": 191, "length": 68 }, { "offset": 261, "length": 131 }, { "offset": 393, "length": 172 }, { "offset": 567, "length": 136 }, { "offset": 704, "length": 69 }, { "offset": 774, "length": 121 }, { "offset": 897, "length": 86 }, { "offset": 984, "length": 75 }, { "offset": 1060, "length": 147 }, { "offset": 1208, "length": 78 }, { "offset": 1288, "length": 120 }, { "offset": 1409, "length": 215 }, { "offset": 1625, "length": 57 }, { "offset": 1683, "length": 126 }, { "offset": 1811, "length": 109 }, { "offset": 1921, "length": 234 }, { "offset": 2157, "length": 48 }, { "offset": 2206, "length": 161 }, { "offset": 2368, "length": 95 }, { "offset": 2465, "length": 165 }, { "offset": 2631, "length": 209 }, { "offset": 2842, "length": 72 }, { "offset": 2915, "length": 143 }, { "offset": 3059, "length": 145 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 47 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 47 } ] } }
{ "question": "Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?", "answer": "Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir.\n\nStöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst til sögunnar, út frá vinnuhugtakinu.\n\nVinna krafts er margfeldi krafts og færslu, ef hvorttveggja er reiknað í sömu stefnu. Vinna þyngdarkrafts er þannig margfeldi krafts og hæðarmunar. Þegar krafturinn er ekki fasti (constant) heldur breytilegur með stað hlutarins, eins og þegar hlutur er fastur í gormi, er þetta svolítið flóknara en kjarni máls er þó hinn sami.\n\nStöðuorka er síðan vinna þess krafts sem þarf til þess að færa hlutinn frá einum stað til annars gegn hinum tiltekna krafti, hvort sem hann er þyngdarkrafturinn eða til dæmis kraftur gormsins á hlutinn.\n\nHreyfiorka er í stuttu máli orkan sem hlutur hefur vegna hreyfingar sinnar. Hún er skilgreind í hefðbundinni aflfræði sem hálfur sinnum massinn (efnismagnið) sinnum hraðinn í öðru veldi. Hún er því engin ef hluturinn er kyrr en vex tiltölulega hratt með hraðanum. Með aðferðum stærðfræðinnar (örsmæðareikningi) er ekki ýkja erfitt að sýna fram á að við tiltekin algeng skilyrði er breyting á hreyfiorku jöfn vinnu heildarkrafts. Sú niðurstaða er einmitt hvorki meira né minna en undirstaða orkuhugtaksins, forsenda þess að þetta hugtak varð síðan svo mikilvægt í eðlisfræði og í allri hugsun manna.\n\nÞegar hlutur fellur til jarðar úr einhverri hæð, hefur hann tiltekna stöðuorku þegar hann byrjar að falla en hún breytist síðan í hreyfiorku í fallinu, samanber dæmi í lok svarsins.\n\nÞað er þessi stöðuorka sem er virkjuð í vatnsaflsvirkjunum og gefur okkur raforkuna heima hjá okkur og annars staðar. Við höfum þá að vísu beislað fossinn eins og það er kallað, þannig að vatnið fellur ekki fram af brúninni í gamla farveginum heldur er orka þess látin knýja hverfla (túrbínur) í virkjuninni. Þar breytist orka þess fyrst í hreyfiorku og síðan í raforku sem er send til neytendenna. Þeir breyta henni aftur eftir eigin hentisemi ýmist til dæmis í varma í hitunartækjum eins og eldavélum og kötlum, brauðristum og örbylgjuofnum, í ljós í hvers konar ljósastæðum eða í hreyfiorku í rafhreyflum eins og almennum mótorum, þeyturum, viftum og svo framvegis.\n\nHitt er svo annað mál að heitið sem við gefum einhverri tiltekinni mynd orkunnar getur farið eftir samhengi. Í hefðbundinni eðlisfræði og í daglegu lífi er okkur tamt að tala um varma sem eina tegund orku, og auðvitað þarf ekki að vera neitt við það að athuga. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að varminn er ekkert annað en hreyfiorka smásærra efniseinda eins og sameinda, frumeinda (atóma) og rafeinda.