document
dict | uuid
stringlengths 36
36
| metadata
dict |
|---|---|---|
{
"question": "Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum?",
"answer": "Þegar við sjáum eldingu getum við tekið eftir því að við heyrum þrumuna nokkru eftir að við sjáum leiftrið. Ljós ferðast mjög hratt samkvæmt mælikvörðum okkar hér á jörðinni. Hraði þess í tómarúmi er 300.000 km/sek, en á þeim hraða má fara sjö og hálfan hring umhverfis hnöttinn á einni sekúndu. Við sjáum því leiftur eldingarinnar nánast um leið og henni slær niður. Hljóðbylgjur ferðast hins vegar mun hægar, eða um 340 metra á sekúndu (nákvæmt gildi fer eftir aðstæðum). Þegar við heyrum þrumuna erum við því í raun að hlusta á hljóð sem myndaðist nokkrum sekúndum áður. Við getum meira að segja sagt til um fjarlægð eldingarinnar með því að mæla tímann milli þess sem við sjáum ljósblossann og heyrum þrumuna.\n\nÞegar við horfum út í geiminn eru fjarlægðir svo miklar að hraði ljóssins skiptir máli. Þegar við horfum til dæmis á sólina við sólsetur eru átta mínútur liðnar síðan ljósið lagði af stað frá sólinni. Því má segja að við séum að horfa átta mínútur aftur í tímann. (Þetta gildir raunar alltaf um ljósið frá sólinni en er sérstaklega eftirtektarvert þegar um er að ræða skilgreindan atburð á sólinni eins og tiltekinn sólblossa til dæmis).\n\nÞegar horft er á fjarlægar stjörnur er í raun verið að horfa á ljós sem lagði af stað fyrir löngu síðan, jafnvel fyrir milljörðum ára.\n\nEngu að síður er hraði ljóss í tómarúmi mesti hraði sem efni eða orka getur náð. Þótt hljóð geti ekki borist um tómarúmið milli sólar og jarðar má nefna til samanburðar að hljóð frá sólinni yrði fjórtán ár á leiðinni til okkar ef það færi með sama hraða og það fer í lofti hér við yfirborð jarðar.\n\nEf við lítum út úr sólkerfi okkar og athugum nálægustu sólstjörnuna, Proxima í Mannfáknum, þá sjáum við hana eins og hún leit út fyrir rúmlega fjórum árum. Þannig getum við haldið áfram að rýna lengra og lengra út í geiminn og sjá um leið sífellt lengra aftur í tímann. Með berum augum má sjá vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð og með góðum sjónaukum er hægt að sjá milljarða ára aftur í tímann, það er að segja sjá vetrarbrautir í milljarða ljósára fjarlægð. Þannig er hægt að sjá aftur til þess tíma þegar sólkerfið okkar var að myndast, fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Með því að horfa enn lengra út í geiminn með ýmsum aðferðum vonast vísindamenn til að sjá aftur til þess tíma þegar heimurinn myndaðist í Miklahvelli.\n\nLesefni:\n\nEinar H. Guðmundsson, \"Heimsmynd stjarnvísindanna: Sannleikur eða skáldskapur?\", hjá Andra S. Björnssyni o.fl., Er vit í vísindum? Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, bls. 39-68.\n\nGunnlaugur Björnsson, \"Sólir og svarthol\", hjá Þorsteini Vilhjálmssyni, Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 43-62.\n\nStephen Hawking, Saga tímans. Guðmundur Arnlaugsson íslenskaði. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990.\n\nSteven Weinberg, Ár var alda. Guðmundur Arnlaugsson íslenskaði. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1998.\n\nVefsetur:\n\nGeimferðastofnun Bandaríkjanna\n\nVefsetur Hubble-sjónaukans\n\nStjarnvísindi við Háskóla Íslands og fjöldi tengla þar.\n\nMynd:Camp May Flather: 1931 to Present."
}
|
06215b46-c9ea-445f-bd1c-eef10de61321
|
{
"author": "Tryggvi Þorgeirsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_31",
"publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=31",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 713
},
{
"offset": 715,
"length": 437
},
{
"offset": 1154,
"length": 134
},
{
"offset": 1290,
"length": 297
},
{
"offset": 1589,
"length": 738
},
{
"offset": 2329,
"length": 8
},
{
"offset": 2339,
"length": 175
},
{
"offset": 2516,
"length": 132
},
{
"offset": 2650,
"length": 109
},
{
"offset": 2761,
"length": 109
},
{
"offset": 2872,
"length": 9
},
{
"offset": 2883,
"length": 30
},
{
"offset": 2915,
"length": 26
},
{
"offset": 2943,
"length": 55
},
{
"offset": 3000,
"length": 39
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 107
},
{
"offset": 108,
"length": 66
},
{
"offset": 175,
"length": 120
},
{
"offset": 296,
"length": 71
},
{
"offset": 368,
"length": 105
},
{
"offset": 474,
"length": 99
},
{
"offset": 574,
"length": 139
},
{
"offset": 715,
"length": 87
},
{
"offset": 803,
"length": 112
},
{
"offset": 916,
"length": 62
},
{
"offset": 979,
"length": 173
},
{
"offset": 1154,
"length": 134
},
{
"offset": 1290,
"length": 80
},
{
"offset": 1371,
"length": 216
},
{
"offset": 1589,
"length": 155
},
{
"offset": 1745,
"length": 113
},
{
"offset": 1859,
"length": 196
},
{
"offset": 2056,
"length": 120
},
{
"offset": 2177,
"length": 150
},
{
"offset": 2329,
"length": 8
},
{
"offset": 2339,
"length": 79
},
{
"offset": 2418,
"length": 51
},
{
"offset": 2470,
"length": 44
},
{
"offset": 2516,
"length": 87
},
{
"offset": 2604,
"length": 44
},
{
"offset": 2650,
"length": 29
},
{
"offset": 2680,
"length": 33
},
{
"offset": 2714,
"length": 45
},
{
"offset": 2761,
"length": 29
},
{
"offset": 2791,
"length": 33
},
{
"offset": 2825,
"length": 45
},
{
"offset": 2872,
"length": 9
},
{
"offset": 2883,
"length": 30
},
{
"offset": 2915,
"length": 26
},
{
"offset": 2943,
"length": 55
},
{
"offset": 3000,
"length": 39
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 82
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 82
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvað er yfirborðsspenna?",
"answer": "Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður.\n\nOft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef hárin á penslinum eru skoðuð meðan hann er á kafi í vatni má hins vegar sjá að það er ekki fullnægjandi skýring. Þó að hárin séu sannarlega blaut loða þau ekki saman. Hár loða nefnilega ekki saman af því einu að vatn er kringum þau, heldur af því að yfirborð vatnsins er skammt undan.\n\nSamloðun háranna sýnir tilhneigingu vatnssameindanna til að dragast hver að annarri. Vatnssameind við yfirborð vatns, t.d. vatns á hárum málningarpensils, dregst inn á við á tiltekinn hátt, þangað sem flestar sameindirnar eru. Yfirborðsspennan er því ekki sérstakur, sjálfstæður kraftur heldur einföld afleiðing af aðdráttarkröftum milli vatnssameindanna. Ein afleiðing þessa samdráttar er að yfirborðsspenna myndast.\n\nYfirborðsspennan kemur í veg fyrir að bréfaklemman sökkvi.\n\nÞessi yfirborðsspenna er nægjanlega mikil til þess að vatnsyfirborðið geti haldið uppi léttum hlutum sem fljóta ekki, eins og ýmsum skordýrum. Það er líka yfirborðsspennan sem heldur vatni saman í dropum og veldur því að hægt er að fylla vatnsglas upp fyrir barma sína.\n\nÝmis efni geta dregið úr yfirborðsspennu vatns og er sápa þar á meðal. Eftirfarandi tilraun sýnir það á áhrifaríkan hátt.\n\nVið tilraunina þarf að nota hreinan disk, talkúm-duft og sápustykki. Gakktu úr skugga um að diskurinn sé tandurhreinn; á honum má ekki vera nein fita eða sápa. Fylltu diskinn af vatni og stráðu talkúm-duftinu á vatnsyfirborðið.\n\nSnertu nú vatnsyfirborðið með sápustykkinu við einn enda disksins. Við það dregst talkúm-duftið skyndilega yfir í gagnstæðan hluta disksins.\n\nTalkúm-duftið leysist ekki upp í vatninu og það sekkur ekki; það liggur á vatnsyfirborðinu og yfirborðsspennan heldur því uppi. Þar sem sápan snertir vatnið dragast vatnssameindir frekar að sápusameindum en hver annarri. Hinum megin á diskinum dragast vatnssameindir hins vegar ennþá hver að annarri. Þegar vatnið er snert með sápunni er því eins og verið sé að skera á gúmmíteygju og yfirborðsspenna á mótstæðri hlið dregur talkúm-duftið frá sápunni.\n\nHeimild:\n\nGlass, Don, Why you can never get to the end of the rainbow. Bloomington: Indiana University Press, 1993, bls. 144-145."
}
|
03b3dbe9-4ef4-4435-a3cf-ee93384e2dcf
|
{
"author": "Tryggvi Þorgeirsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_32",
"publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=32",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 245
},
{
"offset": 247,
"length": 348
},
{
"offset": 597,
"length": 417
},
{
"offset": 1016,
"length": 58
},
{
"offset": 1076,
"length": 269
},
{
"offset": 1347,
"length": 121
},
{
"offset": 1470,
"length": 227
},
{
"offset": 1699,
"length": 140
},
{
"offset": 1841,
"length": 451
},
{
"offset": 2294,
"length": 8
},
{
"offset": 2304,
"length": 119
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 73
},
{
"offset": 74,
"length": 78
},
{
"offset": 153,
"length": 92
},
{
"offset": 247,
"length": 60
},
{
"offset": 308,
"length": 115
},
{
"offset": 424,
"length": 53
},
{
"offset": 478,
"length": 117
},
{
"offset": 597,
"length": 84
},
{
"offset": 682,
"length": 141
},
{
"offset": 824,
"length": 128
},
{
"offset": 953,
"length": 61
},
{
"offset": 1016,
"length": 58
},
{
"offset": 1076,
"length": 142
},
{
"offset": 1219,
"length": 126
},
{
"offset": 1347,
"length": 70
},
{
"offset": 1418,
"length": 50
},
{
"offset": 1470,
"length": 68
},
{
"offset": 1539,
"length": 90
},
{
"offset": 1630,
"length": 67
},
{
"offset": 1699,
"length": 66
},
{
"offset": 1766,
"length": 73
},
{
"offset": 1841,
"length": 127
},
{
"offset": 1969,
"length": 92
},
{
"offset": 2062,
"length": 79
},
{
"offset": 2142,
"length": 150
},
{
"offset": 2294,
"length": 8
},
{
"offset": 2304,
"length": 60
},
{
"offset": 2365,
"length": 58
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 24
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 24
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?",
"answer": "Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi tölum við um varmaburð (e. convection) þegar efnið kringum hlutinn getur sjálft farið að hreyfast á sýnilegan hátt vegna hitamunar, eins og til dæmis þegar heitt loft leitar upp á við af því að það er léttara í sér en loftið í kring. Í þriðja lagi getur orðið svokölluð varmageislun (e. emissivity) frá heitum hlut. Hún er ein tegund rafsegulgeislunar og getur borist frá hlutnum þó að alls ekkert efni sé kringum hann.\n\nHæfni hlutar til að senda frá sér varmageislun er hin sama og hæfni hlutarins til að gleypa slíka geislun sem kann að falla á hann. Gljáandi hlutir drekka í sig lítið af þeirri geislun sem á þá fellur og geisla því að sama skapi litlu frá sér ef þeir eru heitari en umhverfið. Gljáinn á ílátunum í eldhúsinu er þess vegna til þess fallinn að draga úr varmageislun frá þeim. Venjulegir pottar og pönnur þurfa að geta tekið við varma og eru því yfirleitt ekki hönnuð til að koma í veg fyrir varmatap með leiðingu, en í hitakönnum er hins vegar oft einangrandi lag kringum varmahólfið til að draga úr varmaleiðingu. Lokuð lofthólf kringum geymsluhólfið eru einnig til þess fallin að draga úr varmaburði. Myndin að neðan sýnir hvernig reynt er að hindra varmatap úr hitabrúsa, hvort sem er með varmaleiðingu, varmaburði eða varmageislun.\n\nVarminn sem við fáum frá sólinni berst til jarðar með varmageislun eingöngu. Þetta sést best af því að milli sólar og jarðar er tómarúm þannig að þar getur hvorki orðið varmaleiðing né varmaburður.\n\nStundum viljum við hanna hluti þannig að þeir gefi frá sér sem mestan varma og sem örast. Þá má aftur hafa í huga regluna sem nefnd var hér á undan, að geislunarhæfni hlutar helst í hendur við gleypingarhæfni. Svartir og mattir hlutir drekka í sig mikið af geisluninni sem á þá fellur og senda því að sama skapi frá sér varmageislun þegar því er að skipta. Þetta er ástæðan til þess að kolaofnar og slíkir hlutir eru oft svartir eða mattir."
}
|
d1ef4631-911b-4a75-adbd-49dd7e6ab4df
|
{
"author": "Tryggvi Þorgeirsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_33",
"publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=33",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 734
},
{
"offset": 736,
"length": 833
},
{
"offset": 1571,
"length": 197
},
{
"offset": 1770,
"length": 440
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 67
},
{
"offset": 68,
"length": 234
},
{
"offset": 303,
"length": 245
},
{
"offset": 549,
"length": 81
},
{
"offset": 631,
"length": 103
},
{
"offset": 736,
"length": 131
},
{
"offset": 868,
"length": 144
},
{
"offset": 1013,
"length": 96
},
{
"offset": 1110,
"length": 238
},
{
"offset": 1349,
"length": 87
},
{
"offset": 1437,
"length": 132
},
{
"offset": 1571,
"length": 76
},
{
"offset": 1648,
"length": 120
},
{
"offset": 1770,
"length": 89
},
{
"offset": 1860,
"length": 119
},
{
"offset": 1980,
"length": 146
},
{
"offset": 2127,
"length": 83
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 72
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 72
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvað er átt við með umframbyrði skatta?",
"answer": "Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir sig á illa gerjuðu rauðvíni sem hann bjó til inni á baði, „Vin de Toilet“, um leið og hann horfir stoltum en vonandi ekki mjög gagnrýnum augum á stofuvegginn sem hann var að ljúka við að mála, veit þó sennilega ekki að gerbragðið af víninu og helgidagarnir á nýmáluðum veggnum eru hluti af skattbyrði hans.\n\nUmsvifamikið velferðarkerfi eins og það íslenska krefst þess að stórum hluta af afrakstri vinnu einstaklings sé ráðstafað af öðrum en honum sjálfum. Rakari sem er að vega það og meta hvort hann eigi að hafa opið aðeins lengur og klippa einn viðskiptavin í viðbót eykur tekjur sínar væntanlega um innan við helming þess sem viðskiptavinurinn greiðir. Ef klippingin kostar 1250 krónur er virðisaukaskattur af henni um 250 krónur og tekjuskattur og önnur gjöld af því sem eftir er fjögur til fimm hundruð krónur. Rakarinn heldur því einungis ríflega 500 krónum eftir. Málið versnar enn þegar tekið er tillit til þess að viðskiptavinurinn þarf sennilega að auka tekjur sínar um meira en 2000 krónur til þess að halda eftir 1250 krónum. Í ljósi þessa er kannski athugunarefni hvers vegna Íslendingar eru ekki upp til hópa annaðhvort afar síðhærðir eða láta klippa sig heima.\n\nÞað getur verið dýrara en þú heldur að fara til rakara.Það er því ekki skrýtið að jafnvel hátekjufólk vinnur iðulega verk sem lægra launað fólk getur unnið hraðar og betur. Tannlæknirinn hefur sennilega talsvert hærra tímakaup en málarinn í næsta húsi og sá síðarnefndi málar bæði hraðar og betur. Engu að síður getur fleygurinn sem skattheimtan rekur á milli þeirra komið í veg fyrir viðskipti. Franskir eða ítalskir vínbændur gætu líka hugsað velferðarkerfinu íslenska þegjandi þörfina því að vínið margfaldast í verði á leiðinni frá ekrum þeirra og að hillunum í ríkinu. Fyrir vikið blómstrar framleiðsla á ýmsum göróttum vökvum á Íslandi við grátbroslegar aðstæður og ærinn tilkostnað, drykkjum sem eiga fátt annað en áfengismagnið sameiginlegt með fjöldaframleiðslu annarra ríkja.\n\nVandinn er í hnotskurn sá að fólk sem getur lækkað skattgreiðslur sínar með því að breyta hegðun sinni mun í mörgum tilfellum gera það. Sá sem málar eigin íbúð eða framleiðir eigið áfengi greiðir fyrir vikið lægri skatta. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri þeim mun meiri hvatning er til þess að komast hjá skattgreiðslum og því hafa háir skattar meiri áhrif á hegðun fólks en lágir. Ef tekjuskattur væri 100% myndu fáir mæta til vinnu.\n\nNær allir skattar reka fleyg á milli ábata einstaklings af ákvörðun sem hann tekur og ábata þjóðfélagsins sem heildar af ákvörðuninni. Útkoman getur hæglega orðið sú að einstaklingar taka ákvarðanir sem koma þeim vel en öðrum illa. Kostnaður þjóðfélagsins vegna slíkra ákvarðana er nefndur umframbyrði skatta á máli hagfræðinnar. Forskeytið umfram endurspeglar það að hér er ekki bara um að ræða tilfærslu fjár frá skattgreiðendum til þiggjenda opinberrar þjónustu, sem skapar augljóslega byrði fyrir skattgreiðendur, heldur verðmæti sem fara forgörðum án þess að það hafi verið ætlunin.\n\nTölvunarfræðingur sem ákveður að taka sér frí úr vinnunni til þess að smíða grindverk utan um húsið sitt í stað þess að fá til þess smið sparar sér hugsanlega fé þótt kostnaður þjóðfélagsins sé meiri fyrir vikið. Tölvunarfræðingurinn lækkar við þetta bæði tekju- og virðisaukaskattgreiðslur sínar en fyrir vikið verður annaðhvort að draga úr þjónustu ríkisins eða leggja hærri skatta á einhverja aðra til að vega upp á móti þessu. Sárir þumlar tölvunarfræðingsins eru hluti af skattbyrði hans og þjóðfélagið situr uppi með dýrt grindverk og kannski eilítið skakkt.\n\nSkattar sem fólk getur ekki komist hjá að greiða hafa lítil áhrif á hegðun þess. Ef góðkunningi okkar, rakarinn, greiddi engan tekjuskatt hefði hann minni ástæðu til að draga úr vinnu til að lækka skattgreiðslur sínar. Það sama ætti reyndar við ef ríkið teldi frístundir rakarans honum til tekna og skattlegði þær þannig að hann greiddi jafnmikið í skatt sama hversu mikið hann vinnur.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður? eftir Gylfa MagnússonHvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun? eftir Gylfa MagnússonEr eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá? eftir Gylfa MagnússonHver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts? eftir Gylfa MagnússonHvað eru jaðarskattar? eftir Gylfa MagnússonEr líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs? eftir Gylfa MagnússonHvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri? eftir Gylfa Magnússon"
}
|
21293293-f4a4-4908-ad91-91984cb6e0dc
|
{
"author": "Gylfi Magnússon",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_38",
"publish_timestamp": "2000-01-29T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=38",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 622
},
{
"offset": 624,
"length": 869
},
{
"offset": 1495,
"length": 785
},
{
"offset": 2282,
"length": 439
},
{
"offset": 2723,
"length": 587
},
{
"offset": 3312,
"length": 564
},
{
"offset": 3878,
"length": 385
},
{
"offset": 4265,
"length": 32
},
{
"offset": 4299,
"length": 639
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 159
},
{
"offset": 160,
"length": 104
},
{
"offset": 265,
"length": 357
},
{
"offset": 624,
"length": 148
},
{
"offset": 773,
"length": 200
},
{
"offset": 974,
"length": 159
},
{
"offset": 1134,
"length": 54
},
{
"offset": 1189,
"length": 166
},
{
"offset": 1356,
"length": 137
},
{
"offset": 1495,
"length": 55
},
{
"offset": 1550,
"length": 117
},
{
"offset": 1668,
"length": 124
},
{
"offset": 1793,
"length": 97
},
{
"offset": 1891,
"length": 177
},
{
"offset": 2069,
"length": 211
},
{
"offset": 2282,
"length": 135
},
{
"offset": 2418,
"length": 85
},
{
"offset": 2504,
"length": 164
},
{
"offset": 2669,
"length": 52
},
{
"offset": 2723,
"length": 134
},
{
"offset": 2858,
"length": 96
},
{
"offset": 2955,
"length": 97
},
{
"offset": 3053,
"length": 257
},
{
"offset": 3312,
"length": 212
},
{
"offset": 3525,
"length": 217
},
{
"offset": 3743,
"length": 133
},
{
"offset": 3878,
"length": 80
},
{
"offset": 3959,
"length": 137
},
{
"offset": 4097,
"length": 166
},
{
"offset": 4265,
"length": 32
},
{
"offset": 4299,
"length": 126
},
{
"offset": 4426,
"length": 95
},
{
"offset": 4522,
"length": 112
},
{
"offset": 4635,
"length": 74
},
{
"offset": 4710,
"length": 43
},
{
"offset": 4754,
"length": 93
},
{
"offset": 4848,
"length": 68
},
{
"offset": 4917,
"length": 21
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 39
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 39
}
]
}
}
|
{
"question": "Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?",
"answer": "Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters.\n\nÞyngd hlutar er hins vegar krafturinn sem verkar á hann frá öðrum hlutum í grenndinni. Hún er bæði háð því hverjir þessir hlutir eru og hversu langt hluturinn er frá miðju þeirra. - Þegar við förum með hlut frá sjávarmáli upp á Everest-fjall fjarlægist hann miðju jarðar um rúmlega 1 af þúsundi og þyngd hans minnkar um 2-3 af þúsundi, sem er vel hægt að lesa af þokkalega nákvæmri vog. - Þegar hlutur er staddur við yfirborð tunglsins ræður tunglið mestu um þyngd hans. Þar sem það er bæði miklu minna en jörðin og léttara í sér eru hlutir 9 sinnum léttari við yfirborð tunglsins en við sjávarmál hér á jörðinni. - Júpíter er á hinn bóginn miklu stærri og efnismeiri en jörðin og hlutir hafa þar 2,5 sinnum meiri þyngd en hér á jörðinni. Við gætum ekki staðið upprétt þar eða gengið, að minnsta kosti ekki lengi!\n\nEn það er ekki sama hvers konar vog við höfum með okkur upp á Everest eða til tunglsins ef við ætlum að mæla þyngd okkar. Vogir eru í aðalatriðum tvenns konar. Sumar, þar á meðal ýmsar eldhúsvogir, mæla í rauninni massa hlutanna. Með þessum vogum er massinn borinn saman við einhvers konar lóð eða viðmiðunarmassa. Vogin mælir því í rauninni massa hlutarins í kílógrömmum, eins og hún segist gera. Aðrar vogir mæla hins vegar í rauninni þyngd hlutarins þó að þær gefi annað til kynna. Þær mæla þá til dæmis togkraftinn í einhvers konar gormum. Myndin hér á eftir sýnir slíka vog, þ.e. gormavog sem sýnir togkraft lóðsins sem í henni hangir en ekki massa þess.\n\nÞað er alveg sama hvert við förum með vogir af fyrri gerðinni, upp á fjöll eða út í geiminn; þær munu alltaf sýna sama massann. \"Massinn\" sem við lesum af vogum af síðari gerðinni verður hins vegar síbreytilegur því að hann er í rauninni í hlutfalli við þyngdina og hún breytist eftir því hvaða himinhnettir eru í grennd við okkur á hverjum tíma, og hversu langt miðja þeirra er frá okkur. Einnig koma fram lítils háttar breytingar eftir því hvar við erum á jörðinni. Ef mikið af þungu og þéttu efni er til að mynda rétt fyrir neðan okkur í jörðinni, togar hún í okkur með meiri krafti en ella, og þyngd hluta á þessum stað verður meiri en annars staðar á jörðinni.\n\nÞegar fólk lætur sér annt um \"líkamsþyngd\" sína er í rauninni átt við massann. Hann minnkar ekki við það eitt að við fjarlægjumst miðju jarðar, þó að sumar vogir gefi þá til kynna breytingu á þyngd!"