\n\nEinnig er okkur tamt að tala stundum um efnaorku (chemical energy), til dæmis í eldsneyti eins og bensíni. Þegar við brennum eldsneytinu losnar einmitt þessi orka og breytist í aðrar myndir orku eins og til dæmis hreyfiorku og varmaorku. En þegar betur er að gáð og við förum að skyggnast inn í sameindir og frumeindir kemur í ljós að þessi efnaorka er í rauninni hreyfiorka og stöðuorka rafeinda og atómkjarna í sameindunum.\n\nNokkrar jöfnur um efni svarsins:\n\nÞyngdarkraftur:\n\nÞ = mg\n\nþar sem m er massinn og g er þyngdarhröðunin sem er um 9,8 m/s2.\n\nVinna þyngdarkrafts á fallandi hlut:\n\nW = mgh\n\nþar sem h er hæðarmunur.\n\nHreyfiorka:\n\nK = (1/2) m v2\n\nþar sem v er hraði eða ferð og v2 táknar að hraðinn er margfaldaður með sjálfum sér.\n\nStöðuorka eins rúmmetra af vatni í 10 m hæð, nokkurn veginn:\n\n1000 kg * 10 m/s2 * 10 m = 100 000 kg m2/s2 = 100.000 J (júl, orkueining)\n\nOrkubreyting á sekúndu eða afköst ef foss flytur einn rúmmetra á sekúndu 10 metra niður:\n\n100.000 J/s eða 100.000 W (vött) eða 100 kílóvött (kW)." }
6f703135-2421-4dc4-b89c-755223624581
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_177", "publish_timestamp": "2000-03-04T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=177", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 123 }, { "offset": 125, "length": 225 }, { "offset": 352, "length": 327 }, { "offset": 681, "length": 202 }, { "offset": 885, "length": 598 }, { "offset": 1485, "length": 181 }, { "offset": 1668, "length": 668 }, { "offset": 2338, "length": 408 }, { "offset": 2748, "length": 425 }, { "offset": 3175, "length": 32 }, { "offset": 3209, "length": 15 }, { "offset": 3226, "length": 6 }, { "offset": 3234, "length": 64 }, { "offset": 3300, "length": 36 }, { "offset": 3338, "length": 7 }, { "offset": 3347, "length": 24 }, { "offset": 3373, "length": 11 }, { "offset": 3386, "length": 14 }, { "offset": 3402, "length": 84 }, { "offset": 3488, "length": 60 }, { "offset": 3550, "length": 73 }, { "offset": 3625, "length": 88 }, { "offset": 3715, "length": 55 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 123 }, { "offset": 125, "length": 85 }, { "offset": 211, "length": 139 }, { "offset": 352, "length": 85 }, { "offset": 438, "length": 61 }, { "offset": 500, "length": 179 }, { "offset": 681, "length": 202 }, { "offset": 885, "length": 75 }, { "offset": 961, "length": 110 }, { "offset": 1072, "length": 76 }, { "offset": 1149, "length": 164 }, { "offset": 1314, "length": 169 }, { "offset": 1485, "length": 181 }, { "offset": 1668, "length": 117 }, { "offset": 1786, "length": 190 }, { "offset": 1977, "length": 89 }, { "offset": 2067, "length": 269 }, { "offset": 2338, "length": 108 }, { "offset": 2447, "length": 151 }, { "offset": 2599, "length": 147 }, { "offset": 2748, "length": 106 }, { "offset": 2855, "length": 130 }, { "offset": 2986, "length": 187 }, { "offset": 3175, "length": 32 }, { "offset": 3209, "length": 15 }, { "offset": 3226, "length": 6 }, { "offset": 3234, "length": 64 }, { "offset": 3300, "length": 36 }, { "offset": 3338, "length": 7 }, { "offset": 3347, "length": 24 }, { "offset": 3373, "length": 11 }, { "offset": 3386, "length": 14 }, { "offset": 3402, "length": 84 }, { "offset": 3488, "length": 60 }, { "offset": 3550, "length": 73 }, { "offset": 3625, "length": 88 }, { "offset": 3715, "length": 55 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 41 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 41 } ] } }
{ "question": "Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar?", "answer": "Ef ekkert annað mundi breytast en það að taugaboðin væru lengur á leiðinni frá skynfærum til heila en áður, þá mundum við ekki skynja tímann hægar. Taugaboðin yrðu að meðaltali jafnmörg á hverri sekúndu og áður; þau hefðu bara verið lengur á leiðinni.\n\nÞetta er einna líkast því að við værum að horfa á bílalest á leið austur yfir Hellisheiði frá Skíðaskálanum og svo væru aðrir að horfa á sömu lest uppi á háheiðinni. Báðir hóparnir mundu sjá jafnmarga bíla á tímaeiningu þegar til lengri tíma er litið en háheiðarhópurinn mundi auðvitað sjá þá síðar.\n\nHins vegar er hægt að hugsa sér að taugaboðin mundu annaðhvort strjálast eða þéttast. Þá gæti vel verið að einstaklingnum fyndist tíminn líða hægar eða hraðar eftir atvikum en þá þyrfti að skoða það nánar út frá þeim forsendum sem menn vildu hugsa sér í hverju tilviki.\n\nÞess konar viðfangsefni yrðu trúlega fjölgreinaeðlis (interdisciplinary) áður en varir, þannig að menn frá ýmsum fræðigreinum þyrftu að koma að verki við umfjöllun um þau. Þannig gætu hér til dæmis komið við sögu bæði eðlisfræði, stærðfræði og rökfræði, taugalæknisfræði og sálarfræði." }
11e35168-aa89-48ad-9e33-b15e939ab9f6
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_178", "publish_timestamp": "2000-03-04T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=178", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 251 }, { "offset": 253, "length": 299 }, { "offset": 554, "length": 269 }, { "offset": 825, "length": 285 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 147 }, { "offset": 148, "length": 103 }, { "offset": 253, "length": 165 }, { "offset": 419, "length": 133 }, { "offset": 554, "length": 85 }, { "offset": 640, "length": 183 }, { "offset": 825, "length": 171 }, { "offset": 997, "length": 113 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 95 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 95 } ] } }
{ "question": "Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?", "answer": "Við þökkum þann staðfasta áhuga á Vísindavefnum sem lýsir sér í þessari spurningu.\n\nSvarið er nei: Við settum okkur ekki nein sérstök tímamörk í upphafi - og það var kannski eins gott því að við hefðum aldrei getað haldið þau! Við héldum að við mundum fá nokkrar spurningar á dag, kannski 20 á viku, og við mundum geta svarað þeim á örfáum vikum. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að um 800 spurningar hafa borist á fimm fyrstu vikunum, eða um 160 á viku. Það er mikil vinna að flokka nýjar spurningar og ganga þokkalega frá þeim á vefnum. Við höfðum alltof lítinn mannafla til þess í upphafi en síðan hefur verið bætt úr því.\n\nVið reynum að ganga á spurningarnar til svörunar eftir tímaröð en samning og frágangur svars tekur afar mislangan tíma eftir því hvernig tíma svarandans er háttað. Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?\n\nSpyrjandinn sem hér er verið að svara sendi inn nokkrar spurningar á öðrum degi vefsins, 30. janúar. Hann hefur verið óheppinn því að einungis einni af þeim hefur enn verið svarað. Við biðjum hann afsökunar á þessu og vonum að flestir sem sendu nokkrar spurningar inn svona snemma hafi fengið betri úrlausn. Við erum líka að athuga sérstaklega hvað líður svörum við spurningum Karls.\n\nVið vonum einnig að gestir og spyrjendur kunni að meta það að svör berast þrátt fyrir allt nokkuð ört og eru nú um 130 alls. Við leggjum metnað okkar í að ný svör birtist helst á hverjum degi, jafnvel líka um helgar. En við reynum líka að vanda til svaranna og vonum að lesendur kunni að meta það.\n\nSvo viljum við benda gestum okkar á þann kost að hafa samband við okkur beint með venjulegum tölvupósti sem birtist þá ekki á vefnum. Þannig geta menn rætt við okkur allt sem þeim liggur á hjarta um vefinn. Tölvupóstfangið er á nokkrum stöðum á vefsíðunum: [email protected]" }
7bf33d39-755f-4369-9b0b-092e33391b00