}
|
1cb4f883-97f4-4a9f-9c0f-62a9234f830e
|
{
"author": "Tryggvi Þorgeirsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_40",
"publish_timestamp": "2000-01-31T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=40",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 314
},
{
"offset": 316,
"length": 813
},
{
"offset": 1131,
"length": 659
},
{
"offset": 1792,
"length": 665
},
{
"offset": 2459,
"length": 198
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 159
},
{
"offset": 160,
"length": 154
},
{
"offset": 316,
"length": 86
},
{
"offset": 403,
"length": 92
},
{
"offset": 496,
"length": 206
},
{
"offset": 703,
"length": 83
},
{
"offset": 787,
"length": 142
},
{
"offset": 930,
"length": 124
},
{
"offset": 1055,
"length": 74
},
{
"offset": 1131,
"length": 121
},
{
"offset": 1253,
"length": 37
},
{
"offset": 1291,
"length": 69
},
{
"offset": 1361,
"length": 84
},
{
"offset": 1446,
"length": 82
},
{
"offset": 1529,
"length": 86
},
{
"offset": 1616,
"length": 58
},
{
"offset": 1675,
"length": 115
},
{
"offset": 1792,
"length": 127
},
{
"offset": 1920,
"length": 261
},
{
"offset": 2182,
"length": 77
},
{
"offset": 2260,
"length": 197
},
{
"offset": 2459,
"length": 78
},
{
"offset": 2538,
"length": 119
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 40
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 40
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna er sjórinn saltur?",
"answer": "Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega hafa öll þessi efni verið hluti af bergi sem veðraðist á yfirborði jarðar og efnin bárust til sjávar. Natrín losnar til dæmis þegar steindin albít leysist upp í kolsúru regni (regni í jafnvægi við koltvísýring andrúmsloftsins) og breytist í veðrunarsteindina kaolínít, en natríum, kísill og bíkarbónat berast til sjávar. Efnahvörfin eru sýnd hér á eftir textanum (hvörf 1).\n\nEn þetta er ekki nema lítill hluti sögunnar. Þótt mikið vatn sé í sjónum, er magn natríns í öllum sjónum ekki meira en svo að það tæki árnar innan við 100 milljón ár að leggja það allt til - en sjórinn er meira en 4000 milljón ára. Þetta þýðir að Na safnast ekki fyrir í sjónum, heldur er það fjarlægt úr vatninu á einhvern hátt. Meðal mikilvægra ferla sem fjarlægja Na og Cl, helstu þætti sjávarseltunnar, er uppgufun sjávar sem fellir út saltlög við strendur heitu landanna. Hitt aðalferlið sem fjarlægir Na úr sjónum eru efnahvörf sjávarins við nýmyndað berg á úthafshryggjunum. Hið sama á við um hin efnin í hvörfunum sem áður voru nefnd: Kísilþörungar binda kísilinn (H4SiO4) þegar í stað í kísilgrindur sínar og bíkarbónatið binst kalsíni í skeljum sædýra (CaCO3; hvörf 2 hér á eftir).\n\nÞessi dæmi sýna mikilvægi efnaveðrunar við það að binda koltvísýring, CO2, úr andrúmsloftinu: Veðrun albíts bindur jafnmörg mól af koltvísýringi er berast til sjávar sem bíkarbónat. Þar binst helmingur koltvísýringsins í seti (skeljum) en helmingnum er skilað aftur til andrúmsloftsins.\n\nÞess ber loks að geta, að selta sjávar virðist vera í jafnvægi sem byggist á því að saltefnin sem berast til sjávar bindast jafnóðum með ýmsum hætti í sjávarseti. Þannig hefur þetta verið í hundruð milljóna ára\n\nHvörf 1. Albít hvarfast í kaolínít og leysir út natrín og kísil:\n\n$2 NaAlSi_{3}O_{8} + 11H_{2}O+2CO_{2}$\n\n=\n\n$Al_{2}Si_{2}O_{5}(OH)_{4}+2Na^{+}+4H_{4}SiO_{4}+2HCO_{3}^{-}$\n\nSamsvarandi jöfnur má skrifa fyrir önnur uppleyst efni og aðrar steindir sem verða fyrir efnaveðrun (kemískri veðrun).\n\nHvörf 2. Bíkarbónat binst kalsíni í skeljum sjávardýra:\n\n$Ca^{2+}+2HCO_{3}^{-}=CaCO_{3}+CO_{2}+H_{2}O$\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHefur sjórinn alltaf verið saltur? eftir Sigurð SteinþórssonHvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt? eftir Sigurð SteinþórssonAf hverju er Dauðahafið svona salt? eftir Sigurð SteinþórssonAf hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur og Sigurð SteinþórssonHvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar? eftir Þorstein VilhjálmssonHvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni? eftir Ágúst Kvaran"
}
|
6c8bcd13-3aaf-41a0-ab6a-b3c7fc3a2668
|
{
"author": "Sigurður Steinþórsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_100",
"publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=100",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 688
},
{
"offset": 690,
"length": 791
},
{
"offset": 1483,
"length": 286
},
{
"offset": 1771,
"length": 210
},
{
"offset": 1983,
"length": 64
},
{
"offset": 2049,
"length": 38
},
{
"offset": 2089,
"length": 1
},
{
"offset": 2092,
"length": 62
},
{
"offset": 2156,
"length": 118
},
{
"offset": 2276,
"length": 55
},
{
"offset": 2333,
"length": 45
},
{
"offset": 2380,
"length": 32
},
{
"offset": 2414,
"length": 501
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 92
},
{
"offset": 93,
"length": 88
},
{
"offset": 182,
"length": 121
},
{
"offset": 304,
"length": 112
},
{
"offset": 417,
"length": 218
},
{
"offset": 636,
"length": 52
},
{
"offset": 690,
"length": 44
},
{
"offset": 735,
"length": 186
},
{
"offset": 922,
"length": 97
},
{
"offset": 1020,
"length": 146
},
{
"offset": 1167,
"length": 104
},
{
"offset": 1272,
"length": 209
},
{
"offset": 1483,
"length": 181
},
{
"offset": 1665,
"length": 104
},
{
"offset": 1771,
"length": 162
},
{
"offset": 1934,
"length": 47
},
{
"offset": 1983,
"length": 8
},
{
"offset": 1992,
"length": 55
},
{
"offset": 2049,
"length": 38
},
{
"offset": 2089,
"length": 1
},
{
"offset": 2092,
"length": 62
},
{
"offset": 2156,
"length": 118
},
{
"offset": 2276,
"length": 8
},
{
"offset": 2285,
"length": 46
},
{
"offset": 2333,
"length": 45
},
{
"offset": 2380,
"length": 32
},
{
"offset": 2414,
"length": 34
},
{
"offset": 2449,
"length": 89
},
{
"offset": 2539,
"length": 60
},
{
"offset": 2600,
"length": 98
},
{
"offset": 2699,
"length": 129
},
{
"offset": 2829,
"length": 67
},
{
"offset": 2897,
"length": 18
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 30
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 30
}
]
}
}
|
{
"question": "Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?",
"answer": "Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki fyrir endann á.\n\nRaunar var rauðablástur stundaður með fornum aðferðum í Noregi allt fram á 18. öld, og hét sá Ole Evenstad í Austurdal sem stórtækastur var. Hann og menn hans gerðu allt að fimm bræðslur á dag í frumstæðum ofni þar sem hráefnið var mýrarauði og viðarkol, og náðu um 30 pundum (um það bil 15 kg) af járni í hverri bræðslu.\n\nKristján Eldjárn (Árbók Hins ísl. fornleifafél. 1975) taldi að á fyrstu öldum Íslands byggðar hafi hin forna iðja, rauðablástur, verið sjálfsögð á hverjum bæ eins og hver önnur störf bóndans. Hins vegar vegar eru litlar menjar um rauðablástur eftir miðja 13. öld og kann hvort tveggja að valda, skógleysi og minnkandi uppgrip af rauða (Þórarinn Þórarinsson: Ísarns meiður á Eiðum, Múlaþing, 1980). Ekki hefur þörfin þó minnkað, heldur er sennilegt að margir bændur sem bjuggu við rýra járntekju eða skógleysi hafi þurft að kaupa járn af öðrum sem framleiddu umfram þarfir. Gjallhaugur að Eiðum svarar til þess að þar hafi verið framleidd 500-1500 tonn af járni. Fræðimenn telja að Íslendingar hafi sjálfir framleitt allt sitt járn þangað til farið var að flytja inn svonefnt ásmundarjárn um miðja 15. öld.\n\nRauðablástur fer þannig fram, að þurrkuðum mýrarauða er blandað saman við viðarkol sem unnin eru með því að brenna viði í kolagröf þannig að loft komist ekki að. Síðan er kveikt í blöndunni í ofni. Við brunann afoxast járnið úr (vötnuðu) járnoxíði í járnmálm sem er bráðinn og seytlar niður í botn ofnsins og er síðan „hleypt undan“. Eftir verða efnasambönd (steindir) sem ekki bráðnuðu, og nefnast sori eða gjall. Jafna efnahvarfanna er sýnd hér á eftir textanum. Af henni sést að öllu máli skiptir hlutfallið milli járnoxíðs og kísils í hráefninu - í jöfnunni er það 2:1, en sé það 1:1 gengur ekkert járn af. Sorinn hér er fayalít (Fe2SiO4).\n\nJárngjall er víða að finna í fornum bæjarrústum, til dæmis í miklum mæli í Ljárskógum í Dölum, enda segir svo í Grettis sögu: „[Þorsteinn Kuggason í Ljárskógum] var járngjörðarmaður mikill. Grettir var atgangsmikill að drepa járnið (það er hamra það) en nennti misjafnt.“ Og enn þá frægari er framganga Skalla-Gríms við rauðablásturinn, svo sem lýst er í Egils sögu.\n\nÁ áttunda áratugnum voru greind á Raunvísindastofnun Háskólans nokkur sýni af mýrarauða og gjalli (sora) til að reikna út hugsanlegan afrakstur rauðablástursins. Í íslenskum mýrum er mikið um steinefni, öskulög og áfok, sem inniheldur yfir 50% af SiO2, og vafalítið hefur þessi staðreynd spillt fyrir rauðablæstri hér á landi - þótt allt sé þetta nokkuð bundið landshlutum og áfokið hafi að minnsta kosti stóraukist í kjölfar landnámsins.\n\nSjö sýni sem greind voru af mýrarauða af Héraði innihéldu 21-35% SiO2 og 69-75% Fe2O3 (þungahlutföll í þurrkuðu og glæddu sýni). Rauði af Skeiðum innihélt hins vegar 18% kísil og 75% járn. Í gjallsýni (sora) af Austurlandi voru 32% kísill og 36% járn. Samkvæmt því mundi 1 kg af mýrarauða með 23% kísli og 71,4% járni gefa af sér 442 g af járni. Fræðimenn telja að ársnotkun Íslendinga hafi verið um 45 smálestir (ÞÞ, fyrri tilv.) - sem þá hefði krafist yfir 100 tonna af þurrkuðum mýrarauða, og til þess að vinna þessi 45 tonn þurfti um 25 þúsund tunnur (=625 tonn) af viðarkolum árlega (Þórarinn Þórarinsson: Þjóðin lifði en skógurinn dó. Ársrit Skógræktarfél. Ísl. 1974).\n\nEfnajafnan um járnbræðslu:\n\n$$2Fe_{2}O_{3}+2C+SiO_{2}=2Fe+2CO_{2}+Fe_{2}SiO_{4}$$\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:\n\nÉg hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?Hvað er járngrýti?Hversu stór hluti jarðar er járn?"
}
|
7508c287-13c7-4f12-a6a3-7fbcf179e9ca
|
{
"author": "Sigurður Steinþórsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_101",
"publish_timestamp": "2000-02-15T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=101",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 330
},
{
"offset": 332,
"length": 321
},
{
"offset": 655,
"length": 805
},
{
"offset": 1462,
"length": 643
},
{
"offset": 2107,
"length": 366
},
{
"offset": 2475,
"length": 438
},
{
"offset": 2915,
"length": 674
},
{
"offset": 3591,
"length": 26
},
{
"offset": 3619,
"length": 53
},
{
"offset": 3674,
"length": 50
},
{
"offset": 3726,
"length": 187
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 175
},
{
"offset": 176,
"length": 154
},
{
"offset": 332,
"length": 140
},
{
"offset": 473,
"length": 180
},
{
"offset": 655,
"length": 47
},
{
"offset": 703,
"length": 143
},
{
"offset": 847,
"length": 205
},
{
"offset": 1053,
"length": 174
},
{
"offset": 1228,
"length": 88
},
{
"offset": 1317,
"length": 143
},
{
"offset": 1462,
"length": 161
},
{
"offset": 1624,
"length": 35
},
{
"offset": 1660,
"length": 135
},
{
"offset": 1796,
"length": 80
},
{
"offset": 1877,
"length": 49
},
{
"offset": 1927,
"length": 145
},
{
"offset": 2073,
"length": 32
},
{
"offset": 2107,
"length": 189
},
{
"offset": 2297,
"length": 81
},
{
"offset": 2379,
"length": 94
},
{
"offset": 2475,
"length": 161
},
{
"offset": 2637,
"length": 276
},
{
"offset": 2915,
"length": 128
},
{
"offset": 3044,
"length": 59
},
{
"offset": 3104,
"length": 62
},
{
"offset": 3167,
"length": 93
},
{
"offset": 3261,
"length": 294
},
{
"offset": 3556,
"length": 21
},
{
"offset": 3578,
"length": 11
},
{
"offset": 3591,
"length": 26
},
{
"offset": 3619,
"length": 53
},
{
"offset": 3674,
"length": 50
},
{
"offset": 3726,
"length": 93
},
{
"offset": 3820,
"length": 42
},
{
"offset": 3862,
"length": 18
},
{
"offset": 3880,
"length": 33
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 75
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 75
}
]
}
}
|
{
"question": "Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?",
"answer": "Upphaflega spurningin var sem hér segir:\n\nKvarkakenning eðlisfræðinnar gengur út á að fjórar víddir nægi ekki til að útskýra innsta eðli allra hluta heldur þurfi a.m.k. 10 víddir. Þess vegna langar mig að vita hverjar víddirnar eru auk lengdar, breiddar, hæðar og tíma?\n\nSvarið við spurningunni um hugsanlegar fleiri víddir hlýtur að vera nei ef átt er við víddir sem við gætum ferðast um líkt og við getum hreyft okkur fram og aftur, upp og niður og til hliðar. Nánast öll eðlisfræði og efnafræði væri mjög á annan veg ef slíkar aukavíddir væru fyrir hendi. Rafkraftar myndu falla hraðar með fjarlægð en þeir gera í þrívíðu rúmi og óvíst væri að atóm væru einu sinni stöðug, hvað þá að þau hefðu þá eiginleika sem þarf til að líf geti þrifist.\n\nÞrátt fyrir þetta hafa öreindafræðingar sett fram kenningu í fullri alvöru sem gerir ráð fyrir mun fleiri víddum í rúminu eða samtals tíu. (Ef við teljum tímann með sem eina vídd til viðbótar verður vídd tímarúmsins ellefu). Hér er um að ræða svonefnda strengjafræði. Henni er ætlað að lýsa skammtafræði þyngdaraflsins, en þar hafa engar aðrar kenningar dugað til, og jafnframt er hún sameiningarkenning sem fléttar saman fræðilega lýsingu á öllum þekktum öreindum náttúrunnar og víxlverkunum þeirra.\n\nAukavíddir strengjafræðinnar voru lengi taldar sex en á síðustu árum hefur komið í ljós að þær eru í raun sjö. Þessa aukavíddir eru frábrugðnar hinum þremur hefðbundnu víddum að einu mjög mikilvægu leyti. Þær eru samþjappaðar. Þessu má lýsa með einföldu dæmi. Hugsum okkur til einföldunar að rúmið hafi aðeins eina aukavídd og jafnframt að hún sé ekki óendanlega stór eins og við gerum venjulega ráð fyrir um hinar þrjár heldur \"rúlluð\" upp í hring. Með öðrum orðum ef við ferðumst tiltekna vegalengd, sem við skulum kalla L, í fjórðu áttina þá komum við aftur á upphafspunkt.\n\nÞað er erfitt að sjá fjórar víddir fyrir sér svo að við skulum til einföldunar hugsa okkur að rúmið sem við erum að skoða hafi aðeins eina venjulega vídd í stað þriggja. Þá eru víddirnar tvær eins og sýnt er á mynd 1.\n\nMynd 1: Tvívítt rúm þar sem önnur víddin er vafin upp með einkennislengd 1. Kvarðinn á x1-ás er 1/1000 mm.\n\nNú skulum við gera ráð fyrir að lengdin L sé mjög stutt, t.d. 1/1000 úr millimetra, og að í tvívíða rúminu okkar búi vitsmunaverur sem séu um einn metri á stærð og séu ekki mjög tæknivæddar. Þessar verur myndu ekki frekar en við greina hluti með berum augum sem væru minni en um 1/10 úr millimetra og sæju því alls ekki móta fyrir aukavíddinni. Þær myndu álíta að þær byggju í einvíðu rúmi eins og sýnt er á mynd 2.\n\nMynd 2: Tvívítt rúm þar sem önnur víddin er ekki sýnileg á lengdarkvarðanum, sem er 1 cm.\n\nEf tækninni fleygði fram í þessum ímyndaða heimi og vitsmunaverurnar lærðu að smíða sér smásjá sem greindi hluti af stærðinni 1/1000 úr millimetra, mundu þær uppgötva að rúmið sem þær héldu vera einvítt væri í raun tvívítt en aukavíddin væri aðeins 1/1000 úr millimetra á stærð.\n\nÞessu er eins farið í strengjafræðinni. Þar er gert ráð fyrir að rúmið hafi þrjár venjulegar víddir og auk þess sjö örsmáar aukavíddir sem ekki er hægt að greina ennþá, jafnvel með bestu nútímatækni. Aukavíddirnar hafa hinsvegar ýmis óbein áhrif og gegna lykilhlutverki við sameiningu víxlverkana í strengjafræði. Öreindafræðingar eru ekki allir á sama máli um hve litlar aukavíddirnar séu og telja sumir að þeirra muni gæta í mælitækjum strax á næsta áratug en þeir eru fleiri sem álíta að við eigum langt í land með að \"sjá\" inn í fjórðu víddina, og þá fimmtu, sjöttu, sjöundu, áttundu, níundu og tíundu."
}
|
06e8c601-c0be-4cfe-9a86-af9caab9b71e
|
{
"author": "Lárus Thorlacius",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_102",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=102",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 40
},
{
"offset": 42,
"length": 227
},
{
"offset": 271,
"length": 473
},
{
"offset": 746,
"length": 500
},
{
"offset": 1248,
"length": 576
},
{
"offset": 1826,
"length": 217
},
{
"offset": 2045,
"length": 106
},
{
"offset": 2153,
"length": 415
},
{
"offset": 2570,
"length": 89
},
{
"offset": 2661,
"length": 278
},
{
"offset": 2941,
"length": 606
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 40
},
{
"offset": 42,
"length": 137
},
{
"offset": 180,
"length": 89
},
{
"offset": 271,
"length": 191
},
{
"offset": 463,
"length": 95
},
{
"offset": 559,
"length": 185
},
{
"offset": 746,
"length": 138
},
{
"offset": 885,
"length": 85
},
{
"offset": 971,
"length": 42
},
{
"offset": 1014,
"length": 232
},
{
"offset": 1248,
"length": 110
},
{
"offset": 1359,
"length": 93
},
{
"offset": 1453,
"length": 21
},
{
"offset": 1475,
"length": 32
},
{
"offset": 1508,
"length": 189
},
{
"offset": 1698,
"length": 126
},
{
"offset": 1826,
"length": 169
},
{
"offset": 1996,
"length": 47
},
{
"offset": 2045,
"length": 75
},
{
"offset": 2121,
"length": 30
},
{
"offset": 2153,
"length": 190
},
{
"offset": 2344,
"length": 153
},
{
"offset": 2498,
"length": 70
},
{
"offset": 2570,
"length": 89
},
{
"offset": 2661,
"length": 278
},
{
"offset": 2941,
"length": 39
},
{
"offset": 2981,
"length": 159
},
{
"offset": 3141,
"length": 113
},
{
"offset": 3255,
"length": 292
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 88
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 88
}
]
}
}
|
{
"question": "Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?",
"answer": "Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir.\n\nÍ heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga líka á land, og loks lifa margar tegundir einungis á þurru landi.\n\nHægfara landskjaldbökur hafa mælst skríða um 200 til 500 metra á klukkustund. Mesti mældi hraði skjaldböku á landi sem ég hef heimildir um reyndist 1,7 km á klukkustund (það var raunar vatnaskjaldbaka). En skjaldbökur eru yfirleitt aðeins á ferli skamman tíma á sólarhring. Auk þess er óvíst að þær haldi sömu stefnu og sama hraða allan tímann, þannig að dagleiðir þessara dýra verða trúlega aldrei lengri en einn eða í mesta lagi fáeinir kílómetrar. Þess má geta að stærstu landskjaldbökur, risaskjaldbökurnar á Galápagos-eyjum (allt að 1,2 m langar og rúm 200 kg), hafast einkum við í grýttum fjörum og ógreiðum yfirferðar og leggja því tæpast langan veg að baki daglega.\n\nÞótt hér sé spurt um hversu langt skjaldbökur skríði á dag, er ekki úr vegi að bæta við upplýsingum um sæskjaldbökur. Sumar þeirra synda langar leiðir milli heimasvæða sinna á úthafinu og strandanna þar sem þær verpa. Ein synti nærri 500 km á 10 dögum. Meðaldagleiðin hefur því verið um 50 km, en gera má ráð fyrir að skepnan hafi komist lengra á einum degi en öðum.\n\nStærsta skjaldbaka heims, leðurskjaldbakan, getur orðið um eða yfir tveggja metra löng og allt að 700 kg. Hún lifir í heitum höfum og ein þeirra fannst dauð á reki á Steingrímsfirði 1963. Afsteypa af henni er í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar Íslands við Hlemm í Reykjavík."
}
|
d87c581e-d729-49d0-9543-49abb1837f57
|
{
"author": "Örnólfur Thorlacius",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_104",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=104",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 127
},
{
"offset": 129,
"length": 249
},
{
"offset": 380,
"length": 673
},
{
"offset": 1055,
"length": 366
},
{
"offset": 1423,
"length": 275
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 127
},
{
"offset": 129,
"length": 55
},
{
"offset": 185,
"length": 37
},
{
"offset": 223,
"length": 55
},
{
"offset": 279,
"length": 99
},
{
"offset": 380,
"length": 77
},
{
"offset": 458,
"length": 124
},
{
"offset": 583,
"length": 70
},
{
"offset": 654,
"length": 176
},
{
"offset": 831,
"length": 222
},
{
"offset": 1055,
"length": 117
},
{
"offset": 1173,
"length": 99
},
{
"offset": 1273,
"length": 34
},
{
"offset": 1308,
"length": 113
},
{
"offset": 1423,
"length": 105
},
{
"offset": 1529,
"length": 81
},
{
"offset": 1611,
"length": 87
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 38
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 38
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?",
"answer": "Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga.\n\nÞessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langur, þar af voru lengstu armarnir 6 m, og bolurinn var 4 metrar að ummáli. Búrhvalir veiða risasmokkfiska, og meðan hvalirnir voru veiddir fundust stundum lítt meltir bitar af þessum smokkfiskum í meltingarfærum þeirra.\n\nAugu smokkfiska og kolkrabba eru mjög flókin og minna um margt á augu hryggdýra með augastein sem breytir lögun eftir fjarlægð þess sem á er horft, með lithimnu sem umlykur ljósop er dýrið getur víkkað eða þrengt og með mikinn fjölda ljósnæmra frumna í sjónhimnu í augnbotninum. Raunar hafa þessi augu eitt fram yfir augu okkar og annarra hryggdýra: Í þeim er enginn blindblettur. Sjónsviðið er óslitið, því sjóntaugin liggur ekki gegnum augnbotninn."
}
|
3feac751-8458-43c9-b8bd-0166366d2725
|
{
"author": "Örnólfur Thorlacius",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_105",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=105",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 204
},
{
"offset": 206,
"length": 323
},
{
"offset": 531,
"length": 450
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 74
},
{
"offset": 75,
"length": 40
},
{
"offset": 116,
"length": 88
},
{
"offset": 206,
"length": 62
},
{
"offset": 269,
"length": 115
},
{
"offset": 385,
"length": 144
},
{
"offset": 531,
"length": 278
},
{
"offset": 810,
"length": 101
},
{
"offset": 912,
"length": 69
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 37
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 37
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?",
"answer": "Fuglar komast öðrum dýrum hraðar yfir. Svölungur hefur mælst á 170 km hraða í láréttu flugi. Fálkar í steypiflugi komast enn hraðar. Förufálki steypir sér á bráð með hraða samsvarandi 360 km á klukkustund.\n\nSítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á stuttum sprettum en úthaldið er takmarkað.\n\nFerfætlingar á jörðu niðri fara ekki svona hratt yfir. Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á stuttum sprettum en úthaldið er takmarkað. Á lengri sprettum er kvíslhyrnan, norður-amerískt klaufdýr, líklega fljótust. Hjarðir hafa mælst hlaupa á 65-72 km hraða og hámarkshraðinn reyndist 86,5 km. Heimildir eru um að kvíslhyrna hafi hlaupið skamman spöl á undan bíl meðan hraðamælirinn sýndi liðlega 60 mílur (96 km).\n\nFljótustu lagardýr standa landdýrunum ekki langt að baki. Túnfiskar eru meðal hraðsyntustu fiska og ná um 70-80 km hraða. Sumir telja að einhverjir háfiskar komist enn hraðar en ég hef ekki séð neinar tölur því til staðfestu.\n\nHöfrungar geta synt alllengi á 26-33 km hraða."
}
|
77d8cdb8-6df5-45aa-9dcc-5e62b760c627
|
{
"author": "Örnólfur Thorlacius",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_106",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=106",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 205
},
{
"offset": 207,
"length": 148
},
{
"offset": 357,
"length": 481
},
{
"offset": 840,
"length": 225
},
{
"offset": 1067,
"length": 46
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 38
},
{
"offset": 39,
"length": 53
},
{
"offset": 93,
"length": 39
},
{
"offset": 133,
"length": 72
},
{
"offset": 207,
"length": 148
},
{
"offset": 357,
"length": 54
},
{
"offset": 412,
"length": 148
},
{
"offset": 561,
"length": 77
},
{
"offset": 639,
"length": 78
},
{
"offset": 718,
"length": 120
},
{
"offset": 840,
"length": 57
},
{
"offset": 898,
"length": 63
},
{
"offset": 962,
"length": 103
},
{
"offset": 1067,
"length": 46
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 36
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 36
}
]
}
}
|
{
"question": "Hver er minnsta öreindin?",
"answer": "Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferðir. Það eina sem er nógu smátt til að koma að gagni við slíkar mælingar eru aðrar öreindir. Eiginleikar þessara minnstu efnisagna eru kannaðir í tilraunum þar sem þær eru látnar rekast hver á aðra á miklum hraða í stórum og flóknum tækjum sem nefnast agnahraðlar.\n\nUm hreyfingu öreinda gilda lögmál frábrugðin þeim sem við þekkjum úr daglegu lífi. Þar kemur til skjalanna svokölluð skammtafræði sem er ein helsta eðlisfræðikenning tuttugustu aldar. Samkvæmt skammtafræðinni er ekki skýr greinarmunur á ögn og bylgju. Til dæmis fer það eftir aðstæðum hvort hentugra er að lýsa ljósi sem straumi agna, svonefndra ljóseinda, eða sem ljósbylgju, en í báðum tilfellum er um sama ljósið að ræða. Þetta gildir einnig um efniseindir eins og rafeindir eða kvarka og má tileinka þeim bylgjulengd sem er háð hraða þeirra. Þegar öreindir, til dæmis rafeindir, nálgast ljóshraðann verður bylgjulengd þeirra sífellt styttri og er þá hægt að nota þær til að kanna innstu gerð efnisins á sífellt smærri kvarða. Agnahraðli er stundum líkt við afar stóra smásjá sem nota má til að skyggnast inn í atómkjarnann og inn í sjálfar kjarneindirnar sem hann er myndaður úr.\n\nSagan hefur kennt okkur að agnir sem taldar voru öreindir, það er ódeilanlegar einingar efnisins, hafa oft reynst samsettar úr öðrum ögnum þegar betur var að gáð. Dæmi um þetta eru atóm. Þau voru talin grunneiningar efnisins framundir lok 19. aldar en reyndust samsett úr kjörnum og rafeindum. Kjarnarnir innihalda síðan kjarneindir, sem nefnast róteindir og nifteindir, og hver kjarneind um sig er samsett úr þremur kvörkum. Staðan í dag er að hvorki rafeindir né kvarkar virðast vera samsett en aldrei er að vita nema annað komi í ljós í tilraunum framtíðarinnar.\n\nEf við gerum ráð fyrir að rafeindir og kvarkar séu sannar öreindir og ekki samsett úr öðrum ögnum má spyrja hver þeirra sé minnsta öreindin. Við þeirri spurningu er hinsvegar ekkert einhlítt svar því að stærð öreindar svarar til bylgjulengdar hennar og eins og áður var nefnt verður bylgjulengdin því styttri sem hreyfiorka öreindarinnar er meiri. Samkvæmt nýjustu öreindakenningum, svonefndum strengjakenningum, er samt ólíklegt að bylgjulengd öreinda verði nokkurn tímann styttri en svonefnd Planckslengd sem er um það bil 10-35 metrar eða einn metri deilt með tölunni sem fæst með því að skrifa 35 núll á eftir 1. Öflugustu agnahraðlar nútímans geta hinsvegar aðeins kannað lengdir niður í um 10-19 metra, svo það verður löng bið á að fá skorið úr því í tilraunum hvort yfirleitt sé um að ræða einhverjar minnstu öreindir."
}
|
2effb753-154f-4f51-89a5-3e9056e349ad
|
{
"author": "Lárus Thorlacius",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_107",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=107",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 576
},
{
"offset": 578,
"length": 883
},
{
"offset": 1463,
"length": 565
},
{
"offset": 2030,
"length": 825
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 73
},
{
"offset": 74,
"length": 131
},
{
"offset": 206,
"length": 110
},
{
"offset": 317,
"length": 87
},
{
"offset": 405,
"length": 171
},
{
"offset": 578,
"length": 82
},
{
"offset": 661,
"length": 100
},
{
"offset": 762,
"length": 67
},
{
"offset": 830,
"length": 172
},
{
"offset": 1003,
"length": 120
},
{
"offset": 1124,
"length": 183
},
{
"offset": 1308,
"length": 153
},
{
"offset": 1463,
"length": 162
},
{
"offset": 1626,
"length": 23
},
{
"offset": 1650,
"length": 106
},
{
"offset": 1757,
"length": 131
},
{
"offset": 1889,
"length": 139
},
{
"offset": 2030,
"length": 140
},
{
"offset": 2171,
"length": 206
},
{
"offset": 2378,
"length": 268
},
{
"offset": 2647,
"length": 208
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 25
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 25
}
]
}
}
|
{
"question": "Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?",
"answer": "Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á dag af matarsalti.\n\nHáþrýstingur er algengasta heilbrigðisvandamál tengt saltneyslu, en talið er að upp undir helmingur fólks með háþrýsting sé með skert saltþol. Skert saltþol getur einnig verið til staðar hjá fólki með eðlilegan blóðþrýsting og eru þeir einstaklingar líklegir til að þróa með sér háþrýsting. Með því að nota minna en 5 grömm af matarsalti á dag er hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi hjá fólki með skert saltþol. Með því að auka líka neyslu á öðrum steinefnum, svo sem kalíni, magnesíni og kalki, er enn hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi. Þessi efni er auðvelt að fá úr fæðu, t.d. eru ávextir, grænmeti og gróft kornmeti góðir kalín- og magnesíngjafar, og mjólkurafurðir innihalda mikið af kalki.\n\nMeðal annarra sjúkdóma sem tengdir hafa verið mikilli saltneyslu eru beinþynning, nýrnasjúkdómar, magakrabbamein og astmi, auk þess sem háþrýstingur er einn af áhættuþáttunum í hjarta- og æðasjúkdómum.\n\nÞegar huga á að saltneyslunni er það í raun ekki borðsaltið sem mestu máli skiptir, því að um 80% þess matarsalts sem fólk borðar kemur úr unnum matvælum. Þó er rétt að muna eftir öðrum kryddum en salti við matargerð í heimahúsum og nota salt þá hóflega. Söltustu matvælin skipta auðvitað miklu máli fyrir heildarneyslu á matarsalti, en líka matvæli sem eru hóflega söltuð og mikið er borðað af, eins og til dæmis brauð og fastir ostar. Vörur sem geta innihaldið heilmikið salt eru til dæmis smurostar, unnar kjötvörur, morgunkorn, pakkasúpur og sósur, nasl, niðursoðnar og niðurlagðar vörur og aðrir tilbúnir réttir.\n\nEkki er skylda að merkja magn salts eða natríns á umbúðir og er það sjaldnast gert. Hins vegar er skylda að raða hráefnum eftir magni á innihaldslýsingu og er þannig hægt að fá einhverja hugmynd um magn natríns eða salts í viðkomandi matvöru. Merkingar verða að vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Fyrir neytandann er því gott að vita að natrín heitir á ensku „sodium“.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nNú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur"
}
|
7104038b-9b9c-46c1-b64a-adde10c13028
|
{
"author": "Björn Sigurður Gunnarsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_108",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=108",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 331
},
{
"offset": 333,
"length": 701
},
{
"offset": 1036,
"length": 201
},
{
"offset": 1239,
"length": 617
},
{
"offset": 1858,
"length": 393
},
{
"offset": 2253,
"length": 32
},
{
"offset": 2287,
"length": 130
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 83
},
{
"offset": 84,
"length": 247
},
{
"offset": 333,
"length": 142
},
{
"offset": 476,
"length": 147
},
{
"offset": 624,
"length": 122
},
{
"offset": 747,
"length": 129
},
{
"offset": 877,
"length": 157
},
{
"offset": 1036,
"length": 201
},
{
"offset": 1239,
"length": 154
},
{
"offset": 1394,
"length": 99
},
{
"offset": 1494,
"length": 181
},
{
"offset": 1676,
"length": 180
},
{
"offset": 1858,
"length": 83
},
{
"offset": 1942,
"length": 158
},
{
"offset": 2101,
"length": 78
},
{
"offset": 2180,
"length": 71
},
{
"offset": 2253,
"length": 32
},
{
"offset": 2287,
"length": 100
},
{
"offset": 2388,
"length": 29
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 71
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 71
}
]
}
}
|
{
"question": "Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?",
"answer": "Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er takmörkuð við svæði norðan og ofan barrskóga- og birkibeltisins. Af tófunni eru tvö meginlitarafbrigði, hið hvíta og hið mórauða. Auk þess er allmikill breytileiki í lit innan hvors afbrigðis um sig. Dýr af hvíta litarafbrigðinu eru hvít á vetrum en á sumrin eru þau dökkmógrá á baki og niður með síðum en ljósgrá á kvið og innan á útlimum. Mórauðu dýrin eru flest dökkbrún allt árið, þó heldur ljósari á veturna en sumrin. Sum virðast grásilfruð að vetrarlagi sem stafar af því að hluti vindhára eru með ljóst belti neðan við hárbroddinn.\n\nMunurinn á litarafbrigðunum tveimur ræðst af einu geni og dýr af mismunandi litarafbrigðum æxlast innbyrðis án tillits til litar. Hvíti liturinn telst vera víkjandi sem þýðir að genið sem veldur hvítum lit þarf að vera í tvöföldum skammti, þ.e. hafa erfst frá báðum foreldrum, til þess að dýrið verði hvítt. Tófur með tvö gen fyrir mórauðum lit eða með eitt gen fyrir móraðum lit og annað fyrir hvítum eru ávallt af mórauða litarafbrigðinu.\n\nTófan, eða melrakkinn, er eina villta tegund refa á Íslands.\n\nÁ Íslandi eru um það bil 2/3 allra refa af mórauða litarafbrigðinu en hlutföllin eru þó misjöfn eftir landshlutum. Á Vestfjörðum og Snæfellsnesi er hlutfallslega minnst um hvít dýr, eða innan við 20%, en sums staðar á miðhálendi Íslands og á Austurlandi er hlutfall hvítra dýra yfir 50%. Á freðmýrum Norður-Ameríku og Síberíu eru hins vegar yfir 99% melrakkanna af hvíta litarafbrigðinu, en víða á eyjum og á vestanverðu Grænlandi er meirihluti dýranna mórauður, eins og á Íslandi.\n\nRæktaða afbrigðið af tófu, sem oftast er nefnt blárefur, er innflutt og er uppruni þess blandaður. Upphaflega voru ræktaðir blárefir ættaðir frá Alaska en síðar var þeim blandað við refi frá Kanada, Grænlandi, Svalbarða og Síberíu. Þeir eru mun stærri en íslensku melrakkarnir, að jafnaði ljósari á lit og mun frjósamari. Auk þess er feldur þeirra nokkuð ólíkur sem stafar að einhverju leyti af ólíkum uppruna en að hluta af því að dýrin hafa verið ræktuð eftir feldeiginleikum. Þar sem blárefir og villta tófan eru sömu tegundar geta þau átt frjó afkvæmi innbyrðis.\n\nÁ Íslandi eru einnig ræktaðir silfurrefir, sem eru litarafbrigði af rauðref (Vulpes vulpes). Náttúruleg útbreiðsla rauðrefs er í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku en auk þess fluttu menn hann til Ástralíu þar sem hann er nú algengur. Silfurrefir, það er að segja rauðrefir, geta átt afkvæmi með melrökkum en þau eru ófrjó og þess vegna eru þetta aðskildar tegundir. Silfurrefir hafa sloppið út af refabúum hérlendis en aldrei í þeim mæli að þeir hafi náð að tímgast í náttúrunni, ef undanskilið er eitt tilvik þar sem vitað er að silfurrefstæfa æxlaðist með villtum, íslenskum melrakka."
}
|
ffe3dde3-225a-48f3-9402-7cc171c13c84
|
{
"author": "Páll Hersteinsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_109",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=109",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 874
},
{
"offset": 876,
"length": 440
},
{
"offset": 1318,
"length": 60
},
{
"offset": 1380,
"length": 481
},
{
"offset": 1863,
"length": 566
},
{
"offset": 2431,
"length": 598
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 38
},
{
"offset": 39,
"length": 77
},
{
"offset": 117,
"length": 103
},
{
"offset": 221,
"length": 178
},
{
"offset": 400,
"length": 64
},
{
"offset": 465,
"length": 69
},
{
"offset": 535,
"length": 140
},
{
"offset": 676,
"length": 82
},
{
"offset": 759,
"length": 115
},
{
"offset": 876,
"length": 129
},
{
"offset": 1006,
"length": 177
},
{
"offset": 1184,
"length": 132
},
{
"offset": 1318,
"length": 60
},
{
"offset": 1380,
"length": 114
},
{
"offset": 1495,
"length": 172
},
{
"offset": 1668,
"length": 193
},
{
"offset": 1863,
"length": 98
},
{
"offset": 1962,
"length": 132
},
{
"offset": 2095,
"length": 89
},
{
"offset": 2185,
"length": 156
},
{
"offset": 2342,
"length": 87
},
{
"offset": 2431,
"length": 92
},
{
"offset": 2524,
"length": 152
},
{
"offset": 2677,
"length": 131
},
{
"offset": 2809,
"length": 220
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 62
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 62
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna er ekki farið að smíða móðurborð í tölvur úr ljósleiðurum?",
"answer": "Grundvallareining örrása, eins og til dæmis þeirra sem notaðar eru í tölvum, er smárinn eða transistorinn. Í smára er einn rafstraumur notaður til að stýra öðrum og með því að tengja saman marga smára má framkvæma ýmsar flóknari aðgerðir. Lengi hefur fólk velt fyrir sér hvort ekki megi hanna sambærilegar rásir þar sem ljósleiðarar eru notaðir í stað rafleiðara og ljósmerki í stað rafpúlsa. Slíkar rásir gætu haft ýmsa kosti en enn eru mörg vandamál í veginum. Ólíkt því sem gerist með rafstraum í smára, þá er erfitt að láta einn ljósgeisla hafa áhrif á annan. Ljósgeislarnir þurfa að mætast í sérstökum efnum og oft að vera mjög aflmiklir. Einnig getur verið vandasamt að halda ljósinu inni í rásinni, til dæmis er erfitt að láta það beygja fyrir horn, jafnvel í ljósleiðara.\n\nLjósrásir eru hvað mest notaðar í stórum samskiptakerfum, til dæmis í símstöðvum og tölvunetkerfum þar sem stýra þarf mikilli gagnaumferð. Oft er sá hátturinn hafður á að nota ljósleiðara þar sem flytja þarf mikið af upplýsingum milli tveggja staða en þar sem tekið er á móti ljósmerkinu er því breytt í rafboð. Öll gagnavinnsla fer síðan fram í hefðbundnum rafrásum.\n\nGagnaumferðin er hins vegar orðin svo mikil, sérstaklega með tilkomu Internetsins, að þörf er á hraðvirkari tengingum. Með því að nota ljósrásir í stað rafrása sparast sá tími sem það tekur að breyta ljósmerkinu í rafboð og aftur úr rafboðum í ljós ef senda þarf gögnin áfram eftir öðrum ljósleiðara. Sjálf gagnavinnsla í ljósrásum getur einnig verið margfalt hraðari en í sambærilegum rafrásum. Margir háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki vinna nú að frekari þróun ljósrása fyrir samskiptakerfi.\n\nMiðað við rafrásir eru ljósrásir enn fyrirferðamiklar, mjög dýrar og geta aðeins framkvæmt einfaldar aðgerðir. Þróun tölvuhluta úr ljósrásum gæti hins vegar vel orðið eitt af viðfangsefnum vísindamanna og verkfræðinga í framtíðinni.\n\nFrekara lesefni af Vísindavefnum:\n\nEr hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það? eftir Kristján LeóssonHvað eru ljósleiðarar? eftir JGÞHvernig myndast símasamband? eftir Þorstein VilhjálmssonÉg er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega? eftir Einar Örn ÞorvaldssonHvenær tengdist Ísland við Internetið? eftir Maríus Ólafsson\n\nFrekara lesefni:\n\nKristján Leósson, \"Frá rafeindum til rökrása\", hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 159-182."
}
|
aacfbb4d-a61d-4082-bc37-cf1105afe241
|
{
"author": "Kristján Leósson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_110",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=110",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 779
},
{
"offset": 781,
"length": 367
},
{
"offset": 1150,
"length": 501
},
{
"offset": 1653,
"length": 232
},
{
"offset": 1887,
"length": 33
},
{
"offset": 1922,
"length": 342
},
{
"offset": 2266,
"length": 16
},
{
"offset": 2284,
"length": 148
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 106
},
{
"offset": 107,
"length": 131
},
{
"offset": 239,
"length": 153
},
{
"offset": 393,
"length": 69
},
{
"offset": 463,
"length": 100
},
{
"offset": 564,
"length": 79
},
{
"offset": 644,
"length": 135
},
{
"offset": 781,
"length": 138
},
{
"offset": 920,
"length": 172
},
{
"offset": 1093,
"length": 55
},
{
"offset": 1150,
"length": 118
},
{
"offset": 1269,
"length": 181
},
{
"offset": 1451,
"length": 94
},
{
"offset": 1546,
"length": 105
},
{
"offset": 1653,
"length": 110
},
{
"offset": 1764,
"length": 121
},
{
"offset": 1887,
"length": 33
},
{
"offset": 1922,
"length": 53
},
{
"offset": 1976,
"length": 19
},
{
"offset": 1996,
"length": 44
},
{
"offset": 2041,
"length": 37
},
{
"offset": 2079,
"length": 70
},
{
"offset": 2150,
"length": 26
},
{
"offset": 2177,
"length": 65
},
{
"offset": 2243,
"length": 21
},
{
"offset": 2266,
"length": 16
},
{
"offset": 2284,
"length": 101
},
{
"offset": 2386,
"length": 46
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 70
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 70
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?",
"answer": "Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi.\n\nEndurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli flatarins.\n\nVið speglun frá \"gljáandi\" fleti mynda innfallsgeisli og speglaður geisli sama horn við flötinn og við getum rakið geislaleiðina til baka. Geisla sem nær auga okkar frá ákveðnum punkti á slíkum fleti má því rekja til baka til upphafs í hlut sem er fyrir framan spegilinn eins og við. Þessi hlutur er fyrirmynd myndarinnar sem við sjáum að því er virðist bak við flötinn.\n\nLjósgeisli frá auga þínu sem lendir hornrétt á spegilflötinn speglast aftur í augað. Geislar frá auganu sem fara í aðra stefnu speglast ekki aftur í augað og þú sérð þá ekki. Geisli frá hökunni á þér lendir svolítið neðar á sléttum speglinum en sá frá auganu og speglast þaðan í auga þitt. Frá sérhverjum punkti á líkama þínum lendir einn geisli í auganu eftir speglun á spegilfletinum. Stefna geislans þegar hann lendir á auganu er einkennandi fyrir þennan punkt. Þú skynjar því mynd af þér bak við spegilinn. Myndin virðist vera í sömu fjarlægð aftan við spegilinn og er milli þín og spegils.\n\nLjósgeislar sem ná auga okkar eftir að hafa lent á spegilfleti (A) líta út fyrir að eiga upptök sín bak við spegilinn (A').\n\nVið sjáum þannig fyrst og fremst mynd af fyrirmyndinni en verðum minna vör við spegilflötinn sjálfan. Eini munurinn á þessu tilfelli og því að þú sérð vinkonu þína fyrir framan þig er að spegillinn hefur breytt stefnu ljósgeislanna og þú sérð myndina því á óvæntum stað. Spegilmyndin hefur þó víxlað á hugtökunum hægri og vinstri.\n\nSpeglar hafa yfirleitt \"gljáandi\" áferð. Þeir eru oftast gerðir með því að leggja málmhúð á sléttan glerflöt.\n\nDreift endurkast verður á hinn bóginn frá flötum sem við getum kallað \"matta\". Geislar sem ná augum okkar frá slíkum flötum koma úr ýmsum áttum að fletinum, og innihalda því ekki upplýsingar um form fyrirmyndar eða ljósgjafa. Mattir fletir eru því almennt ekki flokkaðir sem speglar þó að þeir geti í sumum tilfellum endurvarpað geislum betur en gljáandi fletir, það er að segja að þeir drekka þá minna í sig af orku geislanna.\n\nVið skynjum litaáferð flata vegna ljóss sem verður fyrir dreifðu endurkasti frá þeim. Grænn flötur dreifir ljósi af \"grænum\" öldulengdum vel en drekkur ljós á öðrum öldulengdum í sig. Hvítur flötur dreifir öllum öldulengdum jafnt og endurkastar mestum hluta ljóssins sem á hann fellur. Grár flötur endurkastar öldulengdum nokkuð jafnt en drekkur í sig stóran hluta ljósorkunnar sem á hann fellur. Þannig er oft aðeins stigsmunur á hvítu og gráu. Svartur flötur drekkur í sig ljósgeisla af öllum öldulengdum og endurkastar aðeins litlu.\n\nÝmislegt af því sem hér hefur verið sagt nýtist lesandanum aftur ef hann les svarið við spurningunni um litinn á snjónum.\n\nMynd: Emelía Eiríksdóttir"
}
|
4cd50482-9676-4942-8933-8852a793e5da
|
{
"author": "Ari Ólafsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_111",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=111",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 242
},
{
"offset": 244,
"length": 77
},
{
"offset": 323,
"length": 370
},
{
"offset": 695,
"length": 594
},
{
"offset": 1291,
"length": 123
},
{
"offset": 1416,
"length": 330
},
{
"offset": 1748,
"length": 109
},
{
"offset": 1859,
"length": 427
},
{
"offset": 2288,
"length": 535
},
{
"offset": 2825,
"length": 121
},
{
"offset": 2948,
"length": 25
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 74
},
{
"offset": 75,
"length": 119
},
{
"offset": 195,
"length": 47
},
{
"offset": 244,
"length": 77
},
{
"offset": 323,
"length": 138
},
{
"offset": 462,
"length": 144
},
{
"offset": 607,
"length": 86
},
{
"offset": 695,
"length": 84
},
{
"offset": 780,
"length": 89
},
{
"offset": 870,
"length": 114
},
{
"offset": 985,
"length": 96
},
{
"offset": 1082,
"length": 77
},
{
"offset": 1160,
"length": 45
},
{
"offset": 1206,
"length": 83
},
{
"offset": 1291,
"length": 123
},
{
"offset": 1416,
"length": 101
},
{
"offset": 1518,
"length": 168
},
{
"offset": 1687,
"length": 59
},
{
"offset": 1748,
"length": 40
},
{
"offset": 1789,
"length": 68
},
{
"offset": 1859,
"length": 78
},
{
"offset": 1938,
"length": 146
},
{
"offset": 2085,
"length": 201
},
{
"offset": 2288,
"length": 85
},
{
"offset": 2374,
"length": 97
},
{
"offset": 2472,
"length": 101
},
{
"offset": 2574,
"length": 110
},
{
"offset": 2685,
"length": 48
},
{
"offset": 2734,
"length": 89
},
{
"offset": 2825,
"length": 121
},
{
"offset": 2948,
"length": 25
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 47
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 47
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju er snjórinn hvítur?",
"answer": "Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400 - 700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljós.\n\nSnjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu. Eftir að skyggja tekur ber meira á bláa litnum en þeim rauða í þeirri birtu sem eftir er, svo að snjórinn fær þá blárri áferð í rökkrinu. Undir ljósastaur með natrínperu, sem lýsir með gulleitu ljósi, dreifir snjórinn því ljósi sem á hann fellur og virðist því gulur.\n\nJöklafarar og aðrir sem eru á ferð í sólskini og snjó þurfa að verja sig sérstaklega gegn birtuálagi frá snjónum vegna þess að hann endurkastar einmitt nær öllum geislum sem á hann falla.\n\nÞegar snjórinn bráðnar og verður að vökva kann okkur að virðast undarlegt hvað verði um „þetta hvíta“. En þá hverfa kristallafletirnir sem stóðu að margspegluninni sem dreifði ljósinu og í staðinn endurkastast hluti ljóssins á einfaldan hátt frá yfirborði vatnsins og hinn hluti þess fer á jafneinfaldan hátt gegnum vatnið. Hvíti liturinn hverfur. Það sama gerist ef snjórinn þjappast nægilega saman til að mynda stærri ískristalla eins og sést í bláleitu stáli skriðjökla.\n\nSami spyrjandi lagði einnig fram þá spurningu, af hverju við getum séð sjálf okkur í spegli. Við höfum kosið að svara þessum spurningum í tvennu lagi en lesandinn getur gert einfalda tilraun sem skýrir það sem sagt hefur verið í báðum svörunum um gegnsæ efni, dreift endurvarp, gráa og hvíta fleti:\n\nFylltu glært glas að fjórðungi með vatni og lýstu frá hlið með rauðum bendigeisla gegnum vatnið. Fylgstu með geislanum ofan frá þegar dropum af mjólk er bætt í vatnið. Við fyrstu dropana verður vökvinn gráleitur og geislinn sýnilegur í vökvanum. Þegar meiri mjólk er bætt í dofnar geislinn þegar innar dregur í glasið og meira hefur dreifst úr honum í allar áttir, og vökvinn tekur á sig hvítara yfirbragð.\n\nMynd:Snjór á trjám - Sótt 01.06.10"
}
|
db0ec9d3-b2c1-4790-9084-3a194fbebe30
|
{
"author": "Ari Ólafsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_112",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=112",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 316
},
{
"offset": 318,
"length": 810
},
{
"offset": 1130,
"length": 187
},
{
"offset": 1319,
"length": 473
},
{
"offset": 1794,
"length": 298
},
{
"offset": 2094,
"length": 406
},
{
"offset": 2502,
"length": 34
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 116
},
{
"offset": 117,
"length": 119
},
{
"offset": 237,
"length": 79
},
{
"offset": 318,
"length": 65
},
{
"offset": 384,
"length": 112
},
{
"offset": 497,
"length": 40
},
{
"offset": 538,
"length": 162
},
{
"offset": 701,
"length": 159
},
{
"offset": 861,
"length": 137
},
{
"offset": 999,
"length": 129
},
{
"offset": 1130,
"length": 187
},
{
"offset": 1319,
"length": 102
},
{
"offset": 1422,
"length": 220
},
{
"offset": 1643,
"length": 23
},
{
"offset": 1667,
"length": 125
},
{
"offset": 1794,
"length": 92
},
{
"offset": 1887,
"length": 205
},
{
"offset": 2094,
"length": 96
},
{
"offset": 2191,
"length": 70
},
{
"offset": 2262,
"length": 77
},
{
"offset": 2340,
"length": 160
},
{
"offset": 2502,
"length": 34
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 29
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 29
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?",
"answer": "Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllunum einn á móti tveimur (SiO2). Við hitunina blandast efnin saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt (CO2). Því næst er blandan kæld snögglega. Við slíka snöggkælingu ná frumeindir efnisins ekki að raða sér á reglubundinn hátt, sem er forsenda þess að mynda lögulega kristalla. Þess í stað heldur efnið formi vökvans eins og það var fyrir frystingu, sem einkennist af fremur óreglulegri niðurröðun frumeindanna. Gler er því í reynd frystur vökvi, afar seigfljótandi. Til marks um þetta má nefna að stundum sýnast hlutir handan við gamalt rúðugler eða í gömlum spegli vera örlítið óreglulegir, sem er komið til af því að glerið hefir sigið á löngum tíma og orðið ögn misþykkt.\n\nGler er undirkældur vökvi, það er vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Megin uppistaðan í gleri er sandur og efni sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis.\n\nÞegar nánar er að gætt kemur í ljós að niðurröðun frumeindanna í glerinu er ekki fullkomlega óregluleg og að ákveðnar frumeindir hafa náð að hópast saman með reglubundnum hætti. Annars vegar hafa myndast einingar þar sem frumeindir kísils og súrefnis koma fyrir í hlutfallinu einn á móti fjórum og mynda neikvætt hlaðnar jónir, til dæmis SiO44-. Í námunda við slíkar jónir er ætíð að finna jákvætt hlaðnar jónir af natríni og kalsíni (Na+, Ca2+).\n\nÞví er eins farið með gler og önnur ólituð gegnsæ efni, til dæmis vatn, að ljós kemst óhindrað gegnum það, andstætt því sem gerist með lituð efni. Hvíta ljósið, sem mannsaugað skynjar, er samsett úr öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum. Glært gler hleypir öllum litunum í gegn, meðan litað gler gerir það ekki. Þannig hleypir til dæmis rautt gler í fallegum kirkjuglugga rauða ljósinu í gegn, en gleypir aðra liti. Slík ljósgleyping er til komin vegna samverkana ljóss og frumeinda efnisins sem verður þess valdandi að ljósorkan yfirfærist á efniseindirnar, sem fá við það aukna orku. Fyrir gegnsæ efni á borð við gler á slík tilfærsla á orku sér hins vegar ekki stað. Litað gler, á hinn bóginn, hefur aðra samsetningu frumeinda og mismunandi eftir lit.\n\nHeimild:\n\nD.W.A. Sharp. The Penguin Dictionary of Chemistry, Penguin Books, (1983).Mynd: Broken Glass / Glasbruch | Flickr - Photo Sharing!. Höfundur myndar: Christian Schnettelker. (Sótt 30. 3. 2016)."