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_181", "publish_timestamp": "2000-03-05T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=181", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 82 }, { "offset": 84, "length": 542 }, { "offset": 628, "length": 274 }, { "offset": 904, "length": 383 }, { "offset": 1289, "length": 297 }, { "offset": 1588, "length": 284 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 82 }, { "offset": 84, "length": 142 }, { "offset": 227, "length": 119 }, { "offset": 347, "length": 108 }, { "offset": 456, "length": 83 }, { "offset": 540, "length": 86 }, { "offset": 628, "length": 163 }, { "offset": 792, "length": 110 }, { "offset": 904, "length": 100 }, { "offset": 1005, "length": 79 }, { "offset": 1085, "length": 126 }, { "offset": 1212, "length": 75 }, { "offset": 1289, "length": 124 }, { "offset": 1414, "length": 91 }, { "offset": 1506, "length": 80 }, { "offset": 1588, "length": 133 }, { "offset": 1722, "length": 72 }, { "offset": 1795, "length": 77 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 75 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 75 } ] } }
{ "question": "Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?", "answer": "Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi.\n\nUm þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári eða að meðaltali 15-30 á dag. Sjálfsagt koma þó fyrir dagar þar sem fæðingar eru fleiri en 30 en þær ná þó aldrei 79 talsins. Þess vegna duga tveggja stafa tölurnar 20-99 ríflega til að greina milli þeirra sem fæddir eru á sama degi.\n\nSamkvæmt þessu þyrfti kennitalan ekki að vera nema 8 stafir til þess að engar tvær tölur væru eins. Þó þarf að gæta að því að tveir menn geta verið fæddir á sama degi en á mismunandi öldum, til dæmis 10.09.2009 og 10.09.1909. Þess vegna er síðasti stafur kennitölunnar látinn tákna öldina. Hann er núna annaðhvort 9 eða 0 en tekur gildið 1 fyrir þá sem fæðast árin 2100-2199, 2 fyrir árin 2200-2299 og svo koll af kolli.\n\nÍ kerfum sem þessu þykir æskilegt að hafa svokallaða vartölu, það er að segja tölu sem gefur til kynna að villa hafi orðið í tölunni, til að mynda í innslætti. Níundi stafurinn í kennitölum okkar gegnir þessu hlutverki. Hann er ákveðinn út frá fyrstu 8 tölunum með aðferð sem nefnist Modulus 11. Hér á eftir er sýnt hvernig þessi aðferð verkar fyrir kennitölur.\n\nFæðingardagur manns er til dæmis 12. janúar 1960, sex fyrstu tölustafirnir í kennitölunni eru því 120160, það er dagur, mánuður og ár (stytt í 2 tölustafi). Næstu tveir tölustafir (kallaðir raðtala) hafa enga merkingu og er þeim alla jafna úthlutað í röð frá og með 20, til dæmis 120160-33. Því næst er vartalan (öryggistalan) reiknuð út en hún má vera á bilinu 0 til 9. Þetta er gert með því að margfalda talnaröðina frá hægri til vinstri með 2-7 eins og hér er sýnt:\n\nNiðurstöðutölurnar eru síðan lagðar saman og útkoman er 58. Deilt er í summuna með 11. 58 : 11 = 5 og vantar þá 3 til að dæmið gangi upp. Loks er afgangurinn (talan 3) dreginn frá 11, það er 11 - 3 = 8. Vartalan er því 8 og fyrstu níu stafir kennitölunnar verða 120160-338.\n\nEf enginn afgangur verður þegar deilt er í summuna með 11 er vartalan alltaf 0.\n\nSé afgangur 10 í meintri kennitölu er einhver vitleysa í fæðingardegi eða í fyrstu tveimur stöfunum í kennitölunni, samanber það sem áður var sagt um vartöluna, modulus-aðferðina og villur í innslætti.\n\nÁður er kennitala er gefin út af Þjóðskrá Íslands er vartalan reiknuð. Ef niðurstaðan er 10 þá er vartalan ónothæf. Er þá raðtalan hækkuð um einn og ný vartala reiknuð út þar til gild vartala finnst." }
83b9d547-fe3e-4d5f-9f89-ec4c933b29b6
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_183", "publish_timestamp": "2000-03-06T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=183", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 240 }, { "offset": 242, "length": 305 }, { "offset": 549, "length": 420 }, { "offset": 971, "length": 361 }, { "offset": 1334, "length": 468 }, { "offset": 1804, "length": 273 }, { "offset": 2079, "length": 79 }, { "offset": 2160, "length": 201 }, { "offset": 2363, "length": 199 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 130 }, { "offset": 131, "length": 67 }, { "offset": 199, "length": 41 }, { "offset": 242, "length": 101 }, { "offset": 344, "length": 95 }, { "offset": 440, "length": 107 }, { "offset": 549, "length": 99 }, { "offset": 649, "length": 125 }, { "offset": 775, "length": 63 }, { "offset": 839, "length": 130 }, { "offset": 971, "length": 159 }, { "offset": 1131, "length": 59 }, { "offset": 1191, "length": 75 }, { "offset": 1267, "length": 65 }, { "offset": 1334, "length": 156 }, { "offset": 1491, "length": 133 }, { "offset": 1625, "length": 79 }, { "offset": 1705, "length": 97 }, { "offset": 1804, "length": 59 }, { "offset": 1864, "length": 77 }, { "offset": 1942, "length": 64 }, { "offset": 2007, "length": 70 }, { "offset": 2079, "length": 79 }, { "offset": 2160, "length": 201 }, { "offset": 2363, "length": 70 }, { "offset": 2434, "length": 44 }, { "offset": 2479, "length": 83 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 71 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 71 } ] } }
{ "question": "Hvernig segir maður \"maður\" á grænlensku?", "answer": "Þessari spurningu er varla hægt að svara henni nema með einu orði. Manneskja, maður, kallast á grænlensku inuk að því er segir í orðabók Schultz-Lorentzens, Den Grönlandske ordbog frá 1926, ljósprentun 1958. Þar segir: inuk, Menneske (maður, manneskja); inuit nunat, Grönland (Grænland); inua, dets Beboer eller Ejer (íbúi þess eða eigandi); igdlup inue, Husets Beboere (íbúar hússins); nunap inue, Landets beboere (íbúar landsins).\n\nEinhvers staðar las ég að inuk væri komið af inue, eigandi, eiginlega “maður sjálfur\" eða eitthvað því um líkt." }
3db04e36-f64c-40fa-a7ca-423124cff607
{ "author": "Haraldur Ólafsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_184", "publish_timestamp": "2000-03-06T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=184", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 432 }, { "offset": 434, "length": 111 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 66 }, { "offset": 67, "length": 140 }, { "offset": 208, "length": 224 }, { "offset": 434, "length": 111 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 41 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 41 } ] } }
{ "question": "Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?", "answer": "Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér.\n\nReykjanesvirkjun.Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur landsins ríflega 82 milljónir rúmmetra af vatni. Þar af fóru um 72 milljónir rúmmetra til húshitunar og neysluvatns en afgangurinn meðal annars til sundlauga, iðnaðarnota og í snjóbræðslu. Árið 1998 sá jarðvarmi Íslendingum fyrir nær helmingi orkuþarfar landsmanna, olía stóð undir um 30% af orkuþörfinni og rafmagn búið til með vatnsorku mestu af því sem eftir er. Hitaveitur nýta einkum jarðvarma en einnig þekkjast hérlendis raf- og olíukyntar hitaveitur.\n\nJarðvarmi er bæði nýttur vegna hitaveitna og til raforkuvinnslu. Tæp 2% af útgjöldum meðalfjölskyldu (vísitölufjölskyldunnar) eru vegna kaupa á þjónustu hitaveitu samkvæmt könnun Hagstofunnar.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvað er jarðhiti? eftir Guðmund PálmasonHvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? eftir Gunnar Karlsson" }
ad5ea8d3-2aee-4433-9ce3-e15b5c81d2bd