}
|
b0049198-1306-43f6-aafc-9f7fb847d9a0
|
{
"author": "Ágúst Kvaran",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_114",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=114",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 996
},
{
"offset": 998,
"length": 227
},
{
"offset": 1227,
"length": 446
},
{
"offset": 1675,
"length": 771
},
{
"offset": 2448,
"length": 8
},
{
"offset": 2458,
"length": 191
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 234
},
{
"offset": 235,
"length": 109
},
{
"offset": 345,
"length": 83
},
{
"offset": 429,
"length": 35
},
{
"offset": 465,
"length": 133
},
{
"offset": 599,
"length": 133
},
{
"offset": 733,
"length": 54
},
{
"offset": 788,
"length": 208
},
{
"offset": 998,
"length": 113
},
{
"offset": 1112,
"length": 113
},
{
"offset": 1227,
"length": 177
},
{
"offset": 1405,
"length": 167
},
{
"offset": 1573,
"length": 100
},
{
"offset": 1675,
"length": 146
},
{
"offset": 1822,
"length": 107
},
{
"offset": 1930,
"length": 73
},
{
"offset": 2004,
"length": 103
},
{
"offset": 2108,
"length": 169
},
{
"offset": 2278,
"length": 83
},
{
"offset": 2362,
"length": 84
},
{
"offset": 2448,
"length": 8
},
{
"offset": 2458,
"length": 13
},
{
"offset": 2472,
"length": 59
},
{
"offset": 2531,
"length": 56
},
{
"offset": 2587,
"length": 1
},
{
"offset": 2589,
"length": 40
},
{
"offset": 2630,
"length": 19
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 53
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 53
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju er vindur?",
"answer": "Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur.\n\nDæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sami utan blöðrunnar og inni í henni.\n\nÍ andrúmsloftinu endurspeglar loftþrýstingur við yfirborð jarðar þyngd loftsins sem fyrir ofan er, og ræðst þyngdin að mestu af hita, en eins og flestir þekkja úr daglegu lífi er hlýtt loft léttara en kalt. Kemur það heim og saman við hitt, að lægðum fylgir að jafnaði hlýtt loft.\n\nVindurinn verður vegna ólíks loftþrýstings á tveimur stöðum.\n\nVindur sem orsakast af þrýstimun sem spannar stórt svæði (meira en 100 km eða þar um bil) streymir ekki rakleitt frá háþrýstisvæði að lágþrýstisvæði eins og í blöðrudæminu. Þess í stað blæs vindurinn umhverfis lágþrýstisvæði á norðurhveli jarðar rangsælis en réttsælis á suðurhveli. Koma þar til sögunnar áhrif snúnings jarðar sem leiða til svokallaðs svigkrafts sem á erlendum málum er kenndur við Coriolis. Svigkraftur jarðar leitast við að sveigja loftið til hægri á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli. Umhverfis lægðir og hæðir sem eru greinanlegar á veðurkortum sem sjá má til dæmis í sjónvarpi ríkir í grófum dráttum jafnvægi milli svigkrafts og þess krafts sem togar loftið í átt að lægri loftþrýstingi. Slíkt jafnvægi næst þegar vindur blæs umhverfis lægðir, en ekki rakleitt inn að þeim.\n\nÍ bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfræði, má lesa meira um tilurð vinds og eins er vindi lýst í ýmsum erlendum kennslubókum sem aðgengilegar eru á bókasöfnum.\n\nMynd:Which way is the wind blowing? Tekin af Paulo Azevedo."
}
|
67b72b36-d288-45db-9b75-1f98dee50ae3
|
{
"author": "Haraldur Ólafsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_117",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=117",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 73
},
{
"offset": 75,
"length": 272
},
{
"offset": 349,
"length": 280
},
{
"offset": 631,
"length": 60
},
{
"offset": 693,
"length": 802
},
{
"offset": 1497,
"length": 159
},
{
"offset": 1658,
"length": 59
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 73
},
{
"offset": 75,
"length": 71
},
{
"offset": 147,
"length": 114
},
{
"offset": 262,
"length": 85
},
{
"offset": 349,
"length": 206
},
{
"offset": 556,
"length": 73
},
{
"offset": 631,
"length": 60
},
{
"offset": 693,
"length": 172
},
{
"offset": 866,
"length": 109
},
{
"offset": 976,
"length": 125
},
{
"offset": 1102,
"length": 102
},
{
"offset": 1205,
"length": 204
},
{
"offset": 1410,
"length": 85
},
{
"offset": 1497,
"length": 159
},
{
"offset": 1658,
"length": 35
},
{
"offset": 1694,
"length": 23
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 20
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 20
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?",
"answer": "Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum.\n\nÍ stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsdropa sem frjósa fastir við ísmolann og þyngja hann enn frekar.\n\nÍ ýmsum heimildum er getið um ísklumpa sem eru margfalt þyngri en þyngsta hagl sem sögur fara af. Auk þess falla margir þeirra í heiðríkju. Verða þeir því trauðla skýrðir á sama hátt og hagl.\n\nÍ þessu sambandi hefur athygli manna einkum beinst að flugumferð. Algengt er að yfir 50 stiga frost sé í þeirri hæð sem þotur fljúga í milli landa og því eðlilegt að \"úrgangur\" frá slíkri umferð komi frosinn til jarðar. Í samantekt J. E. McDonalds í tímaritinu Weatherwise frá 1960 segir frá 30 tilvikum þar sem ísklumpar féllu til jarðar í Bandaríkjunum á 7 ára tímabili og fylgja í mörgum þeirra tilfella upplýsingar um að flugvél hafi nýflogið hjá. Þá mun í opinberri breskri skýrslu frá svipuðum tíma vera upplýst að efnagreining hafi leitt í ljós leifar af sykri, mjólk og telaufum í 7 ísklumpum af 27. Kostur af því tagi mun algengur í breskum flugvélum."
}
|
057b4bbe-26e7-4ba4-af3a-41131cbbe3df
|
{
"author": "Haraldur Ólafsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_118",
"publish_timestamp": "2000-02-16T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=118",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 54
},
{
"offset": 56,
"length": 319
},
{
"offset": 377,
"length": 191
},
{
"offset": 570,
"length": 660
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 54
},
{
"offset": 56,
"length": 82
},
{
"offset": 139,
"length": 116
},
{
"offset": 256,
"length": 119
},
{
"offset": 377,
"length": 97
},
{
"offset": 475,
"length": 41
},
{
"offset": 517,
"length": 51
},
{
"offset": 570,
"length": 65
},
{
"offset": 636,
"length": 153
},
{
"offset": 790,
"length": 231
},
{
"offset": 1022,
"length": 155
},
{
"offset": 1178,
"length": 52
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 68
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 68
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju kemur stjörnuhrap?",
"answer": "Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast einu nafni geimgrýti en einstaka hnullunga köllum við geimsteina. Flestir geimsteinar eru taldir eiga rætur að rekja til smástirnabeltisins milli Mars og Júpíters eða til halastjarna sem hafa sundrast.\n\nÁ hverjum sólarhring dynja milljónir geimsteina á lofthjúpi jarðar. Núningur við loftið verður til þess að steinninn hitnar og fer jafnvel að glóa og brenna. Slíkur steinn er kallaður loftsteinn og við tölum um stjörnuhrap þegar við sjáum ljósrákina sem myndast á himninum, enda líkist hún óneitanlea hrapandi stjörnu.\n\nLangflestir loftsteinar brenna upp til agna í lofthjúpnum. Nokkrir lifa þó ferðina af og lenda á jörðinni. Þeir nefnast þá hrapsteinar. Þeir eru afar mismunandi að stærð, langflestir afar smáir en einstaka steinn er afar stór. Þegar stór hrapsteinn fellur til jarðar myndast gígur sem líkist sprengigíg eftir eldgos. Stærstu hrapsteinar hafa valdið meiri háttar náttúruhamförum hér á jörðu niðri. Þeir þyrla upp ryki og öðrum efnum þar sem þeir lenda auk þess sem mikið kvarnast úr þeim við lendinguna. Þessi efni fara hátt upp í lofthjúpinn og jafnvel út í geiminn og dreifast kringum alla jörðina. Þá getur orðið myrkur í nokkra mánuði og fimbulkuldi, jafnvel þar sem hefði átt að vera sumar.\n\nSlíkar hamfarir hafa auðvitað veruleg áhrif á lífríkið. Þannig telja til dæmis margir að svona hrapsteinn hafi valdið því að risaeðlurnar dóu út fyrir um það bil 65 milljón árum. En sem betur fer eru slíkir atburðir sjaldgæfir í jarðsögunni; verða ef til vill á 100 milljón ára fresti. Það er langur tími í samanburði við aldur tegundarinnar Homo sapiens sem er talinn vera aðeins nokkur hundruð þúsund ár."
}
|
9426e7ea-a437-48c4-adf0-bc70fd743722
|
{
"author": "Þorsteinn Vilhjálmsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_119",
"publish_timestamp": "2000-02-17T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=119",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 514
},
{
"offset": 516,
"length": 318
},
{
"offset": 836,
"length": 694
},
{
"offset": 1532,
"length": 406
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 77
},
{
"offset": 78,
"length": 88
},
{
"offset": 167,
"length": 68
},
{
"offset": 236,
"length": 63
},
{
"offset": 300,
"length": 78
},
{
"offset": 379,
"length": 135
},
{
"offset": 516,
"length": 67
},
{
"offset": 584,
"length": 89
},
{
"offset": 674,
"length": 160
},
{
"offset": 836,
"length": 58
},
{
"offset": 895,
"length": 47
},
{
"offset": 943,
"length": 28
},
{
"offset": 972,
"length": 90
},
{
"offset": 1063,
"length": 89
},
{
"offset": 1153,
"length": 79
},
{
"offset": 1233,
"length": 105
},
{
"offset": 1339,
"length": 96
},
{
"offset": 1436,
"length": 94
},
{
"offset": 1532,
"length": 55
},
{
"offset": 1588,
"length": 122
},
{
"offset": 1711,
"length": 106
},
{
"offset": 1818,
"length": 120
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 28
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 28
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvernig breytist hegðun frumeindar eða rafeindar ef umhverfi hennar er tómarúm?",
"answer": "Við gerum stundum greinarmun á því sem við köllum stórsætt (macroscopic) annars vegar og smásætt (microscopic) hins vegar. Við köllum þá hluti stórsæja sem eru nógu stórir til þess að við sjáum þá með berum augum en hina köllum við smásæja. Suma slíka hluti getum við séð í einhvers konar smásjám en aðrar efniseindir eru svo smáar að jafnvel bestu smásjár duga ekki til.\n\nÍ heimi hins smásæja er ekki alltaf víst að hugmyndir stórsæja heimsins eigi við. Hugtakið tómarúm (vacuum) er upprunnið í heimi hins stórsæja. Við tölum um tómarúm þegar ekkert eða afar lítið efni er á einhverju tilteknu svæði. Hins vegar notum við ekki þetta hugtak í stórsæjum skilningi um svæði þar sem efni er, jafnvel þó að einungis sé um þunnt gas að ræða.\n\nEf við skoðum gasið hins vegar á kvarða hins smásæja komumst við að því að það er samsett úr efniseindum sem við köllum sameindir (molecules) eða frumeindir (atoms) eftir atvikum, en þessar efniseindir fylla samt aðeins lítinn hluta rúmsins sem gasið er í. Allt hitt er í rauninni tómarúm í smásæjum skilningi.\n\nOg ef við skyggnumst inn í frumeindirnar tekur ekki betra við. Atómið er samsett úr atómkjarna og rafeindum og milli þeirra er órafjarlægð í samanburði við stærð eindanna sjálfra. Þarna inni í atóminu, frumeindinni, er þess vegna líka að miklu leyti tómarúm!\n\nNánasta umhverfi atóma og rafeinda er því í mörgum tilfellum tómarúm og reyndar miðast grunnlýsing slíkra agna í einfaldri skammtafræði yfirleitt við að þær séu í tómarúmi. Í fræðunum er flóknara að lýsa rafeindum og atómum sem eru ekki í tómarúmi, til dæmis þeim sem er að finna í föstu efni, og kemur þar til kasta svonefndrar þéttefnisfræði sem er ein af höfuðgreinum nútíma eðlisfræði.\n\nSvarið við spurningunni er því á þá leið að umhverfi atóma og rafeinda er mjög oft tómarúm, grundvallarlýsing okkar á hegðun þeirra miðast við það, og því er ekki eðlilegt að tala um að hegðun þeirra breytist neitt við það!"
}
|
e24cde0d-3276-406d-a761-974bf3528a29
|
{
"author": "Þorsteinn Vilhjálmsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_120",
"publish_timestamp": "2000-02-17T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=120",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 371
},
{
"offset": 373,
"length": 363
},
{
"offset": 738,
"length": 310
},
{
"offset": 1050,
"length": 258
},
{
"offset": 1310,
"length": 389
},
{
"offset": 1701,
"length": 223
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 122
},
{
"offset": 123,
"length": 117
},
{
"offset": 241,
"length": 130
},
{
"offset": 373,
"length": 81
},
{
"offset": 455,
"length": 61
},
{
"offset": 517,
"length": 84
},
{
"offset": 602,
"length": 134
},
{
"offset": 738,
"length": 256
},
{
"offset": 995,
"length": 53
},
{
"offset": 1050,
"length": 62
},
{
"offset": 1113,
"length": 116
},
{
"offset": 1230,
"length": 78
},
{
"offset": 1310,
"length": 172
},
{
"offset": 1483,
"length": 216
},
{
"offset": 1701,
"length": 223
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 79
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 79
}
]
}
}
|
{
"question": "Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.",
"answer": "Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar.\n\nSvarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega hver á aðra í sífellu. Við venjulegar aðstæður er efnið samsett úr sameindum og frumeindum (atómum) en við slíkan reginhita hafa atómin rofnað þannig að atómkjarnar og rafeindir koma í staðinn. Hér er oft um að ræða kjarna vetnis, sem er léttasti atómkjarninn, eða þá kjarna annarra léttra frumefna. Vegna hitans og árekstranna geta þessir léttu kjarnar runnið saman og myndað kjarna þyngri frumefna, og er það kallað kjarnasamruni.\n\nVið samrunann losnar mikil orka úr læðingi sem berst út um efnið í kring og út að yfirborði stjörnunnar. Þar losnar hluti orkunnar frá stjörnunni sem geislun, bæði ljós, varmageislun og önnur rafsegulgeislun sem svo er kölluð.\n\nOrkan sem myndast við kjarnasamruna er hlutfallslega mjög mikil miðað við efnismagnið sem tekur þátt í honum. Þegar 2,8 grömm af vetni breyast í helín losnar til dæmis nægileg orka til að bræða hundrað tonn af ís! Við höfum ekki enn getað beislað þessa samrunaorku eða vetnisorku til skynsamlegra hluta hér á jörðinni; höfum aðeins getað notað hana í vetnissprengjur. En ef beislun vetnisorkunnar tekst þá hefðum við þar með fengið nær óþrjótandi orkulind, því að slíka orku mætti þá til dæmis vinna úr öllu vatni.\n\nSpyrjandinn er sjö ára svo að þetta gæti kannski gerst á hans ævi!"
}
|
8ecf4d9e-cb79-46ad-944f-aad3b029c5fe
|
{
"author": "Þorsteinn Vilhjálmsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_121",
"publish_timestamp": "2000-02-17T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=121",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 170
},
{
"offset": 172,
"length": 572
},
{
"offset": 746,
"length": 226
},
{
"offset": 974,
"length": 514
},
{
"offset": 1490,
"length": 66
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 170
},
{
"offset": 172,
"length": 41
},
{
"offset": 214,
"length": 120
},
{
"offset": 335,
"length": 170
},
{
"offset": 506,
"length": 105
},
{
"offset": 612,
"length": 132
},
{
"offset": 746,
"length": 104
},
{
"offset": 851,
"length": 121
},
{
"offset": 974,
"length": 109
},
{
"offset": 1084,
"length": 103
},
{
"offset": 1188,
"length": 153
},
{
"offset": 1342,
"length": 146
},
{
"offset": 1490,
"length": 66
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 47
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 47
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?",
"answer": "Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stór markaðurinn er og hve margir keppa á honum, hvort afföll eru mikil og hvort liggja þarf með miklar birgðir.\n\nGjaldmiðlar hafa þá sérstöðu meðal annars að þeir eru stöðluð vara eða það sem hagfræðingar kalla einsleit vara. Með því er átt við að allar einingar hennar eru eins. Þannig er til dæmis einn Bandaríkjadollar alveg jafngóð vara hvort sem hann er keyptur af banka A eða banka B. Þetta gerir samkeppni harðari en ef seldar eru vörur sem eru líkar en þó ekki alveg eins. Það dregur úr mun á kaup- og söluverði. Flutningskostnaður er líka mjög lágur í hlutfalli við verðmæti vörunnar. Hann er nánast enginn ef fjárhæðir eru færðar á milli aðila með rafrænum hætti, talsvert meiri ef flytja þarf peningaseðla en þó ekki mikill.\n\nMjög mikill munur er á kaup- og söluverði íslensku krónunnar í bönkum erlendis ef þeir eru þá á annað borð reiðubúnir að eiga viðskipti með krónuna. - Myndin er af Englandsbanka frá því um 1890."
}
|
9baa5d28-4672-4fec-93b4-734c1f60d8fe
|
{
"author": "Gylfi Magnússon",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_123",
"publish_timestamp": "2000-02-18T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=123",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 424
},
{
"offset": 426,
"length": 622
},
{
"offset": 1050,
"length": 194
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 105
},
{
"offset": 106,
"length": 112
},
{
"offset": 219,
"length": 205
},
{
"offset": 426,
"length": 112
},
{
"offset": 539,
"length": 53
},
{
"offset": 593,
"length": 200
},
{
"offset": 794,
"length": 39
},
{
"offset": 834,
"length": 72
},
{
"offset": 907,
"length": 141
},
{
"offset": 1050,
"length": 148
},
{
"offset": 1199,
"length": 45
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 53
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 53
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?",
"answer": "Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um \"spurningar í vinnslu\" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:\n\nSpurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi um þetta geta menn séð í listanum um spurningar sem hefur verið svarað. Spurning tengist ekki vísindum. Venjulega er þá spyrjandi látinn vita um að spurningin hafi verið tekin út. Spurning er greinilega út í hött og ekki borin fram í einlægni. Örfáar spurningar af þessari gerð hafa borist. Við viljum ekki að þær setji svip á Vísindavefinn og höfum því fjarlægt þær.\n\nEngar spurningar eru til sem er \"óþægilegt að svara\" en það kann að vera tilgangslaust eða marklaust, og þá verður það ekki gert.\n\nVið tókum þá ákvörðun í byrjun að birta listann um \"spurningar í vinnslu\" umsvifalaust eins og gestir okkar hafa séð. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun því að hún gerir vefinn að sjálfsögðu líflegri. Gestir hafa yfirleitt ekki heldur misnotað þetta fyrirkomulag og fyrir það erum við þakklát.\n\nVið höfum hins vegar breytt mörgum spurningum, bæði lagfært stafsetningu og málfar og reynt að gera spurningarnar styttri og hnitmiðaðri. Þegar við höfum stytt spurningar mjög mikið birtum við oft upphaflegu spurninguna í upphafi svarsins eins og menn hafa kannski séð. Með þessari aðferð reynum við að gefa til kynna í verki að hér eiga allir að geta spurt, óháð kunnáttu í stafsetningu eða ritsmíð.\n\nVísindavefurinn er verk sem verður til í víxlverkun milli gesta, ritstjórnar og höfunda. Við í ritstjórninni höfum haft mikla ánægju af að sjá þetta verk verða til og mótast. Við vonum að gestir okkar hafi það líka og að svo megi verða áfram."
}
|
65ecaf5e-022a-441f-bdda-dd5497ece245
|
{
"author": "Þorsteinn Vilhjálmsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_124",
"publish_timestamp": "2000-02-18T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=124",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 138
},
{
"offset": 140,
"length": 543
},
{
"offset": 685,
"length": 129
},
{
"offset": 816,
"length": 296
},
{
"offset": 1114,
"length": 400
},
{
"offset": 1516,
"length": 242
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 110
},
{
"offset": 111,
"length": 27
},
{
"offset": 140,
"length": 61
},
{
"offset": 202,
"length": 108
},
{
"offset": 311,
"length": 76
},
{
"offset": 388,
"length": 31
},
{
"offset": 420,
"length": 75
},
{
"offset": 496,
"length": 63
},
{
"offset": 560,
"length": 46
},
{
"offset": 607,
"length": 76
},
{
"offset": 685,
"length": 129
},
{
"offset": 816,
"length": 117
},
{
"offset": 934,
"length": 85
},
{
"offset": 1020,
"length": 92
},
{
"offset": 1114,
"length": 137
},
{
"offset": 1252,
"length": 131
},
{
"offset": 1384,
"length": 130
},
{
"offset": 1516,
"length": 88
},
{
"offset": 1605,
"length": 85
},
{
"offset": 1691,
"length": 67
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 109
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 45
},
{
"offset": 46,
"length": 63
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?",
"answer": "Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með vissu hvað sá norrænn maður hét sem fyrstur kom auga á meginland Ameríku. Kannski hét hann hvorki Leifur né Bjarni.\n\nHins vegar má leiða líkur að því út frá ritheimildum hvort Leifur eða Bjarni hafi verið fyrr á ferðinni. Frá þessum atburðum er sagt í tveimur Íslendingasögum, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem hafa mikið efni sameiginlegt en ber einnig á milli um margt. Samkvæmt Grænlendinga sögu gerðist þetta þannig að Bjarna Herjólfsson bar af leið frá Íslandi til Grænlands, og hitti hann þrisvar á ókunnugt land, fyrst ófjöllótt land og skógi vaxið, síðan slétt land og viði vaxið, síðast eyju með jökli á, áður en þeir komust til Grænlands. Ekki er þess getið að þeir Bjarni tækju nokkurs staðar land fyrr en á Grænlandi. Síðar keypti Leifur Eiríksson skipið af Bjarna og stýrði fyrsta rannsóknarleiðangrinum til þessara landa. Þeir komu fyrst að því landi sem Bjarni hafði fundið síðast og kölluðu það Helluland. Síðan komu þeir að skógi vöxnu landi sem þeir kölluðu Markland. Síðast gerðu þeir sér hús á landi þar sem þeir áttu eftir að finna vínvið og kölluðu Vínland.\n\nL’Anse aux Meadows á NýfundnalandiÍ Eiríks sögu rauða er Bjarni Herjólfsson ekki nefndur, en sagt að Leifur Eiríksson hafi rekist á land, þar sem voru hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn, á leið sinni frá Noregi til Grænlands. Hann kannaði landið en hélt svo til Grænlands og átti ekki aftukvæmt til Vínlands.\n\nLengi var talið að Eiríks saga rauða væri áreiðanlegri en Grænlendinga saga, enda hefur Leifur fengið alla frægðina af fundi Ameríku. En árið 1956 færði Jón Jóhannesson prófessor rök að því í grein að Grænlendinga saga væri eldri og áreiðanlegri. Síðan hefur Ólafur Halldórsson kannað þetta mál mest, og er niðurstaða hans sú að ekki sé hægt að gera upp á milli sagnanna sem slíkra. Hvorug þeirra styðjist við hina, og séu þær líklega skrifaðar um svipað leyti eftir sögusögnum, að hluta til ólíkum.\n\nMeiri líkur verða að teljast á að sögusagnir einfaldist í meðförum en að þær verði flóknari. Líklegra er að Bjarni Herjólfsson hafi gleymst í sögnunum sem liggja að baki Eiríks sögu en að honum hafi verið bætt við í sögnunum sem Grænlendinga saga hefur notað. Líklegra er að verk tveggja manna, Bjarna og Leifs, hafi orðið að verki eins, Leifs, þegar sögunar gengust í munni, en öfugt. Því finnst mér sennilegra að Bjarni hafi fundið landið sem seinna var kallað Ameríka en Leifur. En það er hreint ekki öruggt og hverjum manni leyfilegt að halda því fram um þetta efni sem honum finnst líklegast. Það eina sem er vitað með fullri vissu er að norrænir menn hafa byggt hús á Nýfundnalandi einhvern tímann kringum aldamótin 1000. Það sanna fornleifar sem hafa verið grafnar upp í L’Anse aux Meadows þar í landi.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku? eftir UÁAf hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan? eftir ÞVHvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur? eftir Þorstein Vilhjálmsson"
}
|
b031efcc-ec37-4d25-bcfb-8540889d43f0
|
{
"author": "Gunnar Karlsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_125",
"publish_timestamp": "2000-02-19T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=125",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 426
},
{
"offset": 428,
"length": 972
},
{
"offset": 1402,
"length": 315
},
{
"offset": 1719,
"length": 499
},
{
"offset": 2220,
"length": 809
},
{
"offset": 3031,
"length": 32
},
{
"offset": 3065,
"length": 293
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 142
},
{
"offset": 143,
"length": 138
},
{
"offset": 282,
"length": 102
},
{
"offset": 385,
"length": 41
},
{
"offset": 428,
"length": 104
},
{
"offset": 533,
"length": 159
},
{
"offset": 693,
"length": 276
},
{
"offset": 970,
"length": 80
},
{
"offset": 1051,
"length": 105
},
{
"offset": 1157,
"length": 85
},
{
"offset": 1243,
"length": 63
},
{
"offset": 1307,
"length": 93
},
{
"offset": 1402,
"length": 232
},
{
"offset": 1635,
"length": 82
},
{
"offset": 1719,
"length": 133
},
{
"offset": 1853,
"length": 112
},
{
"offset": 1966,
"length": 135
},
{
"offset": 2102,
"length": 116
},
{
"offset": 2220,
"length": 92
},
{
"offset": 2313,
"length": 166
},
{
"offset": 2480,
"length": 125
},
{
"offset": 2606,
"length": 95
},
{
"offset": 2702,
"length": 115
},
{
"offset": 2818,
"length": 129
},
{
"offset": 2948,
"length": 81
},
{
"offset": 3031,
"length": 32
},
{
"offset": 3065,
"length": 50
},
{
"offset": 3116,
"length": 101
},
{
"offset": 3218,
"length": 112
},
{
"offset": 3331,
"length": 27
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 72
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 72
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?",
"answer": "Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunarafköstin mundu minnka um helming. Geislun frá póleraða álinu er aðeins um 4% af geislun svarthlutar.\n\nÞað merkilega er að hvít málning er nánast \"svört\" með tilliti til varmageislunar því að hvítmálaður flötur geislar 90-92% af geislun hins fullkomna svarthlutar. Svört málning geislar 95-98% af svarthlutargeislun. Þannig myndu afköst ofnsins aukast um 2-3 % við að mála hann svartan í stað þess að hafa hann hvítan.\n\nHér er einnig forvitnilegt að bera saman við lit á dýrum. Þar sem hvítir hlutir endurkasta meira ljósi en dökkir, mætti ætla að það væri að þessu leyti óhagstætt fyrir ísbjörninn að vera hvítur; hann fari þá á mis við sólarorku sem hann gæti annars nýtt til að halda á sér hita. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist, frekar en með hvítu ofnana. Það hefur sem sé komið í ljós að ísbirnir og nokkur önnur hvít heimskautadýr eru nánast svört í útfjólubláu ljósi. Þau drekka með öðrum orðum í sig mikla orku frá slíkri geislun og nýta hana til að halda á sér hita.\n\nFrekari fróðleikur á Vísindavefnum:\n\nHvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorsteins Vilhjálmsson"
}
|
72766ee9-ef92-4f13-9393-496059ecb160
|
{
"author": "Páll Valdimarsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_126",
"publish_timestamp": "2000-02-19T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=126",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 412
},
{
"offset": 414,
"length": 315
},
{
"offset": 731,
"length": 565
},
{
"offset": 1298,
"length": 35
},
{
"offset": 1335,
"length": 124
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 78
},
{
"offset": 79,
"length": 132
},
{
"offset": 212,
"length": 133
},
{
"offset": 346,
"length": 66
},
{
"offset": 414,
"length": 161
},
{
"offset": 576,
"length": 51
},
{
"offset": 628,
"length": 101
},
{
"offset": 731,
"length": 57
},
{
"offset": 789,
"length": 220
},
{
"offset": 1010,
"length": 70
},
{
"offset": 1081,
"length": 114
},
{
"offset": 1196,
"length": 100
},
{
"offset": 1298,
"length": 35
},
{
"offset": 1335,
"length": 72
},
{
"offset": 1408,
"length": 51
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 64
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 64
}
]
}
}
|
{
"question": "Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?",
"answer": "Upphaflega spurningin var svohljóðandi:\n\nEr hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)?\n\nÉg vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að um sé að ræða skáldskap sem eigi sér ekki stoð í veruleikanum en flokkist frekar undir vangaveltur um hvað verði hægt að gera í framtíðinni.\n\nVitað er að í sjúkdómi Alzheimers er skortur á taugaboðefninu acetýlkólíni í vissum hluta heilans og einnig verða þar útfellingar á afbrigðilegum próteinum sem virðast valda skemmdum á taugafrumum. Þetta skýrir þó ekki orsök sjúkdómsins og ekki gang hans að öllu leyti. Talið er að 15-20% tilfella stafi af erfðagalla en afgangurinn er einnig háður erfðum að einhverju leyti. Þekkt eru meingen (gen eða erfðastofnar sem auka hættu á sjúkdómi) sem virðast tengd sjúkdómnum. Hér skipta erfðir því miklu máli en einnig einhverjir umhverfisþættir sem eru þó enn óþekktir.\n\nShortfin mako shark nefnast hákarlarnir í myndinni Deep Blue Sea.\n\nMiðað við marga aðra sjúkdóma vitum við frekar lítið um orsakir og eðli Alzheimers-sjúkdóms. Til eru nokkur lyf sem geta bætt ástand Alzheimers-sjúklinga meðan sjúkdómseinkennin eru ekki orðin veruleg, og sameiginlegt þeim öllum er að þau auka magn taugaboðefnisins acetýlkólíns í heilanum. Með þessum lyfjum er hægt að draga úr einkennum, meðal annars minnistapi, um tíma, en lyfin hafa ekki áhrif á gang sjúkdómsins. Engin lyf eða önnur meðferð eru til sem hægir á framgangi Alzheimers-sjúkdóms, enn sem komið er, en það kann að breytast á næstu árum.\n\nÍ næstum 20 ár hafa verið notuð lyf sem eru framleidd í erfðabreyttum lífverum og möguleikarnir í þeim efnum virðast ótæmandi. Í fyrstu fóru menn að nota erfðabreyttar bakteríur sem eru ræktaðar í stórum tönkum og framleiða ýmis efni sem er að finna í mannslíkamanum. Þetta er gert á þann hátt að erfðaefni úr mönnum er sett í bakteríurnar sem þá fara að framleiða viðkomandi efni sem er að samsetningu nákvæmlega eins og það sem er í mönnum. Má þar til dæmis nefna insúlín handa sykursjúkum og vaxtarhormón handa börnum sem framleiða of lítið af þessu hormóni og verða dvergvaxin ef ekkert er að gert. Mikill meirihluti þess insúlíns og sennilega allt vaxtarhormón sem nú er notað eru mannahormón framleidd í bakteríum. Svipað gildir um ýmis önnur lyf sem við notum.\n\nÁ síðustu árum hafa menn snúið sér meira að ræktuðum dýrafrumum og jafnvel heilum dýrum varðandi lyfjaframleiðslu með erfðatækni. Nú hefur meðal annars tekist að búa til erfðabreytt svín sem framleiða blóðstorkuþátt nr. VIII úr mönnum og skilja hann út í mjólkinni. Þessi blóðstorkuþáttur er síðan hreinsaður úr mjólkinni og gefinn blæðurum, það er sjúklingum með dreyrasýki, þegar þeir þurfa á slíkri meðferð að halda, til dæmis eftir slys eða skurðaðgerð. Reiknað hefur verið út að 3-600 mjólkandi gyltur þurfi til að fullnægja eftirspurn eftir storkuþætti VIII í heiminum. Að genabreyta hákörlum og nota efni úr heila þeirra til lækninga er því alls ekki eins fráleitt og það kann að virðast.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvað eru öldrunarsjúkdómar? eftir Pálma V. JónssonAf hverju fær fólk Alzheimer? Og af hverju er sjúkdómurinn ættgengur? eftir HMSAf hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat? eftir Jón Snædal"
}
|
7a68ebf8-316c-4379-90f4-579ed401a66a
|
{
"author": "Magnús Jóhannsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_127",
"publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=127",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 39
},
{
"offset": 41,
"length": 150
},
{
"offset": 193,
"length": 280
},
{
"offset": 475,
"length": 567
},
{
"offset": 1044,
"length": 65
},
{
"offset": 1111,
"length": 553
},
{
"offset": 1666,
"length": 767
},
{
"offset": 2435,
"length": 695
},
{
"offset": 3132,
"length": 32
},
{
"offset": 3166,
"length": 246
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 39
},
{
"offset": 41,
"length": 150
},
{
"offset": 193,
"length": 103
},
{
"offset": 297,
"length": 176
},
{
"offset": 475,
"length": 197
},
{
"offset": 673,
"length": 71
},
{
"offset": 745,
"length": 105
},
{
"offset": 851,
"length": 96
},
{
"offset": 948,
"length": 94
},
{
"offset": 1044,
"length": 65
},
{
"offset": 1111,
"length": 92
},
{
"offset": 1204,
"length": 197
},
{
"offset": 1402,
"length": 127
},
{
"offset": 1530,
"length": 134
},
{
"offset": 1666,
"length": 126
},
{
"offset": 1793,
"length": 140
},
{
"offset": 1934,
"length": 174
},
{
"offset": 2109,
"length": 159
},
{
"offset": 2269,
"length": 117
},
{
"offset": 2387,
"length": 46
},
{
"offset": 2435,
"length": 129
},
{
"offset": 2565,
"length": 135
},
{
"offset": 2701,
"length": 191
},
{
"offset": 2893,
"length": 117
},
{
"offset": 3011,
"length": 119
},
{
"offset": 3132,
"length": 32
},
{
"offset": 3166,
"length": 27
},
{
"offset": 3194,
"length": 51
},
{
"offset": 3246,
"length": 39
},
{
"offset": 3286,
"length": 109
},
{
"offset": 3396,
"length": 16
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 78
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 78
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska en ekki beinfiska?",
"answer": "Upphaflega spurningin var þessi:\n\nHvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska, svo sem skötu og hákarl, en ekki beinfiska, sem úldna við sömu meðferð?\n\nBrjóskfiskar, svo sem háfiskar, innihalda háan styrk þvagefnis (urea) í holdi sínu, sem hefur það meginhlutverk að viðhalda réttum osmótískum þrýstingi í vefjum þeirra. Vefir brjóskfiska innihalda einnig háan styrk efnisins trímetýlamínoxíðs (TMAO) sem virðist meðal annars hafa það hlutverk að vega upp óæskileg áhrif þvagefnis á stöðugleika próteina. Ef styrkur þvagefnis er nægilega hár afmyndar það prótein, þar á meðal lífhvata (ensím) sem stjórna öllum efnaskiptum lífvera. TMAO eykur aftur á móti stöðugleika þessara lífsnauðsynlegu sameinda og verkar því á móti þessum óæskilegu áhrifum þvagefnis á prótein.\n\nHámeri (Lamna nasus) telst til háfiska.\n\nTilvist þessara efna í háum styrk í holdi háfiska skapar forsendurnar fyrir þeirri vinnsluaðferð sem kölluð er \"kæsing\". Svo virðist sem við kæsinguna verði til ákveðnar aðstæður sem gera ákveðnum gerlum færi á að ná sér á strik en ekki öðrum, til að mynda algengum skemmdargerlum sem valda úldnun vegna niðurbrots á próteinum og fitu. Þeir gerlar sem virðast ráða ferðinni við kæsinguna eru þó algengir í fiski. Stór hluti þessara gerla inniheldur ensímið ureasa sem veldur niðurbroti þvagefnisins í ammóníak. Jafnframt eru önnur ensím sem valda niðurbroti TMAO í trímetýlamín (TMA), sem er einnig mjög ilmsterkt efni og veldur meðal annars hinni einkennandi lykt sem kemur fram í fiski (meðal annars þorski) sem byrjaður er að tapa ferskleika sínum.\n\nMeð myndun þessara basísku efna (ammóníaks og TMA) hækkar sýrustig mikið (úr pH 6 í pH hærra en 9) í afurðinni. Þær basísku aðstæður sem þannig myndast valda því að enn færri gerlategundir en ella ná sér á strik til að valda skemmdum á borð við úldnun. Þar sem beinfiskar innihalda ekki hinn háa styrk þvagefnis og TMAO í holdinu skapast ekki þessar aðstæður ef kæsing væri framkvæmd á þeim. Þess vegna yrði samsetning gerlaflórunnar önnur og skemmdargerlar næðu fótfestu.\n\nTil frekari fróðleiks skal bent á að Hannes Magnússon örverufræðingur og Birna Guðbjörnsdóttir matvælafræðingur á Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins hafa rannsakað örveru- og efnabreytingar sem eiga sér stað við verkun hákarls og birtu þau niðurstöður sínar í Tæknitíðindum nr. 156 árið 1984."
}
|
8ff00a3b-f21b-4d20-95d7-9486cae8e50e
|
{
"author": "Magnús Már Kristjánsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_128",
"publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=128",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 32
},
{
"offset": 34,
"length": 112
},
{
"offset": 148,
"length": 615
},
{
"offset": 765,
"length": 39
},
{
"offset": 806,
"length": 751
},
{
"offset": 1559,
"length": 472
},
{
"offset": 2033,
"length": 289
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 32
},
{
"offset": 34,
"length": 112
},
{
"offset": 148,
"length": 168
},
{
"offset": 317,
"length": 183
},
{
"offset": 501,
"length": 126
},
{
"offset": 628,
"length": 135
},
{
"offset": 765,
"length": 39
},
{
"offset": 806,
"length": 120
},
{
"offset": 927,
"length": 214
},
{
"offset": 1142,
"length": 76
},
{
"offset": 1219,
"length": 97
},
{
"offset": 1317,
"length": 240
},
{
"offset": 1559,
"length": 111
},
{
"offset": 1671,
"length": 140
},
{
"offset": 1812,
"length": 138
},
{
"offset": 1951,
"length": 80
},
{
"offset": 2033,
"length": 289
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 58
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 58
}
]
}
}
|
{
"question": "Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?",
"answer": "Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli reikistjarnanna í ytra sólkerfinu og kom til Úranusar 1986 og Neptúnusar 1989. Hægt hefði verið að byggja geimfar sem hefði haldið áfram til Plútó en það var ekki gert.\n\nEnda þótt bæði geimförin séu fyrir löngu komin utar í sólkerfið en nokkur reikistjarna er enn langt í land að þau fari út úr því. Bæði Voyager I og Voyager II eru virk og enn eru upplýsingar lesnar af mælitækjum þeirra. Reikna má með að þau geti enst í 15 ár í viðbót en þá verða þau búin að missa alla orku vegna þess að of mikið af plútoninu sem gefur orkuna hefur þá klofnað. Voyager I er 11,5 milljarða kílómetra (10,6 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir í átt að stjörnumerkinu Naðurvalda. Voyager II er 9,1 milljarða kílómetra (8,4 ljósklukkustundir) frá jörðu og stefnir nokkurn veginn að Síríusi. Þess má geta til samanburðar að meðalfjarlægð Plútós frá sól er um 6 milljarðar km og jörðin er um 150 milljónir km frá sól.\n\nFrekari upplýsingar um Voyager verkefnið má finna á þessari síðu hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA."
}
|
dcd1007d-5432-4751-8567-843471d2a78d
|
{
"author": "Stefán Ingi Valdimarsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_130",
"publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=130",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 481
},
{
"offset": 483,
"length": 733
},
{
"offset": 1218,
"length": 106
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 52
},
{
"offset": 53,
"length": 74
},
{
"offset": 128,
"length": 134
},
{
"offset": 263,
"length": 128
},
{
"offset": 392,
"length": 89
},
{
"offset": 483,
"length": 129
},
{
"offset": 613,
"length": 89
},
{
"offset": 703,
"length": 158
},
{
"offset": 862,
"length": 119
},
{
"offset": 982,
"length": 109
},
{
"offset": 1092,
"length": 124
},
{
"offset": 1218,
"length": 106
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 57
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 57
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju er sólin til?",
"answer": "Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsins. Samþjöppun verður í miðjunni og myndast þar þéttur kjarni. Örlítill snúningur á skýinu í upphafi magnast upp og veldur því að umhverfis kjarnann myndast flöt skífa úr gasi og þar geta reikistjörnur myndast. Við áframhaldandi samþjöppun gassins eykst hiti og þrýstingur í kjarnanum.\n\nFyrir stjörnu af sömu stærð og sólin heldur samþjöppunin áfram þar til hiti í kjarnanum nær um 10 milljón °C en þá hefst þar kjarnasamruni. Orkulosun við slíkan samruna er nægileg til að vinna á móti samþjöppun vegna þyngdaraflsins og við tekur óralangt tímabil meðan sólin geislar frá sér ljósi í sífellu. Þetta stöðuga skeið varir um 10 milljarða ára hjá sólinni en hún er nú um það bil 4,5 milljarða ára gömul.\n\nÞegar eldsneyti sólarinnar er uppurið ryður hún af sér ytri lögunum. Eftir situr glóandi kjarninn og kallast hann upp frá því hvítur dvergur. Massi hans er rúmlega helmingur af upphaflegum massa sólar og hann er álíka stór og jörðin, með öðrum orðum margfalt minni og um leið þéttari en sólin er núna. Hann er að mestu úr helíni og kolefni, en helín er næstléttasta frumefnið á eftir vetni og dregur nafn sitt af heiti sólarinnar á grísku. Hitinn í hvíta dvergnum er aðeins um 15.000 °C. Smám saman kólnar hann þar til það \"slokknar\" á honum.\n\nStjörnur sem eru í upphafi nokkru stærri en sólin mynda heldur stærri hvíta dverga og geta þeir einnig innihaldið þyngri frumefni eins og súrefni, neon og jafnvel járn. Stjörnur sem eru upphaflega allmiklu massameiri en sólin enda æviskeið sitt með mun tilkomumeiri hætti sem sprengistjörnur. Úr þeim geta svo orðið til enn eðlisþyngri hnettir, það er að segja nifteindastjörnur eða jafnvel svarthol.\n\nFrekari fróðleik um sólina, þróun sólstjarna, hvíta dverga og nifteindastjörnur má finna á Stjörnufræðivefnum.\n\nSjá einnig svar við spurningunni: Hvernig varð jörðin til?"
}
|
ba745c41-8ec5-4431-919d-ccd8484b3d09
|
{
"author": "Árdís Elíasdóttir",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_131",
"publish_timestamp": "2000-02-21T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=131",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 600
},
{
"offset": 602,
"length": 413
},
{
"offset": 1017,
"length": 542
},
{
"offset": 1561,
"length": 400
},
{
"offset": 1963,
"length": 110
},
{
"offset": 2075,
"length": 58
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 59
},
{
"offset": 60,
"length": 55
},
{
"offset": 116,
"length": 99
},
{
"offset": 216,
"length": 102
},
{
"offset": 319,
"length": 58
},
{
"offset": 378,
"length": 147
},
{
"offset": 526,
"length": 74
},
{
"offset": 602,
"length": 139
},
{
"offset": 742,
"length": 166
},
{
"offset": 909,
"length": 106
},
{
"offset": 1017,
"length": 68
},
{
"offset": 1086,
"length": 72
},
{
"offset": 1159,
"length": 159
},
{
"offset": 1319,
"length": 137
},
{
"offset": 1457,
"length": 47
},
{
"offset": 1505,
"length": 54
},
{
"offset": 1561,
"length": 168
},
{
"offset": 1730,
"length": 123
},
{
"offset": 1854,
"length": 107
},
{
"offset": 1963,
"length": 110
},
{
"offset": 2075,
"length": 58
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 23
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 23
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?",
"answer": "Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 50 konur á ári úr sjúkdómnum. Karlar geta líka fengið brjóstakrabbamein þótt það sé ekki algengt, að meðaltali greinast tveir á ári. Mikil umræða og fræðsla hefur verið um forvarnir, sem einkum beinast að reglulegri krabbameinsleit, meðal annars með sjálfskoðun og brjóstamyndatökum. Allt beinist þetta að því að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi en þá er árangur meðferðar góður og varanleg lækning fæst í meira en 90% tilfella.\n\nÁ sama tíma og nýgengi (fjöldi greindra tilfella á ári) brjóstakrabbameins hefur farið vaxandi, hefur tíðni sumra annarra tegunda krabbameins farið hratt minnkandi. Má þar einkum nefna magakrabbamein en fyrir fáeinum áratugum var tíðni þess einna hæst á Íslandi í öllum heiminum og það var algengasta tegund krabbameins hér á landi. Árið 1990 dóu 34 einstaklingar úr magakrabbameini á Íslandi en það er mjög lítið miðað við það sem þekktist áður fyrr. Tíðnin hefur svo haldið áfram að lækka og á árabilinu 2019-2023 var meðal fjöldi látinna vegna magakrabbameins kominn niður í 14 á ári. Lækkandi dánartíðni af völdum magakrabbameins er bæði vegna þess að færri fá sjúkdóminn en áður og vegna bættrar meðferðar og greiningar. Ekki er vitað af hverju þessar sveiflur í nýgengi krabbameins í brjóstum og maga stafa. Það sem gefur bestan árangur í baráttunni við brjóstakrabbamein er að greina sjúkdóminn nógu snemma vegna þess að þá er árangur meðferðar mun betri en annars.\n\nVerulegur munur á tíðni brjóstakrabbameins er milli þjóða og kynstofna. Tíðnin er hæst í hinum svo kallaða vestræna heimi (Evrópa og N-Ameríka) en lægst í nokkrum löndum Asíu. Þarna gætu komið við sögu erfðir, mataræði eða eitthvað annað.\n\nTil vinstri má sjá heilbrigt brjóst en til hægri má sjá brjóstakrabbamein.\n\nUm orsakir brjóstakrabbameins er ekki mikið vitað. Mataræði virðist hafa áhrif á tíðni ýmissa tegunda krabbameins og mikil fituneysla virðist auka hættu á brjóstakrabbameini. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt og rannsakað án þess að skýr niðurstaða hafi fengist eru utanaðkomandi kynhormón af östrógengerð. Slík hormón eru í flestum tegundum getnaðarvarnataflna, í hormónameðferð sem gefin er við og eftir tíðahvörf og sem mengun í umhverfinu. Sum skordýraeitur og illgresiseyðandi efni hafa östrógenverkun og er að finna mjög víða sem mengun. Margt bendir til að getnaðarvarnatöflur og hormónameðferð eftir tíðahvörf auki tíðni brjóstakrabbameins ef þessi lyf eru notuð mjög lengi, en þessi aukning er talin vera mjög lítil. Hugsanlegt er talið að mengandi efni með östrógenverkun í umhverfinu minnki frjósemi karlmanna og karldýra af ýmsum tegundum, en ekki er vitað hvort þau hafi skaðleg áhrif á konur. Lyf og náttúrumeðul gætu einnig komið við sögu, við þekkjum aldrei allar aukaverkanir lyfja og sum náttúrumeðul, til dæmis ginseng, hafa östrógen-áhrif.\n\nÝmsir aðrir umhverfisþættir hafa verið rannsakaðir án þess að skýr niðurstaða hafi fengist og má þar nefna áfengi, tóbak og segulsvið. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda eindregið til þess að erfðir, hormónar og umhverfisþættir ráði því hvort einhver tiltekinn einstaklingur fái brjóstakrabbamein eða ekki. Hér skortir meiri rannsóknir og meðan þær hafa ekki verið gerðar er lítið um forvarnir annað en regluleg krabbameinsskoðun.\n\nÞekkt eru tvö gen (erfðastofnar) sem auka hættu á brjóstakrabbameini en þau skýra ekki nema lítið brot af sjúkdómstilfellunum (líklega um 5%). Þær konur sem hafa þessi gen eru ekki margar en þær eru í verulegri hættu að fá sjúkdóminn og öðru geninu fylgir einnig aukin hætta á krabbameini í eggjastokkum. Engu að síður er það svo að 15-25% kvenna sem fá brjóstakrabbamein hafa ættarsögu um sjúkdóminn og kona sem á móður, systur eða dóttur sem hefur fengið sjúkdóminn er í talsvert meiri hættu en aðrar.\n\nSá áhættuþáttur sem almennt vegur þyngst er aldur og þar virðast skipta mestu þær hormónabreytingar sem fylgja aldrinum. Allt að 80% brjóstakrabbameina kemur í konum sem eru yfir fimmtugt og eftir tíðahvörf vex tíðni sjúkdómsins mjög hratt. Tíðasaga kemur við sögu vegna þess að áhættan er meiri hjá konum sem byrjuðu að hafa tíðir ungar (yngri en 11 ára) og einnig hjá þeim sem hafa tíðahvörf seint (eldri en 55 ára). Það skiptir einnig máli hvenær konur eiga sitt fyrsta barn, þær sem eiga fyrsta barn eftir þrítugt eru í helmingi meiri hættu að fá brjóstakrabbamein en konur sem eiga fyrsta barn fyrir tvítugt. Áhættan er einnig meiri hjá konum sem eignast ekkert barn.\n\nÚt frá öllum þessum upplýsingum má áætla gróflega áhættu hverrar konu á að fá brjóstakrabbamein. Þær konur sem greinast með mikla eða talsverða áhættu geta valið milli nokkurra kosta: þær geta farið í reglulegt eftirlit til að hugsanlegt krabbamein greinist fljótt, þær geta tekið lyf sem minnkar verulega hættuna á krabbameini eða valið þá leið að láta fjarlægja bæði brjóstin í forvarnaskyni. Allar þessar leiðir hafa sína kosti og galla. Gott eftirlit er líklega í flestum tilvikum besti kosturinn en er erfitt hjá konum sem eru með hnútótt brjóst eða þegar tekin hafa verið mörg nálarsýni.\n\nMeðferð byggist nær alltaf á skurðaðgerð en oftast er einnig beitt geislameðferð og stundum meðferð með krabbameinslyfjum. Meðferðin er valin út frá staðsetningu og stærð æxlisins og því hvort hætta sé talin á meinvörpum. Þegar sjúkdómurinn greinist á byrjunarstigi er æxlið fjarlægt og síðan gefin geislameðferð og árangur slíkrar meðferðar er mjög góður. Áður fyrr voru gerðar mjög stórar skurðaðgerðir þar sem allt brjóstið og undirliggjandi vefir voru fjarlægðir ásamt eitlum í handarkrika. Komið hefur í ljós að jafn góður árangur fæst með því að fjarlægja aðeins þann hluta brjóstsins þar sem krabbameinið er staðsett ásamt eitlum úr handarkrika og gefa síðan geislameðferð á brjóstið. Þessir eitlar eru fjarlægðir vegna þess að meinvörp frá æxlinu verða oftast fyrst þar. Með þessu móti má varðveita stóran hluta brjóstsins. Ef meinvörp finnast í eitlum úr handarkrika er venjulega bætt við meðferð með krabbameinslyfjum. Brjóstakrabbamein er alltaf hættulegur sjúkdómur en ef það greinist á byrjunarstigi er árangur meðferðar góður."