{ "author": "Gylfi Magnússon", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_185", "publish_timestamp": "2000-03-06T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=185", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 251 }, { "offset": 253, "length": 518 }, { "offset": 773, "length": 192 }, { "offset": 967, "length": 32 }, { "offset": 1001, "length": 121 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 71 }, { "offset": 72, "length": 73 }, { "offset": 146, "length": 105 }, { "offset": 253, "length": 17 }, { "offset": 270, "length": 91 }, { "offset": 362, "length": 139 }, { "offset": 502, "length": 176 }, { "offset": 679, "length": 92 }, { "offset": 773, "length": 64 }, { "offset": 838, "length": 127 }, { "offset": 967, "length": 32 }, { "offset": 1001, "length": 17 }, { "offset": 1019, "length": 81 }, { "offset": 1101, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 55 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 55 } ] } }
{ "question": "Hvað þýðir BC og AD?", "answer": "Skammstafanirnar BC og AD eru notaðar um ártöl í ensku til að tákna fyrir Krist og eftir Krist. AD er komið úr latínu og stendur fyrir \"Anno Domini\" sem merkir eiginlega \"á því Herrans ári\". BC stendur hins vegar fyrir einföld ensk orð, \"before Christ,\" sem merkir orðrétt \"fyrir Krist\". Samsvarandi skammstafanir á Íslensku eru f.Kr. og e.Kr." }
3289cc25-c78b-4f4b-9168-2751a1f79769
{ "author": "Stefán Ingi Valdimarsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_186", "publish_timestamp": "2000-03-06T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=186", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 343 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 95 }, { "offset": 96, "length": 94 }, { "offset": 191, "length": 96 }, { "offset": 288, "length": 55 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 20 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 20 } ] } }
{ "question": "Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?", "answer": "Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim skilningi afar \"sjaldgæfar.\" En okkur er hins vegar ekki tamt að nota orðið \"sjaldgæfur\" um eitthvað sem er ekki til lengur.\n\nSamkvæmt því eru sjaldgæfustu myntgerðirnar þær sem aðeins er til einn peningur af nú á dögum. Þær myntgerðir eru vafalaust margar." }
f14fcce4-12d9-4d54-a628-3d63f33a9834
{ "author": "Þorsteinn Vilhjálmsson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_187", "publish_timestamp": "2000-03-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=187", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 440 }, { "offset": 442, "length": 131 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 167 }, { "offset": 168, "length": 99 }, { "offset": 268, "length": 76 }, { "offset": 345, "length": 95 }, { "offset": 442, "length": 94 }, { "offset": 537, "length": 36 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 44 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 44 } ] } }
{ "question": "Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?", "answer": "Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hvert sé hentugasta stjórnarfyrirkomulagið sem hægt er að koma á, en greinilegt er þó að fulltrúakerfið hefur orðið órjúfanlegur þáttur í framkvæmd nútímalýðræðis einmitt vegna þess að það er afar hentugt í framkvæmd.\n\nÞví fer hins vegar fjarri að fulltrúalýðræði hafi alltaf verið talið sjálfsagt af hálfu þeirra sem vildu þó hafa lýðræðið sjálft í heiðri. Þannig var einn helsti frumkvöðull lýðræðishugsjónar á 18. öld, franski heimspekingurinn\n\nJean-Jacques Rousseau, svarinn andstæðingur fulltrúalýðræðis. Í bók sinni Um samfélagssáttmálann (Du contrat social) mótmælir hann því að nokkrum manni leyfist að afhenda öðrum hlutdeild sína í fullveldinu, það er að segja að hver og einn ætti að taka beinan þátt í setningu laga (þó mætti kjósa fulltrúa sem skyldi framkvæma lögin). Rousseau gerði sér grein fyrir því að í stórum ríkjum væri erfitt að koma slíku kerfi fyrir, og því taldi hann að borgríki eins og borgin Genf í Sviss, þar sem hann var sjálfur uppalinn, væru þau ríki sem best tryggðu lýðræðisréttindi og skilgreindu skyldur fólks.