}
|
ca4bf711-22d9-4ea5-b47c-b046beda9bb7
|
{
"author": "Magnús Jóhannsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_135",
"publish_timestamp": "2000-02-22T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=135",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 743
},
{
"offset": 745,
"length": 972
},
{
"offset": 1719,
"length": 238
},
{
"offset": 1959,
"length": 74
},
{
"offset": 2035,
"length": 1064
},
{
"offset": 3101,
"length": 430
},
{
"offset": 3533,
"length": 503
},
{
"offset": 4038,
"length": 672
},
{
"offset": 4712,
"length": 593
},
{
"offset": 5307,
"length": 1040
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 125
},
{
"offset": 126,
"length": 81
},
{
"offset": 208,
"length": 135
},
{
"offset": 344,
"length": 102
},
{
"offset": 447,
"length": 150
},
{
"offset": 598,
"length": 145
},
{
"offset": 745,
"length": 164
},
{
"offset": 910,
"length": 167
},
{
"offset": 1078,
"length": 118
},
{
"offset": 1197,
"length": 135
},
{
"offset": 1333,
"length": 137
},
{
"offset": 1471,
"length": 87
},
{
"offset": 1559,
"length": 158
},
{
"offset": 1719,
"length": 71
},
{
"offset": 1791,
"length": 103
},
{
"offset": 1895,
"length": 62
},
{
"offset": 1959,
"length": 74
},
{
"offset": 2035,
"length": 50
},
{
"offset": 2086,
"length": 123
},
{
"offset": 2210,
"length": 136
},
{
"offset": 2347,
"length": 136
},
{
"offset": 2484,
"length": 99
},
{
"offset": 2584,
"length": 181
},
{
"offset": 2766,
"length": 180
},
{
"offset": 2947,
"length": 152
},
{
"offset": 3101,
"length": 134
},
{
"offset": 3236,
"length": 171
},
{
"offset": 3408,
"length": 123
},
{
"offset": 3533,
"length": 142
},
{
"offset": 3676,
"length": 161
},
{
"offset": 3838,
"length": 198
},
{
"offset": 4038,
"length": 120
},
{
"offset": 4159,
"length": 119
},
{
"offset": 4279,
"length": 177
},
{
"offset": 4457,
"length": 194
},
{
"offset": 4652,
"length": 58
},
{
"offset": 4712,
"length": 96
},
{
"offset": 4809,
"length": 297
},
{
"offset": 5107,
"length": 45
},
{
"offset": 5153,
"length": 152
},
{
"offset": 5307,
"length": 122
},
{
"offset": 5430,
"length": 98
},
{
"offset": 5529,
"length": 134
},
{
"offset": 5664,
"length": 137
},
{
"offset": 5802,
"length": 196
},
{
"offset": 5999,
"length": 86
},
{
"offset": 6086,
"length": 52
},
{
"offset": 6139,
"length": 96
},
{
"offset": 6236,
"length": 111
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 81
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 81
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvað er ást? Er hún mælanleg?",
"answer": "Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, \"já-ið\", lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega - líbídó. Hið gagnstæða er afl dauðans, \"nei-ið\", dauðahvötin, afl hins neikvæða, illa, eyðileggingar. Að bera jákvæðar tilfinningar til annarrar manneskju og finna hið sterka uppbyggilega afl beinast að henni er forsenda þroskaðra tengsla. Þetta ber í sér aðdráttarafl - andlegt og tilfinningalegt, líkamlegt og kynferðislegt.\n\nTengslakenningar samskiptafræðinga byggja meðal annars á hugmyndinni um að í vitund vanþroska ungabarns séu þessi tvö öfl ósamræmanleg: Hið góða, næringin úr brjósti móðurinnar, og andstæða þess vonskan, höfnunin. Ungbarnið þroskast síðan af stöðugum og nánum tengslum sem veita stundum unað en stundum andbyr frá sömu manneskju. Heilbrigður einstaklingur, sá sem er fær um að höndla ástina, lærir að ráða við hvort um sig og geta fundið það samræmast í sömu persónu (sbr. um kenningar M. Klein hjá Sæunni Kjartansdóttur, 1999).\n\nÞannig er ást foreldris til barns og síðan tengsl foreldris og barns líklega frumástin - og forsenda þess að geta upplifað aðra ást - gefa og taka við í öðrum tengslum. Bandaríski sál- og samskiptafræðingurinn Erik H. Erikson ritaði um þetta afl sem nánast meðfædda, eðlislæga eða líffræðilega (foreldra)hvöt, \"generativity\", sem við greinum bæði hjá mönnum og dýrum.\n\nKossinn eftir Gustav Klimt. Olía á striga (1907-1908).\n\nHjá dýrum lýkur verndinni um leið og ungviðið er fleygt og fært, enda er takmarkið að viðhalda hópnum, tegundinni. Langtíma tilfinningatengsl þróast venjulega ekki, enda tjáskiptaleiðirnar takmarkaðar án tungumálsins, þótt hagstæð hegðun þróist í genunum og berist til næstu kynslóða. Parsambandið hjá dýrum getur þó birst í tryggð sem helst yfir lengri tíma. Hjá manninum er þessi hvöt forsenda kynslóða- og menningararfsins, frumaflið í endurnýjun mannkynsins en um leið hreyfiaflið í þróun þjóðhátta, gilda, vináttu og menningar.\n\nÞessi (foreldra)ástarhvöt er óeigingjörn og lætur eigin (skammtíma)hag víkja fyrir afkomu barnsins og velferð. Erikson segir að anga af þessu sama fyrirbæri megi greina hjá fagfólki sem hefur það hlutverk að koma fólki til þroska, leiðrétta hegðun þess og efla hæfni til að njóta sín í mannlegum samskiptum (\"helping professions\"). Umhyggja gagnvart vandalausum, sem tengd hefur verið við mannúðarstefnu (philanthropy) og er framlag í þágu annarra, er einnig talin liggja að baki slíkri óeigingirni (altruism).\n\nÞessi tegund ástar er andstæða sjálfsástar. Í nútíma samfélagi er gjarnan hvatt til sjálfselsku undir slagorðinu \"elskaðu sjálfan þig\". Þá er verið að boða \"lækningu\" við vanmætti af ýmsu tagi, lágu sjálfsmati og tilfinningalegri ófullnægju sem á oft rætur að rekja til ónógrar ástar eða skorts á innri kjölfestu (Fromm, 1974). Sjálfsást í þeirri merkingu er í eðli sínu eigingjörn (egoism) og dæmi um eiginhagsmunastefnu (sjá einnig umfjöllun um sjálfselsku hjá Páli Árdal, 1982).\n\nUmhyggja og afskiptasemi foreldris lýsir sér í hæfileikanum til að sýna barninu ást, ýmist með viðurkenningu eða gagnrýni, eftirlæti eða ögun, mildi eða mörkum, sætu eða súru. Í klínískri umfjöllun um hvernig megi mæla eða finna mælikvarða á foreldraást eða hið góða foreldri er gjarnan unnið með hugtakið \"nægilega mikil ást\" sem á meðal annars rætur að rekja til breska samskiptafræðingsins og sálgreinisins Winnicott (sbr. \"good enough mothering\"). Átt er við að foreldrið sé fært um að mynda nægilega stöðug og samræmd tengsl við barnið, virkja það og trúa á það, til þess að það geti treyst öðrum og orðið heilsteypt manneskja.\n\nÍ nánu sambandi fullorðinna, oftast karls og konu, endurspeglast þetta samspil. Þær þarfir sem þar liggja að baki hafa áhrif í makavali, ekki síður en ytri félagslegir þættir, og valda stundum margvíslegri spennu í lífi sambúðarfólks í nánum tengslum. Í hjónameðferð er iðulega unnið með þessi ómeðvituðu öfl sem eru svo oft afdrifarík ekki aðeins í tilfinningasamspili, tjáskiptum og kynlífi heldur einnig í daglegum verkefnum og samstarfi.\n\nÍtalski fræðimaðurinn Alberoni hefur fjallað rækilega um það að ást er ekki það sama og að verða ástfanginn. Flestir reyna það oft að verða ástfangnir af ýmsum persónum, í yfirfærslum, stundum aðeins í huganum eða við ákveðnar aðstæður, misjafnlega heppilegar. Þetta er dýrmætur hæfileiki sem ungt fólk hefur oftast í ríkara mæli en þeir sem eldri eru, sterk tilfinning sem heldur mönnum \"föngnum\". Fæstir elta ólar við hvert tilvik en geta notið þess í sínum ólíku myndum.\n\nEn einnig verður fólk ástfangið á þann veg að það finnur blossa sem verður undanfari langtímaástar. Við tölum um tilhugalíf, samruna (symbiosis, samanber nýfætt barn og móður) sem upphaf kjarnans sem verður eftir þegar nýjabrumið er flosnað af. Fromm segir (1974) að ástin feli í sér fjögur grundvallaratriði: virka umhyggju, ábyrgðarkennd, virðingu og þekkingu.\n\nÍ rannsóknum í félagssálfræði, einkum á tengslum foreldris og barns og á makatengslum, hefur verið reynt að skilgreina og mæla ást eða styrk tengsla. Aðferðirnar sem notaðar eru byggjast á því að nota ýmis tilbúin matstæki. Ákveðnar spurningar eru lagðar fyrir með svarskvarða, fólk látið raða upp myndum og fígúrum eða teikna tengslalínur. Þannig er reynt að mæla tíðni eða birtingarform ákveðinna atriða í samskiptum sem þá hafa verið fyrirfram skilgreind sem mælikvarði á ást. Hið klíníska viðtal er einnig notað til að fá fram eðli tengsla og hjálpa fólki til að átta sig sjálft á í hvað mæli tilfinningar þess snúast um ást - eða eitthvað annað henni óskylt, eða skylt og ef til vill jafn mikilvægt.\n\nÞannig er ljóst að ástin er mælanleg í þeim skilningi að þeir sem standa utan ástarsambandsins geta oft greint hana og metið. Einnig má vinna með forsendur hennar og þroska í meðferðarvinnu, með einstaklingum og pörum.\n\nAð lokum er bent á svar sama höfundar, Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?\n\nÍslenskt lesefni og mynd\n\nFromm, Erich, Listin að elska [The art of Loving]. Jón Gunnarsson íslenskaði. Reykjavík: Mál og menning, 1974.\n\nPáll Árdal, Siðferði og mannlegt eðli. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1982.\n\nSæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til?: Leit sálgreiningar að skilningi. Reykjavík: Mál og menning, 1999.\n\nMyndin er af Gustav Klimt. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin."
}
|
91f422b1-8895-4259-bb82-d56abd7e1f29
|
{
"author": "Sigrún Júlíusdóttir",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_136",
"publish_timestamp": "2000-02-22T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=136",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 611
},
{
"offset": 613,
"length": 528
},
{
"offset": 1143,
"length": 367
},
{
"offset": 1512,
"length": 54
},
{
"offset": 1568,
"length": 532
},
{
"offset": 2102,
"length": 510
},
{
"offset": 2614,
"length": 481
},
{
"offset": 3097,
"length": 632
},
{
"offset": 3731,
"length": 441
},
{
"offset": 4174,
"length": 473
},
{
"offset": 4649,
"length": 362
},
{
"offset": 5013,
"length": 704
},
{
"offset": 5719,
"length": 218
},
{
"offset": 5939,
"length": 91
},
{
"offset": 6032,
"length": 24
},
{
"offset": 6058,
"length": 110
},
{
"offset": 6170,
"length": 84
},
{
"offset": 6256,
"length": 111
},
{
"offset": 6369,
"length": 63
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 68
},
{
"offset": 69,
"length": 82
},
{
"offset": 152,
"length": 141
},
{
"offset": 294,
"length": 92
},
{
"offset": 387,
"length": 137
},
{
"offset": 525,
"length": 86
},
{
"offset": 613,
"length": 213
},
{
"offset": 827,
"length": 115
},
{
"offset": 943,
"length": 198
},
{
"offset": 1143,
"length": 168
},
{
"offset": 1312,
"length": 198
},
{
"offset": 1512,
"length": 27
},
{
"offset": 1540,
"length": 26
},
{
"offset": 1568,
"length": 114
},
{
"offset": 1683,
"length": 169
},
{
"offset": 1853,
"length": 74
},
{
"offset": 1928,
"length": 172
},
{
"offset": 2102,
"length": 110
},
{
"offset": 2213,
"length": 220
},
{
"offset": 2434,
"length": 178
},
{
"offset": 2614,
"length": 43
},
{
"offset": 2658,
"length": 91
},
{
"offset": 2750,
"length": 191
},
{
"offset": 2942,
"length": 153
},
{
"offset": 3097,
"length": 175
},
{
"offset": 3273,
"length": 275
},
{
"offset": 3549,
"length": 180
},
{
"offset": 3731,
"length": 79
},
{
"offset": 3811,
"length": 171
},
{
"offset": 3983,
"length": 189
},
{
"offset": 4174,
"length": 108
},
{
"offset": 4283,
"length": 151
},
{
"offset": 4435,
"length": 137
},
{
"offset": 4573,
"length": 74
},
{
"offset": 4649,
"length": 99
},
{
"offset": 4749,
"length": 144
},
{
"offset": 4894,
"length": 117
},
{
"offset": 5013,
"length": 149
},
{
"offset": 5163,
"length": 73
},
{
"offset": 5237,
"length": 116
},
{
"offset": 5354,
"length": 138
},
{
"offset": 5493,
"length": 224
},
{
"offset": 5719,
"length": 125
},
{
"offset": 5845,
"length": 92
},
{
"offset": 5939,
"length": 91
},
{
"offset": 6032,
"length": 24
},
{
"offset": 6058,
"length": 50
},
{
"offset": 6109,
"length": 26
},
{
"offset": 6136,
"length": 32
},
{
"offset": 6170,
"length": 38
},
{
"offset": 6209,
"length": 45
},
{
"offset": 6256,
"length": 44
},
{
"offset": 6300,
"length": 34
},
{
"offset": 6335,
"length": 32
},
{
"offset": 6369,
"length": 26
},
{
"offset": 6396,
"length": 36
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 29
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 12
},
{
"offset": 13,
"length": 16
}
]
}
}
|
{
"question": "Eru \"diet\"-vörur fitandi eða óhollar?",
"answer": "Það að segja vöru \"diet\" eða \"létta\" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru.\n\nÞað er svolítið erfitt að skilgreina orðið \"fitandi\". Orkuinntaka umfram orkunotkun leiðir til þess að fólk fitnar. Fita inniheldur meiri orku per gramm en kolvetni og prótein, þannig að fituríkar vörur verða oft meira \"fitandi\" en þær fitusnauðu. Hafa þarf þó í huga að allur matur getur verið \"fitandi\" hversu hollur sem hann er - bara ef of mikið er borðað af honum.\n\nMargar \"diet\"-vörur geta flokkast undir að vera \"fitandi\". Tökum sem dæmi \"diet\"-súkkulaðikex. Þó svo að \"diet\"-kexið innihaldi 25% minni orku en sambærilegt súkkulaðikex þá er ekki þar með sagt að varan geti ekki verið fitandi. Það getur líka gefið fólki falska öryggiskend að sjá vöru sem er merkt á þennan hátt - haldi að þá geti það borðað heilan pakka í stað þess að fá sér 2 stk. Það væri því í þessu tilfelli betri kostur að velja einhverja aðra fæðutegund í staðinn fyrir \"diet\"-kex. \"Diet\"-vörur eru þó alltaf orkuminni en sambærilegar vörur og þar af leiðandi minna fitandi per einingu.\n\nHollusta \"diet\"-vara fer einnig eftir því hvaða vöru við erum með. Ekki er hægt að telja sem svo að \"diet\"-kexið í dæminu að framan sé hollustuvara. Varan inniheldur væntanlega mjög lítið af vítamínum og steinefnum og má teljast tiltölulega fiturík þrátt fyrir orkuskerðinguna.\n\nÞó er ekki þar með sagt að allar \"diet\"-vörur séu fitandi og óhollar - síður en svo. Það er í mörgum tilfellum mjög jákvætt þegar orkuinnihald er skorið niður, til dæmis með því að nota minni fitu eða minni sykur í vörurnar. Oft er einnig um að ræða næringarríkar fæðutegundir sem hafa verið orkuskertar. Það þarf því að meta hverja \"diet\"-vöru fyrir sig: Inniheldur varan nauðsynleg næringarefni? Er um að ræða næringarsnauða vöru sem eingöngu gefur orku? Síðan er hægt að taka ákvörðun hvort valið standi milli \"diet\"-vörunnar eða sambærilegu vörunnar - eða hreinlega allt annarar fæðutegundar!"
}
|
ecc92b4c-6087-47ed-b89e-be75071e167f
|
{
"author": "Ingibjörg Gunnarsdóttir",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_139",
"publish_timestamp": "2000-02-23T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=139",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 246
},
{
"offset": 248,
"length": 369
},
{
"offset": 619,
"length": 596
},
{
"offset": 1217,
"length": 277
},
{
"offset": 1496,
"length": 596
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 121
},
{
"offset": 122,
"length": 124
},
{
"offset": 248,
"length": 53
},
{
"offset": 302,
"length": 61
},
{
"offset": 364,
"length": 131
},
{
"offset": 496,
"length": 121
},
{
"offset": 619,
"length": 58
},
{
"offset": 678,
"length": 35
},
{
"offset": 714,
"length": 133
},
{
"offset": 848,
"length": 156
},
{
"offset": 1005,
"length": 105
},
{
"offset": 1111,
"length": 104
},
{
"offset": 1217,
"length": 66
},
{
"offset": 1284,
"length": 81
},
{
"offset": 1366,
"length": 128
},
{
"offset": 1496,
"length": 84
},
{
"offset": 1581,
"length": 139
},
{
"offset": 1721,
"length": 79
},
{
"offset": 1801,
"length": 92
},
{
"offset": 1894,
"length": 58
},
{
"offset": 1953,
"length": 139
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 37
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 37
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?",
"answer": "Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Einfaldasta skýringin á verðbólgu er að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.\n\nHagfræðingar tala yfirleitt ekki um „mínus“-verðbólgu heldur verðhjöðnun. Verðhjöðnun er velþekkt fyrirbrigði en sjaldgæfara en verðbólga. Skýringin á henni er eiginlega spegilmyndin af skýringunni á verðbólgu: Krónum fjölgar stundum hægar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.\n\nÞessar skýringar, þótt einfaldar séu, kalla þó sennilega á fleiri spurningar en þær svara. Hugum að nokkrum þeirra.\n\nOftast má að einhverju leyti rekja verðbólgu til þess að seljendur vöru og þjónustu geta hækkað verð á því sem þeir bjóða en samt selt jafnmikið og þeir eru vanir. Algengasta skýringin á því er að þeir sem kaupa vörur og þjónustu hafa meira fé á milli handanna en áður og það eykur kaupgleði þeirra. Hagfræðingar segja að verðbólgu af þessum orsökum megi rekja til meiri spurnar eftir vörum og þjónustu.\n\nStundum er hægt að rekja verðbólgu til þess að kostnaður við framleiðslu hefur vaxið. Ein skýring þess gæti verið að laun hafi hækkað en laun eru stærsti kostnaðarliðurinn í flestum fyrirtækjum. Þá eru framleiðendur ekki reiðubúnir að selja á sama verði og áður, þeir þurfa að hækka verð til að vera jafnvel settir og áður.\n\nHagfræðingar segja að verðbólgu af þessum orsökum megi rekja til minna framboðs af vörum og þjónustu.\n\nOft fer þetta saman. Ef laun hækka þá gerist til dæmis hvort tveggja: Framboð á vörum og þjónustu dregst saman vegna þess að kostnaður atvinnulífsins við að framleiða þær hefur aukist og launþegar hafa meira fé á milli handanna sem veldur því að spurn eftir vörum og þjónustu eykst.\n\nPeningamagnið sem er í umferð í þjóðfélaginu skiptir höfuðmáli. Ef það er aukið, til dæmis þannig að ríki ákveður að auka útgjöld sín og greiða fyrir þau með peningum sem það lætur seðlabanka sinn búa til, annað hvort rafrænt eða á pappír, þá eykst spurn eftir vörum í þjóðfélaginu án þess að framboð breytist. Jafnframt skiptir máli hve mikið af peningum verður til annars staðar í bankakerfinu, það er utan seðlabankans, en í nútíma hagkerfum verður megnið af því sem við köllum peninga til í bönkum og sparisjóðum og birtist sem innstæður á reikningum í slíkum innlánsstofnunum.\n\nFyrirtæki bregðast við þessari auknu eftirspurn með því að hækka verð og auka framleiðslu sína. Til að auka framleiðsluna þurfa þau að ráða fleiri starfsmenn og þá hækka laun að öllum líkindum. Þegar laun hækka, eykst kostnaður fyrirtækja og ráðstöfunartekjur launþega og hvort tveggja ýtir undir verðhækkanir."
}
|
d9a248cb-cb50-4de0-bbcd-33610b36a58f
|
{
"author": "Gylfi Magnússon",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_140",
"publish_timestamp": "2000-02-23T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=140",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 437
},
{
"offset": 439,
"length": 285
},
{
"offset": 726,
"length": 115
},
{
"offset": 843,
"length": 403
},
{
"offset": 1248,
"length": 323
},
{
"offset": 1573,
"length": 101
},
{
"offset": 1676,
"length": 282
},
{
"offset": 1960,
"length": 581
},
{
"offset": 2543,
"length": 310
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 60
},
{
"offset": 61,
"length": 103
},
{
"offset": 165,
"length": 70
},
{
"offset": 236,
"length": 76
},
{
"offset": 313,
"length": 124
},
{
"offset": 439,
"length": 73
},
{
"offset": 513,
"length": 64
},
{
"offset": 578,
"length": 146
},
{
"offset": 726,
"length": 90
},
{
"offset": 817,
"length": 24
},
{
"offset": 843,
"length": 163
},
{
"offset": 1007,
"length": 135
},
{
"offset": 1143,
"length": 103
},
{
"offset": 1248,
"length": 85
},
{
"offset": 1334,
"length": 108
},
{
"offset": 1443,
"length": 128
},
{
"offset": 1573,
"length": 101
},
{
"offset": 1676,
"length": 20
},
{
"offset": 1697,
"length": 261
},
{
"offset": 1960,
"length": 63
},
{
"offset": 2024,
"length": 246
},
{
"offset": 2271,
"length": 270
},
{
"offset": 2543,
"length": 95
},
{
"offset": 2639,
"length": 97
},
{
"offset": 2737,
"length": 116
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 74
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 74
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?",
"answer": "Rósa Hildur Bragadóttir spurði: \"Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?\"\n\nEyvindur Örn Barðason spurði: \"Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?\"\n\nÁ fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur.\n\nSé horft framhjá breytingum á eðlismassa lofts breytist hitastig þess í réttu hlutfalli við þrýsting. Því meiri sem þrýstingurinn er því hærri verður hitinn. Samhengi hita og þrýstings má sannreyna með því að halda hitamæli við opið á uppblásinni hjólaslöngu. Þegar loftinu er sleppt út lækkar þrýstingur þess og kemur það fram í lægri hita.\n\nLoftþrýstingur í andrúmsloftinu endurspeglar við flestar veðuraðstæður þyngd þess lofts sem fyrir ofan er, allt að endimörkum lofthjúpsins. Því hærra sem dregur, þeim mun minna loft er fyrir ofan og því fer loftþrýstingur lækkandi með hæð.\n\nNálægt jörðu lækkar lofthiti að jafnaði um 0.6°C fyrir hverja 100 metra sem upp er farið, en hitafall er breytilegt eftir veðuraðstæðum hverju sinni. Stundum hækkar hiti jafnvel með hæð og kallast það hitahvörf.\n\nÍslenskt lesefni:\n\nMarkús Á. Einarsson, Veðurfræði.\n\nHaraldur Ólafsson, \"Vindstrengir og skjól við fjöll\" Náttúrufræðingurinn, 68. árg., 1. hefti."