\n\nÍ raun hefur beint lýðræði, þar sem allir þeir sem hafa kosningarétt greiða atkvæði um öll lög, lítið verið notað í lýðræðisríkjum. Þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni eru þó dæmi um slíkt lýðræði í framkvæmd. Ástæðan fyrir því að fulltrúalýðræðið er yfirleitt tekið fram yfir beint lýðræði er sú að það fellur vel að tilhneigingu nútímasamfélaga til verkaskiptingar í stað þess að allir vasist í öllu, auk þess sem fulltrúalýðræðið er auðvelt í framkvæmd eins og áður er sagt.\n\nÞingmenn eiga þannig að kynna sér þau flóknu mál sem þeir hafa til afgreiðslu, en erfitt er fyrir allan almenning að taka upplýsta afstöðu til alls þess sem löggjafinn tekur til umfjöllunar.\n\nHvað hagkvæmnina varðar er greinilegt að beint lýðræði yrði auðveldara í framkvæmd með nútímatækni en áður. Þannig væri vel hægt að nota tölvunet til að láta íbúa í stóru landi greiða atkvæði um ákveðið málefni án þess að þeir komi allir saman á einum stað. Einnig má auðveldlega koma við skipulegri umræðu um málefni sem kæmu síðan til atkvæða í sjónvarpi eða á netinu. Slíkt kerfi væri augljóslega lýðræðislegra en fulltrúalýðræði, ef lýðræði er talið merkja stjórnarform þar sem lög skuli byggja á vilja meirihluta atkvæðisbærra manna.\n\nHins vegar er engan veginn víst að meirihluti kjósenda hafi raunverulegan áhuga á að koma slíku kerfi á vegna þess að það krefst þess af þeim að þeir gefi sér tíma til að kynna sér öll þau mál sem þeir greiða atkvæði um. Eins er sennilegt að slíkt kerfi gerði þjóðfélögum erfitt fyrir að komast að samkomulagi um málefni þar sem verið er að rétta minnihlutahópa sem búa við greinilegt misrétti eða ójafna aðstöðu (þar má meðal annars nefna möguleika fólks í dreifbýli til menntunar, eða samgöngumál). Enn sem komið er hafa því fáar þjóðir rætt um það í nokkurri alvöru að leggja niður fulltrúalýðræðið.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál JónssonHvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn? eftir Gunnar KarlssonHvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu? eftir Úlfar HaukssonHvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)? eftir Hauk Arnþórsson" }
60f874b0-0e3c-46cf-9daf-427b8c32e7b6
{ "author": "Guðmundur Hálfdanarson", "fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00", "xml_id": "VV_EV_188", "publish_timestamp": "2000-03-07T00:00:00", "source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=188", "answer": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 253 }, { "offset": 255, "length": 227 }, { "offset": 484, "length": 598 }, { "offset": 1084, "length": 484 }, { "offset": 1570, "length": 190 }, { "offset": 1762, "length": 538 }, { "offset": 2302, "length": 602 }, { "offset": 2906, "length": 32 }, { "offset": 2940, "length": 322 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 253 }, { "offset": 255, "length": 138 }, { "offset": 394, "length": 88 }, { "offset": 484, "length": 61 }, { "offset": 546, "length": 271 }, { "offset": 818, "length": 264 }, { "offset": 1084, "length": 131 }, { "offset": 1216, "length": 84 }, { "offset": 1301, "length": 267 }, { "offset": 1570, "length": 190 }, { "offset": 1762, "length": 107 }, { "offset": 1870, "length": 149 }, { "offset": 2020, "length": 112 }, { "offset": 2133, "length": 167 }, { "offset": 2302, "length": 220 }, { "offset": 2523, "length": 279 }, { "offset": 2803, "length": 101 }, { "offset": 2906, "length": 32 }, { "offset": 2940, "length": 16 }, { "offset": 2957, "length": 76 }, { "offset": 3034, "length": 83 }, { "offset": 3118, "length": 63 }, { "offset": 3182, "length": 58 }, { "offset": 3241, "length": 21 } ] }, "question": { "paragraphs": [ { "offset": 0, "length": 53 } ], "sentences": [ { "offset": 0, "length": 53 } ] } }