}
|
45bb281a-c25b-414c-8909-4f071cbd09eb
|
{
"author": "Haraldur Ólafsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_141",
"publish_timestamp": "2000-02-24T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=141",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 92
},
{
"offset": 94,
"length": 115
},
{
"offset": 211,
"length": 96
},
{
"offset": 309,
"length": 341
},
{
"offset": 652,
"length": 239
},
{
"offset": 893,
"length": 211
},
{
"offset": 1106,
"length": 17
},
{
"offset": 1125,
"length": 32
},
{
"offset": 1159,
"length": 93
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 92
},
{
"offset": 94,
"length": 115
},
{
"offset": 211,
"length": 96
},
{
"offset": 309,
"length": 101
},
{
"offset": 411,
"length": 55
},
{
"offset": 467,
"length": 101
},
{
"offset": 569,
"length": 81
},
{
"offset": 652,
"length": 139
},
{
"offset": 792,
"length": 99
},
{
"offset": 893,
"length": 149
},
{
"offset": 1043,
"length": 61
},
{
"offset": 1106,
"length": 17
},
{
"offset": 1125,
"length": 32
},
{
"offset": 1159,
"length": 93
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 61
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 61
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?",
"answer": "Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um að sebrahestar séu hvítir með svörtum röndum en ekki öfugt. Skal það útskýrt nánar.\n\nGreifasebran er með hvítan kvið. Rendurnar eru mjóar og þéttar og liggja lóðrétt frá hrygg og niður eftir síðum en mjókka og hverfa þegar þær nálgast kviðinn. Það er af þessum sökum sem manni finnst dýrið vera með svörtum rákum á hvítum grunni. Á lendum og fótleggjum liggja rákirnar lárétt og ná alveg niður undir hófa. Greifasebran er stærst sebrahesta, vegur á bilinu 350-450 kg og er þar með stærsta villta tegundin af ættkvíslinni Equus, sem asnar og hestar teljast einnig til. Útbreiðslusvæði hennar er í Suður- og Austur-Eþíópíu, Sómalíu og norðurhluta Kenýa.\n\nFjallasebran er lík greifasebrunni að því leyti að hún er með hvítan kvið og því virðist hún hafa svartar rákir á hvítum grunni. Rákirnar eru mjóar á síðunni og ná neðar á kviðinn en á greifasebrunni. Rákirnar á á lendum og fótleggjum eru láréttar og allbreiðar á lærum og lendum. Útbreiðslusvæði fjallasebrunnar er í sunnanverðri Afríku, frá Suðvestur-Angóla til suðurhuta Suður-Afríku. Þyngdin er 240-370 kg.\n\nSléttusebran er breytilegust sebrahestanna enda er útbreiðslusvæði tegundarinnar mest, það er frá suðurhluta Eþíópíu til Mið-Angóla og austurhluta Suður-Afríku. Þyngdin er 175-385 kg. Bæði hvítu og svörtu rákirnar eru mun breiðari en á hinum tegundunum tveimur og sums staðar myndast einhvers konar skuggalína á breiðustu hvítu rákunum. Ólíkt hinum tegundunum ná dökku rákirnar alveg að miðlínu á kviði. Rákirnar dofna yfirleitt eftir því sem neðar dregur á fótleggi og er það algengara syðst á útbreiðslusvæðinu þar sem oft má sjá sléttusebra sem eru með nánast hvíta fótleggi.\n\nAf fyrrgreindum ástæðum túlkum við dökku fletina sem rákir á hvítum bakgrunni. Þó eru dæmi um að litasamsetningin snúist við þannig að dýrin virðist svört með hvítum rákum. Þessi dýr eru eins og \"negatív\" mynd af sebrahesti og leikur þá enginn vafi á að dýrið er með hvítar rákir á dökkum bakgrunni. Þá eru þess einnig dæmi meðal sléttusebra að útlínur svörtu rákanna verða óreglulegar og ná rákirnar þá næstum saman. Þegar við bætist að sléttusebrur eru oft með nánast hvíta fótleggi, virðast viðkomandi dýr stundum vera svört að ofan og hvít að neðan þegar horft er á þau úr fjarska.\n\nSjá einnig svar Jóns Más Halldórssonar Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?"
}
|
3d350c3d-66e2-4438-bef9-ddabdba736fe
|
{
"author": "Páll Hersteinsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_143",
"publish_timestamp": "2000-02-25T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=143",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 399
},
{
"offset": 401,
"length": 566
},
{
"offset": 969,
"length": 410
},
{
"offset": 1381,
"length": 578
},
{
"offset": 1961,
"length": 585
},
{
"offset": 2548,
"length": 86
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 51
},
{
"offset": 52,
"length": 195
},
{
"offset": 248,
"length": 45
},
{
"offset": 294,
"length": 81
},
{
"offset": 376,
"length": 23
},
{
"offset": 401,
"length": 32
},
{
"offset": 434,
"length": 125
},
{
"offset": 560,
"length": 85
},
{
"offset": 646,
"length": 75
},
{
"offset": 722,
"length": 161
},
{
"offset": 884,
"length": 83
},
{
"offset": 969,
"length": 128
},
{
"offset": 1098,
"length": 71
},
{
"offset": 1170,
"length": 79
},
{
"offset": 1250,
"length": 106
},
{
"offset": 1357,
"length": 22
},
{
"offset": 1381,
"length": 160
},
{
"offset": 1542,
"length": 22
},
{
"offset": 1565,
"length": 152
},
{
"offset": 1718,
"length": 66
},
{
"offset": 1785,
"length": 174
},
{
"offset": 1961,
"length": 78
},
{
"offset": 2040,
"length": 93
},
{
"offset": 2134,
"length": 126
},
{
"offset": 2261,
"length": 117
},
{
"offset": 2379,
"length": 167
},
{
"offset": 2548,
"length": 86
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 78
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 78
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvað er framlegð?",
"answer": "Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð fyrir að enginn annar kostnaður falli til hjá smásalanum. Selji smásalinn vöruna á 100 krónur þá er framlegð vörunnar 20 krónur eða mismunurinn á 100 og 80 (við skulum líta fram hjá gjöldum eins og virðisaukaskatti til einföldunar). Framlegð fyrirtækisins er svo samanlögð framlegð allra varanna sem það selur.\n\nÞað getur borgað sig að selja sumar vörur mjög ódýrt, þrátt fyrir að þær skili þá neikvæðri framlegð.\n\nFramlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður til dæmis verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.\n\nUpplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta? eftir Gylfa MagnússonEr talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)? eftir Gylfa MagnússonHvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu? eftir Lárus Bollason"
}
|
dc2c40a2-9c26-4346-a1f7-05e8d961c66f
|
{
"author": "Gylfi Magnússon",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_144",
"publish_timestamp": "2000-02-26T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=144",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 624
},
{
"offset": 626,
"length": 101
},
{
"offset": 729,
"length": 370
},
{
"offset": 1101,
"length": 505
},
{
"offset": 1608,
"length": 32
},
{
"offset": 1642,
"length": 352
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 65
},
{
"offset": 66,
"length": 169
},
{
"offset": 236,
"length": 67
},
{
"offset": 304,
"length": 67
},
{
"offset": 372,
"length": 174
},
{
"offset": 547,
"length": 77
},
{
"offset": 626,
"length": 101
},
{
"offset": 729,
"length": 92
},
{
"offset": 822,
"length": 193
},
{
"offset": 1016,
"length": 83
},
{
"offset": 1101,
"length": 50
},
{
"offset": 1152,
"length": 202
},
{
"offset": 1355,
"length": 98
},
{
"offset": 1454,
"length": 152
},
{
"offset": 1608,
"length": 32
},
{
"offset": 1642,
"length": 56
},
{
"offset": 1699,
"length": 42
},
{
"offset": 1742,
"length": 86
},
{
"offset": 1829,
"length": 144
},
{
"offset": 1974,
"length": 20
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 17
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 17
}
]
}
}
|
{
"question": "Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?",
"answer": "Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi.\n\nÚtgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á eftir orðum þar sem Jesús varar menn við að nota ónytjumælgi í bænum sínum að hætti heiðingja sem \"hyggja að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.\" Jesús segir að við skulum ekki líkjast þeim af því að \"faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.\" Samt sem áður álítur Jesús bæn ekki óþarfa því að hann segir í beinu framhaldi þessara orða: \"En þannig skuluð þér biðja.\" Og síðan fylgir Faðir vorið sem hin eiginlega, sanna eða rétta bæn.\n\nBænir Faðir vorsins eru alls sjö og er bæn sú sem hér er spurt um, \"eigi leið þú oss í freistni,\" sjötta bænin. Orðið sem þýtt er með freistni er á frummáli Nýja testamentisins \"peirasmos\" sem þýðir freisting, raunir, erfiðleikar, erfið reynsla. Í bæninni biðjum við með öðrum orðum þess að Guð leiði okkur ekki inn í freistingar eða erfiðleika.\n\nOrðalag bænarinnar hefur vafist fyrir mönnum á öllum öldum. Menn hafa ætíð ratað í raunir og freistingar og andspænis þeim hafa menn spurt með Faðir vor í huga: Er það faðir vor á himnum sem leiðir okkur í slíkar ógöngur? Flestir þeir kristnu kennimenn sem hafa fjallað um Faðir vorið hafa skilið sjöttu bænina svo að í henni biðjum við fyrst og fremst um vernd í freistingum og raunum. Þá skýringu lesum við meðal annars í Hómilíubókinni íslensku og sömuleiðis í Fræðum Lúthers minni sem hefur til þessa verið uppistaðan í fermingarlærdómnum. Bæði Hómilíubókin og Lúther eru sammála um að Guð freisti einskis manns og við séum þess vegna hér að biðja um vernd svo að freistingar og raunir þessa lífs verði ekki til þess að við glötum trúnni og voninni. Og þess má geta að skýringar Hómilíubókar og Lúthers eru báðar bergmál af skýringum Ágústínusar á Fjallræðunni mörgum öldum fyrr.\n\nPáll postuli er hugsanlega að takast á við sama vandamál þegar hann segir í fyrra Korintubréfi: \"Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um að þér fáið staðist.\" (1Kor 10.23) Þarna segir hann að Guð láti ekki freista okkar umfram það sem við þolum og muni koma því til leiðar að við stöndumst þegar hann reyni okkur. Í frumtextanum koma þarna fyrir nafnorðið \"peirasmos\" og sögn sem leidd er af því.\n\nOg nú er það svo, að margt trúað fólk hefur á öllum öldum vitnað um að Guð hafi lagt á það þungar raunir en haldið slíkri verndarhendi yfir því að það stóðst og kom sterkara út úr erfiðleikunum en það var áður. Ugglaust þekkjum við það mörg úr eigin lífi að raunir og erfiðleikar hafi styrkt okkur til þess að takast á við lífið. Að trúað fólk metur það svo að Guð sé að reyna það þegar erfiðleikar dynja yfir er af þeirri sök að fólk sem treystir leiðsögn Guðs, getur ekki viðurkennt að Guð hafi sleppt af því hendinni þegar það lendir í erfiðleikum og vill því hugga sig við að Guð hafi lagt raunirnar á það. Jafnframt þakkar fólk Guði fyrir að hann lét það standast þessa erfiðleika svo að það kom jafnvel sterkara út úr þeim. Við þekkjum svona vitnisburð úr munni og penna margs fólks fyrr og síðar.\n\nÞarna er að sjálfsögðu um að ræða skýringar fólks eftir á. Erfiðleikar og raunir geta ekki verið neitt sem fólk biður um. En ef við höfum þá vitund að Guð sé sá sem leiði okkur, styðji og verndi, þá trúum við því líka að hann dragi ekki hönd sína aftur í erfiðleikunum heldur treystum við því að hann sé hjá okkur einnig þar. Og Guð sér hlutina fyrirfram. Við getum aðeins gert okkur grein fyrir þeim eftir á.\n\nBænina \"eigi leið þú oss í freistni\" biðjum við í trausti þess að Guð leiði okkur líka í freistingum og raunum þessa lífs, að Guð leiði okkur svo að freistingin reynist okkur ekki um megn. Í bæninni biðjum við þá þess að við megum halda trú okkar, trausti og von, líka í erfiðum freistingum og raunum. Sjöunda bænin fylgir þá í rökréttu framhaldi: Heldur frelsa oss frá illu. Sjöttu og sjöundu bænina virðist því mega umrita þannig: Vernda þú okkur í raunum og erfiðleikum og frelsa okkur frá öllu böli.\n\nEr þá ekki rétt að breyta orðalaginu og segja: Vernda oss fyrir freistingum? Það er ekki alls kostar víst að við þurfum að gera það. En bænina biðjum við hins vegar ekki í skilningslausri blindu heldur leggjum við þá merkingu í hana sem okkur virðist rétt út frá trú okkar á Guð og er í samræmi við trúarreynslu okkar og forfeðra okkar og mæðra. Þar stendur upp úr sá skilningur að við biðjum hér um leiðsögn Guðs og vernd í freistingum og því er rétt að leggja þá merkingu í bænina. Þess vegna er mikill sannleikur fólginn í því sem Lúther segir í útleggingu sinni á Fjallræðunni: \"Í Faðir vorinu er það fremur svo að Guð kennir okkur það sem við þörfnumst en að við séum að fræða hann um þarfir okkar.\""
}
|
d4b59350-24ef-49df-ab1d-c41ea882b4eb
|
{
"author": "Einar Sigurbjörnsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_145",
"publish_timestamp": "2000-02-26T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=145",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 237
},
{
"offset": 239,
"length": 525
},
{
"offset": 766,
"length": 345
},
{
"offset": 1113,
"length": 883
},
{
"offset": 1998,
"length": 511
},
{
"offset": 2511,
"length": 803
},
{
"offset": 3316,
"length": 409
},
{
"offset": 3727,
"length": 503
},
{
"offset": 4232,
"length": 704
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 42
},
{
"offset": 43,
"length": 194
},
{
"offset": 239,
"length": 46
},
{
"offset": 286,
"length": 171
},
{
"offset": 458,
"length": 115
},
{
"offset": 574,
"length": 122
},
{
"offset": 697,
"length": 67
},
{
"offset": 766,
"length": 111
},
{
"offset": 878,
"length": 133
},
{
"offset": 1012,
"length": 99
},
{
"offset": 1113,
"length": 59
},
{
"offset": 1173,
"length": 161
},
{
"offset": 1335,
"length": 164
},
{
"offset": 1500,
"length": 156
},
{
"offset": 1657,
"length": 209
},
{
"offset": 1867,
"length": 129
},
{
"offset": 1998,
"length": 143
},
{
"offset": 2142,
"length": 129
},
{
"offset": 2272,
"length": 154
},
{
"offset": 2427,
"length": 82
},
{
"offset": 2511,
"length": 210
},
{
"offset": 2722,
"length": 118
},
{
"offset": 2841,
"length": 280
},
{
"offset": 3122,
"length": 118
},
{
"offset": 3241,
"length": 73
},
{
"offset": 3316,
"length": 58
},
{
"offset": 3375,
"length": 62
},
{
"offset": 3438,
"length": 203
},
{
"offset": 3642,
"length": 29
},
{
"offset": 3672,
"length": 53
},
{
"offset": 3727,
"length": 188
},
{
"offset": 3916,
"length": 112
},
{
"offset": 4029,
"length": 73
},
{
"offset": 4103,
"length": 127
},
{
"offset": 4232,
"length": 76
},
{
"offset": 4309,
"length": 55
},
{
"offset": 4365,
"length": 212
},
{
"offset": 4578,
"length": 137
},
{
"offset": 4716,
"length": 220
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 73
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 73
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvernig varð jörðin til?",
"answer": "Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.\n\nJörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún myndaðist við það að efnisagnir sem gengu umhverfis sólina, sem þá var líka að myndast, hnoðuðust saman í sífelldum árekstrum. Þannig urðu til sífellt stærri efnisheildir sem að lokum mynduðu reikistjörnur sólkerfisins, þar á meðal jörðina okkar.\n\nHér á eftir fer öllu nákvæmari lýsing á uppruna jarðar og annarra reikistjarna sólkerfisins.\n\nUppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ára. Er skýið féll saman varð þrýstingurinn í miðju þess stöðugt meiri og að lokum nógu mikill til að atómkjarnar byrjuðu að renna saman; það var upphafið að sólinni okkar. Skýið hafði í upphafi verið á örlitlum snúningi og hann magnaðist þegar skýið féll saman, rétt eins og skautadansari snýst hraðar þegar hann dregur að sér hendurnar; þetta kallast varðveisla hverfiþunga. Þess vegna safnaðist ekki allt efnið saman í miðjunni heldur myndaði dálítill hluti þess flatan disk umhverfis miðjuna. Í þessum efnisdisk, sem var á hægum snúningi um frumsólina, mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Þessu er nánar lýst á myndunum hér fyrir ofan.\n\nVegna orkulosunar í frumsólinni var hitinn hæstur við miðju disksins en lækkaði síðan mjög er utar dró. Næst miðjunni voru aðeins efni sem hafa hátt bræðslumark á föstu formi. Þau efni voru til dæmis járn, kísill (silicium), magnesín og brennisteinn. Í fyrstu mynduðu þessi efni aðeins örsmáar rykagnir en eftir nokkrar milljónir ára höfðu rykagnirnar hnoðast saman í árekstrum og myndað um það bil milljarð svokallaðra reikisteina, það er að segja stærri efnisheildir sem voru um 10 kílómetrar að þvermáli. Reikisteinarnir héldu síðan áfram að rekast hver á annan og mynduðu enn stærri heildir, svokallaðar frumplánetur sem voru á stærð við tunglið.\n\nÁ lokastigum myndunarinnar rákust frumpláneturnar saman í gríðarmiklum árekstrum og mynduðu loks fjórar innri reikistjörnur sólkerfisins: Merkúr, Venus, Jörðina og Mars. Við þessa miklu árekstra bráðnaði efnið í reikistjörnunum og eðlisþyngri efni eins og járn sukku inn að miðju meðan eðlisléttari efni leituðu upp að yfirborði reikistjarnanna. Þetta skýrir núverandi lagskiptingu jarðar.\n\nUtar í sólkerfinu hnoðuðust fyrrnefnd efni saman á líkan hátt. Þar var hins vegar svo kalt að efni með lægra bræðslumark eins og vatn, metan og ammoníak voru líka á föstu formi, það er að segja að þau mynduðu ís. Vegna þess að mun meira var af þessum efnum í efnisþokunni en þeim efnum sem mynduðu innri reikistjörnunar urðu ytri frumpláneturnar margfalt stærri.\n\nÞað sem við köllum hita tengist hreyfingu efniseindanna: Því meiri og hraðari hreyfing, þeim mun meiri hiti. Við innri reikistjörnurnar er hitinn svo mikill að léttar efniseindir tolla þar ekki heldur þyrlast jafnóðum út í geiminn. Við ytri reikistjörnurnar er hitinn hins vegar miklu lægri og þær geta því dregið að sér gastegundir, aðallega vetni og helín sem var gríðarlega mikið af.\n\nÚtkoman varð fjórir svokallaðir gasrisar, það er að segja reikistjörnur með stóra berg- og ískjarna og geysimikinn gashjúp: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Stærstur gasrisanna er Júpíter og er hann 318 sinnum massameiri en jörðin.\n\nYsta reikistjarnan, Plútó, myndaðist á líkan hátt en er mun minni en hinar. Hann er, eins og kjarni gasrisanna fjögurra, blanda bergs og íss. Plútó er hins vegar það lítill að hann náði ekki að draga að sér vetni og helín og mynda lofhjúp líkt og hinar ytri reikistjörnurnar.\n\nLoks má nefna að brautir reikistjarnanna liggja allar því sem næst í sömu sléttu (sama plani) og þær ganga allar í sömu átt umhverfis sólu. Þetta er afleiðing þess að þær mynduðust allar úr sama efnisdisknum sem var á hægum snúningi umhverfis sólu og taka þátt í að varðveita hverfiþungann sem í honum fólst í upphafi."
}
|
fc538def-d265-49ab-969a-4b0ba37858a0
|
{
"author": "Tryggvi Þorgeirsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_147",
"publish_timestamp": "2000-02-26T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=147",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 482
},
{
"offset": 484,
"length": 303
},
{
"offset": 789,
"length": 92
},
{
"offset": 883,
"length": 786
},
{
"offset": 1671,
"length": 650
},
{
"offset": 2323,
"length": 389
},
{
"offset": 2714,
"length": 362
},
{
"offset": 3078,
"length": 386
},
{
"offset": 3466,
"length": 237
},
{
"offset": 3705,
"length": 275
},
{
"offset": 3982,
"length": 318
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 122
},
{
"offset": 123,
"length": 108
},
{
"offset": 232,
"length": 63
},
{
"offset": 296,
"length": 109
},
{
"offset": 406,
"length": 76
},
{
"offset": 484,
"length": 52
},
{
"offset": 537,
"length": 130
},
{
"offset": 668,
"length": 119
},
{
"offset": 789,
"length": 92
},
{
"offset": 883,
"length": 66
},
{
"offset": 950,
"length": 82
},
{
"offset": 1033,
"length": 167
},
{
"offset": 1201,
"length": 203
},
{
"offset": 1405,
"length": 119
},
{
"offset": 1525,
"length": 97
},
{
"offset": 1623,
"length": 46
},
{
"offset": 1671,
"length": 103
},
{
"offset": 1775,
"length": 71
},
{
"offset": 1847,
"length": 74
},
{
"offset": 1922,
"length": 256
},
{
"offset": 2179,
"length": 142
},
{
"offset": 2323,
"length": 169
},
{
"offset": 2493,
"length": 175
},
{
"offset": 2669,
"length": 43
},
{
"offset": 2714,
"length": 62
},
{
"offset": 2777,
"length": 149
},
{
"offset": 2927,
"length": 149
},
{
"offset": 3078,
"length": 108
},
{
"offset": 3187,
"length": 122
},
{
"offset": 3310,
"length": 154
},
{
"offset": 3466,
"length": 162
},
{
"offset": 3629,
"length": 74
},
{
"offset": 3705,
"length": 75
},
{
"offset": 3781,
"length": 65
},
{
"offset": 3847,
"length": 133
},
{
"offset": 3982,
"length": 139
},
{
"offset": 4122,
"length": 178
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 24
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 24
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvað er diffrun og hvernig get ég notað hana í rekstri?",
"answer": "Diffrun er hugtak úr stærðfræði. Orðið diffrun er nýyrði eða tökuorð, náskylt difference í ensku sem þýðir mismunur. Diffrun er hluti af því sem stundum er kallað örsmæðareikningur (calculus á ensku). Henni er til dæmis beitt ef við höfum ákveðna stærð sem verður fyrir áhrifum af annarri og viljum sjá hvernig sú fyrri bregst við örsmáum breytingum í þeirri síðari. Nánar tiltekið mætti beita diffrun til að finna hlutfallið á milli breytinga á þessum tveimur stærðum, með breytingu á þeirri fyrri í teljara og þeirri síðari í nefnara.\n\nDiffrun kemur víða að notum í viðskiptafræði og hagfræði og iðulega nota menn hana eða náskyldar hugmyndir í rekstri fyrirtækja, sjálfsagt oftar en menn gera sér grein fyrir. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiðir ákveðna vöru. Ef framleiðslukostnaði þess er lýst sem falli af framleiddu magni þá er mjög áhugavert fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins að skoða fallið til að vita hvernig framleiðslukostnaður breytist þegar magnið breytist. Það má finna með diffrun því að hún skilar upplýsingum um hlutfallið á milli breytingar framleiðslukostnaðar og breytingar á framleiddu magni. Það hlutfall kalla hagfræðingar jaðarkostnað framleiðslunnar og hann er lykilhugtak. Forskeytið jaðar- vísar til þess að það er verið að skoða áhrif lítilla breytinga á framleiddu magni sem fyrir er. Ef fyrirtækið hefur líka metið og sett upp í fall hvernig tekjur þess breytast með framleiddu magni þá væri tilvalið að diffra það fall. Niðurstaðan væri jaðartekjur fyrirtækisins.\n\nEf búið er að finna bæði jaðartekjur og jaðarkostnað er auðvelt að sjá hvort fyrirtækið á að auka eða minnka framleitt magn. Ef jaðartekjur eru hærri en jaðarkostnaður borgar sig að auka framleiðsluna, þá skilar aukin framleiðsla meiri tekjuaukningu en sem nemur aukningu kostnaðar. Ef jaðartekjur eru hins vegar lægri en jaðarkostnaður borgar sig að draga úr framleiðslu, tekjur lækka að vísu við það en kostnaður lækkar enn meira. Auðvelt er að sjá að af þessu leiðir að hagnaður getur ekki verið í hámarki nema jaðartekjur séu jafnar jaðarkostnaði.\n\nStundum er ekki hægt að koma við diffrun, til dæmis vegna þess að ekki er auðvelt að lýsa kostnaði eða tekjum með samfelldu falli. Ein skýring gæti verið að fyrirtæki getur einungis framleitt heilar einingar af vörunni. Þá er ekki hægt að koma við örsmæðareikningi því að ekki er hægt að hugsa sér örsmáar breytingar á framleiðslu. Engu að síður er hægt að nota mjög svipaða hugsun til að sjá hvort það borgar sig að auka eða minnka framleiðslu.\n\nSkoðum til dæmis verkstæði sem framleiðir stóla og gerum til einföldunar ráð fyrir að allir stólar kosti það sama í framleiðslu, 5.000 krónur stykkið. Þá er augljóst að jaðarkostnaður er 5.000 krónur, það er að segja að kostnaður fyrirtækisins vex um 5.000 krónur ef það eykur framleiðslu sína um einn stól. Gerum líka ráð fyrir að eftir því sem fyrirtækið vill selja fleiri stóla þurfi það að setja upp lægra verð. Hugsum okkur til að mynda að það geti sett upp 10.000 krónur ef það vill selja einn stól, vilji það selja tvo geti það sett upp 9.000, til að selja þrjá þurfi að setja upp 8.000, til að selja fjóra þurfi að setja upp 7.000 og til að selja fimm þurfi að setja upp 6.000 á hvern stól.\n\nEf fyrirtækið ætlar að selja einn stól verða tekjurnar þannig 10.000 krónur. Það eru þá jafnframt jaðartekjurnar af fyrsta stólnum því að fyrirtækið hefur engar tekjur ef það selur engan stól. Þessir reikningar eru náskyldir diffrun. Við höfum eina stærð, tekjur, sem verður fyrir áhrifum af annarri, fjölda framleiddra stóla, og skoðum hvernig sú fyrri breytist þegar sú síðari breytist. Eini munurinn á þessu og diffrun er að breytingarnar á síðari stærðinni, fjölda framleiddra stóla, eru ekki örsmáar, við aukum eða minnkum framleiðsluna um einn stól í einu.\n\nJaðartekjur eru hlutfallið á milli breytinga á þessum tveimur stærðum og mælieiningin er krónur per stól. Ætli fyrirtækið að selja tvo stóla setur það upp 9.000, tekjur verða því 18.000. Tekjurnar vaxa því um 8.000 við að auka söluna úr einum stól í tvo og jaðartekjurnar af öðrum stólnum eru því 8.000. Á sama hátt sést að ef þrír stólar eru seldir verða tekjurnar þrisvar 8.000 eða 24.000. Jaðartekjurnar af þriðja stólnum eru því mismunurinn á 24.000 og 18.000 eða 6.000. Á sama hátt fæst að jaðartekjurnar af fjórða stólnum eru 4.000 og af fimmta stólnum 2.000. Ef við berum saman jaðartekjur og jaðarkostnað fæst þannig að jaðartekjurnar af fyrstu þremur stólunum eru hærri en jaðarkostnaðurinn. Jaðartekjurnar af fjórða stólnum eru hins vegar einungis 4.000, sem er lægra en jaðarkostnaðurinn sem er 5.000. Það borgar sig því að framleiða einungis þrjá stóla. Það skiptir engu að það er hægt að selja fjóra stóla á 7.000 stykkið sem er meira en 5.000.\n\nÞess má geta að lokum að stærðfræðingar gætu sagt okkur margt fleira um hugtakið diffrun, en spyrjandi virðist fyrst og fremst hafa haft í huga beitingu þess í hagfræði og rekstrarfræði. Því verður þetta svar látið nægja hér."
}
|
69a82ca7-7ad2-4e01-8d0d-876fe9298e5c
|
{
"author": "Gylfi Magnússon",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_148",
"publish_timestamp": "2000-02-27T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=148",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 536
},
{
"offset": 538,
"length": 964
},
{
"offset": 1504,
"length": 551
},
{
"offset": 2057,
"length": 445
},
{
"offset": 2504,
"length": 698
},
{
"offset": 3204,
"length": 562
},
{
"offset": 3768,
"length": 957
},
{
"offset": 4727,
"length": 225
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 32
},
{
"offset": 33,
"length": 83
},
{
"offset": 117,
"length": 83
},
{
"offset": 201,
"length": 165
},
{
"offset": 367,
"length": 169
},
{
"offset": 538,
"length": 174
},
{
"offset": 713,
"length": 56
},
{
"offset": 770,
"length": 208
},
{
"offset": 979,
"length": 142
},
{
"offset": 1122,
"length": 84
},
{
"offset": 1207,
"length": 114
},
{
"offset": 1322,
"length": 136
},
{
"offset": 1459,
"length": 43
},
{
"offset": 1504,
"length": 124
},
{
"offset": 1629,
"length": 157
},
{
"offset": 1787,
"length": 149
},
{
"offset": 1937,
"length": 118
},
{
"offset": 2057,
"length": 130
},
{
"offset": 2188,
"length": 88
},
{
"offset": 2277,
"length": 111
},
{
"offset": 2389,
"length": 113
},
{
"offset": 2504,
"length": 150
},
{
"offset": 2655,
"length": 156
},
{
"offset": 2812,
"length": 107
},
{
"offset": 2920,
"length": 282
},
{
"offset": 3204,
"length": 76
},
{
"offset": 3281,
"length": 115
},
{
"offset": 3397,
"length": 40
},
{
"offset": 3438,
"length": 154
},
{
"offset": 3593,
"length": 173
},
{
"offset": 3768,
"length": 105
},
{
"offset": 3874,
"length": 80
},
{
"offset": 3955,
"length": 116
},
{
"offset": 4072,
"length": 87
},
{
"offset": 4160,
"length": 82
},
{
"offset": 4243,
"length": 90
},
{
"offset": 4334,
"length": 134
},
{
"offset": 4469,
"length": 111
},
{
"offset": 4581,
"length": 52
},
{
"offset": 4634,
"length": 91
},
{
"offset": 4727,
"length": 186
},
{
"offset": 4914,
"length": 38
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 55
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 55
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvernig getur venjulegur tölvunotandi kælt örgjörva í -40°C?",
"answer": "Upphitun í örgjörvum (e. microprocessor) er vandamál sem vex með hverri kynslóð og fylgir auknum klukkuhraða þeirra. Hitni örgjörvi of mikið getur hann farið að hegða sér óeðlilega og jafnvel brætt úr sér. Sérstök vifta á móðurborði í nýlegum einkatölvum sér til þess að örgjörvinn haldist innan eðlilegra hitamarka. 500 MHz Pentium III örgjörvi gefur frá sér 30W af varma í kjarna sem er um 1 fersentímetri að flatarmáli. Þetta er fimmfalt meiri varmamyndun á flatareiningu en í dæmigerðri 2000W eldavélarhellu á fullum straum!\n\nVegna hinnar miklu varmamyndunar er erfitt að ímynda sér einfalda leið til að halda örgjörva við -40°C. Það er heldur ekki ráðlegt þar sem venjulegir örgjörvar eru ekki gerðir til að vinna undir 5°C. Vissulega væri mögulegt að ná nægilegri kælingu með öflugum kælidælum en fleiri vandamál geta fylgt í kjölfarið, til dæmis þétting vatnsgufu úr andrúmsloftinu.\n\nSú hugmynd hefur komið upp að framleiða ofurtölvur til að vinna við hitastig fljótandi köfnunarefnis (-196°C) og nýta þannig meðal annars aukinn hreyfanleika rafeinda við lág hitastig. Enginn hefur þó enn séð fjárhagslegan grundvöll fyrir framleiðslu slíkra tölva.\n\nÁ þessari vefsíðu er sýnd aðferð til að kæla örgjörva og sagt frá því hvers vegna kæling getur hentað sumum gerðum þeirra.\n\nFrekara lesefni af Vîsindavefnum:\n\nHvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum? eftir Hjálmtý HafsteinssonHver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum? eftir Hjálmtý HafsteinssonÚr hverju eru pinnarnir á örgjörvum? eftir EÖÞAf hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið? eftir Einar Örn ÞorvaldssonVerður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið? eftir Einar Örn Þorvaldsson"
}
|
bdb36d04-9bab-45ff-96ba-d2e44e8adf80
|
{
"author": "Kristján Leósson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_150",
"publish_timestamp": "2000-02-27T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=150",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 528
},
{
"offset": 530,
"length": 359
},
{
"offset": 891,
"length": 264
},
{
"offset": 1157,
"length": 122
},
{
"offset": 1281,
"length": 33
},
{
"offset": 1316,
"length": 368
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 116
},
{
"offset": 117,
"length": 88
},
{
"offset": 206,
"length": 110
},
{
"offset": 317,
"length": 105
},
{
"offset": 423,
"length": 105
},
{
"offset": 530,
"length": 103
},
{
"offset": 634,
"length": 95
},
{
"offset": 730,
"length": 159
},
{
"offset": 891,
"length": 184
},
{
"offset": 1076,
"length": 79
},
{
"offset": 1157,
"length": 122
},
{
"offset": 1281,
"length": 33
},
{
"offset": 1316,
"length": 45
},
{
"offset": 1362,
"length": 69
},
{
"offset": 1432,
"length": 62
},
{
"offset": 1495,
"length": 77
},
{
"offset": 1573,
"length": 83
},
{
"offset": 1657,
"length": 27
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 60
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 60
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?",
"answer": "Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka samninga um kaup á erlendum gjaldeyri sem duga til að greiða afborganir lánsins. Með framvirkum samningi er hér átt við samning um kaup á ákveðinni upphæð í erlendum gjaldeyri fyrir innlendan gjaldeyri á ákveðnum degi í framtíðinni og á gengi sem er fyrirfram ákveðið. Undir eðlilegum kringumstæðum myndu slíkir samningar og erlenda lánið kosta lántakandann jafnmikið og ef hann hefði tekið lán í innlendum gjaldmiðli.\n\nHins vegar er áhugavert að skoða hvernig hægt er að lækka það sem kallað er væntur vaxtakostnaður með því að taka nokkra áhættu vegna gengisbreytinga. Almennt má líka skoða samspil vænts vaxtakostnaðar og áhættu. Með væntum vaxtakostnaði er hér átt við vegið meðaltal af vaxtagreiðslum og hækkun eða lækkun skuldar vegna gengisbreytinga þar sem vogtölurnar eru þær líkur sem taldar eru vera á einstökum útkomum.\n\nAðferðir til að gera þetta eru vel þekktar og byggja flestar í grundvallaratriðum á kenningum sem Harry M. Markowitz setti fram fyrir nær hálfri öld. Vandamálið sem Markowitz leysti var raunar hvernig velja ætti saman eignir í eignasafn til þess að hámarka vænta ávöxtun að því gefnu hve mikla áhættu fjárfestir er reiðubúinn að taka eða til að lágmarka áhættu að því gefnu hve mikla vænta ávöxtun fjárfestir vill. Aðferðin dugar hins vegar ekki síður til að setja saman körfu erlendra lána þannig að væntur vaxtakostnaður sé lágmarkaður að því gefnu hve mikla áhættu lántakandi er reiðubúinn að taka.\n\nStærðfræðin sem þarf til að lýsa aðferð Markowitz er í það flóknasta fyrir Vísindavefinn og því verður aðferðinni bara lýst hér mjög lauslega. Áhugasömum er bent á kennslubækur í fjármálum, til dæmis Investments eftir Bodie, Kane og Marcus eða aðra bók með sama nafni eftir Sharpe, Alexander og Bailey til nánari fróðleiks.\n\nByrjum fyrst á því að líta á einfaldasta tilvikið, þegar tekið er lán í tveimur erlendum gjaldmiðlum. Gerum til dæmis ráð fyrir evrum og jenum. Frá íslenskum sjónarhóli fellur væntur vaxtakostnaður af láni í evrum annars vegar til vegna vaxta í evrum og hins vegar vegna breytinga á gengi evrunnar gagnvart krónunni. Ef til dæmis er talið líklegt að evran styrkist þá eru væntir vextir af láninu, mælt í íslenskum krónum, hærri en vextir í evrum. Ef talið er líklegt að evran veikist er þessu öfugt farið. Ýmsar leiðir eru til að meta hve líklegt er að gjaldmiðill veikist eða styrkist en þeim verður ekki lýst hér.\n\nVænt vaxtabyrði, mælt í krónum, af lánum í evrum og jenum er svo einfaldlega vegið meðaltal af væntri vaxtabyrði í evrum annars vegar og jenum hins vegar. Vogtölurnar eru hlutföllin sem notuð eru, það er hve mikið er tekið að láni í evrum og hve mikið í jenum. Þannig fæst til dæmis\\[r = ar_{e} + (1-a)r_{j}\\]þar sem r eru væntir vextir af láninu á því tímabili sem verið er að skoða, a er það hlutfall sem tekið er að láni í evrum, re eru væntir vextir í evrum (mælt í íslenskum krónum) og rj væntir vextir í jenum (einnig mælt í íslenskum krónum).\n\nÁhættan er oft mæld með dreifni vaxta sem við táknum með d2(r). Annar mælikvarði er staðalfrávik sem er einfaldlega ferningsrótin (kvaðratrótin) af dreifninni, táknað d(r). Dreifnin fæst samkvæmt eftirfarandi reiknireglu:\\[d^{2}(r) = a^{2}d^{2}(r_{e}) + (1-a)^{2}d^{2}(r_{j}) + 2a(1-a)d(r_{e})d(r_{j}) p_{e, j}\\]pe,j táknar fylgni breytinga á gengi annars vegar evru gagnvart krónu og hins vegar jens gagnvart krónu. Ef breytingarnar fylgjast fullkomlega að er þessi stuðull 1 en ef ekkert samband er verður stuðullinn 0. Ef tilhneiging er til að annar gjaldmiðillinn veikist þegar hinn styrkist er stuðullinn minni en 0. Minnst getur hann orðið -1 og mest 1. Við sjáum að bæði sveiflur í gengi hvors gjaldmiðils um sig gagnvart krónu skipta máli og einnig það hve mjög þessar sveiflur fylgjast að. Ef lítil fylgni eða neikvæð er á milli gengis þessara tveggja gjaldmiðla gagnvart krónu þá er hægt að dreifa áhættu með því að skipta láninu á gjaldmiðlana. pe,j og d(re) og d(rj) er hægt að meta með tölfræðilegum aðferðum með því að skoða breytingar á gengi í fortíð ef talið er að þær gefi góða vísbendingu um breytingar í framtíð en það er ekki alltaf réttlætanlegt.\n\nNú er hægt að velja pör af væntum vaxtakostnaði annars vegar og dreifni vaxtakostnaðar hins vegar með því að breyta a, láta það taka gildi frá 0 og upp í 1. Ef a er látið taka gildi sem eru hærri en 1 eða lægri en 0 samsvarar það því að tekið sé lán í öðrum erlenda gjaldmiðlinum sem er hærra en sú upphæð sem ætlunin var að taka að láni og mismunurinn notaður til að veita lán í hinum erlenda gjaldmiðlinum.\n\nEf notaðir eru fleiri en tveir erlendir gjaldmiðlar flækist dæmið til muna og þá verður þægilegt að nota fylkjareikning til að leysa vandann. Þá fæst t.d. að vænt vaxtabyrði verður:\\[r = wR\\]þar sem w er raðvektor þar sem hvert stak táknar vægi ákveðins erlends gjaldmiðils í lánakörfunni. R er dálkvektor þar sem hvert samsvarandi stak táknar vænta vaxtabyrði af láni í þessum erlenda gjaldmiðli. Ef erlendu gjaldmiðlarnir eru n talsins verður w því 1xn vektor og R nx1 vektor.\n\nDreifnin fæst samkvæmt eftirfarandi reiknireglu:\\[d^{2}(r) = wMw'\\]þar sem M er nxn fylki, svokallað dreifni-samdreifni fylki. Stak í röð i og dálki j í M er samdreifni breytinga á gengi gjaldmiðla i og j gagnvart krónu. Stak í röð i og dálki i er dreifni breytinga á gengi gjaldmiðils i gagnvart krónu.\n\nTil eru lausnir á þessu vandamáli, til dæmis að finna besta w fyrir sérhvert r en ekki verður farið út í að lýsa þeim hér. Einnig er hægt að láta nútímatöflureikna leita að besta w með því að segja þeim að lágmarka dreifni með því að breyta w að gefnu því hliðarskilyrði að vænt vaxtabyrði sé ekki hærri en ákveðið viðmiðunarmark.\n\nÞótt stærðfræðin sem þarf til að leysa þetta vandamál hafi verið þekkt í nær hálfa öld eru ýmis vandamál við framkvæmdina. Til dæmis er nokkuð snúið að meta væntar gengisbreytingar og dreifni og samdreifni (eða fylgni). Þá er sérstakt vandamál að þessar stærðir og vaxtakjör breytast með tímanum. Því þarf helst að endurskoða lánakörfur reglulega og breyta samsetningu þeirra. Því fylgir kostnaður sem getur verið umtalsverður ef lánsupphæðir eru lágar eða breytingar eru gerðar mjög ört.\n\nFrekara lesefni á Vísindavefnum:\n\nHvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt? eftir Gylfa Magnússon"
}
|
c43b611c-3c8a-4836-b18b-2f466f5b0c7c
|
{
"author": "Gylfi Magnússon",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_151",
"publish_timestamp": "2000-02-27T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=151",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 731
},
{
"offset": 733,
"length": 411
},
{
"offset": 1146,
"length": 601
},
{
"offset": 1749,
"length": 323
},
{
"offset": 2074,
"length": 615
},
{
"offset": 2691,
"length": 549
},
{
"offset": 3242,
"length": 1168
},
{
"offset": 4412,
"length": 408
},
{
"offset": 4822,
"length": 478
},
{
"offset": 5302,
"length": 303
},
{
"offset": 5607,
"length": 330
},
{
"offset": 5939,
"length": 488
},
{
"offset": 6429,
"length": 32
},
{
"offset": 6463,
"length": 92
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 146
},
{
"offset": 147,
"length": 74
},
{
"offset": 222,
"length": 171
},
{
"offset": 394,
"length": 187
},
{
"offset": 582,
"length": 149
},
{
"offset": 733,
"length": 150
},
{
"offset": 884,
"length": 61
},
{
"offset": 946,
"length": 198
},
{
"offset": 1146,
"length": 149
},
{
"offset": 1296,
"length": 264
},
{
"offset": 1561,
"length": 186
},
{
"offset": 1749,
"length": 142
},
{
"offset": 1892,
"length": 180
},
{
"offset": 2074,
"length": 101
},
{
"offset": 2176,
"length": 41
},
{
"offset": 2218,
"length": 172
},
{
"offset": 2391,
"length": 129
},
{
"offset": 2521,
"length": 58
},
{
"offset": 2580,
"length": 109
},
{
"offset": 2691,
"length": 154
},
{
"offset": 2846,
"length": 105
},
{
"offset": 2952,
"length": 288
},
{
"offset": 3242,
"length": 63
},
{
"offset": 3306,
"length": 108
},
{
"offset": 3415,
"length": 243
},
{
"offset": 3659,
"length": 104
},
{
"offset": 3764,
"length": 99
},
{
"offset": 3864,
"length": 37
},
{
"offset": 3902,
"length": 138
},
{
"offset": 4041,
"length": 156
},
{
"offset": 4198,
"length": 212
},
{
"offset": 4412,
"length": 156
},
{
"offset": 4569,
"length": 251
},
{
"offset": 4822,
"length": 141
},
{
"offset": 4964,
"length": 147
},
{
"offset": 5112,
"length": 107
},
{
"offset": 5220,
"length": 80
},
{
"offset": 5302,
"length": 126
},
{
"offset": 5429,
"length": 93
},
{
"offset": 5523,
"length": 82
},
{
"offset": 5607,
"length": 122
},
{
"offset": 5730,
"length": 207
},
{
"offset": 5939,
"length": 122
},
{
"offset": 6062,
"length": 96
},
{
"offset": 6159,
"length": 76
},
{
"offset": 6236,
"length": 79
},
{
"offset": 6316,
"length": 111
},
{
"offset": 6429,
"length": 32
},
{
"offset": 6463,
"length": 70
},
{
"offset": 6534,
"length": 21
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 104
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 104
}
]
}
}
|
{
"question": "Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?",
"answer": "Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki \"komnir af\" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og þróunar er hins vegar svo óralangur að við eigum erfitt með að gera okkur það í hugarlund.\n\nHinn sameiginlegi forfaðir manna og apa er ekki ýkja langt undan á mælikvarða þróunarsögunnar. Forfaðir fiska og manna var hins vegar til miklu, miklu fyrr í sögunni. Meðal annars þess vegna erum við miklu \"skyldari\" og líkari öpum en fiskum. Þetta er svipað því að við erum skyldari þeim sem eiga sama afa og við sjálf heldur en þeim sem eiga bara sama langalangafa og við.\n\nEf til vill hefur spyrjandi heyrt um það að vatn skipti miklu máli á frumstigum lífs hér á jörðinni, og þess vegna dottið í hug að spyrja sérstaklega um fiska. Fiskar teljast hins vegar til hryggdýra eins og við og því var liðinn langur tími í þróunarsögunni þegar sameiginlegur forfaðir manna og fiska kom til skjalanna. Menn eru þannig mun skyldari fiskum en hryggleysingjum, til dæmis skordýrum.\n\nÍ þessu viðfangi bendum við einnig á svar Einars Árnasonar við spurningunni Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn \"týnda hlekkinn\"? og svar Guðmundar Eggertssonar við Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?"
}
|
f5504fd5-bddb-4245-bccf-01d13e21092b
|
{
"author": "Þorsteinn Vilhjálmsson",
"fetch_timestamp": "2025-03-04T00:00:00",
"xml_id": "VV_EV_154",
"publish_timestamp": "2000-02-28T00:00:00",
"source": "https://www.visindavefur.is/svar.php?id=154",
"answer": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 406
},
{
"offset": 408,
"length": 374
},
{
"offset": 784,
"length": 398
},
{
"offset": 1184,
"length": 279
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 61
},
{
"offset": 62,
"length": 82
},
{
"offset": 145,
"length": 153
},
{
"offset": 299,
"length": 107
},
{
"offset": 408,
"length": 94
},
{
"offset": 503,
"length": 71
},
{
"offset": 575,
"length": 75
},
{
"offset": 651,
"length": 131
},
{
"offset": 784,
"length": 159
},
{
"offset": 944,
"length": 161
},
{
"offset": 1106,
"length": 76
},
{
"offset": 1184,
"length": 163
},
{
"offset": 1348,
"length": 86
},
{
"offset": 1435,
"length": 28
}
]
},
"question": {
"paragraphs": [
{
"offset": 0,
"length": 40
}
],
"sentences": [
{
"offset": 0,
"length": 40
}
]
}
}
|
Texts from the Icelandic Web of Science and the European Web * JSONL-FORMAT
The dataset contains questions and answers from the Icelandic Web of Science (www.visindavefur.is) and the European Web (www.evropuvefur.is), run by the University of Iceland. The corpus does not contain all the texts from the websites but only those authorized by the authors. The corpus can be found in CLARIN-IS's repository, both the unannotated version (http://hdl.handle.net/20.500.12537/361) and the annotated version (http://hdl.handle.net/20.500.12537/362).
In the original corpus, the texts were divided into four parts: 'question', 'long question' (if available), 'answer' and 'rest' (references, information about photos, footnotes etc.) In this dataset only the shorter version of the question and the answer are included. NOTE that in same cases it was not possible to remove all extra texts (such as footontes) from the answer.
LICENSE:
The corpus contained in this package is published with a restricted licence (https://repository.clarin.is/licenses/userlicense_igc_restricted_download_en.pdf).
THE HUGGINGFACE DATASET:
Each line in the JSONL file contains one article (a question and an answer). The information and the format of a single line is the following:
{
"document":
{"
"question": "The question",
"answer": "The answer"
},
"uuid": "a randomly generated ID for the json object",
"metadata":
{
"author": "the original file's author, if available",
"fetch_timestamp": "the date of the conversion",
"xml_id": "the ID of the original XML file",
"publish_timestamp": "the publishing date of the text in the original XML file",
"question":
{
"paragraphs": [{"offset": None, "length": None}, {"offset": None, "length": None}, ...],
# the offset and length of each paragraph in document['question']
"sentences": [{"offset": None, "length": None}, {"offset": None, "length": None}, ...],
# the offset and length of each sentence in document['question']
},
"answer":
{
"paragraphs": [{"offset": None, "length": None}, {"offset": None, "length": None}, ...],
# the offset and length of each paragraph in document['answer']
"sentences": [{"offset": None, "length": None}, {"offset": None, "length": None}, ...],
# the offset and length of each sentence in document['answer']
},
"source": "the source of the original text, taken from the XML file"
}
}
USAGE:
You can simply load the dataset in python with:
from datasets import load_dataset
#load the dataset
ds = load_dataset("arnastofnun/VV_EV")
Then you can iterate through each article (each pair of question and answer):
#iterate through each article
for article in ds["train"]:
pass
Here below is a complete Python-code that prints out each paragraph for the question and answer in each article:
from datasets import load_dataset
#load the dataset
ds = load_dataset("arnastofnun/VV_EV")
#iterate through each article
for article in ds["train"]:
print("## QUESTION ##")
#iterate through items containing information about offset and length of each paragraph in 'question'
for paragraph in article['metadata']['question']['paragraphs']:
#print the substring of article['document']['question']
print(article['document']['question'][paragraph['offset']:paragraph['offset']+paragraph['length']])
print("## ANSWER ##")
#iterate through items containing information about offset and length of each paragraph in 'answer'
for paragraph in article['metadata']['answer']['paragraphs']:
#print the substring of article['document']['answer']
print(article['document']['answer'][paragraph['offset']:paragraph['offset']+paragraph['length']])
- Downloads last month
- 12